Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 9
FOSTUDAGSFRETTIR BHMR og kennarar Óánægja með samningafund Wincie Jóhannsdóttir form. HÍK: Engin svör um launastefnu frásamninganefndríkisins. Samvinnahjá kennarafélögunum. Kröfur um hœkkun grunnlauna, minni kennsluskyldu og kaupmáttartryggingu. Getum ekki beðið og beðið. Fulltrúaráð HÍKfundar í dag. BHMR: Sömu lauri og á almennum vinnumarkaði Ur því að samninganefnd ríkis- sins neitar að gefa okkur upp nokkurn skapaðan hlut, þá hljót- um við og BHMR líka að ganga út frá þvf að það tilboð sem gert hef- ur verið sé það sama og yfirlýs- ingar ráðherra um óbreyttan kaupmátt. Við getum ekki bara setið og beðið og beðið. Það er ekkert sem liggur á borðinu sem gefur von um að það verði hægt að ná samningum án átaka, segir Wincie Jóhannessdóttir formað- ur Hins íslenska kennarafélags. Fulltrúaráð félagsins hefur ver- ið boðað til fundar í dag þar sem rætt verður um frekari aðgerðir í samningamálum. Mikil óánægja er með niðurstöðu fyrsta fundar HÍK, KÍ og BHMR með samn- inganefnd ríkisins á miðvikudag og segjast kennarar ekki hafa fengið nein svör frá ríkinu. Reiknað er með að næsti fundur aðila verði haldinn í lok næstu viku, en Indriði H. Þorláksson formaður samninganefndar ríkis- ins er nú erlendis og ekki væntan- legur til Iandsins fyrr en í lok næstu viku. Á samningafundinum í fyrra- dag lögðu fulltrúar HÍK og KÍ fram drög að sameiginlegri kröfugerð félaganna og samn- inganefnd BHMR lagði fram sameiginlegar kröfur aðildarfé- laga sinna. Þar er lögð höfuðá- hersla á hækkun grunnlauna, minnkun kennsluskyldu, menntun verði meira metin inn í launataxta og starfsaldurhækk- anir komi fyrr til en nú gildir. Þá er gerð krafa um verðtryggingu launa. - Staðan nú er sú, að við erum með 4-5% lægri kaupmátt en við höfðum fyrir síðustu samninga sem kostuðu hörð verkföll. Við erum ekki að ætlast til þess að okkar kröfum sé svarað um leið og þær eru settar fram en við ætl- umst til þess að samninganefnd ríkisins hafi einhverjar sjálfstæð- ar hugmyndir um nýja samninga, sagði Wincie. Kröfur þær sem BHMR lagði fyrir samninganefnd ríkisins eru í sama anda og kröfur kennarafé- laganna, en þar er m.a. gerð krafa um að ríkið borgi háskóla- menntuðum starfsmönnum sín- um sömu laun og háskólamenn fá á almennum vinnumarkaði. - Mér sýnist að þessi langvar- andi árás stjórnvalda á launa- menn hafi haft þau áhrif að Kennurum afhent húsnæði. Fyrsta íslenska kennarafélagið varð 100 ára í gær og af því tilefni héldu samtök kennara á íslandi afmælishóf á Hótel Sögu. Svavar Gestsson menntamálaráðherra afhenti kennurum húseign ríkisins á Laufásvegi þar sem Rannsóknastofnun uppeldismála er nú til húsa. Ríkis- stjórnin samþykkti gjöf þessa með því skilyrði að Rannsóknastofnunin fengi áfram að vera I húsinu og þá er gjöfin einnig háð samþykki Alþingis. Mynd: Þóm. Fjármálaráðuneytið Við viljum með þessu gefa fólki tækifæri til að hreinsa upp skattaskuldir sínar. Samkvæmt okkar áætlun eru útistandandi 3,6 miljarðar af gömlum skatta- skuldum hjá einstaklingum. Við viljum með þessu uppgjörsátaki gefa þeim heimild til að gera upp skuldir sínar á nokkrum árum, sagði Olafur Ragnar Grímsson Reykjavík Ingi Ú. skoðar tæki til að ryðja gangstéttir Stjórnarandstaðan í borgar- stjórn Reykjavíkur flutti til- lögu þess efnis við síðari umræðu um fjárhagsáætlun borgarinnar að keypt yrðu snjóruðningstæki til að hreinsa snjó af gangstéttum borgarinnar. Tillögunni var vísað til gatnamálastjóra sem sendi frá sér fréttatilkynningu í gær, þar sem hann segir að nú standi yfir skoðun á hentugum tækjum. Reykvíkingar eru orðnir langþreyttir á því, að ekki skuli verði hreinsaður snjór af gang- stéttum, en gatnamálastjóri segir einatt, þegar þetta ber á góma, að of dýrt sé að moka gangstéttar. Nú hefur hann samkvæmt tillögu stjórnarandstöðunnar hafið könnun á kaupum á hentugum tækjum til þess arna. Skoðun gatnamálastjóra gengur út á að finna hentug tæki sen geti komist milli ljósastaura, brunahana og eftir þröngum gangstígum. Vonandi að Ingi U. leggi nú einnig áherslu á það við sína menn að moka ekki snjó af göt- um upp á gangstéttar eins og Þjóðviljinn hefur sýnt fram á, að víða hefur verið gert. -sg (jármálaráðherra þegar hann kynnti nýjar reglur um skatta- skuldir. Fjármálaráðherra hefur ákveðið að gefa öllum þeim er skulda skatta sem rekja má til álagningar fyrir tekjuárið 1986, kost á að borga skuldina með skuldabréfi. Boðið verður upp á bréf með jöfnum mánaðarlegum greiðslum til 3,4eða5 ára. Vextir verða misjafnir eftir lengd bréf- anna sem verða verðtryggð. Þannig munu þriggja ára bréfin bera 1,5% vexti, fjögra ára bréfin 2,5% og þau bréf sem verða til fimm ára 3,5% vexti. Bréfin skulu tryggð með fasteignaveði, bankaábyrgð eða sjálfskuldará- byrgð tveggja manna. - Ég vænti þess að fólk nýti sér þennan möguleika. Það eru fjöl- margir sem lent hafa í efnahags- legum erfiðleikum er stafa ma. af tekjumissi, sjúkdómi eða öðrum ófyrirsjáanlegum ástæðum sagði Ólafur. Hann sagði að ekki hefði þótt viðeigandi að fella þessar skuldir niður vegna allra hinna sem stóðu í skilum. Einnig sagði hann að þjóðfélagslega væri það ekki siðrænt. Gjaldheimtur, sýslumenn og bæjarfógetar fá það hlutverk að meta umsóknir þeirra sem vilja nýta sér framangreindan rétt. Umsóknarfrestur verður stuttur, eða til 15. apríl. Gert er ráð fyrir að öllum sem sækja um að fá að gera upp skuldir sínar með þess- um hætti, verð svarað fyrir 30. maí. Sérstökum umsóknareyðu- blöðum verður dreift til allra inn- heimtuaðila. - Það mun vera á valdi þeirra aðila að meta hverja umsókn fyrir sig. Þeir ákveða hvað langan tíma hver einstaklingur fær til að gera upp. Einnig eiga þeir að meta það hvort einstakiingurinn þurfi yfirleitt á slíkri fyrirgreiðslu að halda, sagði fjármálaráð- herra. Samkvæmt ágiskun fjármála- ráðuneytisins eru það um tíu þús- und framteljendur sem sitja nú uppi með gamla skattaskuld. Reglur þessar taka eingöngu til þeirra sem ekki höfðu tekjur af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi. -*g launamenn eru og ætla að starfa meira saman núna en í síðustu samningum. Þetta hefur þjappað mönnum saman enda er það eina leiðin til að bregðast af hörku við þessum árásum á lífskjörin, sagði Wincie Jóhannsdóttir formaður HÍIG_______________________-4g. Skuldugum gefið tækifæri Ólafur Ragnar Grímsson: Uppgjörsátak til hagsbótafyrirþá sem skulda gamla skatta. Skuldugum verða boðin skuldabréf með lágum vöxtum Föstudagur 24. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SlÐA 9 Fjármálaráðherra Læknarnir sleppa ekki Innan skamms hefjast við- ræður fjármálaráðuneytisins og forystumanna úr iæknastétt um samdrátt í fjárútlátum ríkisins í ferðastyrki og risnu lækna. Þetta kom fram í máli fjár- málaráðherra á alþingi í gær og vísaði hann á bug að „læknarnir myndu sleppa“ við niðurskurðar- hníf ráðuneytisins einsog fram kom í ónefndum fjölmiðli í gær. Nú væru þeir tímar að þjóðin og ríkisvaldið yrðu að horfa í hvern eyri, hvorki væru efnisleg né sið- ferðileg rök fyrir því að læknar tækju ekki þátt í þessu sparnað- arátaki. ks Áfengiskaupamálið Mál Halldórs gegn Magnúsi þingfest í gær var þingfest fyrir bæjar- þingi Reykjavíkur mál dóms- málaráðherra gegn Magnúsi Thoroddsen fyrrverandi forseta Hæstaréttar. Málið er höfðað gegn Magnúsi til þess að honum verði með dómi endanlega vikið úr embætti dóm- ara við Hæstarétt. Málið er höfð- að í framhaldi af því að Magnúsi var veitt lausn frá embætti fyrir nokkru. Byggingarvísitalan 2,3% hækkun Árshraðinn 26,6% Hagstofan hefur reiknað út vísitölu byggingarkostnaðar fyrir marsmánuð en hún er byggð á verðlagi um miðjan febrúar. Reyndist hún vera 2,3% hærri en febrúarvísitalan. Helsta ástæðan fyrir hækkun vísitölunnar nú var hækkun á ákvæðisvinnutöxtum iðnaðar- manna og útseldri vinnu verka- manna en hvort tveggja hækkaði 15. febrúar sl. Byggingarvísitalan hefur hækkað um 23,5% síðustu tólf mánuði en um 6,1% síðustu þrjá mánuði. Það samsvarar 26,6% árshækkun. -ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.