Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR Grímur vill ekkert r* í RÓSA- GARÐINUM níð um sveitimar Viö sátum og drukkum kafti ég, Skaöi, og G'rímur móöurbróöir minn. En til þess aö þið áttið ykkur betur á framhaldinu er rétt ég taki þaö fram aö Grímur er fæddur Framsóknarmaður og hefur aldrei svikiö sína erfðastofna. Og hann er engin steingrímsframsókn héöan af mölinni, sem er nú, eins og Stalín sagði, hvorki kerti á altari guðs né skörungur andskotanum. Nei, hann er ekta. Hann er sveitamaöur. Viö sátum svona og létum kaffið síast um æöakerfin og útvarpið var í gangi. Ég tek aldrei eftir því aö útvarpið er í gangi, en það gerir Grímur því hann heyrir gras spretta og ull vaxa á kindum. Og allt í einu hoppar karlinn upp f sætinu eins og skotinn væri og segir: Heyrirðu þennan skepnuskap? Hvað er nú aö Grímur minn? spuröi ég. Þennan söngtexta? Ég heyri aldrei söngtexta, segi ég. Nema „Þú eina hjartans yndið mitt“. Og ekki meira um það. Hlustaðu nú, sagði Grímur flaumósa. Nú kemur þessi óþverri aftur. Það var eitthvert popp í útvarpinu, einhverjir strákar að væla eitthvað og berjandi trumbur eins og niggarar eða hvað veit ég. Ég skipti mér ekki af því. En ég heyrði að þeir kyrjuðu við raust þetta viðlag: Við erum stæltir strákar af Ströndinni Ef við sjáum stelpur stöndum við á öndinni Við ætlum allir að skemmta okkur í borginni Við erum orðnir hundleiðir á sveitinni. Ég þoli þetta ekki, sagði Grímurfrændi minn og slökkti svo rækilega á útvarpninu að það rauk um koll. Hvaða hvaða, sagði ég. Ósköp ertu viðkvæmur Grímsi. Þetta er náttúrlega skelfilegur leirburður en annað eins hefur maður nú heyrt. Það er ekki leirburðurinn, sagði hann. En að þetta skuli vera piltar af Skagaströnd! Nú, eru þeir þaðan? spurði ég. Þá er ég ekki hissa. Ég hefi alltaf haldið því fram að það væru bara tvær þjóðir sem íslendingar ættu að vara sig á. Það eru Rússar og Húnvetningar. Veistu það Skaði, sagði Grímur, ég erdálítið þreyttur á þér. Þú skilur aldrei alvöru lífsins. Ég held nú síður, sagði ég. Ég ER alvara lífsins. Nei, sagði Grímur. I æðum þér rennur ekki mannsblóð heldur brennivín og smyglaður bjór og bensíngufur héðan af mölinni. Þú skilur ekki að þessi texti er níð og klám um okkur dreifbýlismenn. Jæja, sagði ég. Það er ekkert jæja með það Skaði. Þetta byrjar strax á byrjuninni. Strákarnir tilkynna að þeir séu úr heiðarlegu smáplássi norður í landi og segjast vera stæltir vel. En svo segjast þeir „standa á öndinni" þegar þeir sjá stelþur! Það var garpskapurinn! Nei, þegar ungir menn sem aldir eru upp í heiðarlegu dreifbýli sjá kvenmann, þá gapa þeir ekki eins og hjartveilir þorskar. Það er eitthvað annað sem þá stendur en þeir sjálfir á eigin andardrætti. Þetta er nú ekki svo vitlaust hjá þér frændi, sagði ég. Auðvitað ekki. Og þó er þetta bara byrjunin. Þeir sjá stelpur og standa á öndinni. Og hvar gerist það: jú þeir eru komnir í borgina. Þeir ætla að skemmta sér í borginni. Og af hverju ætla þeir að skemmta sér í borginni þar sem ekki veröur þverfótað fyrir rándýrum ráðhúsum og gjaldþrota húskringlum? Sjá þeir hvergi annarsstaðar stelpur? Eru okkar sveitastelpur svona Ijótar? Fá þeir kannski ekki nóg brennivín heima í Húnaþingi? Hvurslags rugl er þetta eiginlega? Þeir segjast vera hundleiðir á sveitinni, sagði ég. Akkúrat. Þeir sögðu það já. Og hvað eiga þeir með það með leyfi að spyrja? Hver leyfir þeim að níða sveitir landsins? Grímur minn, sagði ég. Við lifum í frjálsu landi. Og svo er það gömul reynsla að ungt fólk vill burt, því finnst aö grasið sé grænna hinum- megin við girðinguna, þú þekkir þetta. Það er ekkert gras í Reykjavík, sagöi Grímur. Græna byltingin hans Birgis ísleifs var étin upp og grasið með. Og ef mönnum leiðist hér eða þar þá er það þeirra einkamál sem ekki á að vera að prumpa um út um allt með gítarundirleik. En það er ekki nóg með að þessar veimiltítur sem kalla sig stælta stráka búi til svona lag til heimabrúks í bílskúrnum hjá sér. Þeir gaula þetta út um allt, meira að segja í sjónvarpinu um daginn. Ég þori að veðja að þeir hafa gengið á mála hjá borgaríhaldinu þessir menn. Það er eins og fyrri daginn, hingað á að draga á asna- eyrunum alla landsmenn svo þeir geti borgað ráðhúsið hans Davíðs og það sukk allt. Draga þá á poppeyranu ef ekki vill betur, það er ekkert sparað. Draga þá með þeirri höfuðlygi að hér sé svo skemmti- legt, hér í þessum vindsrassi, þar sem enginn kemst út fyrir hússins dyr á vetrum vegna klakahryggja á gangstéttum sem sannarlega munu beinbrjóta þig. Þar sem enginn kemst út á öðrum árstíðum af ótta við að vera laminn eða keyrður í klessu, og þegar þessi skemmti- lega æska borgarinnar hefur fengið sér sveppasúpu, þá eru menn ekki óhultir heima hjá sér heldur. Þar sem Davíð hringsólar með hraðvaxandi hönnunarreikninga uppi í Öskjuhlíð og Seðlabankinn tyggur blýanta sína og allir halda framhjá skattinum með sjálfum sér, og plastið fýkur í augun á þér og áldósirnar bregða fyrir þig fæti og enginn þorir annað en vera hentistefnuíhald eða sleikja á því rassgatið! Ég hlustaði á Grím og heyrði til hans löngu eftir hann hafði skellt hurð og var farinn og ég gat ekki að því gert að um mig fór þverstæðu- straumur hrifningar og söknuöar: svona var einu sinni talað á íslandi, já einmitt svona, en nú er það búið, æ já, ó Drottinn minn, gefðu mér hann Grím aftur, já bara smástund.... Kannski fær hann sjón líka? Borgarstjóri svaraði og sagði við Benedikt ( Bogason, formann Framfarafélags Arbæjarhverfis); - Nú ert þú genginn úr Sjálf- stæðisflokknum og farinn að finna lykt. Tíminn Sigurhins skáld- lega ímyndunarafls Allt að 110% munur er á verði á skinku hér á landi og engin tengsl eru á milli verðs og gæða. Tíminn Aðgát skal höfð í nærveru sálar Ég trúi ekki öðru en lögfræð- ingar séu til þess bærir og hafi hæfileika til að skrifa kærur. DV Þú segir nokkuð Tryggasta aðferðin til að við- halda íslenskri tungu er að tala hana. Morgunblaðió Auðvitað, það er miklu virðulegri tala Heldur fjármálaráðherra að íbúð sem selst ekki á fjórar milj- ónir seljist frekar á fimm? Morgunblaðið Ónei, skallar eru sjálfum sér nógir Falleg listaverk á vegg geta verið punkturinn yfir i-ið i vistar- verum eða eins og hattur á beran skalla. Morgunblaðið Svona er að vera á móti hvalveiðum Eins og flestir líklega muna sýndi Galllup-könnun fyrir nokkr- um árum fram á það að íslend- ingar væru hamingjusamastir allra þjóða. Óhamingjusamastir allra þjóða eru hinsvegar Vestur- Þjóðverjar. Morgunblaðið Skelf ilegaast er það kvenmannsleysi Eins og við sjáum svo allt of oft virðast karlmenn velja ofbeldi Þegar þeir takast á við vandamál. Viti sínu fjær hamast þeir á tólum sínum í snjónum. Morgunblaðið Lítt vaxnir niður? Menn í stórum jeppum sem ekkert virðist vera undir, heldur eru stangir og vírar á víð og dreif upp úr bílunum, eru ekki allir þar sem þeir eru séðir. Morgunblaðið 2 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.