Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 22
Heillandi og margræð Nunnur og hermenn Höf. Iris Murdoch Þýð. Sigurður G. Tómasson Iðunn, 1988 Iris Murdoch er að mínu mati einhver skemmtilegasti rithöf- undur sem uppi er. „Nunnur og hermenn" er fyrsta skáldsaga hennar sem kemur út á íslensku. Iris Murdoch er fædd í Dublin en býr í Englandi. Hún er menntuð í klassískum fræðum og hefur gef- ið úr fjölda skáldsagna síðan árið 1954. „Nunnur og hermenn“ kom fyrst út árið 1980. Hún gerist að mestu leyti í Englandi (einnig í Suður-Frakklandi) og er sam- tímasaga. Hún hefst í skammdeg- inu þegar liðið er að jólum. Guy Opinshaw, menntaður og gáfað- ur maður, rúmlega fertugur, liggur banaleguna heima hjá sér, er að deyja úr krabbameini. I þessum fyrsta hluta eru kvaddar til sögunnar allar helstu persónur hennar og kynntar vel. Petta er eins konar forleikur. Dauðinn er í nánd og þær aðstæður sem þarna eru komnar eru út af fyrir sig mjög áhugaverðar: afstaða hins deyjandi manns til þeirra sem eftir lifa, til eigin lífs og dauða. í ljós kemur að hann hef- ur haft geysimikil áhrif á fjöl- skyldu sína og vini og flestir eiga eitthvað undir honum komið. Pannig er þetta undanfari þess sem koma skal. Dauði Guy Op- enshaw breytir öllum aðstæðum, riðlar hlutverkum o.s.frv. Þegar hann deyr, fer sagan á vissan hátt af stað. Segja má að aðalpersónur séu fjórar en það einkennir sögur Ir- isar Murdoch að persónur eru dregnar mjög skýrum dráttum, jafnt aðal- og aukapersónur verða á einhvern hátt óvenju- legar, spennandi og eftirminni- legar. Fyrsta ber að nefna Ger- trude Opinshaw sem er nú ekkja rúmlega þrítug og barnlaus. Hún er ákaflega skynsöm kona, skyld- urækin og prúð og hún elskaði mann sinn og virti svo mjög að henni finnst hún ekki eiga neitt líf í sjálfri sér án hans. Önnur mikil- væg persóna er Anne, gömui vin- kona Gertrude frá skólaárunum í Cambridge. Anne gekk í klaustur en yfirgefur það eftir 15 ára vist og kemur til Gertrude skömmu áður en maður hennar deyr. Gertrude hatar öll trúarbrögð og alla dulspeki og er enn sárreið því að Anne skyldi „læsa sig inni“. Hún er algjörlega skilningslaus gagnvart trúarreynslu Önnu og hún skilur heldur ekki í raun hvers vegna Anna sneri aftur til manna. En þessari reynslu Önnu eru gerð mjög góð skil „innan frá“, hvernig hún yfirgaf heiminn eftir glæsilegan námsferil og fjöl- breytt ástarævintýri, aðdraganda þess að hún yfirgaf klaustrið og tilfinningum hennar eftir að hún er komin út. „En hún mundi ekki héðan af lifa án messunnar frekar en hún mundi lifa án Krists... Getur nokkur sá sem einu sinni hefur haft hugmyndina um Guð gefið hana upp á bátinn? Hungrið eftir Guði er sennilega óseðjan- legt ef það á annað borð nær full- um tökum. Hún gat ekki losnað við reynsluna af ást Guðs og viss- una um að aðeins í gegnum hann næði hún til heimsins." (56). Þrátt fyrir gjörólíka afstöðu Gertrude og Anne til trúmála eru þær í upphafi sögu í sömu spor- um, þær eru báðar að hefja nýtt líf og Gertrude kýs að líta svo á að þær séu tvær helgar meyjar sem hafi snúið baki við heiminum þótt rás atburða verði talsvert frá- brugðin því sem þær höfðu ímyndað sér. Greifinn er sérkennileg per- sóna sem var mikill vinur Guy Openshaw.og heimagangur hjá þeim hjónum. Hann er í raun enginn greifi heldur skrifstofu- maður og sonur pólskra innflytj- enda. Iris Murdoch hefur sér- stakt lag á að skapa heilar per- sónur, fólk með fortíð og sögu og er greifinn gott dæmi um það. Hún rekur sögu Póllands fram og til baka og varpar þannig ljósi á alla tilveru hans. Faðir hans var mikill þjóðernissinni sem velti sér endalaust upp úr óförum Pól- verja í seinni heimsstyrjöldinni og hörmungarnar þegar Þjóð- verjar sátu um Varsjá ásækja hann stöðugt í martröðum á nótt- unni. Greifinn hefur borið heita ást í brjósti til Gertrude í mörg ár án þess að hafa gert sér vonir en um leið og hún er orðin ekkja horfir málið öðruvísi við. Fjórða persónan er Tim, sem er tengdur Opinshaw-fjölskyld- unni á heldur flókinn hátt. Hann virðist í fyrstu ekki skipta miklu máli en leikur óvænt mikið hlut- verk. Hann er málari en málar eiginlega aldrei neitt af viti, hvorki listrænt séð né getur hann selt myndir sínar. Hann er alltaf blankur og alltof viðkvæmur til að geta unnið fyrir sér á venju- legan hátt. Hann hefur í mörg ár staðið í ástarsambandi við Daisy sem er líka málari og bóhem en vinnur nú að skáldsögu. Daisy er mjög fyndin persóna og sannfærandi og skemmtileg ands- tæða vinkvennanna frómu, Anne og Gertrude. Daisy „hataði borg- arastéttina, hið kapítalíska MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR þjóðfélag, hjónabandið, trúar- brögðin, Guð, efnishyggju, kerf- ið, alla sem áttu peninga, alla sem höfðu verið í háskóla, alla stjórnmálaflokka, og karlmenn, að Tim undanskildum, sem hún sagðist ekki telja karlmann (og hann var ekki viss um að hann væri ánægður með það).“ (70) En honum fínnst þrátt fyrir allt Daisy vera „merkilega hressandi" (70). Nunnur og hermenn er stór og þykk bók en hún er svo spenn- andi og skemmtileg að lesandi veit varla fyrr en henni er lokið. Þetta er breið skáldsaga með mörgum þráðum, það segir til skiptis frá þessu ólíka fólki sem allt tengist þó margvíslega. Höf- undur notar ýmsa tækni til að vekja spennu, lætur í ljós að eitthvað hræðilegt hafi gerst en fer um leið tilbaka í tíma og dreg- ur lesanda á skýringunni eða kemur skyndilega með niður- stöðu sem er þveröfug við það sem hún hafði verið að búa les- endur undir. Ástin skiptir mjög miklu máli í sögu írisar Murdoch. Hér er hvorki átt við yfirborðslega róm- antík né ítarlegar samfaralýsing- ar. Persónulýsingar hennar eru mjög snjallar eins og áður segir, þannig að sögupersónur hennar eru líkari lifandi fólki en persón- um í bók. Ástina notar hún til að varpa nýju, óvæntu Ijósi á þetta fólk. Ástin kallar fram sterkar, djúpar tilfinningar og setur allt svo skemmtilega - og óskemmti- lega - úr skorðum. Ástin kemur líka af stað flókinni atburðarás og býr til aðstæður þar sem fólk er undir sérstöku álagi, bregst öðru- vísi við en ella o.s.frv. I þessari sögu er lýst hvernig ást kviknar öllum til furðu og reynist lífseig- ari en efni virðast standa til. En hér er líka Iýst ást sem megnar ekki að vekja endurást og lokast svo inni í sorg sinni og þjáningu að þeirri ást sem stendur til boða er hafnað. í sögulok hafa helstu persónur hennar gengið í gegnum eldskírn hver á sinn hátt og það sem meira er: atburðir sögunnar hafa dregið fram persónu- einkenni sem ekki blöstu við í upphafi og hafa sumar reynst meiri menn en aðrar. Það má taka Gertrude sem dæmi. Hún á framan af mikla samúð lesenda, fyrst sem syrgjandi ekkja og síð- an sem ástfangin kona. í lokin afhjúpast hún algjörlega í blindri sjálfselsku sinni. Afhjúpunin kemur þó engan veginn eins og þruma úr heiðskíru lofti heldur varpar hún nýju ljósi afturábak á söguna. Ást milli karls og konu er mest áberandi í sögunni, en hér er líka lýst vináttu tveggja kvenna og ástinni til Guðs. Þegar Kristur vitrast Önnu, spyr hún hann hvar hann búi og hann svarar eins og forðum: „Refir eiga sér greni og fuglar himins hreiður...". Þá segir Anna: „En herra, þú átt þér hæli!“ „Þú átt við „Ég á við ástina.“ Og þá svarar meistarinn henni að hún hafi gefið „yndislegt svar“ (242). Þjáning og dauði er annað mikilvægt efni þessarar sögu. Sá dimmi tónn er sleginn í upphafí og kveður við aftur og aftur. Anne og Tim lenda hvort um sig í óvæntum Iífsháska og þurfa að berjast upp á líf og dauða. Og ástin veldur eins og kunnugt er Irish Murdoch ómældum þjáningum. Það er enn eitt einkenni þessarar sögu að fjallað er um trúarbrögð, heimspeki, bókmenntir, listir og sögu - ekki sem þurrar fræði- greinar - heldur sem sjálfsagðan þátt mannlegrar reynslu. Iris Murdoch sagði einhvern tíma í viðtali að form skáldsögunnar væri svo stórkostlegt vegna þess að hægt væri að setja allt í hana og það er einmitt það sem hún gerir, hún skapar heim, sem er heill- andi, margbreytilegur og flókinn. Þýðing Sigurðar G. Tómas- sonar er því miður ekki nógu góð. Mér er sagt að það sé mikill vandi að þýða Iris Murdoch því að stíll hennar sér afar fágaður og fullur af vísunum í eldri bókmenntir. Það sem blasir hins vegar við les- anda er að textinn stenst víða engan veginn út frá íslenskri máltilfinningu. Það má nefna smáatriði eins og að látið svarið við spurningunni „Ég gerði þig hrædda núna, var það ekki?“ vera já en ekki jú (63). Og að láta vinkonurnar tala um að þær elski hvor aðra en ekki að þeim þyki mjög vænt um hvor aðra eins og flestar íslenskar konur tækju til orða. Verra er að þýða orð Ónnu sem eru á þessa leið í frumtexta: „I feel as if I’ve finished talking" og á hún við að hún þurfi ekki lengur að ræða um trú sína: „Mér finnst eins og ég sé búin að klára að tala“ (59). Eða: „I’ll help you dress, you’ve forgotten how.“ sem „þú ert búin að gleyma að klæða þig“ (45). Það kemur fyrir að framsöguháttur er þar sem tví- mælalaust á að vera viðtengingar- háttur og talað er um að ástaræv- intýri hafi verið óhamingjusöm. Þegar Jesús Kristur birtist Önnu er orðið Lord þýdd lávarður en ekki drottinn! Loks má nefna það þegar Tim er á leið til Frakk- lands, þá uppnefnir Daisy Frakka „frogs“ eins og tíðkast að gera á ensku, en það hljómar mjög ein- kennilega á íslensku að hún skuli vera að bölva einhverjum frosk- um! Þær tilvitnanir aðrar sem hafa komið hér fram eru til marks um að ekki er öll þýðingin svona slæm, á köflum er þetta hinn læs- ilegasti texti en í heild engan veg- inn sæmandi slíkum öndvegishö- fundi sem Iris Murdoch er. Margrét Eggertsdóttir Nýjar bgekur — MAGNÚS SVEINSSON FRA HVITSSTÖÐUM Á ÝMSUM LEIÐUM HEIMA OG ERLENDIS ÆVIÞÆTTIR OG UM MENN OG MALEFNI Nýjar bækur Æviþættir Magnúsar Sveinssonar „Á ýmsum leiðum“ heitir bók eftir Magnús Sveinsson frá Hvíts- stöðum, sem nýlega er út komin. í endurminningum sínum í þessari bók greinir Magnús Sveinsson frá ýmsu sem á daga hans hefur drifið á langri ævi. Magnús hefur sannarlega ferðast á ýmsum leiðum, allt frá bernsku við forna búskaparhætti á Mýrum vestur, við nám hér heima og í Svíþjóð, á ferðalögum heima og erlendis og síðast en ekki síst á 40 ára kennsluferli sínum á ýmsum stöðum á landinu. Hann var t.d. Nýjar bækur síðasti starfandi skólastjóri á Hesteyri. Magnús Sveinsson er þekktur fyrir ritstörf sín; hann hefur ritað sögu Hvítárbakkaskólans, bók- ina „Mýramannaþætti" og „Kon- an við fossinn", auk margra þátta í „Borgfirzkri blöndu." Að vera kona á okkar öld Komin er út hjá Iðunni bókin Stóri kvennafræðarinn eftir breska lækninn Miriam Stopp- ard. Hún hefur fjallað mikið um heilsu og heilbrigðismál í fjöl- miðlum í sínu heimalandi og skrifað nokkrar bækur. Meðal bóka hennar eru Foreldrahand- bókin og Stelpnafræðarinn sem — Nýjar bækur HAt rsi.'itzaK á iilivtt atóft u-r>> of«í/ sf.ft'xÍKZfn ’rll Oj-G J ix»-. kSÍO/7 Kvmna- ira'Aarlmi JDUNN Miritw S&tpþarzf — Nýjar bækur báðar hafa komið út í íslenskri þýðingu. Stóri kvennafræðarinn er bók nútímakvenna á öllum aldri. Hér er rætt um hreysti og heilbrigði, líkamsrækt og mataræði og um- hirðu húðar og hárs. Áhersla er þó ekki síður lögð á andlegt heilbrigði kvenna og það sem því getur ógnað, svo sem streitu, kvíða og margháttaða örðugleika í sambúð og sam- skiptum. Jafnframt eru raktir áfangar á þroskaferli kvenna frá æskuárum til elli, sagt frá ólíkum valkostum sem þeim standa opnir og rætt um samskipti kynjanna, hjónaband og skilnað, starfs- frama og margt fleira. Nanna Rögnvaldardóttir þýddi. 22 S|ÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föatudagur 23. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.