Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 8
ERLENDAR FRETTIR Mujahideenleiötogar á shura. Taliö frá hægri: Sayyaf, Rabbani, Hekmatjar og Mojaddidi. Afganaþing Bráðabirgðastjóm mynduð En strídib heldur áfram og Kabúlstjórnin er sögð hafa styrkt stöðu sína Afríka Bollalagt um skuldabyrði Hópur sérfræðinga hvatti í gær Afríkuríki til frekari viðræðna við iánardrottna þeirra í þeim til- gangi að finna leiðir til að létta skuldabyrði þeirra. Alls skuida Afríkuríki nú um 230 miljarða dollara erlendis og greiðslumögu- leikar þeirra eru taldir næsta tak- markaðir. í áliti sérfræðinganna, sem lagt var fyrir ráðstefnu utanríkisráð- herra ríkja í Einingarsamtökum Afríku (OAU), sem haldin er í Addis Ababa, segir að ríki þau, sem eru Iánardrottnar Afríku- ríkja, vilji ekki fjalla um skulda- málin sem heild, heldur semja um þau við hvert ríki út af fyrir sig. Á fundi fyrr í vikunni mæltu sérfræðingar OAU með því að af- borganir af skuldunum yrðu í framtíðinni bundnar skilyrðum um meiri aðstoð frá iðnvæddum ríkjum og hærra verð á hráefn- um, sem Afríkuríki flytja út. Reuter/-dþ. Sibghatullah Mojaddidi, sem telst til tiltölulegra hófsamra afganskra súnníta, var í gær kjör- inn forseti Afganistans til bráða- birgða og virðist þar með sam- komulag hafa náðst um myndun bráðabirgðaríkisstjórnar á þingi því eða ráðstefnu (shura) afg- anskra forustumanna, sem stend- ur yfir í Rawalpindi í Pakistan. Mojaddidi vann kosninguna með aðeins einu atkvæði framyfir Abdurrab Rasul Sayyaf, sem samkvæmt gerðu samkomulagi verður þá forsætisráðherra. Hann er bókstafstrúaður. Meðal annarra, sem ráðherra- embætti fá í stjórninni, má nefna þá Gulbuddin Hekmatjar, þekkt- asta skæruliðaforingja bókstafs- trúaðra og Burhanuddin Rabb- ani, sem talinn er hófsamari. Þrátt fyrir þetta samkomulag þykir mörgum efamál að veruleg samheldni náist í raun með hin- um mörgum hópum mujahideen og samtök afganskra sjíta, sem bækistöðvar hafa í íran, munu ekki eiga neinn hlut að stjórn- armynduninni. Margir höfðu spáð því að stjórn Najibullah í Kabúl félli svo að segja jafnskjótt og síðustu so- vésku hereiningarnar væru á brott úr landinu 15. febr. s.l., en síðan hefur hvorki gengið né rek- ið í stríðinu í Afganistan og liðs- menn Kabúlstjórnar hafa styrkt stöðu sína fremur en hitt. Hallast fréttaskýrendur nú helst að því að þeir muni geta haldið velli lengi, svo fremi ekki taki fyrir birgða- flutninga til borganna, sem þeir hafa á sínu valdi. Reuter/-dþ. Tékkóslóvakía Ofsóknahiyðja gegn andófsmönnum Tékkóslóvakísk stjórnvöld vísa mótmœlum á bug. Búist við aðfleiri verði leiddirfyrir rétt Rude Pravo, blað kommúnista- flokksins í Tékkóslóvakíu, vísaði í gær á bug gagnrýni er- lendis frá út af nýuppkveðnum dómum yflr leikritaskáldinu Vaclav Havel og tveimur öðrum andófsmönnum. Segir blaðið því fjarri fara að brotið hafi verið gegn mannréttindum með dóm- unum og sakar vestræn ríki um að sletta sér fram í innanríkismál Eduard Shevardnadze, utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, sem nú er á ferð um Austurlönd nær, ámælti Bush Bandaríkja- forseta í gær, með vægum orðum þó, og kvað stjórn hans reyna að halda Sovétmönnum utan við friðarumleitanir í þeim heims- hluta. Kvað Shevardnadze Bandaríkjunum ofvaxið að hafa ein forustuna í þeim málum. Shevardnadze kvað deilur ís- Austurþýskir rithöfundar for- dæmdu í gær með hörðum orðum fyrirmæli Khomeinis höf- uðklerks Irana um að drepa Salman Rushdie rithöfund. Segir í tilkynningu um þetta frá austur- þýsku deildinni í PEN-klúbbnum að þessi „fyrirskipun um morð“ brjóti auk annars í bága við Kór- aninn og sé íran og íslam til van- virðu. Tékkóslóvakíu. Havel var á þriðjudaginn dæmdur eftir örskömm réttar- höld til níu mánaða fangelsisvist- ar, annar andófsmaður, Jana Petrova, hlaut einnig níu mánaða dóm og sá þriðji, Ota Veverka, dóm upp á árs fangelsisvist. Bandaríkin, Bretland, Frakk- land, Vestur-Þýskaland, Holland og Austurríki hafa mótmælt raels og araba hinar hættulegustu og að ekki væri hægt að útiloka þann möguleika að kjarnavopn- astríð brytist út af þeirra völdum. Hann ræddi á miðvikudag við Moshe Arens, utanríkisráðherra ísraels, um tillögur Sovétríkj- anna um alþjóðlega ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna um deilur í Austurlöndum nær, en Arens neitaði blákalt að ræða við Frelsissamtök Palestínu (PLO). Reuter/-dþ. Sovéskir talsmenn hafa hins- vegar ekkert viljað láta hafa eftir sér um mál þetta. Þarlend blöð hafa rakið fréttir af því, en yfir- leitt án þess að láta álit í ljós. Bókmenntavikuritið Literatúrn- aja gazéta hefur þó vikið nokkuð frá þessari línu og lofað Rushdie sem rithöfund. Reuter/-dþ. dómunum harðlega sem brotum gegn grundvallarmannréttind- um. Svo er að heyra að tékkó- slóvakísk stjórnvöld hafi með dó- munum hafið meiriháttar atlögu gegn pólitískum andófsmönnum. Peter Uhl, þekktur andófsmaður þarlendur og félagi í Carta-77, telur að til standi í næsta mánuði að leiða fjóra andófsmenn í við- bót fyrir rétt. Tveir þeirra dreifðu áskorun til yfirvalda um að láta fara fram rannsókn viðvíkjandi dauða pólitísks fanga, sem lést í fangelsi s.l. ár. Reuter/-dþ. Vilja krýna Póllandsörn Pólskir sagnfræðingar hvöttu í gær til þess að Póllandsörninn, skjaldarmerki landsins, yrði krýndur á ný. Örninn var frá fornu fari með kórónu, en þegar komm- únistar tóku völdin í landinu eftir heimsstyrjöldina síðari sviptu þeir hann því höfuðdjásni. Þegar Samstaða var upp á sitt besta 1980-81 var Póllandsörninn krýndur meðal þeirra merkja, sem verkamenn báru fyrir sér. Reuter/-dþ. Bókabrennur í Tyrklandi Tyrkneskur dómstóll hefur úr- skurðað að öll eintök af bókinni Tropic of the Capricorn eftir bandaríska rithöfundinn Henry Miller, sem fyrirfinnist þarlendis,. skuli brennd, og sömu örlög voru dæmd bókinni Sudaki Iz (Skuggi á vatni) eftir víðlesinn tyrkneskan höfund, Ahmed Altan. Bækurnar voru dæmdar á bálið á þeim for- sendum að þær væru klám- fengnar. Tyrknesk stjórnvöld hafa verið þögul um gang mála kringum Salman Rushdie og bók hans Kölskavers. ( íReuter/-dþ. I 8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. febrúar 1989 Austurlönd nœr Shevardnadze áminnir Bush vægt Rushdie Fær stuðning Austur-Þjóðverja

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.