Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 13
Djákninn, Laxness og Nonni Nonni og Manni Mínísería byggð á bókum Jóns Sveinssonar, Nonna, á dagskrá Sjónvarps milli jóla og nýárs. Alþjóðlegtsamvinnuverkefni sem Agúst Guðmundsson leikstýrir Sjónvarpið sýnir um hátíðarn- ar míníseríu í sex þáttum um fræga bræður að norðan, Nonna og Manna, og eru alkunnar bækur Jóns Sveinssonar kveikjan. Ágúst Guðmundsson hefur leikstýrt þáttunum, en þeir eru gerðir af þýskum fram- leiðslufyrirtækjum í Miinchen í samvinnu við íslenska Sjónvarpið sem og þýskar, austurrískar, svissneskar og spænskar sjón- varpsstöðvar. Nánar til tekið verður mynd- aflokkurinn á dagskrá Sjónvarps- ins frá og með jóladegi. Sýning- artíminn er strax eftir fréttir, klukkan hálfníu. Á þessum tíma verður síðan einn þáttur sýndur uns flokknum lýkur, hinn 30. des- ember. „Nonni“ hefur verið tal- settur, og er það í fyrsta skipti sem svo vel er gert við erlendan myndaflokk hér á landi. Leikstjórinn stjórnaði því verki, en vinnslan fór fram í hljóðveri Júlíusar Agnarssonar. í kynningu frá Sjónvarpinu segir að myndaflokkurinn Nonni sé byggður á alkunnum bókum Jóns Sveinssonar, og greini frá æsku hans og uppvaxtarárum. Víst er um það að myndaflokkur- inn endar á því „sannsögulega" atriði að Nonna er boðið að fara utan til náms, en almennt talað er ekki að sjá að hinir þýsku höf- undar handritsins láti stillilega og lágróma frásögn rithöfundarins þvælast fyrir sér að ráði. Það er með öðrum orðum ekki „trúnað- ur við söguna" sem ræður fram- vindunni í þáttunum ef marka má innihaldslýsingu á þeim og Sjón- varpið hefur dreift til fjölmiðla með jóladagskrá sinni. Ekki að það þurfi að vera neitt slæmt að gefa söguþræðinum á'ann eins og Guðbergur sagði eitt sinn af allt öðru tilefni, og víst eru vítin að varast þar sem eru ófáar kvik- myndir sem eiga að vera byggðar á bókmenntaverkum en verða aldrei neitt neitt vegna uppi- vöðslusemi textans. Kannski ekki síst vegna allra frávikanna frá sögum Jóns Sveinssonar verð- ur spennandi að sjá hvernig til hefur tekist með Nonna. Hér stendur ekki til að eyði- leggja neitt fyrir hæstvirtum áhorfendum, en samhengið kall- ar þó á að getið sé um undirtitil Nonna eins og hann kemur fyrir í plöggum Sjónvarpsins, semsé Two Boys Battle Nature And Wicked Men, eða Tveir drengir gegn höfuðskepnum og skepnu- bárðum, svo lauflétt sé snarað. Málið virðist sumsé vera það að þeir bræður Nonni og Manni, söguhetjur Jóns Sveinssonar, eru í meðförum Þjóðverjanna orðnir leiksoppar í miklu fullorðinsd- rama, þar sem móðir þeirra bræðra er orð og misfélegir von- biðlar hennar. En við bíðum spennt, önnur eins ítök og Nonni á í þjóðarsálinni. HS Guðný, dóttir Halldórs Laxness og Halldór, dóttursonur skáldsins, í hlutverkum skáldsins og móður hans. Djákninn Jólamynd Sjónvarpsins þetta árið ergerð af Agli Eðvarðssyni og nefnist Djákninn. Erþað gœlunafn söguhetjunnar sem er áhugamaður um vélhjólaakstur Djákninn, mynd Egils Eðvarðs- sonar, er jólamynd Sjónvarpsins í ár. Nafnið verður strax til að mynda hugtengsl við fræga þjóð- sagnapersónu á Myrká, en í spjalli við blaðið vildi Egill ekki gera of mikið úr því; sagði að söguhetjan væri áhugamaður um vélhjólaakstur og að djáknaheitið væri gælunafn hans. Myndin verður frumsýnd í Sjónvarpinu að kvöldi annars dags jóla og er sýningartíminn um 70 mínútur. Áð sögn Egils hefur vinnan við myndina staðið yfir í ár; gengið var frá handriti í nóvember í fyrra, tökur fóru fram í febrúar og maí og klipping stóð yfir frá því í júní og fram í nóvem- ber. Hljóðsetningu og -blöndun lauk svo ekki fyrr en í þessari viku. Egill sagðist líta á myndina sem tilraun; þetta er ekki djákninn á Myrká, þetta er sjónvarpskvik- mynd sem hefur í sér fólgna sög- una beint og óbeint. Ég bý til nýja sögu sem gerist í dag, en notfæri mér persónur og atburðarás þjóðsögunnar. Ég leik mér að minnum úr henni og nýti mér það að flestir þekkja hana, sagði hann. Myndin þín er þar með fráleitt nein myndskrey ting á sögunni um djáknann á Myrká? Myndskreytingum í þessum skilningi finnst mér megi líkja við að lita f litabók, og það er augljóslega ekki sú leið sem ég fer. Þetta er frekar eins og að teikna sjálfur; búa til eigin útlínur og fylla síðan inn í þær. Fyrir mér er Djákninn töiuvert drama og vonandi sorgleg með þeim já- kvæðu formerkjum að henni er ætlað að láta fólk finna til. Þarna er það dauðinn sem skilur að ungt og ástfangið fólk og á þeim nót- um er myndin hryggileg. Ég reyni ekki að gera þessa mynd að hrollvekju. Ég vænti þess að hún sé spennandi, en á viðkvæmu nótunum. Ég skrifa ekki upp á þann skilning á þjóð- sögunni sem mér finnst ráðandi að djákninn sé tákn ógnar og dauða. Þvert á móti brýst hann í gegn, þrátt fyrir dauðann, og eitt andartak er það ástin sem sigrar dauðann. HS Halldór Laxness Ný heimildarmynd um skáldið á dagskrá Stöðvar2 um hátíðarnar. Pétur Gunnarsson: Sumar stoppustöðvar stœrri en aðrarþegarfjallað er um feril Halldórs Um hátíðarnar verður sýnd ný heimildarmynd um Halldór Lax- ness á Stöð 2. Myndin er í tveimur hlutum og verður sá fyrri á dagskránni á jóladag en hinn seinni á nýársdag. Hvor hluti er um 50 mínútur að lengd. Pétur Gunnarsson rithöfund- ur, einn handritsgerðarmanna, sagði í stuttu spjalli við blaðið að í fyrri þættinum væri rakin þroska- saga Halldórs og upphafið á rit- höfundarferli hans. „Það var brugðið á það ráð að leika Hall- dór,“ sagði Pétur; „fjórir ieikarar bregða upp myndum af honum á ýmsum aldursskeiðum, en lengst og mest Guðmundur Ólafsson sem leikur Halldór frá 16 ára aldri eða svo og fram yfir tví- tugt.“ Fæðing, uppvöxtur, þroska- braut, æskuverk, ferðalög; þetta er rakið í fyrri þættinum og þá stoppað við mikilvæga viðkom- ustaði eins og Clairvaux- klaustrið og Taormínu á Sikiley, og rifjað upp hvað Halldór var að hugsa og skrifa, en eins og kunn- ugt er samdi hann Vefarann með- an á Sikileyjardvölinni stóð, sem og greinar af íslensku menningar- ástandi sem gerðu allt vitlaust hér heima. Við beitum svo þeirri aðferð að klippa á þennan söguþráð öðru hverju með viðtölum, sagði Pét- ur; mest eru það ný og nýleg við- töl við Halldór sjálfan sem við Jón Óttar tókum gagngert fyrir þessa mynd, en fleiri koma við sögu, s.s. Jón Helgason, Halldór Guðmundsson, Árni Sigurjóns- son og Sigurður Hróarsson. Fyrri þættinum lýkur með Sölku Völku, en með þeirri bók kemur Halldór fram sem þroskaður rit- höfundur. í seinni þættinum er ekki lengur neitt leikið efni, heldur er Halldór sjálfur og hans höfundar- verk undir, sagði Pétur. Þarna er kannski mest nýnæmi af útlend- ingum sem hafa þýtt bækur Hall- dórs og fjallað um hann. Menn á borð við Peter Hallberg, Regis Boyer og Magnús Magnússon. Þeir segja frá tormerkjum á því að þýða Halldór og glímunni við að koma honum á framfæri- Þá er að auki talað við hina og þessa um þann tíma er Halldór var hvað umdeildastur, og mætti kannski kalla þennan þátt sambúð hans og íslensku þjóðar- innar. Þá gilti annað viðmót en við erum vönust í dag, og ég held að þessi hluti myndarinnar geti haft heilmikið gildi fyrir yngri áhorfendur sem þekkja Halldór varla öðruvísi en sem gamian heiðursmann uppi í sveit í kyrrð og logni, sagði Pétur. í seinni þættinum er ennfremur staðnæmst við leikrit Halldórs, kvikmyndir sem gerðar hafa ver- ið eftir skáldsögum hans, ferða- lög o.s.frv. og að sögn Péturs eru sumar stoppustöðvar stærri en aðrar í þessum efnum, t.d. af- hending Nóbelsverðlaunanna sem Halldór varð aðnjótandi um miðjan sjötta áratuginn. Handritsgerð myndarinnar um Halldór Laxness er samstarfs- verkefni nokkurra manna. Auk Péturs lögðu þar hönd á plój> þeir Þorgcir Gunnarsson, Olafur Ragnarsson og Björn Björnsson, og hafði Þorgeir að auki uppt- ökustjórn með höndum. HS Eltt andartak er það ástln sém slgrar dauðann. Úr mynd Eglls Eðvarðssonar, Djáknanum. Föstudagur 23. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.