Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 12
Auðugt land gæfusnauð saga Angólafór verr út úr þrœlaversluninni en nokkurt annað land vestanverðrar Afríku og hefur undanfarna áratugi verið harðlegar leikin afófriði enflestönnur lönd álfunnar UNITA-liðar á göngu - enginn friður af þeirra hálfu. 127 ár hefur ófriður geisað í Angólu, fyrst stríð þarlendra sjálfstæðishreyfinga gegn Por- túgal og síðan borgarastríð, sem Kúba og Suður-Afríka hafa tekið þátt í og fleiri átt óbeinan hlut að. Nú eru nokkrar líkur á að endir verði bundinn á það ófremdará- stand í framhaldi af samkomulagi þvi, sem fulltrúar stjórna Angólu, Kúbu og Suður-Afríku undirrit- uðu nýlega í Brazzaville. Fullvíst er það þó ekki enn. Angóla er 1.246.700 ferkíló- metra að stærð og skógi og grasi vaxin að mestu leyti, gagnstætt grannlandinu Namibíu, sem er þurrlend og að miklu leyti eyði- mörk. Lönd sem að Angólu liggja eru Namibía, Sambía, Za- ire og Kongó. íbúar eru um níu miljónir, flestir af þjóðflokkum og ættbálkum af Bantústofni, sem ekki eru færri en um 120 tals- ins. Fjölmennastur þjóðflokk- anna er Ovibundu (einnig nefnd- ur Ovimbundu, Ubundu, Mbundu), sem býr einkum í miðju landi, en giskað er á að um tveir fímmtu hlutar landsmanna séu af honum. Aðrir fjölmenn- ustu Bantúþjóðflokkar eru Kimbundu og Bakongó. Býr sá síðastnefndi nyrst í landinu og er einnig fjölmennur í Zaire og Kongó. Syðst í landinu er strjál- ingur af Khoisanfólki (Búsk- mönnum og Hottintottum). Kynblendingar Portúgala og innfæddra eru um 150.000 og fólk af evrópskum uppruna (aðallega portúgalskrar ættar) þar búsett var um 40.000 talsins 1980. Fyrir 1975 bjó um hálf miljón Portúg- ala í Angólu, en þeir fluttu þaðan flestir af ýmsum ástæðum eftir að landið varð sjálfstætt. Annaö mesta olíu- land sunnan Sahara Opinbert mál er portúgalska, en þorri manna hefur Bantútung- ur ýmsar til hversdagsbrúks. Rík- ið sem slíkt er guðlaust, en um 40 af hundraði landsmanna játa ka- þólsku og 12 af hundraði ýmsar greinar mótmælendatrúar. Einn- ig halda margir tryggð við afríska heiðni. Höfuðborgin er Luanda með rúmlega miljón íbúa og er hún jafnframt helsta hafnarborg landsins. Um þrír af hverjum fjórum landsmanna búa í sveita- þorpum. Efnahagurinn er harla bágur, eins og von er til eftir hátt í þrjátíu ára stríð. Síðan 1980 hefur hagvöxtur verið enginn. Verg þjóðarframleiðsla nam 1985 um 190 miljörðum króna og skuldir ríkisins erlendis eru næstum eins háar. Aðalhaldreipi efnahagslífs- ins er olían, en af henni framleið- ir Angóla meira en nokkurt ann- að Afríkuríki sunnan Sahara að Nígeríu frátalinni. Færir olían landinu 90 af hundraði útflutn- ingstekna þess. 70 af hundraði olíunnar er dælt upp í Cabinda, iandskika sem Angóla á norðan Kongófljóts, umluktan héruðum er tilheyra Kongó og Zaire. Atvinnulíff í rúst Portúgalar voru miklir fram- kvæmdamenn um kaffifram- leiðslu, meðan þeir réðu þarna ríkjum, og um það er lauk varð Angóla undir þeirra stjóm fjórða mesta kaffíframleiðsluland heims. Voru það einkum bændur portúgalskrar ættar, sem kaffi- ræktina stunduðu, og hrundi sá atvinnuvegur því sem næst til grunna vegna landflótta þeirra og borgarastríðsins. Demantanám, sem einnig var mikil tekjulind á tímum Portúgala, hefur og stór- minnkað. Akuryrkja er í miklum ólestri, þannig að sveitimar gera ekki betur en að fæða sig sjálfar eða ekki það. Allan mat borgar- búa verður að flytja inn. Viðleitni stjómvalda til að halda atvinnulífinu í sæmilegum gangi og framkvæma umbætur hefur komið fyrir lítið vegna stríðsins. Umferð um járnbraut- ina, sem liggur frá Sambíu og Suður-Zaire til angólsku hafnar- borgarinnar Benguela og var landinu mikilvæg tekjulind, hef- ur t.d. legið niðri í um áratug af völdum UNITA-skæruliða. Framfarir í mennta- og heilbrigð- ismálum hafa af sömu ástæðu gengið erfiðlega, ólæsi er enn gífurlegt og væntanleg meðallífs- lengd 43 ár. Koma Portúgala og þrælaöld Sem sérstakt „land“ varð Ang- óla ekki til fyrr en Portúgalar fóru að leggja hana undir sig. Þeir létu fyrst sjá sig þar á síðustu ára- tugum 15. aldar. Af þjóðflokkum á því svæði var þá hvað mestur völlur á Bakongó, sem hafði all- myndarlegt ríki báðumegin neðsta hluta Kongófljóts. Port- úgalar komu sér upp bækistöðv- um á ströndinni, höfðu fyrst að- stöðu í Sao Salvador í Bakongó- landi, stofnuðu Luanda 1575 og Benguela 1617, en inni í landi voru ítök þeirra lengi vel tak- mörkuð. Á tímum þrælaútflutn- ingsins frá Afríku til Ameríku var Angóla eitt mesta útflutnings- svæðið, og stunduðu jafnt inn- lendir þjóðflokkar sem Portúgal- ar þau viðskipti af kappi. Mun Angóla hafa farið verr út úr þeirri atvinnugrein en önnur svæði vestan til í Afríku og hélt þar við landauðn á stórum svæðum vegna aðgangshörku manna- veiðara og þrælahöndlara. Þrælar frá Angólu voru fluttir til margra Ameríkulanda, flestir þó til Brasilíu, sem Portúgalar námu og ríktu lengi yfír. Héldu Portúgalar og Brasilíumenn ó- trauðir áfram þrælaflutningum frá Angólu langt fram eftir 19. öld, löngu eftir að Bretar höfðu látið af þeim atvinnurekstri og tekið að þvinga aðra til að gera slíkt hið sama. Stríð á stríð ofan Portúgalar höfðu lengi tak- markaðan áhuga á því að færa út yfirráð sín í Angólu inn í land, auk þess sem þeir mættu þar all- hörðu viðnámi af hálfu sumra þjóðflokka. Það var ekki fyrr en á síðasta hluta 19. aldar, sem þeir tryggðu sér þar yfirráð, og gekk þeim þá ekki síst til að þeir vildu ekki að önnur Evrópuríki, sem þá voru farin að keppast um að leggja undir sig Afríku, næðu þeim svæðum. Landamæri þessa yfirráðasvæðis Portúgala voru ekki endanlega ákveðin fyrr en 1927, er Belgar og Portúgalar komust að samkomulagi um markalínu á milli belgísku Kongó og Angólu. Sjálfstæðisstríð Angólumanna gegn Portúgölum hófst 1961 og stóð til 1974, er þeir síðarnefndu gerðu blómabyltingu svokallaða og kvöddu heri sína heim frá ný- lendunum. En fljótlega eftir það hófst borgarastríð milli angólsku sjálfstæðishreyfínganna, sem voru þrjár talsins, og varð Alþýð- uhreyfíngin til frelsunar Angólu (MPLA) ofan á með stuðningi Stjórnarhermaður sem misst hefur fótinn í stríðinu - fólk limlest af völd- um stríðsins er hversdagsleg sjón þar í landi. Kúbana og Sovétmanna. Sú hreyfíng játar marxíska hug- myndafræði og kom á fót eins flokks kerfi að sovéskri og kúb- anskri fyrirmynd. En friður komst ekki á, þar eð ríkisstjórn MPLA og Kúbönum tókst ekki að sigrast að fullu á skæruliðum UNITA-hreyfingarinnar, sem naut stuðnings Suður-Afríku, Bandaríkjanna og Zaire. Banda- ríkjamenn voru hér þó tvöfaldir í roðinu, því að þótt þeir vildu Angólustjóm MPLA feiga, sá og sér bandarískt fyrirtæki um olíuvinnsluna í Cabinda. Þrátt fyrir áðumefnda samn- ingsundirritun í Brazzaville er enn óvíst um ófriðarlok í Angólu. UNITA á ekki aðild að téðu samkomulagi, þar eð hún vill ekki sætta sig við neitt minna en hlutdeild í ríkisvaldi, en það tekur Angólustjóm ekki í mál. UNITA heldur hernaði því áfram. Angólustjóm telur fyrir sitt leyti að ekki verði miklum vandkvæðum bundið að sigrast á þessum andstæðingi, ef hann fái ekki lengur hjálp frá Suður- Afríku og Bandaríkjunum. Stjómin hefur og á prjónunum víðtækar áæltanir um aukningu olíuframleiðslu og endurreisn annarra atvinnuvega, þegar friður kemst loksins á. Og nú er að sjá hvernig fer. Dagur Þorleifsson. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Gatnamálastjórans í Reykjavík óskar æeftir til- boðum í kaup á umferðarljósum. Um er að ræða alls 5 stykki með möguleika á kaupum á allt að 5 til viðbótar á árinu 1989. Afhending skal hefjast 1. júlí n.k. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 7. febrúar 1989 kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Ingibjörg Vestmann Hringbraut 24, Reykjavík andaðist á Landspítalanum að morgni fimmtudagsins 22. desember Stefán Bjarnason Elsa Stefánsdóttir Birgir Sigurðsson Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Gatnamálastjórans í Reykjavík og Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í gatnagerð, lagningu holræsa og gröft fyrir vatnslögnum ásamt lögn hitaveitulagna í nýju íbúðarhverfi í Grafarvogi norðan núverandi byggðar vestan Gullinbrúar. Heildarlengd gatna er um 1.450 metrar og samanlögð lengd holræsa um 4.400 metrar. Verkinu skal að fullu lokið 1. júlí 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 15.000 skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 11. janúar kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Ljósmæður Staða Ijósmóður er laus til umsóknar frá ára- mótum. Allar upplýsingar veitir Ásmundur Gísla- son ráðsmaður í síma 97-81118 eða 97-81221. Skjólgarður-fæðingardeild Höfn, Hornafirði 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.