Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 32
Leikstjóradeilan
í gær var í húsi leikara viö
Lindargötu haldinn fundur í fé-
lagi íslenskra leikstjóra þar
sem taka átti ákvörðun varö-
andi brottrekstur Helga
Skúlasonar úr félaginu.
Blaðamenn fengu ekki að-
gang að fundinum. „Fjölmiðl-
ar ekki æskilegir, þetta er
innanfélagsmál," sagði María
Kristjánsdóttir, formaður fé-
lagsins. ■
Kókið felldi Davið
Árbæingar hrósa happi
þessa daga og eru lausir við
ruslpökkunarfabrikkuna sem
Davíð Oddsson hafði valið
stað í nágrenni við þá. í hverf-
inu söfnuðust á fjórða þúsund
undirskrifta gegn „böggunar-
stöðinni", en það er ekki talið
hafa haft áhrif á borgarstjór-
ann, sem hefur þrýst öðrum
áformum sínum í gegn með
miklu fleiri borgarbúa. Útslag-
ið gerði að sjálft Kóka Kóla
brá við hart og kvartaði yfir
sorpi í nágrenni við sig. Kók-
fyrirtækinu er annt um sína
ímynd hvar sem er í heimin-
um, leggur mikla áherslu á
tengsl við hreint og fallegt um-
hverfi, og var Davíð hótað
málarekstri og jafnvel brottf-
lutningi meö skaðabótakröfu
ef sorpið færi ekki annað.
Það vakti líka athygli að
einn af andstæðingum sorps-
ins í borgarstjórn, Alfreð Þor-
steinsson varafulltrúi Fram-
sóknar, lagði alla áherslu á
hagsmuni Vífilfells í ræðum
um málið á síðasta borgar-
HEMMI GUNNá tali..
....við hina og þessa, og auðvitað
Elsu, í gamni og alvöru.
Á miðvikudaginn kemur.
Verðugt athugunarefni
fyrir auglýsendur.
Skv. könnun Félags- fWQ/
vísindastofnunar fylgdust «3 / /O
aðspurðra með Hemma „á tali“, þann
30/11 1988.
Tf
SJÓNVARPIÐ
ekkert rugl.
stjórnarfundi. Þetta hafa sjálf-
sagt verið klókindi einber hjá
Alfreð, og kemur því ekkert
við að nýlega keypti Vífilfell hf.
af Framsóknarflokknum
hlutafélagið Farg, sem barall-
ar NT-skuldirnar. Var þar
miklu fargi létt af flokknum en
Kók fékk í staðinn tap til að
draga frá á skattskýrslunni. ■
Þjófnaður frá
degi til dags
Það hefur lengi verið plags-
iður á fjölmiðlum hérlendis að
stela öllum skrattanum steini
léttari, bæði að utan og hver
frá öðrum. Þetta er auðvitað
að sumu leyti eðlilegt vegna
þess að fátt er nýtt undir sól-
inni, og ekki hægt að sýna
óendanlega frumleika við
form og innihald á greinum og
þáttum.
Það er þó hægt að sýna
mismikla smekkvísi við þjófn-
aðinn, og óhætt að segja að
nýr daglegur pistill á smekk-
leysumetið þessar vikurnar.
Höfundur pistilsins kallar sig
Dagfinn, -sennilega bróðir
Dagfara í DV, og hefur ekki
nennt að vera frumlegri en
svo að grípa ófrjálsri hendi eitt
af þeim pistilsnöfnum sem
frægust gerast í íslenskri
blaðamennsku: „Frá degi til
dags“, sem Magnús Kjart-
ansson Þjóðviljaritstjóri not-
aði á Austra-greinar sínar.
Pistlar Dagfinns eiga að vera
sniðugir, en einhvern veginn
þykir okkur hérnamegin við
Síðumúlann heldur rammt
bragðið af þessum brandara,
og skiljum ekki í að Dagfinni
sé mikill ágóði af samanburð-
inum við snilld Austra.
En kannski þetta verði til
þess að Þjóðviljinn fari að sei-
last víðar en nú er í pistiln-
öfnum? Var ekki einhvern
tíma eitthvað sem hét Hann-
es á horninu? ■
Dramatískur endir
Það hafa skipst á skin og
skúrir á ferli Bogdans Kow-
alczyks með íslenska hand-
boltalandsliðinu. Hann þótti
ekki fínn pappír hér heima eftir
frammistöðu liðsins á ól-
ympíuleikunum. Nú eru hins-
vegar allir í sjöunda himni
með frammistöðu liðsins og
sennilega þjálfarinn líka þótt
honum hljóti að hrjósa hugur
við síðasta leiknum, sem
landsliðið leikur undir hans
stjórn. Úrslitaleikur B-
kepþninnar verður nefnilega
milli okkar manna og landa
Bogdans, Pólverja. Hætt er
við að viðtökurnar verði ekki
blíðar í heimalandi hans ef ís-
land ferð með sigur af hólmi
og stelur fyrsta sætinu f rá Pól-
verjum. Það er víst að strák-
arnir munu leggja sig alla fram
í kveðjuleiknum.
Breytt
Heimsmynd
Nú um mánaðamótin er von á
fyrsta tölublaði af breyttri
Heimsmynd. Framvegis ætlar
Herdís Þorgeirsdóttir, rit-
stjóri og aðaleigandi, að koma
út blaðinu mánaðarlega og
keppa við Fréttatímaritið
Þjóðlíf sem sótt hefur í sig
veðrið að undanförnu undir
stjórn Óskars Guðmunds-
sonar. Þjóðlífsmenn taka
vafalaust hina nýju sam-
keppni alvarlega en þó munu
þeir ekki hafa stóráhyggjur
þar sem Þjóðlíf hefur forskotiö
og stendur nú nokkuð vel að
vígi með sína 8 til 10 þúsund
áskrifendur. ■