Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 21
Helgi Björnsson og Hanna María Karls- dóttir, Robertog Gloria, hannætlar að gera kvikmynd fyrirpeningana, húnbíðureftirað verðauppgötvuð. keppni, Guðrún HelgaArnarsdóttir og Ingólfur Stefánsson. Kreppudan Gunnar Gunnarsson: Engin tilviljun að við veljum þennan söngleik Leikfélag Reykjavíkur hefur fengið inni á Broadway fyrir söngleik einn mikinn og fræg- an; Maraþondansinn eftir Ray Herman. Söngleikurinn er gerðureftirskáldsögu Horace McCoy, They Shoot Horses, don't they? og gerist, eins og þeir sem hafa séð þekkta kvikmynd með sama nafni kannast við, í Bandaríkjunum á fjórða áratugnum. Þýðandi, leikstjóri og höf- undur söngtexta er Karl Ágúst Úlfsson, en hann þýddi leikinn upphaflega fyrir Herranótt, sem sýndi hann á Broadway fyrir nokkrum árum. - Það er engin tilviljun að við veljum að sýna þennan söngleik núna, segir Gunnar Gunnarsson, leiklistarráðu- nautur Leikfélagsins. - Leikurinn gerist á kreppu- tímum í Bandaríkjunum, og fjallar um atvinnulaust fólk sem leitarað lukkunni, og ger- ir hvað sem ertil að ná athygli. Tekur meðal annars þátt í þessari danskeppni, þar sem fólk dansar þangað til það er örmagna, og aðeins eru ein verðlaun í boði. Okkur finnst leikurinn falla vel að þeirri tíð sem nú blasir við hér á landi. Þeirri kreppu sem nú er yfir- vofandi. Sláandi samliking - Þegar efnahagskreppan í Bandaríkjunum á fjórða áratugn- um er borin saman við ástand mála hér á landi er samlíkingin sláandi. Kreppan í Bandaríkjun- um kom í kjölfar mestu upp- gangstíðar sem þar hefur verið, að minnsta kosti fyrir þá sem voru í aðstöðu til að njóta launas- kriðs. En í byrjun kreppunnar voru 36 þúsund fjölskyldur sem höfðu úr jafn miklu að moða og 12 miljónir fjölskyldna. - f*á var áætlað að það kostaði vísitölufjölskyldu 2000 dollara á ári að kaupa nauðsynjar, en flest- ir verkamenn, til dæmis í bílaiðn- aði eða stáliðnaði höfðu 1.500 dollara í árslaun. Héír á landi þarf vísitölufjölskyldan 180 þúsund krónur á mánuði, en þeir sem eru til dæmis á BSRB taxta fá 55 þús- und á mánuði. - Hvað gerist svo þegar frysti- húsin loka og verksmiðjurnar fara á hausinn hver á fætur ann- arri? Hver á þá að borga af íbúð- inni, bflnum og vídeótækinu? Það má búast við því að fullkomin örvænting grípi um sig um allt þjóðfélagið, og þeir sem hafa þrek og kraft til að reyna eitthvað til að komast úr víta- hringnum gera hvað sem er. Fúlmenni og göfugar sálir - Eina fyrirtækið sem gekk með blóma í Bandaríkjunum á fjórða áratugnum var drauma- verksmiðjan í Hollywood. Og fólk streymdi tugþúsundum sam- an til Kaliforníu í leit að frægð og frama og ríkidæmi, eða bara í von um að öllu væri ekki lokið, að lífi þess væri ekki kastað á glæ. Mar- aþondansinn gerist í Los Angeles í febrúar og mars árið 1935, og fjallar um lítinn hóp fólks sem reynir að bjarga sér úr vonlausum aðstæðum með því að taka þátt í heimsmeistarakeppni í maraþon- dansi. Og í því andrúmslofti sem þar skapast koma öfgarnar í ljós, menn kasta grímunni og ýmsir karakterar verða áberandi, þarna koma við sögu fúlmenni, raktar skepnur og göfugar sálir. - Þessar danskeppnir voru al- gengar á kreppuárunum og tíðk- ast reyndar ennþá, þótt þær fari ekki fram í sömu örvæntingunni og þá var. Verðlaunin voru 1000 dollarar, sem í dag svarar nokk- urn veginn til rúmrar miljónar, eða 12 hundruð þúsund króna. Fólk borgaði þátttökugjald, það var seldur aðgangur að keppninni og svo veðjuðu áhorfendur á pör- in. Síðan var dansað sólarhring- Gunnar Gunnarsson: Okkur finnst leikurinn falla vel að þeirri tíð sem nú blasir við. um saman, eða þangað til aðeins eitt par stóð uppi. Dansað sofandi - Þetta var að því leyti svipað boxkeppni að fólk varð að vera á hreyfingu á dansgólfinu allan tímann. Sumir komust upp á lag með að dansa sofandi, halla sér upp að dansfélaganum og láta hann sjá um hreyfingarnar, en dansstjórinn hafði sína útsendara til að koma í veg fyrir slíkt. Fólk fékk að hvfla sig inn á milli, það voru ýmis skemmtiatriði, en svo voru líka kappreiðar á milli par- anna á dansgólfinu, og það par sem tapaði í þeim var dæmt úr keppninni. - Það er reyndar ekki bara vegna kreppu og yfirvofandi atvinnuleysis sem við völdum þetta verkefni, heldur líka vegna þess að Leikfélagið vantaði ann- að svið eftir að Skemman við Meistaravelli var rifin ofan af okkur. Broadway varð fyrir val- inu, og það er um margt heppi- legur staður, þar ætti að geta skapast skemmtileg stemmning, því þetta er vandað verk og skemmtilegt þótt það sé kreppu- verk. - Þar að auki veitir það mörg- um ungum leikurum vinnu, sem Pótur Einarsson, RockyGravo, dansstjdrinn sem læturfáttkomasér úr jafnvægi. Myndirfrádansin- um JimSmart. ekki er síður mikilvægt. Við get- um ekki bara geymt leikarana þangað til við flytjum í Borgar- leikhúsið þar sem við verðum með tvö ieiksvið. Þar að auki er alls ekki nóg að vera með eitt leiksvið og lítinn sal til að standa undir rekstri Leikfélagsins. Nítján leikarar taka þátt í sýn- ingunni á Maraþondansinum, en í aðalhlutverkum eru þau Helgi Björnsson, Hanna María Karls- dóttir og Pétur Einarsson. Karl Júlíusson gerir leikmynd og bún- inga og Egill Örn Ámason hann- ar lýsingu. Sjö manna hljómsveit leikur fyrir dansi, og er tónlistar-, söng- og hljómsveitarstjóri Jó- hann G. Jóhannsson, en tónlistin er frá ýmsum tímum, eftir Cole Porter, Harold Arlen, Ray Henderson, Verdi, Tsjaikovsky og fjölda annarra. Frumsýning verður 29. desember. LG Föstudagur 23. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.