Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 6
Fimm dagar í B-daginn
Bjór er ekki gosdrykkur. 6 tegundir verða til sölu hjá ÁTVR til að byrja með. 3 innlendar
og 3 erlendar. Verð frá 87 til 120 krónur.
Bjórneyslaþungaðra kvenna getur haft í för með sér skemmdir á miðtaugakerfi fósturs
Tímamót verða í áfengisneyslu
Islendinga um næstu mánaða-
mót, eftir fimm daga, þegar hægt
verður að kaupa áfengt öl í versl-
unum ATVR og á þeim veitinga-
og matsölustöðum sem hafa leyfi
til að selja áfenga drykki. í gegn-
um tíðina hafa skoðanir lands-
manna verið mjög skiptar í af-
stöðunni til bjórsins. Andstæð-
ingar hans hafa fundið honum allt
til foráttu og haldið þvi fram að
með honum muni drykkjuskapur
aukast með tilheyrandi áfengis-
vandamálum sem þykja næg
fyrir. Stuðningsmenn hans hafa
hinsvegar ekki látið sitt eftir
liggja og hafa sagt að með tilkomu
bjórsins muni drykkjuvenjur Is-
lendinga breytast til batnaðar.
Hér verður engin afstaða tekin til
þessara sjónarmiða en hitt er
staðreynd að meirihluti Alþingis
hefur samþykkt bjórinn og núna
er hann að koma hvort sem
mönnum líkar það betur eða
verr. Síðan verður reynslan að
skera úr um hverjar afleiðingarn-
ar verða.
Engu að síður eru menn þegar
farnir að spá í spilin og sýnist sitt
hverjum. Til eru þeir sem eru
hræddir um að íslendingar leggist
í almennt bjórfyllerí en aðrir
halda því fram að tilkoma bjórs-
ins sé ekki sú nýjung sem sumir
vilja vera láta þar sem hér hafi
verið hægt að kaupa bjór ef vilji
hafi verið fyrir hendi.
Af hálfu lögreglunnar óttast
menn að ölvunarakstur muni fær-
ast í vöxt en vilja þó engu spá
hversu mikið en vona þó að svo
verði ekki. Umferðarráð er með
ýmis forvarnarverkefni á döfinni
og svo hafa félagar úr SÁÁ verið
á ferð og flugi um landið til að
upplýsa menn um skaðsemi
bjórsins.
Veitingamenn eru með upp-
brettar ermar í að gera allt klárt
fyrir miðvikudaginn og hugsa sér
gott til glóðarinnar og ekki stend-
ur á fjölmiðlum að kynda undir
tilhlökkun almennings og þykir
mörgum nóg um.
En hvernig sem allt fer er því
ekki að neita að mikil spenna er
hjá mörgum, enda skiljanlegt í
ljósi þess að hér hefur almenningi
ekki gefist kostur á að verða sér
úti um bjór eins og annað áfengi
frá því 1915.
e Ekki allir viö
sama borö
Þrátt fyrir að rúmt ár sé liðið
frá því meirihluti Alþingis sam-
þykkti bjórinn og undirbúnings-
tími ÁTVR hafi verið nægur
munu landsmenn ekki sitja við
sama borð hvað snertir fjölda
þeirra bjórtegunda sem verslanir
ÁTVR hafa fram að bjóða. Á
höfuðborgarsvæðinu og í stærri
verslunum ÁTVR verður hægt
að velja á milli 6 bjórtegunda en á
ýmsum stöðum úti á landi þar
sem húsnæði Áfengisverslunar-
innar er lítið verða viðskiptavin-
irnir að reiða sig á tegundaval úti-
bústjórans.
Að sögn skrifstofustjóra
ÁTVR mun bjór verða kominn í
alla 17 útsölustaði fyrirtækisins á
miðvikudaginn, 3 innlendar og 3
erlendar bjórtegundir. Ekki
verður hægt að kaupa minna í
einu en 6 bjóra eða þá heilan
kassa til að byrja með. Seinna
meir má búast við að hægt verði
að velja á milli fleiri tegunda en
hverjar þær verða hefur hinsveg-
ar engin ákvörðun enn verið
tekin.
Verö frá 87 til
120 krónur
Eins og kunnugt er hefur
fjármálaráðuneytið tekið upp þá
nýbreytni í verðlagsmálum
áfengra drykkja að hafa þá
veikari ódýrari en sterk vín dýr-
ari. Bjórandstæðingar höfðu
vonast eftir að fjármálaráðuneyt-
ið myndi hafa bjórinn sem dýrast-
an en sú von hvarf með hinni nýju
stefnu ráðuneytisins. Þess í stað
lækkaði ráðuneytið verðið frá því
sem ákveðið var í fyrstu og mun
hann kosta frá 87 til 120 krónur út
úr verslunum ÁTVR en að sjálf-
sögðu mun dýrari þegar hann er
keyptur á vínveitingastað. Skila-
gjald verður 5 krónur.
Samkvæmt þessari ákvörðun
fjármálaráðuneytisins verður
Sanitas pilsner ódýrastur á 87
krónur með 4,6% styrkleika en
Kaiser sá austurríski dýrastur á
120 krónur. Að öðru leyti er
verðlagning hinna bjórtegund-
anna sem almenningi gefst kostur
á að kaupa fyrsta kastið eftirfar-
andi: Dós af Egils-Gull á 100
krónur en flaskan á 95, Sanitas
lageröl kostar 110 krónur en
flaskan 105, dós af Lövenbrau
105 en flaskan 100 krónur. Af
innfluttum bjórtegundum öðrum
en Kaiser kostar Budweiser 105
krónur og Tuborg 112 krónur.
Veitingahúsin
gera klárt
Eins og gefur að skilja er hugur
í veitingamönnum og hyggja
margir þeirra gott til glóðarinnar
einkum á höfuðborgarsvæðinu
þegar bjórinn verður leyfður.
Margir þeirra minnast enn hinna
góðu daga, að eigin sögn, þegar
bjórlíkið var og hét, en þá drukku
menn sterkt áfengi blandað sam-
an með pilsner. Sú sæla var þó
skammvinn og önduðu bindindis-
menn þá léttar.
Þó renna veitingahúsamenn
blint í sjóinn hvað varðar kom-
andi aðsókn og illar tungur fjöl-
yrða að templarar hafi pantað
upp öll borð á krám höfuðborgar-
innar til að koma í veg fyrir hátíð
bjórsinna að einhverju leyti. Það
sem einna mest fer fyrir brjóstið á
veitingamönnum er að þeir fá
ekki að kaupa bjórinn á
heildsöluverði heldur á smásölu-
verði og finnst að gróðinn af sölu
hans verði af þeim sökum ekki
eins mikill. Það gráta víst fáir aðr-
ir en þeir því hagsmunir almenn-
ings eru, að hann verði sem ódýr-
astur því nógri er dýrtíðinni fyrir
að fara.
í dag verður fundur með
veitingahúsamönnum og for-
stjóra ÁTVR um málið en óvíst
er að veitingahúsamönnum verði
að ósk sinni að fá bjórinn á
heildsöluverði. Leyfileg álagning
veitingahúsa er 50% þegar áfengi
er borið frarn í heilum eða hálfum
flöskum og gilda sömu reglur um
bjór og annað áfengi. Sé fram-
reitt í minni skömmtum má
leggja80% áinnkaupsverðið. Að
auki má veitingahúsið leggja á
þjónustugjald sem er algengast
15%. Að síðustu bætist við 25%
söluskattur.
Ég held ég
gangi heim
Að sögn Sigurðar Helgasonar
hjá Umferðarráði fékk ráðið
Valgeir Guðjónsson í lið með sér
til að semja penan áróður gegn
ölvunarakstri sem heitir Ég held
ég gangi heim. Ennfremur hefur
Umferðarráð látið prenta vegg-
spjöld í sama tilgangi sem verða
hengd upp á áberandi stöðum á
veitingahúsum.
Sigurður segir enga launung
vera á því að menn eru hræddir
um afleiðingar bjórsins og þá sér-
staklega hvað varðar tilhneigingu
manna til að vanmeta áhrif hans á
akstursgetu sína. En fyrir þá sem
ekki vita samsvarar ein bjórdós
því að menn hafi drukkið einn
einfaldan af sterku víni. Eftir
helgina mun Umferðarráð kalla
til blaðamannafundar þar sem
forvarnarstarf þess mun verða
nánar kynnt en ráðið vinnur að
því í náinni samvinnu við nefnd
sem stofnuð var til átaks til áfeng-
isvarna.
Þó vekur það athygli að
stjórnvöld hafa ekki séð sóma
sinn í því að úthluta Umferðar-
Lok lok og læs fram á miðviku-
dag.
ráði auka fjármagni til að vinna
að forvarnarstarfi vegna tilkomu
bjórsins. Aðspurður hvort ráðið
yrði ekki að setja til hliðar önnur
verkefni á meðan nýjabrumið
væri á bjórnum sagði Sigurður að
það yrði að velja á milli verkefna
og núna yrði höfuðáherslan lögð
á forvarnarstarf vegna bjórsins.
Sigurður er ekki hrifinn af
bjórumfjöllun fjölmiðla sem
hann segir nánast vera hlægilega
og engu líkara en að þjóðhöfðingi
sé að koma í heimsókn þegar ver-
ið er að lýsa komu bjórgáma til
landsins. Afleiðingin sé að al-
menningur er mun spenntari fyrir
bjórnum en ella og væntingarnar
til hans meiri en góðu hófi gegnir.
Lögreglan í
viðbragðsstöðu
Ómar Smári Ármannsson að-
alvarðstjóri hjá lögreglunni í
Reykjavík sagði að lögreglan
6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. febrúar 1989