Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 7
I safninu ber mikið á kirkjulegum munum. hæfa starfsemi minjasafna á svæðinu. Lilja sagði að þessar breytingar væru mjög til bóta og sama væri að segja um aðrar breytingar sem orðið hafa á frumvarpinu, en alls mun nefndin hafa samið um 16 uppköst að þessu frumvarpi. „Og alltaf héldum við að nú hefðum við gert eins vel og hægt væri, en við hverja nýja útgáfu hefur frumvarpið batnað." Aðrar breytingar Aðrar breytingar helstar með nýju lögunum eru að auk þjóðm- injavarðar er ráðinn sérstakur var í Hegningarhúsinu til ársins 1881 ... það flutti f nýreist Alþingi. fór það í Landsbankann ... nœst í Safnahúsið. safnstjóri við Þjóðminjasafnið, sem sér um daglegan rekstur safnsins í umboði þjóðminja- varðar. Þá skulu sérstakir minja- verðir starfa í hverjum landshluta og verður starfssvið þeirra líkt starfssviði minjavarðar Austur- lands. í nýja frumvarpinu er kveðið á um fræðsluskyldu Þjóðminja- safnsins og byggðasafna við al- menning og skóla. í kaflanum um fornleifar telst það til nýmæla að allar fornleifar sem þekktar eru í landinu skuli skráðar og kveðið er á um að óheimilt sé að spilla fornleifum á nokkurn hátt. Einnig er kveðið á um að sækja þurfi leyfi um til hvers kyns fornleifarannsókna hér á landi. { kaflanum um friðun húsa og annarra mannvirkja er kveðið á um að öll hús, sem reist eru fyrir 1850 skuli friðuð, svo og allar kirkjur, sem reistar eru fyrir 1918. Ekki er lengur greint á milli friðunar í A og B flokk einsog í núgildandi lögum, heldur skal ti- lefni friðunarinnar skýrt í til- kynningu um friðlýsingu hverju sinni. Þá getur húsfriðunarnefnd beitt skyndifriðun ef þörf krefur en hún skal starfa í umboði þjóð- minjaráðs. Aukaverk varð að aðalverki Einsog sjá má á þessu felast f frumvarpinu veigamiklar breyt- ingar frá núgildandi lögum. En hvernig skyldi starfsmönnum Þjóðminjasafnsins lítast á þær? „Okkur lýst vel á þær. Laga- ramminn er góður en það má eiginlega segja að það sem átti að vera aukaverkefni nefndarinnar hafi orðið aðalverkefni hennar en það sem átti að vera aðalverk hennar orðið að aukaverki. lengstu lög reyna að komast hjá lokun þótt einhverjum deildum þess yrði lokað á meðan unnið væri að endurskipulagi sýninga. Gerðirnar sem gilda Þór sagðist halda að skilningur ráðamanna á mikilvægi þess að varðveita gamlar minjar hefði aukist mikið. Sem dæmi um það benti hann á varðveislu gamalla húsa. „Fyrir 25 árum þegar ég réðst fyrst til safnsins var því lítið sinnt en augu manna hafa opnast fyrir mikilvægi þess, enda eru menn meðvitaðri um umhverf- ismál í dag en þeir voru fyrir nokkrum árum. Sú vakning sem átt hefur sér stað erlendis um nauðsyn þess að menningarminj- ar séu varðveittar hefur skilað sér hingað. í seinni tíð hef ég fundið meiri skilning hjá ráðamönnum á því.“ Þrátt fyrir það virðist sá skiln- ingur ekki skila sér í fjárveiting- um til safnsins, því einsog Þór benti á þá nægja þær ekki fyrir daglegum rekstri safnsins. Hann segist ekki hafa orðið var við það að safnamál nytu góðærisins sem var á íslandi á árunum 1965- 1967, en um það leyti hóf hann störf hjá Þjóðminjasafninu. Og ekki er að sjá að góðærið sem ríkti á síðasta ári hafi skilað sér til safnanna. „Maður tekur kannski of mikið mark á orðum manna; það eru gerðirnar sem gilda. Ég hef samt trú á því að skilningurinn á því að menningin kosti peninga sé að aukast og ráðamenn vita að neyðarástand ríkir í húsnæðis- málum hjá okkur. Þeir hafa nú gefið þær yfirlýsingar að þeir hafi gert sér grein fyrir vandanum og að það sé fullur vilji til að koma þessum málum í gott horf. Það á svo eftir að koma í ljós hvort þeim tekst að standa við loforð- Nefndin átti fyrst og fremst að vinna að málefnum Þjóminja- safnsins en hafa sem aukaverk- efni að stoppa upp í göt á þjóðminjalögunum, þessvegna var í nefndinni fólk úr safninu. Hinsvegar fór það svo að meginá- hersla var lögð á það að bæta þjóðminjalögin en enn er langt í land t.d. með fjárstreymi til safnsins hafi verið treyst, en það hlýtur að teljast mikilvægast þeg- ar rætt er um „endurbætur, vöxt og viðgang Þjóðminjasafnsins“ einsog upphaflega var gert ráð fyrir," sagði Lilja. Lilja sagði að það vantaði ekki hugmyndir til þess að vinna að þessum markmiðum heldur vant- aði fjármuni. Hún benti á að ekki gengi að ætla að umbreyta safn- inu á iöngum tíma heldur yrði að gera það á mjög skömmum tíma, því safnið yrði að vera lokað á meðan og enginn hefði áhuga á að Þjóðminjasafnið væri lokað í mörg ár. Þór sagði að safnið myndi í NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7 JÓLATRÉSSKEMMTUN 1988 Félag járniðnaðarmanna Fólag blfvólavirkja Félag blirelftasmlöa iA;a, félag verksmlöjufólks Nót, svelnaféiag netageröamanna Félag bllkksmiöa fyrir börn félagsmanna og gesti þeirra, verður í Átthagasal Hótel Sögu annan dag jóla kl. 15:00-17:30. JÓLASVEINAR KOMAÍ HEIMSÓKN Verð kr. 400.- Mlðar seldir við innganginn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.