Þjóðviljinn - 13.01.1989, Page 20

Þjóðviljinn - 13.01.1989, Page 20
Umsjón: * KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON Stundum er sagt aö eitthvað komi eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Þetta er orötak sem á sér skýringu og sögu eins og flest önnur orötök. Skýringin er sú aö galdramenn fyrri tíma tóku stundum upp á því aö vekja upp drauga sem voru síðan sendir til að gera einhverjum skráveifu. Draugana varð að geyma á öruggum staö þegar þeir voru ekki aö störfum fyrir húsbændur sína og þessi örugga geymsla var oft leggur úr kind eöa hrossi sem draugurinn var gabbaður inn í og tappi settur í gatiö. Þar varð draugurinn svo aö dúsa þangað til einhver tók tappann úr leggnum og leysti drauginn úr læðingi. Sumir fundu leggina og tóku tappana úr af forvitni og var þá draugsi fljótur að nýta sér frelsið. Má nærri geta aö stundum hafi innihald leggsins komið mönnum á óvart eöa eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Finndu út hvað hlutirnir heita og taktu fyrsta stafinn í hverju orði. Raðaðu þeim síðan rátt saman og þá áttu að fá út nafn á landi í Evrópu. Dísa og Magga Einu sinni var stelpa sem hét Magga. Hún var 8 ára og hún átti systur sem var 4 ára og hét Dísa. Einu sinni þurfti mamma hennar að fara í bæinn og þá baö hún Möggu aö passa Dísu á meðan. Magga fór þá meö Dísu út á róluvöll og þær fóru að róla og svo fóru þær aö leika sér í sandkassan- um. Allt í einu kom vinkona Möggu á róluvöllinn og Magga hljóp til hennar og fór aö tala viö hana en Dísa var áfram aö leika sér í sandkassanum. Vin- kona Möggu sem hét Sigga baö hana aö koma meö sér aðeins í búöina og kaupa gott af því hún átti peninga. Möggu langaði svo í gott aö hún fór með Siggu en ætlaði aö vera fljót af því Dísa var þá alein á meðan. Þegar þær komu aftur úr búöinni þá var Dísa horfin. Þær leituöu og leituðu um allt en hvergi fannst Dísa. Hvar gat hún verið? Þær köll- uöu og hrópuöu Dísa Dísa um allt. Hvað áttu þær nú aö gera. Hvað mundi mamma segja ef hún vissi þetta. Þær hringdu á lögguna og 20 löggur komu á 4 löggubílum og löggurnar fóru aö leita um allt en hvergi fannst hún. Magga var nú orðin alveg upp- gefin og hún sá eftir aö hafa fariö meö Siggu út í búðina. Loksins fór hún heim og mamma hennar var þá nýkomin úr bænum og hún sagöi henni alla sög- una og aö Dísa litla væri týnd. Þá sagði mamma hennar aö Dísa væri nú bara inni í herberginu sínu aö leika sér og þá var nú Magga mikið hissa. Vá hún hafði þá farið heim ein. Dísa leit út um glugg- ann og sá allar löggurnar leita og leita um allt. Hún þoröi ekki aö fara út og segja þeim það svo þær leituðu bara meira og meira og ég held aö þær séu bara enn aö leita. Sylvía K. Ólafsdóttir 8 ára 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Fimmtudagur 12. Janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.