Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 20
BARNAKOMPAN Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON Jólin eru að koma! Það er tíka jólastemmning í Barnakompunni í dag og allt tileinkaÖ jólunum. Hvaö er jólasveinninn með á sleðanum sínum? Jólastormur Jólasveinninn var á leiöinni þegar skall á stormur og hann komst ekki alla leið. Næsta dag kom jólasveinninn og gaf öllum gjafir en var meira en einn dag því að nú kom aftur stormur. Enginn vissi af hverju þessi stormur kom og næsta dag kom enginn stormur. Þá fóru menn að skoða þetta og komust að því að það voru bófar með vél sem létu storminn koma. Vélin var núna biluð og enginn stormur. Jólasveinninn flaug á sleðanum og hann handsamaði bófana og lét lögguna hafa þá áður en hann fór heim til fjallanna. Davíð Már 9 ára Jólasaga Einu sinni var gamall jólasveinn. Hann var að fara í bæinn að setja í skóinn hjá börnun- um. Hann hlakk- aði mikið til að fara í bæinn. Það er svo gaman. Steinunn 8 ára 1 2 4 Jólaljóð Aðfangadags- kvöld Nú koma jól til okkar, jólatréð stendur í stofunni. Pakkar út um allt og jólamatur á fati. Anna Lilja 10 ára í bœnum hvílir kyrrð já kyrrð og ró fannhvítur snjórinn sem verndarengill um allt og englarnir dansa og koma syífandi frá stjörnum himingeimsins. í nafni Jesú raular kona í nafni Jesú Krists og krakkarnir hlaupa skrúðbúnir milli bœja með jólaböggla, kirkjuklukkurnar hringja inn jólahátíðina stjörnurnar og kertin koma með frið því það eru jól Alexandra, 10 ára Ljóð Guð sagði, ég er Ijós heimsips. Ljósið lýsir upp sól okkar einsogþaðsékerti. Melkorka 7 óra Umferðarsveinn Þetta er sagan um jólasvein sem kunni ekki á umferð- arljósin. Hann labbaði á göt- unni og líka fór hann á rauðu Ijósi yfir götuna. Hann komst loksins til barnanna og sagði þeim frá öllu því sem kom fyrir. Hann sagði þeim frá því að maður í svörtum einkenn- isbúningi hefði ætlað að taka sig. Björn 9 ára Krossgáta Lárétt: 1) Án þess rennur sleðinn ekki. 2) Án þess gera skautar lítið gagn. 3) Spilað ogsungið. 4) Uni skrifað afturábak. 5) Ekki utar. Lóðrétt: 1) Það rennur en er ómögulegt til drykkjar. 2) Það sem allir bíða eftir. 3) Að flýta sér án fyrirhyggju. 4) llltumtal. 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.