Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 30
Alþýðubankinn, Akureyri, Ijós- myndir Harðar Geirssonar til 6. jan. Bókasafn Kópavogs, Biblíu- sýning til áramóta, virka daga 9- 21, laugard. 11-14. FÍM-salurinn, Garðastræti 6, sýn. á verkum félagsmanna, 12- 18 virkadaga, versl.tími laugard. Gallerí Borg, jólaupphengi; verk gömlu meistaranna. Grafíkgall. Austurstr. myndir, gler- og leir- munir, Kringlan, 3. hæð, myndir og leirmunir. Opnunartími versl. Gallerí Gangskör, Amtmannsstíg 1, árlegjólasýn- ing gangskörunga. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4 A, jólasýning þeirra sem að gall- eríinu standa, 12-18 virka daga, í dag Þorláksmessu 12-23, að- fangadag 10-12. Gallerí List, nýjar myndir og ker- amik, 10-18 virka daga, 10:30-14 laugard. Gal er í Sál, T ryggvagötu 18, sýning T ryggva Gunnars Han- sen, 17-21 daglega. Kjarvalsstaðir, Fjórar árstíöir II, málverkasýningu Harðar Karls- sonar lýkur í dag, opið 14-22. Listasafn Einars Jónssonar, lokað desember og janúar. Höggmyndagarðurinn opinn daglega11-17. Listasafn islands, lokað til 15. jan. Skrifstofa og kortasala opnar 8-16 virka daga. Hvað á að gera um helgina? Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar á Laugarnesi, 50 verk Sig- urjóns, 14-18umhelgar. Tekiðá móti hópum e/samkomul. Mokka v/ Skólavörðustíg, Ríkey Ingimundardóttir sýnir um óákv. tíma. Tunglið, Sissú (Sigþrúður Páls- dóttir) sýnir myndlist frá þessu ári fram yfir hátíðar. Nýhöfn, Kátterumjólin, koma þau senn! Jólasýning á verkum ísl. listamanna, 10-18 virkadaga, opnunartími versl. laugard. 14- 18sunnud.til24. des. Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74, þjóðsagna- og ævintýramyndir Ásgríms til fe- brúarloka, sunnu-, þriðju-, fimmtu- og laugard. 13:10-16. Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis, Álfabakka 14, Breiðholti, damaskmyndvefnað- ur Sigríðar Jóhannsdóttur og Leifs Breiðfjörð til 27. jan. mánu- til fimmtud. 9:15-16, föstud. 9:15- 18. Norræna húsið, kjallari, Spor- rækt, örn Þorsteinsson og Thor Vilhjálmsson sýna myndir/ Ijóð, 14-19 daglega til 31. des. LEIKLIST Þjóðleikhúsið, Fjalla-Eyvindur og kona hans, annan íjólum kl. 20. íslenski dansflokkurinn og Mótettukórinn, Hallgrímskirkju, Faðir vor, Ave María og Hall- grímsvers, þriðjudag kl. 20:30. Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri Halda heilög jól með fjölskyld- unni. Á matseðlinum verða ís- lenskar landbúnaðarafurðir ásamt sjávarafurðum. Forréttur- inn úr sjónum en aðalrétturinn af heiðinni. Ef við höfum tök á munum við fara í kirkju yfir hát- íðamar því okkur finnst jólin ekki vera fullkomin nema því að- eins að komast í það minnsta einu sinni í kirkju. HITT OG ÞETTA Hótel Loftleiðir, sundlaugin og gufubaðið verður opið almenn- ingi allajóladagana. Nánari upp- lýsingarís. 22322. Kringlukast, hlutavelta í Kringl- unni til styrktar byggingu tónlist- arhúss, í dag á meðan húsið er opið. Kórsönguroghljóðfæra- sláttur, miðinn 50 kr. Félag eldri borgara, lokað til 8/1 í Sigtúni, til 7/1 ÍTónabæ. Hana nú, laugardagsganga á morgun, aðfangadag. Lagtaf staðfrá Digranesvegi 12 kl. 10. Á aðfangadag eru allir, ungirsem eldri, velkomnir í jólakaffi og til að eiga góða stund við kertaljós í góðum félagsskap á Digranes- vegi 12. Utanbæjarfólkervel- komið. Árleg jólasala Myndlista- og handíðaskóla íslands er í turnin- um, Lækjartorgi mánu-til fimmtud. 16-18, föstud. 16-19, laugard. 10-18. FJOLMIÐLAR ÞRÖSTUR HARALDSSON Bein útsending frá Vopnafiröi Það hefur vænti ég ekki farið framhjá neinum að Linda nokkur Pétursdóttir sneri heim til íslands í síðustu viku eftir frækilega sigurför um riki fegurðarinnar. DV tókst að bjarga tveimur út- síðum með myndum af heimsfeg- urðardrottningunni okkar og var sú síðari til þess fallin að vekja blendnar tilfinningar í sumum húsum í vesturbænum. Hafandi þegið bíla og blóm og þúsund kossa frá allra handa fólki sem alltaf sprettur fram við svona tækifæri fór Linda heim til sín að eyða jólunum með fjölskyldunni á Vopnafirði. Þar var Rás 2 mætt á svæðið í líki Ágústu Þorkels- dóttur á Refstað sem lýsti heimkomunni beint úr flugturn- inum. Að sögn Ágústu dró vind- hraglandinn, kuldinn og skamm- degismyrkrið ekkert úr fögnuði heimamanna yfir að endurheimta stúlkuna sína. Og hreppsnefndin hafði ekki náð samkomulagi um hver ætti að fá að kyssa Lindu svo til þess var fengin lítil stúlka. Ágústa er að öðrum ólöstuðum einhver allra skemmtilegasti fréttaritari Ríkisútvarpsins. Hún er svo afslöppuð í rómnum og hefur auk þess einstakt lag á að kippa drámatískum atburðum niður úr þeim háloftum sem fréttamönnum hættir til að hefja þá í og setja þá í hversdagslegt samhengi þorpstilverunnar. Eins og þegar Linda var kjörin fegursta kona heims og frétta- stofan hringdi í Ágústu til að kanna viðbrögð þorpsbúa. Þá sagði hún eitthvað á þá leið að það hefði aldrei dulist neinum Vopnfirðingi að Linda væri efnis- stúlka, það hefði alltaf verið greinilegt, hvort sem hún var að afgreiða í sjoppunni, plokka orma úr fiski eða mála togara. Og þegar Linda kom heim benti Ág- ústa á að Vopnfirðingar væru nú alvanir því að taka á móti kon- unglegum hátignum, komur Karls bretaprins væru orðnar svo hversdagslegar þar um slóðir að fólk kippti sér ekkert upp við þær. Annars fór ekki hjá því að fjöl- miðlauppákoman í kringum Lindu tæki stundum á sig kúnst- ugar myndir. Til dæmis held ég að baráttukona fyrir jafnrétti eins og Ágústa á Refstað hefur lengi verið hefði ekki komist upp með það fyrir nokkrum árum að fjalla athugasemdalaust um ánægju- legan árangur Lindu í fegurðar- samkeppni. Hún hefði ekki verið litin réttu auga af baráttufélögum sínum eftir það. Nú heyrist ekki múkk. Enginn tekur sér í munn orð eins og grip- asýningar og önnur þau uppnefiii sem notuð voru um fegurðarsam- keppni á síðasta áratug. Kannski er þetta teikn um breytta tíma. Eða þá - og það finnst mér lík- legra - er hér enn einu sinni kom- in lotning okkar fyrir þeirri upp- hefð sem kemur að utan. Þess eru ófá dæmin að ef íslendingar fá lofsamleg ummæli eða viður- kenningu útlendinga þá snar- þagna allar gagnrýnisraddir og skiptir engu hversu háværar þær voru. En núna er Linda komin heim á Vopnafjörð að njóta jólanna og vafalaust verður kveikt á sjón- varpinu á heimili útgerðarfor- stjórans um hátíðamar. Og þar næst bara ríkissjónvarpið. Eg get huggað fjölskylduna með því að eftir að hafa skoðað dagskrár sjónvarpsstöðvanna tveggja þá er aílt í lagi þótt enginn sé afruglar- inn eða útgeislun Jóns Óttars nái ekki til manns. Ég hef heyrt að það sé myndbandaleiga á Vopna- firði svo þorpsbúar geta bætt sér upp missinn á kvikmyndunum sem Stöð 2 ætlar ad sýna yfir há- „...og var nú slðari til þess fallin að vekja blendnar tilfinningar (sumum húsum í vesturbænum." tíðamar. Þess ber þó að geta sem gott er: Stöð 2 ætlar að sýna tveggja þátta heimildarmynd um Halldór Laxness ungan. Þeir sem vilja horfa á íslenskt sjónvarpsefni hafa hins vegar úr nógu að moða í sjónvarpi allra landsmanna. Að vísu er helsta skrautfjöður stöðvarinnar um hátíðamar gerð í samvinnu við erlendar stöðvar. En Nonni og Manni em einhverjar rammís- lenskustu bókmenntapersónur sem til em og þeir verða á dag- skrá sex daga í röð frá jóladegi að telja. Svo verður minnst alda- rafinælis Guðmundar Kambans og margt fleira forvitnilegt er á dagskránni. Til dæmis heldur stöðin áfram þeim ágæta sið að sýna okkur þær kvikmyndir sem gerðar hafa verið hér á landi síð-. an „íslenska kvikmyndavorið" hófst. Svo vona ég bara að lesendur ofkeyri sig ekki á jólaundirbún- ingnum og óska þeim gleðilegra jóla. 30 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ FöMuctagur 23. dwmbf 18U

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.