Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 14
L Fym hluti dagbókar Tómas R. Einarsson 7/2 [ 60 ár hefur New York haft svipaða stöðu í djassheimin- um og París hafði í myndiist fram yfir miðja öldina - þar er gerjunin mest og þangað streyma þeir sem ætla sér að komast á blað í djasssögunni. Vilji menn þreifa á púlsinum, hlusta á þá sem eftir 5-10 ár munu þeysa á milli evrópskra djasshátíða, liggur leiðin til New York. Það varð að von- um stuttur stans á heimili sax- ófónleikarans Sigurðar Flosa- sonar á Long Island þegar greinarhöfundur kom þangað að loknu flugi. Stefnan var tekin á Bradley’s klúbbinn í Greenwich Village, en það hverfi á Manhattan er gamal- þekkt fyrir listamennsku hvers konar og hýsir flesta djassklúbba borgarinnar. Bradley’s er aflang- ur bar, klæddur dökkum viði og býður upp á mat eins og flestir bandarískir djassstaðir. spilarar 2 eða 3 og helgast það af hæfilegum þrengslum. Saxófónleikarinn þetta kvöld er miðlungi þekktur í djassheiminum, Sonny Fortune heitir hann og lék með Miles Da- vis upp úr 1970 (frægð manna í þessum geira miðast gjarnan við það hvort þeir hafi spilað með Miles og þá hversu lengi). Hvað var þessi maður að gera með Mi- les? spurði ég sérfræðing minn og gestgjafa Sigurð Flosason þegar mér fannst hann renna sér niður hljómbrekkuna um of að hætti feðra sinna og ekki mjög ástríðu- fullt. Tja, það kom í Ijós að þá spilaði hann öðruvísi - núna væri hann kominn heim í hefðbundinn miðjustrauminn. Bassaleikarinn Rufus Reid var greinilega heima- vanari og bar óþægilega mikið af meðspilurum sínum, Sonny og píanistanum Vladimir Shafran- ov, sem var rómantíska týpan í þessum hópi, svarthærður með hrokkið hár og í stfl við þær hug- myndir sem ég hef búið mér til um rússneska listamenn, grann- leitur og hæfilega ofsafenginn. Hann gerði sig mjög vel við svart- an og skínandi flygilinn þótt hann væri kannski kominn skemmst til ljóssins af þeim þremur. 8/2 Þeir staðir í New York þar sem djass er leikinn eru mýmargir og ekki á færi annarra en fagmanna að kunna skil á þeim öllum. Einn þeirra nýrri er Indigo Blues í mið- bæ Manhattaneyju, baðaður bláu ljósi að sjálfsögðu. Þessa viku spilaði þar kvartett saxófónleik- arans Joe Henderson, hann er oft Steve Coleman hefur spilað með Sting eins og fleiri djassmenn, en heldur úti djarfri og frumlegri sveit, The Five Elements. Joe Henderson nefndur á eftir þeim John Colt- rane og Sonny Rollins sem einn af aðalspámönnum síðasta aldar- þriðjungs í saxófónblæstri. Frum- legar línur hans hafa aflað honum margra lærisveina og hann er lausari við klisjur en flestir blás- arar samtímans. Hann viðhefur fáa stæla á sviði, stendur prófess- orslegur og eilítið álútur við hljóðnemann, ólíkur jafnaldra sínum, bassaleikaranum Herbie Lewis, sem var öllu þybbnari og ekki prófessorslegur. Hann tók mikið á í bassaleiknum og gapti mjög af og til í sólóum sínum líkt og hann væri að taka á móti sínu fyrsta barni eða jafnvel fæða það. Þessir tveir eru báðir svartir en hinn helmingur bandsins, píanó- leikarinn John Ballantyne og trymbillihn Billy Drummond voru hvítir piltar, flínkir og efni- iegir. imZZT JAZZ LIVE at the ■ - VILLAGE VANGUARD 9/2 Village Vanguard er þekktasti djassklúbbur í heimi og þar hafa verið teknar upp margar af þekktustu djassplötum s.s. fræg- ustu tríóplötur píanistans Bill Evans, Sonny Rollins at the Van- guard, Homecoming Dexters Gordon, Live at the V.V. með John Coltrane, State of the Ten- or með Joe Henderson og margar margar fleiri. Þessi kjallarasalur rúmar 123 gesti samkvæmt brunamálastjóra New York borgar, loftið er svart, veggirnir grænir, en bekkir rauðir sem og veggtjöld á hljóm- sveitarpalli. Asamt ívið slitnu yfirbragði húsmuna fær þetta mann til að hugsa: já svona eiga djassklúbbar að vera. Myndir af stórmennum þessarar tónlistar- stefnu hanga á veggjum sem og stórvaxin brasshljóðfæri, sousap- hones, sem Sigurður Flosason þýddi sem illkynjaða túbu. Þessa viku var stórsveit trommuleikar- ans Mel Lewis að halda upp á 23 ára afmæli sitt á klúbbnum, hún hefur spilað þar (með nokkrum mannabreytingum að sjálfsögðu) alla mánudaga síðan 1966. Lengi vel var sveitin kennd við kornet- leikarann Thad Jones og fyrr- nefndan Mel. í upphafi var hún aðallega skipuð hljóðfæraleikur- Trommuleikarinn Mel Lewis um sem urðu að vinna sveittir í hljóðverum á daginn, en þar fékk djasseðli þeirra takmarkaða út- rás. í þessu bandi hafa spilað flestir af þekktustu djassmönnum borgarinnar og myndi æra venju- lega blaðalesendur að telja þá upp hér. Fyrsta lagið var All of me, gamalkunnugt danslag í framsækinni útsetningu Thad Jones sem Stórsveit Kópavogs spilaði inn á plötu fyrir örfáum árum. Efnisskráin var valin úr þykkum nótnabunka sem hver og einn hafði fyrir framan sig og gaf færi á breytingum þvf skömmu áður en síðasta lagið skyldi hefj- ast sást á barnum einn af þekkt- ustu píanóleikurum bíhoppsins, Barry Harris. Stjórnandi sveitar- innar var snöggur til og kallaði á hann. Barry Harris settist síðan í píanóstólinn við dúndrandi lófa- klapp og spilaði Just friends af 14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.