Þjóðviljinn - 13.01.1989, Side 24
HELGARPISTILL
ÁRNI BERGMANN
Fjöldi vinstriflokka
og straumarnir tveir
I síöasta helgarpistli var fjallað
um spurningu sem fram haföi
komið í kjallaragrein í DV: eru Al-
þýðubandalagið og Alþýðuflokk-
urinn tímaskekkja? Kannski hef-
ur einhverjum lesanda fundist
það hulduhrútslegt, að í greininni
var ekkert minnst á það, að for-
menn þessara flokka höfðu þá
nýlega látið það út ganga, að þeir
ætluðu saman í fundaherferð þar
sem þeir ætluðu m.a. að reifa
þessa spurningu og ýmislegt
annað sem varðar samstarfs-
möguleika þeirra sem vilja kallast
vinstrimenn eða jafnaðarmenn
hér á landi. En ástæðan var ein-
faldlega sú að búið var að skrifa
greinina áður en flokksformenn-
irnirstigu fram í fréttaljós. Og svo
áfram sé haldið: þetta greinartet-
ur hér er skrifað fyrir viku, nánar
tiltekið á föstudegi, og tekur því
ekkert mið af því sem mönnum
kann að detta í hug um málið
dagana næstu þar á eftir (og
undirritaður sjálfur kominn í stutt
frí).
Líta munu upp
í ár
Eins og allir vita urðu flokks-
bræður þeirra Ólafs Ragnars og
Jóns Baldvins hissa á fréttinni.
Sumir voru fegnir og sögðu loks-
ins loksins. Aðrir eru efagjarnari,
ef þeir þá ekki fussa opinskátt yfir
uppákomu þessari og telja hana
að minnsta kosti illa undirbúna.
Ég segi fyrir sjálfan mig: það er
í rauninni ekkert eðlilegra en
menn skoði það, hvers vegna þeir
flokkar sem helst eru kenndir við
verkalýð, jafnaðarstefnu, vinstri-
mennsku eða að minnsta kosti
bókstafinn A, eru tveir en ekki
einn. Það hefur vitaskuld margt
breyst upp á síðkastið - bæði á
alþjóðavettvangi (kalda stríðið
fyrir bí) og heima fyrir ( allvíðtæk
samstaða um velferðarkerfi og
blandað hagkerfi). Og því þá
ekki að spyrja að þessu hér: er
hugmyndalegur grundvöllur
tveggja flokka farinn að skerast
það mikið að með þeim geti tekist
ástir samlyndra hjóna?
En hér er ekki ætlunin að spá í
þá framtíð, heldur skoða stund-
arkorn ýmislegt það sem hefur
dregið menn í dilka á vinstrivæng
á liðnum árum og áratugum.
Afstaðan til
Rússa
í spjalli við Þjóðviljann í fyrri
viku bar Jón Baldvin fram þá
skýringu á klofningi vinstri hreyf-
ingar á íslandi sem algengust er:
það var, segir hann, afstaðan til
rússnesku byltingarinnar. Söku-
dólgurinn er þessi hér: „mennta-
mannahópur taldi nauðsyn á að
stofnaður yrði sérstakur kom-
múnistasöfnuður til að vegsama
Stalín og kljúfa verkalýðshreyf-
inguna vegna hugmynda sem nú
eru loksins dauðar“.
Þetta er vitaskuld ekki út í hött
mælt hjá Jóni Baldvin. Afstaðan
til Sovétríkjanna réði mjög miklu
um það hvar menn lentu í fylk-
ingu, einkum á fjórða og fimmta
áratugnum og vel fram á þann
sjötta - síðan fór smám saman að
draga úr þýðingu þessa þáttar í
pólitískri staðsetningu manna.
Og það má heita að hann sé nú úr
sögunni - menn hafa vitanlega
misjafnar skoðanir á því sem er
að gerast í Sovétríkjunum, en sú
afstaða verður mönnum ekki að
ríkjandi pólitískri ástríðu.
Éf allt snerist um hina „sov-
ésku tilraun" og afleiðingar
hennar, þá væru A-flokkarnir
komnir í eina sæng fyrir löngu.
Ástæðurnar fyrir því að það hefur
ekki gerst hljóta að vera miklu
fleiri. Og mér sýnist reyndar að
þær séu fyrst og síðast tengdar
því, að alveg frá upphafi verk-
lýðshreyfingar og sósíaldemó-
krataflokkanna gömlu fyrir rúmri
öld, hafa í þessari hreyfingu tek-
ist á tveir meginstraumar. Þeir
voru misjafnlega stríðir, þeir gátu
stundum komið sér fyrir í einum
skipulagsfarvegi og stundum
ekki, en alltaf vissu menn af
þeim.
Hinir hægfara
1 öðrum straumnum voru þeir
sem lögðu vaxandi áherslu á þær
umbætur og kjarabætur sem hægt
var að ná fram í dag, á hin smáu
skref, á gönguna löngu til betra
heims, á list málamiðlunarinnar.
Úr þessum herbúðum komu hin
frægu orð: Hreyfingin er allt,
markmiðið ékkert. Menn þessa
straums réðu flestum hinna hefð-
bundnu sósíaldemokrataflokka.
Þeir náðu merkilegum árangri í
margvíslegum kjarabótum og
auknum rétti alþýðu til handa,
þeir áttu mikinn þátt í að skapa
hið félagslega öryggisnet sem
kennt er við velferð. Um leið áttu
þeir í vaxandi mæli við þann til-
vistarvanda að glíma, að meðan
félagsmálastefna varð einskonar
sameign meirihlutans, urðu svör
þeirra í efnahagsmálum æ
keimlíkari borgaralegri stefnu,
hið pólitíska frumkvæði glataðist
í aðlögun að ríkjandi hugmynd-
um, að óbreyttri skipan efna-
hagsmála og almenningur spurði:
hver er ekki hvað? Á þessu róli
hefur Alþýðuflokkurinn verið
mestan part.
Hinn straumurinn er svo
tengdur þeim rómantísku, þeim
óþreyfjufullu, þeim „ábyrgðar-
lausu“ sem vilja helst syngja með
Þorsteini Erlingssyni : „En ef að
nú reyndum að brjótast það
beint“. Þeir höfðu jafnan þungar
áhyggjur af því að list málamiðl-
ana mundi drepa hreyfinguna.
Þeir voru einatt svo hræddir við
að „ánetjast kerfinu“ að það var
þeim meiriháttar sáiarkvöl að
reyna sig við landsstjórn með
öðrum flokkum. Þeir töldu það
væri alls ekki nóg að reyna að
gera kapítalismann mennskari,
eins og menn voru mikið með
hugann við í hinum straumnum.
Þeir höfðu því mikinn áhuga á
valkostinum, öðruvísi samfélagi,
öðruvísi rekstrarformum, öðru
eignarhaldi á fyrirtækjum, þeir
reyndu og gjarnan að koma upp
gagnrýninni „andmenningu“ sem
átti að vera mótvægi við þá ríkj-
andi, hina borgaralegu. Þeir voru
innan ramma ríkjandi aðstæðna
en höfuðástríða þeirra var að
finna leið út fyrir þennan ramma.
Af sjálfu leiddi að þeir urðu fyrir-
hafnarlítið skotnir í hvaða bylt-
ingu sem var út um heim sem dró
upp hinn rauða fána. Tilvistar-
vandi þeirra var svo sá, að hinn
mikli dagur umskiptanna lét
standa á sér, byltingarþjóðfé-
Iögin úti um heim lentu allt ann-
arsstaðar en menn gerðu ráð fyrir
- þess í stað voru hinir pólitísku
dagar fullir með hvunndagsverk-
efni sem menn þurftu að sinna
með svipuðum hætti og „hinir
kratarnir", með svipaðri blöndu
af lofsverðum árangri og von-
brigðum: Hví gengur okkur svo
grátlega seint? Af þessum
straumi er Alþýðubandalagið
runnið.
Þeir sfraumar
liggja djúpt
Vitanlega blandast þessir
straumar tveir saman með ýms-
um hætti, og þá ekki síst nú á
dögum þegar útópískar freisting-
ar eru í lágmarki og allt ástand
heimsins svo viðkvæmt (m.a.
vegna vígbúnaðar og mengunar)
að jafnvægi, málamiðlun og hæg-
fara þróun eru að verða höfuð-
dyggðir. En sem sagt: í þessum
straumum tveim hefur lengst af
verið nægilegt efni til að skipta
mönnum ekki einungis í arma í
flokkum heldur og til að fjölga
flokkum á vinstri væng. Tökum
dæmi af Sósíaldemokrötum og
SF, Sósíalíska alþýðuflokknum í
Danmörku. SF er ekki til kominn
vegna ágreinings um Sovétríkin.
Upphaflega er sá flokkur stofn-
aður af kommúnistum sem yfir-
gáfu sinn flokk vegna þess hve
trúr Moskvu hann var. Síðan
verður hann smám saman sam-
nefnari fyrir fólk sem með einum
eða öðrum hætti kemst upp á
kant við hefðbundið sósíaldemó-
kratí og er núna orðinn flokkur af
svipaðri stærð og Alþýðubanda-
lagið og Alþýðuflokkurinn hvor
um sig. Sjálf tilvera SF bendir
ótvírætt til þess að straumarnir
tveir liggi nokkuð djúpt. Annað
mál er svo það, að rétt eins og
menn hafa mikið talað um hugs-
anlegt, mögulegt og líklegt sam-
starf A-flokkanna á fslandi nú
um skeið, hefur vinstriumræða í
Danmörku á seinni árum mjög
snúist um „verkamannameiri-
hlutann" - m.ö.o. um það hvernig
þessir flokkar tveir, Sósíaldem-
ókratar og SF, gætu stjórnað
landinu saman. Sú umræða hefur
verið öll hin merkilegasta og
margt af henni að læra.
Við vitum að það er hægur
vandi að telja upp ágreiningsmál
A-flokkanna íslensku. Við vitum
um herinn og Nató, byggðamál,
erlendar fjárfestingar. En hér er
hvorki staður né stund til að fjasa
um þau. Né heldur þann „óform-
lega“ ágreining sem verður allt í
einu sýnilegur með því að fram
kemur í þjóðmálakönnun, að
þeir sem styðja Alþýðuflokkinn
eru að miklum mun sáttari við
launamun í landinu en þeir sem
styðja Alþýðubandalagið. Þessir
hlutir verða sjálfsagt allir á dag-
skrá - og það væri fyrir margra
hluta sakir nytsamlegt ef menn í
umfjöllun um einstök mál og
málaflokka hefðu hugann við
það, hvernig afstaða sú sem
flokkarnir hafa komið sér upp
tengist við þá meginstrauma tvo,
sem liðið hafa fram vinstrisöguna
í meira en öld.
24 SÍÐA - NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 13. janúar 1989