Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 6
Undanfarna daga hafa jólasveinamir heimsótt Þjóðminjasafnið um leið og þeir hafa komið til byggða. Þetta hef- ur vakið mikla ánægju hjá yngstu kynslóðinni sem hefur fjölmennt í safnið og á miðvikudag þegar Ijós- myndari Nýja Helgarblaðsins brá sór á safnið voru um 500 börn mætt til að heilsa uþþ á jólasveininn. Myndir Þóm. manna þjóðminjaráð skal fara með yfirstjórn þjóðminjavörsl- unnar í umboði menntamálaráð- herra. í frumvarpinu sem lagt var fram sl. vor var gert ráð fyrir stjórnarnefnd yfir Þjóðminja- safninu og hinsvegar fornleifa- ráði, sem átti að vera þjóðminja- verði til ráðgjafar. Eftirfarandi aðilar eiga að skipa fulltrúa í þjóðminjaráðið: Minjaverðir og deildastjórar við Þjóðminjasafnið, Félag íslenskra safnmanna, Sagnfræðistofnun Háskólans og Bandalag kenn- arafélaga. Þjóðminjavörður er framkvæmdastjóri ráðsins. Reglugerð gerir ráð fyrir því að tveir þessara manna séu að jafn- aði fornleifafræðingar en það er fulltrúi minjavarða og og deildar- stjóra safnsins og fulltrúi Félags íslenskra safnmanna. Með þjóðminjaráði fæst stjórn yfir alla þætti þjóðminjavörsl- unnar, svo sem húsvemd, þjóð- háttarannsóknir, fornleifarann- sóknir o.fl. auk þess sem ráðið er stjórnamefnd Þjóðminjasafns- ins. Þá fékkst sú breyting í gegn að sérstök minaráð verði starfrækt í hverjum landshluta sem skipuð verða fulltrúum úr stjórnum allra viðurkenndra safna á svæðinu og er hlutverk minjaráðsins að sam- Bjúgnakrækir hafði komið sér þægi- lega fyrir á kommóðu inn í safninu. um meðal erlendra ferðamanna. Mikill áhugi er á því að opna kaffistofu í tengslum við safnið svo fólk geti sest niður og hvílt sig, en slíkt er í flestum söfnum erlendis. f teikningunni að nýja innganginum er gert ráð fyrir slíkri kaffistofu." Nefndin Nefnd sú sem Birgir ísleifur skipaði í nóvember 1987 var skipuð alþingismönnunum Sverri Hermannssyni, sem jafnframt var formaður, Guðrúnu Helga- dóttur, Guðmundi G. Þórar- inssyni og Kjartani Jóhannssyni. Auk þeirra áttu eftirfarandi starfsmenn safnsins sæti í nefnd- inni; Þór Magnússon, þjóð- minjavörður, Lilja Árnadóttir safnvörður og Bryndís Sverris- dóttir sáfnkennari, auk Þórunnar Hafstein lögfræðings. Þessi nefnd samdi frumvarp til þjóðminjalaga, sem lagt var fyrir neðri deild Alþingis í apríl sl. Frumvarpinu var vísað til menntamálanefndar neðri deildar sem sendi það til umsagn- ar ýmissa aðila, sem hlut eiga að máli, en frumvarpið komst ekki til annarrar umræðu. Þegar Svavar Gestsson tók við embætti menntamálaráðherra sagði Sverrir Hermannsson af sér formennsku í nefndinni svo ráðherrann gæti skipað nýjan for- mann. Svavar Gestsson endur- skipulagði þá nefndina og tók Guðrún Helgadóttir við for- mennsku í nefndinni og Dan- fríður Skarphéðinsdóttir og Óli Þ. Guðbjartsson bættust við nefndína, þannig að nú áttu allir þingflokkar fulltrúa í nefndinni. f kjölfar sátta menntamálaráð- herra við Sturlu Kristjánsson, fyrrverandi fræðslustjóra á Norðurlandi eystra, sagði Sverrir sig svo úr nefndinni og enn sem komið er hefur Sjálfstæðis- flokkurinn ekki tilnefnt mann í stað hans. Hugmyndir Kvennalistans Mjög góð sarnstaða hafði verið í nefndinni fram til þessa en með breyttri nefndarskipan komu fram nýjar hugmyndir og seinkaði því málinu töluvert. Fulltrúi Kvennalistans var ósátt- ur við það að skrifa upp á óbreytt frumvarp og vildi leita umsagna víða og var orðið við því. Meðal þeirra hugmynda sem Kvennalistinn var áfram um, var að fornleifarannsóknir heyrðu undir væntanlegt umhverfismála- ráðuneyti. Sú hugmynd fékk ekki hljómgrunn meðal annarra nefn- darmanna enda óhægt um vik þar sem Þjóminjasafnið myndi heyra áfram undir menntamálaráðu- neytið. Þjóðminjaráö Aðrar breytingar sem komu fram í haust og eru nú í frumvarp- inu, sem lagt var fram fyrir skömmu, eru þær helstar að fimm 6 SÍÐA NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 23. desember 1988 Þjóðminjasafn Islands Þjóðminjasafn fslands var stofnað 24. febrúar 1863. Það var Sigurður málari Guðmundsson sem vakti fyrst máls á nauðsyn þess að stofnað yrði minjasafn á Islandi og birti um það hugvekju í Þjóðólfi í apríl 1862. Helgi Sig- urðsson á Jörfa skrifaði svo opið bréf í upphafi árs 1863 um nauð- syn þess að setja á stofn forn- gripasafn og jafnframt gaf hann þjóðinni formlega nokkra gripi sem vísi að safni. Stiftyfirvöld brugðust skjótt við og í febrúar var Jón Árnason bókavörður gerður að umsjónarmanni fom- gripasafnsins. Jón gat ekki sinnt starfinu vegna anna og var Sig- urður málari þá ráðinn umsjónar- maður safnsins og var hann það til dauðadags 1874. Safnið hefur í gegnum tíðina verið víða til húsa. Fyrst var það til húsa á dómkirkjuloftinu. Það- an flutti það í Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Úr Hegningar- húsinu flutti það í nýreist Alþing- ishúsið árið 1881. Þaðan lá leiðin í Landsbankahúsið árið 1899. 1907 voru sett lög um verndun fornminja og Matthías Þórðarson var ráðinn fornminjavörður. Árið eftir flutti svo safnið í Safna- húsið við Hverfisgötu og þar var það næstu 40 árin að það flutti í núverandi húsnæði við Hring- braut. Nú starfa 8 fastráðnir sérfræð- ingar auk þjóðminjavarðar við safnið. Auk þess eru starfandi við safnið forvörður, tæknimaður, safnkennari, tveir skrifstofu- menn, einn í rannsóknarstöðu og húsvörður. Þá em lausráðnir 2 sérhæfðir forverðir og yfir sumartímann verður ævinlega aukning í starfsliðinu, einkum við fornleifarannsóknir. Auk þessa fólks má nefna gæslumenn við safnið. Samkvæmt lögum á Þjóð- minjasafnið að varðveita íslensk- ar þjóðminjar í víðasta skilningi, hvort sem það eru gripir í safninu sjálfu eða fornminjar og friðuð mannvirki. Nálægt 20.000 safngripir em skráðir í safninu og eru þá ekki taldir með þeir munir sem heyra til sérsafna innan þess, né heldur mikill fjöldi jarðfundinna muna, sem fundist hafa við fornleifa- rannsóknir. Auk minjavörslu og - söfnun er skipuleg þjóðháttasöfnun stundið í Þjóðminjasafninu og er heimildasafnið orðið talsvert á annað hundrað þúsund blað- síður. Þá er hverslags myndefni safnað og í myndasöfnunum tveimur, Mannamyndasafninu og Ljósmynda- og prentmyndasafninu eru nú um 400.000 myndir. Fræðslustarf safnsins hefur aukist mikið á undanförnum árum og árið 1987 heimsóttu 6.000 nemendur gmnnskóla safn- ið í fylgd kennara. -Sáf/ byggt á bœklingnum Þjóð- minjasafn íslands 125 ára

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.