Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 25
HEIMIR PÉTURSSON DÆGURMÁL Risaeðlur og sykurmolar Risae^umar með Þorláksmessutónleika Risaeðlurnar er hljómsveit sem snertir geggjunarfærin í æ fleiri mörlöndum. Hljóm- sveitin er nýlega komin heim frá meginlandi Evrópu þar sem hún hitaði upp fyrir „The Sugarcubes", þá tröllvinsælu súpergrúppu. Risaeðlurnar Góðir síldarþrælar Valgeir Guðjónsson í uppgripum: „Góðir íslendingar" Val- geirs Guðjónssonar byrja mjög vel. Fyrsta lagið „Einn á báti“ er hressilegur slagari í Stuðmannastílnum og því er fylgt eftir með „Ekki segja góða nótt“, einni af þessum einföldu melódíum Valgeirs sem fara á heilann á manni, hvort sem manni líkar betur eða verr. Hann hefur gert þær betri en þessa. Fyrst hallar undan fæti á þess- ari plötu í þriðja lagi, „Týpísk algerlega vonlaus ást“. Þar er eitthvað sem gengur ekki upp, annað hvort hefði Valgeir þurft að liggja lengur yfir því, hafa á því aðra útsetningu eða bara hreinlega átt að sleppa því. Ef ég geng síðan nokkurn veg- inn á lagaaröðina, kem ég að „Frændi", lagi sem fer í flokk með allra bestu lögum Valgeirs, og ég hefði gjarnan viljað heyra þau fleiri í þessum stfl. „Andlitin í Reykjavík“ nálgast „frændann“ að „gæðum“, en þar þykir mér þó flatneskjulegt viðlag eyðileggja fyrir annars góðri melódíu og hnyttnum texta. Pað sem eftir líður „Góðra ís- lendinga“ fer í hágæðaflokk Valgeirs Guðjónssonar rútubfl- stjóra. Ekki er hægt að skilja við þessa plötu án þess að nefna vandaðan undirleik. Sérstaklega sker sig úr snyrtilegur bassaleikur Mike Sheppards og Björgvin Gíslason, sá gamli Pelikam, á góða spretti. Aðrir hljóðfæra- leikarar: Ásgeir Óskarsson trommur, Kristinn Svavarsson saxa og Valgeri sjálfur á gítar, skapa sannfærandi heildarmynd. Helsti galli plötunnar verður að teljast ekki nægilega unnar út- setningar á köflum, sem bitnar á heildarsvip plötunnar. Þar fyrir utan held ég að Valgeir sútunar- maður geti sofið hinn rólegasti. bjóða upp á tónleika í Tung- linu í kvöld kl. 11.30 og rennur ágóði aðgöngumiða ekki til góðgerðarstarfsemi. Sykurmolarnir fá nokkurt pláss í bresku tónlistartímaritun- um Melody Maker og NME í síð- ustu viku, sem er varla frétt- næmt, þar sem Sykurmolarnir hafa verið tíðir gestir á síðum þessara blaða undanfarin miss- eri. NME leggur heila síðu undir tónleika hljómsveitarinnar á „Transmusicales Renne“ festiva- íinu í Frakklandi, og Melody Maker leggur sömuleiðis heila síðu undir festivalið, þar sem bróðurparturinn fer í umfjöllun um Sykurmolana. í NME kemur fram að franskir áheyrendur hafi verið hinir ánægðustu með tónleikana og al- veg jafn heillaðir af sóðalegum og niðurlægjandi ummælum Einars um þá og aðrir áheyrendur. í Melody Maker er sagt frá blaða- mannafundi hljómsveitarinnar, þar sem Sykurmolamir tjáðu pressunni að Björk hefði verið handtekin fyrr um daginn. Vörð- ur laganna hefði gengið að henni í almenningsgarði og spurt hana hvort krakkinn hennar hefði kúk- að í garðinum. „Já, stórum kúk,“ svaraði Björk, stolt af hægðum Sindra síns. Greinilegt er að þessiblöð eru mjög heilluð af Björk, því bæði blöðin birta stóra mynd af gyðj- unni. Þá kallar skríbent NME Björk „konu ársins“ og legg ég hér með til að Jón Baldvin veiti Björk diplómatapassa hið snar- asta. Gleðileg jól. Skjótið ekki Tí- volítertunum í andlitið á ykkur eins og Tívolíbombunum í fyrra. Siglufjaröarþrældómur í tónum Undirritaður var ekki einn þeirra fjölmörgu sem lögðu leið sína í leikhúsið til að sjá verk þeirra Steinunnsw og Kri- stínar Steinsdætra „Síldin er komin“, hvar Valgeir Guð- jónsson beykir samdi lög og flesta söngtexta. Mín kynslóð hefur ósköp einfaldlega lítinn áhuga á rómantískum skíta- þrældómi foreldranna, sem afgreiða þetta svo kallaða „ævintýri" með sömu klisjunni æ og síð, semja um það hvern dægurlagatextann og sögu- rnar á fætur annarri, og dá- sama eins og masókistar þrælabúðir. En hvað um það. Tónlist Val- geirs á plötunni frá söngleiknum er enginn leiðindaþrældómur og af plötunni að dæma má ætla að „Sfldin er komin“ hafi verið hinn hressilegasti söngleikur. Mér er raunar skapi næst að leggja til að Eggert Þorleifsson fái nóbels- verðlaunin, fálkaorðuna og bjartsýnisverðlaunin fyrir túlkun sína á „Ógeðslega ríkur“, og ef Norðurlandaráð er í stuði, mætti veita honum einhver verðlaun þaðan líka. Textarnir eru hinir skemmtilegustu og Valgeir slönguviðgerðarmaður hefur greinilega lagt metnað sinn í tónsmíðarnar. Jóhann G. Jó- hannsson sér um útsetníngar og farast þær honum vel úr hendi. Platan hefur yfir sér skemmti- legan leikhúsblæ og gera kór- raddirnar í bakgrunninum sitt til þess að ná leikhúsinu fram. Leikfélag Reykjavíkur hefur greinilega í sinni þjónustu leikara sem margir hverjir eru frambæri- legir söngvarar, sem hlýtur að vera fengur fyrir leikhúsið. Hér er ekki rúm til að telja upp allan þann skara söngvara og hljóðfæraleikara sem koma við sögu, en undan þeim er í sem stystu máli langt í frá nokkuð að kvarta. -hmp >- Föstudagur 23. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÓ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.