Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 29
MEÐ GESTS AUGUM GESTUR GUÐMUNDSSON Frelsarinn frá Saarlandi Þótt þeir séu löngu fallnir af stalli sínum félagarnir Stalín, Trotskí, Maó, Lenín, Guevaraog Ho Chi Minh, eru ungir menn ekki hættir að hrífast af miklum leiðtogum. Þannig hefur Einar nokkur Heimisson mikla þörf fyrir að viðra aðdáun sína á Óskari Lafontaine forsætisráð- herra í Saarlandi framan í lesend- ur Þjóðviljans, DV og Þjóðlífs. í 1. tölublaði Þjóðlífs á þessu ári sá Einar ástæðu til að endur- segja lofrullubók sem þýskir jafn- aðarmenn gáfu út um eigin flokk á afmæli hans. í því afmælisriti fór ekki mikið fyrir sjálfsgagn- rýni, kratarnir létu sér ekki nægja að fegra eigin sögu, heldur gripu þeir til ótíndra sögufalsana. Þannig var kommúnistum alfarið kennt um klofning vinstrimanna gagnvart nasistum og því haldið fram að nasistar hafi byrjað að ofsækja þýska jafnaðarmenn jafn snemma og kommúnista. Einar sá enga ástæðu til að leiðrétta slíkar sögufalsanir eða draga úr hlutdrægni frásagnarinnar heldur lét hann sér nægja að sveigja hana í þá átt að svo virtist sem nefndur Óskar Lafontaine væri hápunkturinn á ferli flokksins. I nokkrum greinum að undan- förnu hefur Einar haldið sig við sama heygarðshornið. Þar hefur hann boðað þá ágætu skoðun að vinstri öflin eigi að starfa betur saman, en heldur versnar í því þegar Einar skoðar klofnings- vanda og sameiningarþörf vinstri afla í gegnum þröng sjóngler þeirrar söguskoðunar sem al- þjóðleg kratahreyfing hefur boð- að í áratugi. Þar eru kommúnist- ar og aðrir vinstri villingarnir gerðir ábyrgir fyrir klofningi verkalýðsaflanna, þeim hefði verið nær að halda sig í móðurf- aðmi hins stóra krataflokks, því að þá hefði hvorki nasisminn né Helmut Kohl náð völdum og vís- ast ekki Davíð Oddsson heldur. Einar virðist hins vegar ekki hafa áttað sig á því að kratar hafa sjaldnast léð máls á annarri verkalýðseiningu en þeirri sem lyti forustu þeirra sjálfra að öllu leyti. Vinstrivillingunum hefur ekki verið gefinn kostur á að starfa með krötum á öðrum for- sendum en að þeir tækju upp öll meginsjónarmið krata. Nærtækast er að taka dæmi úr íslenskri stjórnmálasögu. Á þriðja áratugnum hröktu kratar Ólaf Friðriksson úr framboði, að undirlagi danskra krata, og þeir meinuðu jafnaðarmannafélaginu Spörtu aðgang að Alþýðuflokkn- um vegna þess að það aðhylltist kommúnisma. Á þennan hátt hröktu kratar kommúnista úr samtökum sínum, og allan 4. ár- atuginn meinuðu kratar komm- únistum aðgang að heildarsam- tökum verkafólks, Alþýðusam- bandinu. Þetta var nú þeirra ein- ingarstefna og henni ber ekki að gleyma, þótt vissulega hafi kommúnistar sýnt mikla óbilgirni líka. Einar horfir með mikilli lotn- ingu til vestur-þýska krataflokks- ins oig prísar hann hástöfum fyrir að hafa komið í veg fyrir að vin- stra megin við hann skytu aðrir flokkar rótum. Það er eins og Einar viti ekki hvaða aðferðum var beitt til að tryggja eininguna. Meðal annars var lögum sem sett voru til að hamla gegn starfsemi nasista beitt gegn kommúnistum og öðrum róttæklingum. Menn sem voru uppvísir að slíkum skoðunum voru settir í atvinnu- bann hjá þýska ríkinu („Berufs- verbot“), og jafnaðarmenn áttu aðild að þessum ofsóknum, auk þess sem þeir sáu um að svæla burtu óæskilegar skoðanir á sínu yfirráðasvæði, verkalýðshreyf- ingunni. Margir róttæklingar reyndu að starfa innan Jafnaðar- mannaflokksins en ef undan voru skildir virtir menningarpáfar á borð við Heinrich Böll, varð þeim ekki vært þar. Þannig var marxismi bannorð innan Jafn- aðarmannaflokksins og marxist- um var bent á að banka upp á hjá hinum einangraða og ofsótta Kommúnistaflokki sem laut for- sjá að austan. Margir róttæklingar létu ekki bjóða sér þessi býti, og í stúd- entauppreisn 7. áratugarins hröktust bæði samtök stúdenta, æskulýðssamtök og fjölmargir einstaklingar út úr Jafnaðar- mannaflokknum. Þeir runnu saman við þá fjölskrúðugu flóru sem fannst á vinstra jaðri stjórnmálanna og var jafnan kennd við utanþingsandóf. Þessir róttæklingar höfðu litla trú á framboðum til þings, enda er kosningakerfi Vestur-Þýskalands svo ólýðræðislegt að þar er tæpast pláss fyrir litla flokka. Þó að Ein- ar Heimisson virðist ekki gera sér grein fyrir því, er hægt að reka pólitíska baráttu án þess að blandaséríþingkosningar. Utan- þingsandófið varð alla tíð fremur einangraður hópur mennta- manna en hafði þó víðtæk áhrif á alla þjóðmálaumræðu, menning- arlíf, skólakerfi, mannréttindi og ótal önnur svið þýska samfélags- ins. Það átti hins vegar undir högg að sækja og jafnframt vax- andi innri vandamál, þar sem meðal annars fóru straumar hryðjuverkastarfsemi, maóisma og annarra öfgafullra kreddna. Upp úr hinum kreddulausari hluta utanþingsandófsins spratt þó meðal annars hreyfing Græn- ingja, hún fékk vissulega bæði fé- laga og stuðningsmenn úr hópi jafnaðarmanna en er hins vegar að meginstofni til vaxin upp úr hreyfingu óflokksbundinna rót- tæklinga. Einar H.eimisson flokkar alla vinstri róttækni undir rómantík og kýs heldur raunsæi jafnaðar- mennskunnar. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að annars konar raunsæi búi oft að baki því að menn hafi skipað sér vinstra megin við jafnaðarmannaflokka. í fyrsta lagi hafa þeir séð að stefna og starf krata hefur ekki höggvið að rótum misréttis í samfélaginu heldur viðhaldið ríkjandi samfélagskerfi. í öðru lagi hefur þeim ekki verið gefið rými til að bera slíka gagnrýni fram innan jafnaðarmanna- flokka. Það hefur því verið ítrasta raunsæi sem hefur hrakið menn út fyrir þessa flokka. Þaðan hafa þeir haldið uppi gagnrýni sinni og oft fengið hljómgrunn fyrir hana. Þegar þessi gagnrýni hefur verið orðin að efnislegu og pólitísku afli í samfélaginu hafa jafnaðar- mannaflokkar stundum tekið hluta hennar inn í stefnu sína eða a. m. k. leyft hana innan vé- banda sinna. Einar Heimisson gerir sig hvað eftir annað sekan um það frum- stæða mat á stjórnmálum að leggja að jöfnu háar atkvæðat- ölur og mikil áhrif. Hvort sem menn beita marxisma eða hafa bara augun opin, sjá þeir í fyrsta lagi að völd í þjóðþingum eru tak- mörkuð af valdi fjármagns og ótal tregðulögmálum. t öðru lagi hafa þjóðfélagsbreytingar sjaldn- ast gerst að frumkvæði þeirra sem völdin hafa, jafnvel þótt þeir kenni sig við jafnaðarmennsku. Það eru iðulega fámennir og valdalausir hópar sem fitja upp á nýmælum, og þegar þeim vex fylgi, taka valdhafarnir hluta þessara nýmæla upp á arma sína til að reyna að ná hinum nýja straumi til sín. Ég er ekki ósammála þeirri niðurstöðu sem Einar hefur kom- ist að í rabbi sínu við Árna Berg- mann, sem sé að félagar A- flokkanna ættu að ræða hugsan- lega sameiningu af fullu raunsæi. Slík sameining getur hins vegar aldrei orðið út frá hinni gömlu reglu jafnaðarmannaflokkanna: þið megið slást í för með okkur ef þið takið undir stefnu okkar í öllu og viðurkennið að þið hafið haft rangt fyrir ykkur. Sameiningin verður að gerast út frá almennri viðurkenningu á því að leiðir bæði krata og komma hafi brugð- ist eða að minnsta kosti gengið sér til húðar og að leita verði að nýjum og róttækum leiðum til að hrinda hugsjónum sósíalismans í framkvæmd. Fleyg eru þau ummæli Willy Brandts að menn sem eru ekki marxistar um tvítugt hafi ekkert hjarta, en þeir sem haldi fast við marxismann um fertugt hafi eng- an heila. Ég leyfi mér enn að vona að á fertugsafmælinu verði ég talinn undantekning frá þess- ari forkrötunarreglu. Hins vegar hefur mér stundum orðið ónota- lega við á síðustu árum að rekast á vaxandi fjölda rúmlega tvítugra manna með svipaðar skoðanir og eftirstríðskratar. Hvernig verða þeir fertugir? KVIKMYNDIR Háðfuglar í gryfju alvörunnar Laugarásbíó: Skálmöld Sænsk, 1988 Leikstjóri: Hans Alfredson Kvikmyndataka Jörgen Persson Aðalhlutverk: Benny Haag, Melinda Kinnaman, Gunnar Eyjólfsson og Lill Lindfors Regnboginn: September Bandarísk, 1988 Leikstjórn og handrit: Woody Allen Kvikmyndataka: Callo Di Palma Aðalhlutverk: Denholm Elliot, Di- anne West, Mia Farrow, Alaine Stritch, Sam Waterson og Jack War- den Stundum villast menn af leið. Jafnvel ratvísustu menn eiga á hættu að láta villuljós blekkja sig og uppgötva það ekki fyrr en þeir eru komnir á einstigi þar sem ekki verður aftur snúið. Þannig virðist hafa farið fyrir þeim Woo- dy Allen og Hasse Alfreðssyni. Þessir tveir meistarar háðsins hafa fallið í þá gryfju að sleppa því sem hefur aðgreint þá frá meðaljónunum í kvikmyndaiðn- aðinum, næmu auga fyrir háði og óvæntum uppákomum, og nýj- ustu kvikmyndir þeirra beggja því ekki nema skugginn af því sern þeir hafa gert áður; háalvar- legar, ódramatískar og í stuttu máli sagt: leiðinleg og innantóm en snotur myndskeið af fólki sem skiptir okkur ekki nokkru máli. Snúum okkur fyrst að kvik- myndinni Skálmöld eftir sænska háðfuglinn Hasse Alfreðsson. Hasse byrjaði sinn feril sem rev- íuhöfundur og leikari með félaga sínum Tage Daníelssyni, sem nú er látinn. Þeir gerðu nokkrar laufléttar kvikmyndir í samein- ingu sem gengu látlaust í áraraðir í sænskum kvikmyndahúsum. Síðan skildi leiðir, að hluta til, og Hasse fór að gera kvikmyndir með dýpri undirtón en þeir fé- lagar höfðu gert áður. Þrátt fyrir það var ætíð stutt í hið broslega og vegur hans jókst enn. í kvik- myndinni Einfaldi morðinginn tókst honum snilldarlega að sam- eina þetta tvennt. Skálmöld er hinsvegar alvaran uppmáluð. Ungur aðalsmaður í leit að sínum betri helmingi, tví- burabróður sínum, í Svíþjóð mið- alda. Hann lendir í slagtogi við ofsóttan Sígaunahóp og fellur fyrir dóttur höfðingjans sem bróðir hans hafði áður heitbund- ist. Faðir bræðranna lætur svo slátra hópnum en pilturinn drep- ur föður sinn og hittir tvíbura- bróður sinni sem hefur verið skotinn af sígaunafélaga þeirra sem komst undan fjöldamorðinu. Því miður tekst ekki að magna neina spennu í myndinni og eins- og áður sagði þá vantar algjör- lega það krydd sem fram til þessa hefur verið aðalsmcrki Hasse Al- freðssonar, háðið. Þá reynir lítið sem ekkert á leikarana og þótt hann hafi fengið til liðs við sig hverja stórstjörnuna á fætur ann- arri þá er hlutur þeirra svo til eng- inn. Sem dæmi má nefna að Gösta Ekman og Stellan Skars- gárd eru í algjörum aukahlut- verkum, hlutur Lill Lindfors ívið stærri og sömu sögu er að segja um Gunnar Eyjólfsson í hlut- verki sígaunahöfðingjans. Hlu- tverkið býður ekki upp á neinn stjörnuleik en Gunnar skilar sínu ágætlega einsog aðrir sem taldir hafa verið upp. En unglingarnir í aðalhlutverkunum þau Benny Haag og Melinda Kinnaman eru bæði óttalega dauf í dálkinn og því lætur ástarævintýri þeirra áhorfandann ósnortinn. í stuttu máli sagt virðist Hasse Alfreðsson hafa villst í hinum æg- ifagra skógi sem myndar umgjörð um kvikmyndina og því ekki séð trén fyrir skóginum. Woody All- en villist hinsvegar innandyra í Bandaríkjum nútímans. Allen hefur löngum viður- Hasse Alfreðsson við upptöku Skálmaldar. kennt veikleika sinn fyrir Ingmar Bergman og í September reynir hann að feta í fótspor meistarans en því miður vantar þann þunga og þá djúpu sálarsýn sem Ber- gman býr yfir til þess að Sept- ember nái því risi sem slík sál- greining þarfnast til þess að snerta við áhorfandanum. Myndin gerist heima hjá ungri stúlku sem er í sálarkreppu. Hún er ástfangin af leigjandanum, ungum rithöfundi sem leigir garðhýsið hennar. Hann er ástfanginn af bestu vinkonu stúlkunnar. Sú er gift og þó svo að hún hrífist af rithöfundinum getur hún ekki sagt skilið við fort- íð sína. Fullorðinn prófessor er nágranni stúlkunnar og hann elskar hana. Móðir stúlkunnar er í heimsókn með sambýlismanni sínum. Hún elskar bara sjálfa sig og þótt undarlegt sé þá er hún eina manneskjan á tjaldinu sem áhorfandinn fær einhverja með- aumkun með, þrátt fyrir að hún hafi fengið dóttur sína til þess að játa á sig morð og dóttirin hafi aldrei beðið þess bætur. Allt rennur mjög fagmannlega áfram í hægagangi að vísu en handritið er mjög lipurlega samið og kvikmyndataka góð. Það sem vantar er einfaldlega að persón- urnar eru alls ekki nógu spenn- andi til þess að áhorfandinn nenni að setja sig inn í vandamál þeirra í eina og hálfa klukku- stund, nema kannski móðurinn- ar, enda hefur rithöfundurinn í myndinni uppgötvað að þar kunni að vera gott söguefni. Leikur er góður enda úrvals- leikarar í hverju hlutverki. Líf- legastur er þó leikur Elaine Stritch í hlutverki móðurinnar. Þetta er svosem ekki í fyrsta skiptið sem Woody Allen tekur sjálfan sig of hátíðlega og næsta víst að hann á eftir að rífa sig upp úr þessari gröf einsog hann gerði eftir kvikmyndina Interiors því í kjölfar hennar komu meistara- stykki einsog Hanna og systur hennar, Purple rose of Cairo og Radio Days. Og ekki er að efa að Hasse á aftur eftir að finna sjálfan sig eftir að hafa villst í miðalda- skóginum sænska. -Sáf Föstudagur 24. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 29

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.