Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 19
Fegurð íslands og forsmán W. G. Collingwood: Fegurð íslands og fornir sögustaðir. Haraldur Hannessson sá um útgáf- una. Útgefandi Öm og Örlygur 1988. Það er óhætt að segja það strax að það er mikill kjörgripur sem bókaútgáfan Örn og Örlygur hef- ur sent frá sér með þessu verki. Ekki bara vegna þeirra vönduðu eftirprentana sem þar eru af 162 vatnslitamyndum Collingwoods frá ferð hans um ísland sumarið 1897, heldur ekki síður fyrir sendibréfin og ljósmyndimar sem stórauka gildi vatnslitam- yndanna og em auk þess hin merkasta lýsing á landi og þjóð um aldamótin síðustu. Það vakti athygli þess sem þetta ritar þegar hann skoðaði vatnslitamyndir Collingwoods í Bogasal Þjóðminjasafnsins á þessu hausti að svo athugull og fundvís sem hann var á náttúru landsins og landsins kennileiti, þá virtist hann meðvitað sneiða hjá því að draga upp mannlífíð í landinu og þess kennileiti: vatns- litamyndirnar sýna mest landið nakið og ósnortið með fossum sínum og fjöllum, jöklum og vötnum. Kannski sjáum við torf- bæ kúra við túnfót undir fjallshlíð eða reiðmann í fjarska og rollu á beit, en hvergi mannlífið í nær- mynd. Það var heldur ekki ætlun Collingwoods með vatnslitam- yndunum: þær áttu að vera lýsing á sögusviði íslendingasagnanna sem hann unni og kunni upp á sína tíu fingur. Þær áttu að gera mönnum auðveldara að gera sér í hugarlund sögusvið þessara merku bókmennta, sem Bretar voru að uppgötva um þessar mundir. Hafi það vakið gremju eða eftirsjá að jafn athugull og drátt- hagur maður og Collingwood skuli þannig hafa eytt allri orku sinni og hæfileikum á fjöllin og firnindin sem lítið breytast, en horft framhjá mannlífinu sem mikið breytist, þá verður honum fullkomlega fyrirgefið eftir lestur sendibréfanna sem hann skrifaði eiginkonu sinni og dætrum héðan frá íslandi þetta sama sumar. Því þar er að finna fágætlega raun- sæja og fordómalausa lýsingu á mannlífi á íslandi um aldamótin síðustu eins og það leit út í augum evrópsks menntamanns. Við get- um treyst því að sú lýsing sé ein- læg og heiðarleg, því hér er um einkabréf að ræða, sem ekki voru ætluð til birtingar, og við vitum að hún er fordómalaus, þar sem Collingwood var sannur íslands- vinur og menntaður vel og lagði þar að auki á sig ótrúlegt erfiði og fórnir af einskærri ást og virðingu fyrir íslenskri menningu. Það sem myndimar sýna ekki sjáum við semsagt í sendibréfun- um. Enga mynd gerði Colling- wood af Reykjavík, en höfuðstað íslendinga lýsir hann m.a. með þessum orðum: „Allir eru fátæk- lega til fara og staðurinn sjálfur fátæklegur og eyðilegur. Undir- okun og sinnuleysi þeirra, sem ættu að geta stuðlað að bærilegri og uppörvandi tilveru og vaxandi velmegun þjóðarinnar vora augljós... Hvarvetna skítur og ó- reiða og allt virðist hálfkarað. Bærinn er ekki stærri en Bowness en hundrað sinnum ljótari og ó- þrifalegri..." Hann lýsir fátæklegum og sóðalegum húsakosti lands- manna, þar sem gólf voru svo skítug að hann gat ekki tekið af sér skófatnað fyrr en hann lagðist upp í lúsug fletin, og hann lýsir því hvernig fólkið kemur honum fyrir sjónir: sinnulaust og hirðu- laust í fátækt sinni og eymd, skít- ug og lúsug þjóð sem hefur ekki enn uppgötvað tannburstann eða lært evrópska mannasiði: tötrum klætt fólk og sóðalegt sem talar með fullan munninn, potar úr tönnunum með fingrunum, spýtir hráka á gólfið í miðjum sam- ræðum og hefur uppi hvers konar ósiði aðra. Það er óáreiðanlegt og getur ekki gefið einföldustu upp- lýsingar um vegalengd eða átt: „Mér finnst líka að íslendingar komi aldrei hreint til dyra. Að einhverju leyti kann það að stafa af því að þeir vilja líkt og írar þóknast öllum, en þó einkum af vissum grautarhausahætti og al- gjörum skorti á þjálfun til þess að gaumgæfa og fara með stað- reyndir. Sé í raun og veru um ein- hverjar gáfur að ræða, þá er það á bókmenntasviðinu, enda er fjöldi manna kallaður skáld á þessu landi þar sem hver gæs er gerð að háfleygum svani...“ Og höfðingjasetrinu Odda, þar sem bjó ríkasti prestur á íslandi, séra Skúli Skúlason, lýsir hann með þessum orðum: „Við sváfum í örlitlu herbergi. í því voru tvö rúm og svo sem rúmbreidd á milli þeirra. Þar var allt kámað í kerta- vaxi frá vetrinum áður og allt fullt af hvers konar ryki og drasli, svo sem brotnum brúðufæti, papp- írsrusli og gauðslitnu, skítugu skinni af einhverri skepnu, sem ég man nú ekki lengur hver var. Ekki var hægt að opna glugga og ÓLAFUR GfSLASON var loftið í herberginu þess vegna mjög þungt morguninn eftir, enda engin loftræsting nema í gegnum setustofuna. Þetta er eitt af veglegustu hús- um á Suðurlandi og húsmóðirin er Reykvíkingur, mjög skemmti- leg og aðlaðandi. En auðvitað er það engin hvfld að sofa í slíkum kytrum. Jafnvel morgunkaffið megnar ekki að hressa hugann, og fáfræðin og sóðaskapurinn í þessu kotbændalandi eykur á leiðindin með hverjum deginum sem líður...“ Þá þarf ekki að rekja þær raun- ir sem lagðar eru á bragðlauka og meltingarfæri þessa enska menntamanns og eru lýsingar hans á þeim þrautum sem hann mátti taka út við íslensk gesta- borð hinar átakanlegustu. Frásagnir þessar eru skreyttar ljósmyndum, mörgum hverjum mjög merkilegum, og þar sést að Collingwood hefur frekar beint linsu Kodakvélarinnar að mannlífinu á meðan vatnslita- pensillinn festi landslagið á blað. Þessi fágæta lýsing Collingwo- od á landi og þjóð vekur til um- hugsunar um hversu stutt er um liðið síðan ísland var í hópi fátæk- ari og vanþróaðri þjóða. Auðvit- að er lýsing þessi lituð enskum viðhorfum, en höfundur verður þó ekki ásakaður um hroka. En það þyrfti að leita æði langt með- al vanþróaðri ríkja nútímans til þess að sjá hliðstæðu við þá eymd og niðurlægingu, sem þarna er lýst. Frágangur bókarinnar „Feg- urð íslands" er allur hinn vandað- asti og prentun litmynda til fyrir- myndar. Bréfin eru vel þýdd og á góðri íslensku, en það verður að segjast eins og er að þótt Harald- ur Hannesson hafi greinilega lagt mikla alúð í verk sitt, þá er um- fjöllun hans um efni bókarinnar og ævi og starf Collingwoods þeim mun efnisrýrari sem hún er auðugri af hástemmdum lýsing- arorðum. Verður ekki af ritgerð- um hans ráðið það menningar- sögulega samhengi sem hefði þurft að fylgja inngangi slíkrar bókar, og sú fullyrðing Haralds að það hafi verið fegurð ísiands sem heillaði Collingwood er vafa- söm, ef ekki beinlínis villandi. Og er þá komið að titli bókarinnar sem einnig orkar meira en lítið tvímælis og jaðrar við öfugmæli þegar að ferðafrásögn Colling- woods kemur. Fegurð er afstætt hugtak og verður nánast merkingarlaust þegar borin eru saman viðhorf sem mótuð eru af nauðugu návígi örsnauðrar þjóðar við óblíð nátt- úruöfl annars vegar og þau sem hins vegar eru mótuð við háborð evrópskra lista og mennta, þar sem Collingwood hafði alið manninn. „Sóðaskapurinn í þessu kotbænda- landi eykur á leiðindin með hverjum deginum sem líður..." Ljósmynd eftir Collingwood af íslenskum torfbæ í Ólafsvík tekin sumarið 1897. Þetta sést best á því þegar Coll- ingwood lýsir því hvernig biskup íslands gaf fagran skírnarfont úr kopar úr kirkjunni á Breiðaból- stað, en „lét kirkjuna fá ómerki- lega blikkþvottaskál í staðinn. Biskupi fannst ekki taka því að hirða kaleikinn og patínuna, sem eru af frönskum uppruna gerð snemma á 14. öld og fagurlega silfruð og smelt... og er augljóst að öllum stendur nákvæmlega á sama um allt þetta. Fólkið vill einungis losna við sérhvern forn- grip úr kirkjum sínum.“ Það var í þessum fomu gripum sem Coll- ingwood sá fegurð íslands, og honum ofbauð hvemig íslending- ar gerðu fornminjar sínar að fóta- þurrkum í bókstaflegri merk- ingu. Þar voru íslenskir mennta- menn ekki undanskildir. í viðtali sem Einar H. Kvaran rithöfund- ur átti við Collingwood fyrir brottförina og birtist í ísafold, kemur fram að það sem mest hreif skáldið sem bjó í „skítnum og óreiðunni“ í hálfköruðum höfuðstaðnum var litadýrðin í sólarlagsmyndum Collingwoods. Af titli bókarinnar mætti ráða að litir sólarlagsins séu enn mæli- kvarði útgefandans á fegurð. -ólg. SIEMENS -gceði HRÍFANDI OG ÞRÍFANDI RYKSUGA FRÁ SIEMENS! Tilvalin ryksuga fyrir minni heimili og skrifstofur. B Lítil, létt og lipur ■ Kraftmikil (800 W) en sparneytin ■ Stór rykpoki og sýklasía ■ Sjálfinndregin snúra og hleðsluskynjari ■ SIEMENS framleiðsla tryggir endingu og gæði ■ Verð kr. 8.320,- SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 Föstudagur 23. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.