Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 11
Viltu kex? „Viltu kex með teinu þínu?“ spurði Örn Ómarsson hina kon- unglegu Söru Ferguson, eða Fergie eins og hún er venjulega kölluð. „Nei takk, ég verð að passa upp á línurnar, sérstaklega þegar allir þessir ljósmyndarar eru nálægir,“ svaraði Fergie að bragði. Örn var í síðustu viku staddur í Lundúnum þar sem hertogaynj- an af York, Sara Ferguson, opn- aði nýja rannsóknastofu sem sér- hæfir sig í erfðagöllum. Erni var boðið að vera viðstaddur opnun- ina vegna þess að hann fæddist með ættlægan sjúkdóm, spina bifida eða klofinn hrygg. Fjöl- skylda Arnar er ein örfárra í heiminum sem gengur með þenn- Örn Ómarsson ræðir hér við Fergie, eins og hann „fékk að kalla hana“ en að bakatil stendur móðir Arnar, Helga Jóhannsdótt- ir. Á töflunni sést síðan ættartré fjölskyldu þeirra. Sjúkdómurinn greinist ekki hjá konum en ef þær bera hann eru 50% líkur á að sveinbarn þeirra fái sjúkdóminn. Mynd: Þóm. ■ Nei takk! an sjúkdóm og er hún aðal við- fangsefni rannsóknarstofunnar ytra. Og þar eð Örn er eini lifandi einstaklingur fjölskyldunnar með sjúkdóminn þótti við hæfi að bjóða honum að vera viðstaddur og skoða aðstæður. Að því búnu drakk Örn, ásamt móður sinni, te með Söru Fergu- son. „Við töluðum vel og lengi saman og höfðum bara gaman af,“ sagði Örn í samtali við Nýtit Helgarblað- „Tjallinn hafði að sjálfsögðu skipulagt alla athöfn- ina til hins ýtrasta en það fór út um þúfur þar sem einkasamtal okkar dróst á langinn.“ Tvær sjónvarpsstöðvar í Eng- landi höfðu viðtal við Örn vegna þessa og einnig höfðu blaðamenn nokkurra dagblaða samband við hann. „Fjölmiðlarnir sýndu þessu mikinn áhuga en þó vakti prins- essan mesta athygli þeirra. Þeim þótti td. voða merkilegt að ég skyldi hafa fengið leyfi hennar fyrir því að kalla hana Fergie! Annars var ferðin öll hin skemmtilegasta og ánægjulegt að hugsa til þess að geta kannski orðið að einhverjum noturn," sagði Örn að lokum. Fimmtugur formaður Jón Baldvin varð fimmtugur sl. þriðjudag og bauð Jón alla vel- komna í hóf í Þórskaffi. Margt stórmenna mætti á staðinn til þess að óska afmælisbarninu til hamingju með daginn þótt senni- lega hafi ívið fleiri heilsað upp á Bryndísi þegar hún hélt upp á sömu tímamót á Hótel íslandi. Utanríkisráðherra og Bryndís voru að venju hrókar alls fagnað- ar. Myndir: Jim Smart. Tveir helstu aðstoðarmenn utan- ríkisráðherra, Stefán Friðfinns- son og Ingólfur Margeirsson, ak- hress nýkominn af árshátíð Flug- leiða. Það^vildu allir kyssa Bryndísi og óska\ henni til hamingju með hann'Jón, og þarna rekur fjár- málaráðherra henni rembings- koss. \ Svolítill steinn í maganum „Nei, leikritið fjallar ekki um brestina í Þjóðieikhúsinu heldur fjallar það um mannlega bresti,“ sagði Valgeir Skagfjörð um nýtt leikrit eftir sig, Bresti, sem Þjóðl- eikhúsið frumsýnir á sunnudags- kvöld. Leikstjóri er Pétur Einars- son en leikarar þeir Egill Olafsson og Pálmi Gestsson. „Leikritið fjallar um uppgjör tveggja bræðra þegar þeir fara saman í sumarbústað annars þeirra sem er skotveiðimaður.“ í fréttatilkynningu frá Þjóð- leikhúsinu segir að þetta séu ekki mjúkir menn. „Það má nú deila um mýktina í karakterunum. Ætli þeir búi ekki yfir öllum skalanum uppúr og niðrúr. í sumarbústaðnum koma hlutir úr fortíð þeirra upp á yfir- borðið sem hefðu betur verið faldir áfram. Þetta leiðir til upp- gjörs þeirra á milli, hálfgerðs ein- vígis, eða skylminga sem standa yfir í eina og hálfa klukkustund." Er mikið um vopnaskak? „Þeir bregða á leik með skot- vopn, enda skotvopn í sumarbú- staðnum.“ Er þetta spennuleikrit? „Já, það má segja það.“ Nú ert þú, auk þess að vera leikritahöfundur, leikari og hefur einnig leikstýrt verkum. Hvarflaði ekki að þér að leikstýra sjálfur Brestum og leika annan bróðurinn? „Maður getur ekki verið alls- staðar. Auðvitað hvarflaði slíkt að mér en þetta er fyrsta leikritið eftir mig sem fer á fjalir Þjóðleik- hússins og það er spennandi að fá aðra til að vinna verkið áfram, og fá fleiri sjónarhorn á það. Það kom líka í ljós við vinnuna, fyrst með dramatúrg leikhússins, svo með leikstjóra áður en farið var að æfa leikritið og að lokum frá leikurunum að hægt er að taka marga póla í hæðina og túlka leikritið á ýmsan hátt. Allir höfðu sitt fram að færa til þess að búa leikritið í þann búning sem það er í nú.“ Auk þess að semja þá leikurðu og leikstýrir og ert einnig fram- Flugfæóing Júmbóþota f rá f ranska flugfé- laginu Air France varð að snúa við eftir að hafa lagt af stað til Karabísku eyjanna. Ástæðan var sú að kona ein varð léttari um borð. Sem beturfer var læknir um borð sem tók á móti barninu. Barnið var við bestu heilsu og vó bærilegur við lagasmíðar og hljóðfæraleik og tókst þátt í Euro- vision í fyrra. Tekurðu eitthvert af þessum hlutverkum fram yfir annað? „Það er erfitt að gera upp á milli þessara hluta. Chaplin gerði allt þetta. Hann samdi handrit og tónlist, leikstýrði og lék. Ein- hverntímann væri gaman að prófa það. Nei, ég tek ekkert eitt af þessu fram yfir annað, þetta eru allt samhangandi listgreinar sem sameinast í leikhúsinu.“ Hvernig líður þér svona rétt fyrir frumsýningu? „Það er svolítill steinn í magan- um. Gagnrýnendur geta ef þeir vilja slátrað manni á einu bretti. Maður er því spenntur." -Sáf um tvö kíló. Samkvæmtfyrstu fréttum af atburðinum á flugfé- lagið að hafa heitið barninu því að það fengi að fljúga það sem eftir væri ókeypis á vegum þess. Nú hef ur sú f rétt verið borin til baka en hinsvegar mun flugfé- lagið ekki hafa krafist greiðslu fyrir þennan óvænta laumufar- þega. FLÖSKUSKEYTI Föstudagur 24. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.