Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 20
Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON BARNAKOMPAN Ingi á Bæ Þjóðsaga Ingi á Bæ átti þrjár myllur og gat kallað á skrattann í einni, guð í annarri og dauðann í þeirri þriðju. Einn vondan veðurdag kom maður til Inga og bað um vinnu sem hann fékk. Hann sagði nafn sitt og var það Ýmir. Hann var stór og vel vaxinn, rauðleitur (eins og indjáni) með brún stingandi augu og vann vel. Þrem dögum síðar kom maður að nafni Pétur og bað um vinnu. Hann var Ijóshærður, hvítur á hörund, stór og stæðilegur. Inga leist vel á hann og veitti honum vinnu. Sex dögum seinna kom annar skolhærður með grá augu og hrörlegur útlits. Hann hafði góð meðmæli. Nafn hans var Hrammur. Eitt sinn þegar Ingi lét þá þrjá vinna saman í myllu kölska vann Ýmir lang best en Pétur lá og flatmagaði fyrir framan mylluna og las biblíuna en honum leið ekki vel. Hrammur vann sæmilega en var þreyttur. Næsta dag lét Ingi þá vinna í myllu guðs þá vann Pétur langbest en Ýmir lá og blótaði. Hrammur vann en ekki vel. Því næst lét Ingi þá vinna í myllu dauðans. Hrammur vann svo vel að sex menn hefðu varla unnið jafn mikið. Hinir tveir lágu langt frá hvor öðrum og sváfu. Inga fór að gruna að ekki væri allt með felldu. Hann spurði skrattann hvort hann vissi um þá þrjá. Kölski sagði að Ýmir væri útsendari sinn og biður Inga að veita honum góða aðstöðu og besta matinn. Síðan talaði Ingi við guð og spurði um þá þrjá. Guð sagðist hafa sent Pétur til hans til þess að gæta hinnar guðlegu myllu. Nú fór Ingi í myllu dauðans og spurði um Hramm. Dauðinn sagðist hafa sent hann vegna myllunnar sinnar. Ingi greip þá til þess ráðs að láta hvern um sig vinna í sitthverri myllunni. Ýmir vann í myllu dauðans og Hrammur í myllu kölska. Þeir gáfust fljótlega upp og héldu hvor sína leið. Pétur vann í myllu guðs og líkaði vel. Hann var áfram hjá Inga. Ingi eyðilagði síðan hinar myllurnar tvær. Garðar Guðjónsson 11 ára Þetta eru fjölleikahúsmenn í Sirkus. Leópold 5 ára teiknaði myndina. Föndurfólk. Búöu til gormakarla úr pappír. 1) Brjóttu saman pappírsörk og teiknaðu hálfan mann út frá brotinu. 2) Klipptu manninn út. Klipptu inn í búkinn frá báöum hliðum eins og sýnt er á myndinni. 3) Opnaöu nú brotið og þá getur þú teygt og togaö karlinn aö vild. 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.