Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 12
Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkuróskareftirtilboöum í„Nesj- avallaæð - stýrihús, tengihús og geymaundir- stööur". Verkiö felst í því aö steypa upp og fullgera stýri- hús á Reynivatnsheiði, tengihús og geymaundir- stöður á Reynivatnsheiði og tengihús á Grafar- holti. Stærö húsa er alls um 3000 m3 og helstu magntölur eru: fylling 12000 m3, steypa 930 m3, steypumót 3400 m3. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri aö Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15000 skila- tryggingu. Tilboðin veröa opnuð á sama staö miövikudaginn 15. mars 1989 kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Vegna útfarar Eiríks Briem fyrrverandi framkvæmdastjóra veröur skrifstofa Landsvirkjunar í Reykjavík lok- uð eftir hádegi föstudaginn 24. febrúar. L LANDSVIRKJUN Styrkir til Rannsókna í kvennafræðum í fjárlögum fyrir yfirstandandi ár var einnar miljón- ar eitt hundrað og fjörutíu þúsunda króna - kr. 1.140.000 - fjárveiting færð til Háskóla íslands til rannsókna í kvennafræðum. Áhugahópur um íslenskar kvennarannsóknir auglýsir hér meö, í umboði Háskólans, eftir um- sóknum um styrki til rannsókna í kvennafræðum, en til kvennafræða teljast allar þær rannsóknir sem á einhvern hátt varöa konur, eru unnar á forsendum kvenna og frá þeirra sjónarhóli. Veittir verða launastyrkir fyrir rannsóknir í minnst þrjá mánuöi og skulu þeir miðast viö byrjunarlaun lektors. Þó getur nefndin veitt styrki til skemmri tíma ef sérstaklega stendur á. Ekki verða veittir styrkir til sama verkefnis oftar en tvisvar sinnum. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi sem svarar til meistaraprófs eða kandidatsprófs og/ eða sýnt fram á hæfni sína til rannsóknastarfa með öðru móti. (umsókn skal greina ítarlega frá þeim rannsókn- um sem sótt er um styrk til og fjáröflun til þeirra frá öðrum. Við lok styrktímabils skal styrkþegi senda úthlutunarnefnd framvinduskýrslu. Áhugahópurinn vill vekja athygli á því að hægt er fyrir fólk á ólíkum fræðasviðum að sameinast um rannsóknarverkefni og vill hvetja til samstarfs sem gæti orðið upphaf að röð rita um líf og stöðu íslenskra kvenna frá sjónarhóli mismunandi fræðigreina. Umsóknum skal skila á sérstökum eyðublöðum, sem fást á aðalskrifstofu Háskóla íslands. Umsóknarfrestur er til 15. apríl n. k. Umsóknir sendist til: Áhugahóps um íslenskar kvennarannsóknir b.t. Guðrúnar Ólafsdóttur, dósents Jarðfræðahús Háskóli íslands 101 Reykjavík ÍÞRÓTTIR ÞORFINNUR ÓMARSSON islenska landsliðið náði svo sannarlega að gera betur en menn þorðu að vona. Miklar væntingar eru greinilega af hinu illa. Leikið um gullið ísland burstaði Holland og á möguleika á sigri í B-keppninni. V-Þjóðverjar áfram í B-flokki Það ríkti mikil spenna eftir hinn frækna sigur íslenska lands- liðsins í handknattleik á Hollend- ingum í B-keppninni í gær. Fyrir- staðan var lítil og lauk leiknum með 14 marka sigri íslands, 31- 17. Þar með höfðu íslendingar tryggt sér A-sæti á ný og eygðu möguleika á að leika um gullið i B-keppninni. Úrslitin í leik Svis- slendinga og Rúmena skiptu öllu máli í því tilliti. Ef Rúmenar ynnu með 5 mörkum eða betur næðu þeir hagstæðara markahlutfalli en landinn og því yrði keppni um bronsið fyrirsjáanleg. En sá ótti var með öllu óþarfur. Sviss og Rúmenía skildu jöfn, 16- 16, og því hlutu báðar þjóðirnar 7 stig. Það er einu stigi minna en ísland sem leikur til úrslita gegn Pólverjum, efsta liðinu í hinum milliriðlinum. Sannfærandi sigur Leikurinn gegn Hollandi var mjög erfíður fyrir íslenska liðið þar sem ekki var vitað með vissu að hverju var stefnt. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um að 14 marka sigur er mjög örugg- ur og sannfærandi sigur en þar sem Rúmenar höfðu níu marka „forskot" á ísland var ekki víst að það dugði til að ná efsta sætinu í milliriðlinum. Strax frá fyrstu mínútu keyrði íslenska liðið af mikilli hörku og skoraði venjulega tvö mörk á meðan það niðurlenska geraði eitt. Þannig var staðan 4-2, 6-3, 8-4, 10-5, 12-6, 14-7 og 16-8 en meiri varð munurinn ekki í fyrri hálfleik en þá var staðan 18-10. Ekki leist undirrituðum á blik- una þegar hollendingum tókst að minnka muninn í 20-13 og þegar síðari hálfleikur var hálfnaður var aðeins sjö marka munur, 21- 14. Á þessum tíma höfðu raörg tækifæri farið forgörðum hjá ís- lenska liðinu og ágæt markvarsla Einars Þorvarðarsonar dugði ekki til þar sem Hollendingar náðu flestum fráköstum. En þá kom Héðinn Gilsson inná og fór hann á kostum ásamt Jakobi Sigurðssyni næstu mínút- urnar. Næstu níu mörk, eða allt þar til staðan var orðin 30-17, voru ýmist skoruð af Héðni eða Jakobi. Héðinn skoraði fimm þeirra en Jakob fjögur og virtist sem Héðinn væri eini leikmaður liðsins sem skorað gæti með lang- skoti og Jakob var sá eini er nýtti hraðaupphlaupin til fullnustu. Kristján Arason skoraði síðan 31. mark íslands sem jafnframt var síðasta mark leiksins. íslend- ingar hefðu jafnvel getað bætt við marki en æsingurinn var orðinn mjög mikill og það gekk því ekki eftir. Enda þótt íslenska liðið hafi gert sig seka um mörg mistök í leiknum er ekki annað hægt en að hrósa því fyrir árangurinn. Takt- ískt, léku þeir þennan leik rétt. Þe. að keyra á fullu allan tímann þar sem fleiri sóknir gefa færi á hám markaskorun. Því fylgir alltaf sú hætta að andstæðingur- inn skori einnig mörg mörk og einnig að sóknarnýtingin verði slök með slíkum hamagangi. Þeg- ar allt er tínt til gekk leikurinn gegn Hollandi vel. Jakob Sigurðsson og Héðinn Gilsson voru án efa bestu men íslenska liðsins að þessu sinni. Héðinn lék að vísu ekki allan leikinn en hann kom inná á mikil- vægu augnabliki og stóð sig vel. Þá varði Einar Þorvarðarson vel og fyrirliðinn, Þorgils Óttar Mathiesen stóð vel fyrir sínu, sér- staklega í fyrri hálfleik en þá lék allt liðið vel. Mörk íslands: Jakob Sigurðsson 8, Þorgils Óttar Mathiesen 6, Héðinn Gilsson 5, Kristján Ara- son 4, Sigurður Sveinsson 3/3, Alfreð Gíslason 2, Valdimar Grímsson 2, Sigurður Gunnars- son 1. Einar Þorvarðarson varði 17/1 skot. Frábær árangur Eftir úrslit gærdagsins er ljóst að V-Þjóðverjar verða áfram B- þjóð og er það merkilegt þar sem þeir hafa átt landslið í allra frem- stu röð undanfarin ár. Flestir spáðu þeim sigri í þessari B- keppni og vafalaust hafa mjög fáir spáð þeim 7.-8. sætinu eins og kom á daginn. Árangur íslands hlýtur því að skoðast sem mjög góður enda gæti hann ekki verið betri en það sem af er. Að leika til úrslita í keppninni er skemmtileg til- breyting frá því markmiði að ná lágmarks árangri. Þá er athyglis- vert að hinar Norðurlandarþjóð- irnar, Danmörk og Noregur, fóru flatt í keppninni. Noregur lenti í botnkeppninni og flyst niður í C- flokk og Danmörk var fjarri því að komast upp í A-flokk og leikur við V-Þjóðverja um 7.-8. sætið. Þungu fargi er létt af landsliðs- mönnum okkar nú þegar B- keppninni lýkur. ísland er aftur komið í hóp bestu handknatt- leiksþjóða heims og „strákarnir okkar“ hljóta æruna á ný. • Svo getur farið að einhverjir leikmenn í hinum harða kjarna landsliðsins leggi skóna og bolt- ann á hiiluna en fyrirliðinn, Þorg- ils Óttar Mathiesen, hefur þegar gefíð út slíka yfirlýsingu. Það mætti þó ætla að þar sem iiðið hefur nú unnið sig á sannfærandi hátt upp í A-grúppu hljóti menn að hafa metnað í að standa sig á meðal þeirra allra bestu í Tékk- óslóvakíu að ári liðnu. ísland varð númer 6 á Ól- ympíuleikunum í Los Angeles og einnig í heimsmeistarakeppninni í Sviss 1986 en leikreyndasta landslið heims hlýtur að eiga möguleika á að vinna til verð- launa ef allir okkar bestu leik- menn verða með. Nýr þjálfari tekur við liðinu með nýjar aðferðir en reynsla okkar manna verður ekki aftur tekin og þótt endurnýjun sé af hinu góða verður hún að gerast í aföngum. Við vonum því að ís- land geti teflt fram sínu sterkasta landsliði á ári komanda. Úrslit Milliriðill 1 (A/B) Pólland-Frakkland............27-24 Spánn-Kúba...................28-20 Danmörk-lsrael...............32-17 Staðan Pólland........5 5 0 0 136-109 10 Spánn..........5 4 0 1 119-106 8 Frakkland......5 3 0 2 113-99 6 Danmörk........5 2 0 3 126-117 4 Kúba.............5 10 4 111-121 2 Israel.........5 0 0 5 88-141 0 Milliriðill 2 (C/D) V-Þýskaland-Búlgaría.............25-13 (sland-Holland...................31-17 Rúmenía-Sviss....................16-16 Staðan Island...........5 4 0 1 114-91 8 Rúmenía..........5 3 1 1 120-102 7 Sviss............5 3 1 1 98-88 7 V-Þýskaland.........5 3 0 2 112-89 6 Búlgaría............5 1 0 4 99-120 2 Holland.............5 0 0 5 95-150 0 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.