Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 23
Nýjar hljómplöur - Nýjar hljómplötur - Nýjarj Eðvald Hinriksson Flóttamaður frá Eistlandi Hjá Almenna bókafélaginu er komin út bókin Úr eldinum til ís- lands. Eru þetta endurminningar Eðvalds Hinrikssonar skráðar af Einari Sanden. Eðvald Hinriksson, fyrrum knattspyrnuhetja og faðir þeirra Jóhannesar og Atla Eðvalds- sona, er einn þeirra flóttamanna sem komu hingað til fslands upp úr síðari heimsstyrjöld. Hann var foringi í PolPol, verndarlögreglu lands síns, en varð að flýja er Rússar hernámu landið. Hann tók aftur upp þráðinn hjá PolPol er Pjóöverjar hernámu Eistland. Þjóðverjar ákváðu síðar að skjóta hann en hann slapp við það og sat þess í stað í einangrun í fangelsi á annað ár. Frá Eistlandi flúði hann til Svíþjóðar í bát ásamt öðrum flóttamönnum. Sænsk yfirvöld framseldu eins og kunnugt er marga eistneska flóttamenn til Sovétríkjanna árið 1945. En hann slapp fyrir liðsinni vinsamlegra Svía sem komu hon- um á skip í siglingum. Þaðan lá leiðin í skjólið á íslandi. Hér gátu Rússar ekkert aðhafst annað en haldið uppi árásum sem engin áhrif höfðu. Eðvald Hinriksson er löngu orðinn íslendingur og rekur hér nuddstofu. Hér hefur hann lifað rólegu lífi eftir svo storma- og viðburðaríka ævi að slíks munu ekki mörg dæmi. t/c'o Z>ic6mí. LlrJFCRIU. UWfNflRfllU /fVISAGA «SU. SINí OC acAtOrtJ SACOI eOSNUM SlNUM Jesúbók Dickens Lífsferill Lausnarans er komin út í annað sinn. Útgefandi er Prentver. Bókin kom út árið 1938 og hefur lengi verið ófáanleg. Lífsferill Lausnarans eftir Charles Dickens, er handrit, sem skáldið skildi börnum sínum eftir. Charles Dickens sagði börnum sínum oft af Jesú Kristi. Og árið 1849 skrifaði hann „Lífsferil Lausnarans“, eins og hann hafði sagt börnunum, og arfleiddi þau að handritinu. Aldrei var það ætlun skáldsins, að frásögnin birtist á prenti, enda er það augljóst af ýmiskonar óná- kvæmni, sem finna má í þessari litlu bók. Sá sona Dickens, sem lengst lifði, mælti svo fyrir í erfðaskrá sinni, að birta mætti handritið, enda var honum ljóst, að heimur- inn mundi taka opnum örmum þessum fögru og óbrotnu frá- sögnum skáldsins um Jesú Krist. Hestamennskan á árinu Út er komin bókin Hestar og menn 1988. Útgefandi er Skjald- borg hf. Höfundar: Þorgeir Guð- laugsson og Guðmundur Jóns- son. Bókin fjallar um hestamennsk- una á árinu í máli og myndum. Viðtöl eru við fjölmarga hesta- menn sem vöktu athygli á árinu með afrekum sínum. Þeir segja í viðtölum frá æsku sinni og upp- vexti með hestum, einnig mörg- um eftirminnilegum hestum sem þeir hafa kynnst um ævina. Sagt er frá helstu hestamótum á árinu og úrslit þeirra rakin í sérstökum kafla. Nokkrum mótum eru gerð sérstök skil. Fjórðungsmótið á Vesturlandi, íslandsmótið í Mos- fellsbæ og Skeiðmeistaramótið í Þýskalandi fá sérstaka umfjöllun með litmyndum. Sagt er frá Norðurlandamótinu í ár. Einnig er rakin saga fjórðungsmóta á Vesturlandi í sérstökum kafla. í bókinni er ferðasaga og fjallað sérstaklega um hrossaræktina, einkum á Vesturlandi. Bókin er 250 blaðsíður að stærð. í henni eru 310 Ijósmyndir eftir 25 ljósmyndara, bæði lit- myndir og svarthvítar af hestum, mönnum og landslagi. Auk þess eru í bókinni nokkrar teikningar af hestum og mönnum eftir Sig- ríði Ævarsdóttur teiknara og bóndakonu í Borgarfirði. Öldin nálgast okkur Iðunn hefur gefið út nýja bók í bókaflokknum um Aldirnar. Oldin okkar, minnisverð tíðindi áranna 1981-1985, er sjöunda bókin um öldina sem nú er að líða, en jafnframt fjórtánda bindi bókaflokksins sem nefndur hefur verið Aldirnar. Hér er saga lið- inna atburða rakin bæði í máli og myndum. Bækur þessar hafa not- ið ótrúlegra vinsælda meðal fólks á öllum aldri. Öldin okkar 1981-1985 hefur meðal annars að geyma frásagnir af fyrsta bankaráni á íslandi, Helliseyjarslysinu, frækilegu sundi Guðlaugs Friðþórssonar, Vilmundi Gylfasyni og stofnun BJ, BSRB-verkfallinu, gjaldþ- roti Hafskips, kvennaframboð- um, og fjölmörgum fréttnæmum atburðum, stórum og smáum. Nanna Rögnvaldsdóttir og Sig- urður G. Tómasson tóku bókina saman. íslenskir athafnamenn Komin er út hjá Iðunni ný bók í ritröðinni Þeir settu svip á öldina. Nefnist hún Þeir settu svip á öldi- na - íslenskir athafnamenn II. En áður útkomnar í þessum flokki eru Þeir settu svip á öldina - ís- lenskir stjórnmálamenn og Þeir settu svip á öldina - fslenskir at- hafnamenn I. Ýmsir höfundar hafa lagt hönd á plóginn undir ritstjórn Gils Guðmundssonar. f þessa nýja bindi er fjallað um átján athafnamenn sem hver á sinn hátt markaði spor í atvinnu- sögu þessa lands á sínum tíma. Þeir eru: Alfreð Elíasson, Bjarni Jónsson, Bjarni Runólfsson, Eggert Jónsson, Egill Thoraren- sen, Einar Gunnarsson, Einar Þorgilsson, Eiríkur Hjartarson, Frímann B. Arngrímsson, Garð- ar Gíslason, Ingvar Guðjónsson, ísak Jónsson, Jóhannes J. Reykdal, Jón Ólafsson, Magnús J. Kristjánsson, Ólafur Jóhann- esson, Pétur J. Thorsteinsson og Thor Jensen. Ritgerðir um kvennasögu Bókrún hf. - útgáfufélag hefur sent frá sér greinasafnið I nafni jafnréttis eftir Helgu Sigurjóns- dóttur, úrval greina og fyrirlestra allt frá árinu 1981. í nafni jafnréttis er 150 blað- síðna kilja um kvennasögulegt efni og skiptist í sex meginkafla. Helga Sigurjónsdóttir hefur verið virk í kvennabaráttu undanfarna tvo áratugi. Hún var ein stofn- enda Rauðsokkahreyfingarinnar árið 1970 og Kvennaframboðsins 1982 og starfar nú í áhugahópi um íslenskar kvennarannsóknir tengdum Háskóia íslands. Helga var umdeild og þótti framúrstefnuleg í hugmyndum um jafnrétti og kvenfrelsi þegar hún hóf skrif um þau málefni - hugmyndir sem síðan hafa öðlast víðtækan hljómgrunn. Kiljan í nafni jafnréttis er unn- in hjá Leturvali, Grafík og Fé- lagsbókbandinu. Elísabet Anna Cochran hannaði útlit bókárinn- ar. Ólafur Haukur Símonarson Jólaföstu- deleríum Á dögunum þegar ég hafði setið ásamt krökkunum mínum og hlustað á leikrit þeirra Múla- bræðra, Deleríum Búbónis, og hlegið innvortis, en krakkarnir útvortis, að þessari skemmti- legu dellu, þá spannst eftirfar- andi umræða: - Pabbi afhverju á að seinka jólunum? - Það á ekki að seinka jólun- um, þetta var bara leikrit. - Má seinka jólunum? - Nei. - Má flýta jólunum? -Nei. -Má lengja jólin? Mér finnst það ætti að lengja jólin. Þar með var ég sleginn útaf laginu. Daginn eftir var ég að vefjast inni í bókabúð og heyrði þá ein- hvern skynsemismann halda því fram, að það tæki því ekki að kaupa bækur fyrir þessi jól, þau væru svo stutt, bara „ven j u- leg helgi plús mánudagur“. Minntist ég þá orða stráks: Lengjum jólin. Á vorum miklu bráðabirgða- lagatímum yrði háttvirtri ríkis- stjórn varla skotaskuld úr því að hnýta fáeinum dögum aftan við jóiin. Markmið laganna yrði að tryggja landsmönnum tíma til hvfldar, lesturs, hugleiðslu,' helgihalds. Hvort sem okkur líkar betur eða verr líkist þjóðin þessa jóla- föstudaga lángstökkvara sem ætlar að stökkva inní himnesk- an fögnuð á Laugardalsvelli, en tekur tilhlaup allaleið vestan af Nesi og lyppast niður áðuren hún nær að setja tærnar á stökkplánkann, hvaðþá henni takist að hefja sig til flugs yfir sandgryfju hversdagsleikans. Vika, tíu dagar; þá færum við kannski að vera til friðs, slaka á, finna bragðið af matnum, muna hvað krakkarnir heita, taka eftir því hver sefur við hlið- ina á okkur, gánga á fjöll eða fjörur; þjóðfélagið mundi ekki hrynja, heldur þvertámóti styr- kjast; Kristur og þorskurinn mundu meta við okkur slíkan frið; og loðnan himinlifandi að fá að gánga óáreitt á bestu veiðislóð úti af Austfjörðum; allt yrði betra og auðveldara eftir tíu daga hvfld. Og hvað það yrði gaman að taka aftur til starfa! Eitt af því sem Íslendíngar kunna því miður ekki, frekar en aðrir Norðurlandamenn, er að láta sér líða vel. Á Norður- löndum er það þjóðaríþrótt að vera óánægður með sjálfan sig, alla aðra og stjórnmálaástandið. Því verr sem mönnum líður, þeim mun betra. Merkilegastir þykja þeir ógæfusömu. Og allra merkileg- astir þeir sem hengja sig eða drekka í hel vegna óhamíngju eða ræfildóms. Almennt eru Svíar taldir skara framúr í hinni göfugu list óhamíngjunnar, enda hata Islendíngar þá fyrir vikið. Til að ná sér niðri á Sví- um hafa Íslendíngar sameinast um að ljúga því í skoðanakönn- unum að þeir séu hamíngjus- amastir menn hér í heimi. Þessu trúa allir, jafnvel Íslendíngar sjálfir, nema þegar þeir eru ein- ir með sjálfum sér. Sjálfsagt tengist þessi sjálfs- pyndíngartilhneigíng okkar Norðurlandabúa því hve lengi við þjáðumst af fjörefnaskorti og því hve fáar sólskinsstund- irnar eru á himninum og í sál- inni. Við erum óvön blíðulátum náttúrunnar; við trúum ekki á glaðværðina, ástúðina, hvfldina og ljósið. Við trúum því ekki að við lifum í góðum löndum þar- sem allflestir hafa allt til alls og mannréttindi eru talin sjál- fsagðari en annarsstaðar á byggðu bóli. Og undarlegastir Norður- landabúa erum við Íslendíngar. Við þorum ekki að trúa hrósi, og þessvegna hrósum við held- ur ekki öðrum. Við þolum ekki velgengni annarra, og þes- svegna heldur ekki okkar sjál- fra. Við neitum að viðurkenna yfirburði nokkurs manns, þes- svegna eru fúskararnir í háu gengi hér. í stað þess að gleðj- ast, hrífast, fagna, þá þumbast menn við, verða feimnir, hella sig fulla, grenja einsog berserk- ir, belgja sig út og þjösnast við störf sín. Við Íslendíngar kunn- um ekki að leita fyrirgefníngar, biðjast fyrirgefníngar, eða veita fyrirgefníngu; við þykjumst eiga allt við okkur sjálfa, bölv- um og bítum á jaxlinn; okkur líður best í andbyr; þá erum við vissir um að allt sé með felldu. Ég styð hugmynd stráksins um að lengja jólin; láta reyna á það hvort við þolum viku í friði og spekt; ef ekki þá má alltaf setja ný bráðabirgðalög og stytta jólin aftur. Kannski þarf ekki einusinni að setja nein bráðabirgðalög: við gætum reynt að teygja jólin með huga- rafli framá vor, þángað til krían kemur handan um hafið með þau jól sem enginn kaupmaður, enginn auglýsíngahernaður get- ur spillt. Föstudagur 23. dMamber 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.