Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 30
Hvað á að gera um helgina? Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar Pað sama og um sérhverja helgi, þá legg ég minn skerf til þess að halda heimilinu hreinu. Ég er nefnilega ræstingakarl heimilisins, þvæ gólf og hreinsa teppi, þetta er svona fjögra tíma vinna. Fyrir utan þetta þá ligg ég í bókum og undirbý mig undir sænskutíma á þriðjudögum. eb MYNDLIST Kristján Steingrímur sýnir mál- verk í Nýlistasaf ninu Vatnsstíg, hefst Id. 16.00, opin virka 16-20, helgar 14-20, lýkur 12.3. Edda MaríaGuðbjörnsdóttirsýnir 28 olíumálverk í Hafnarborg Hfirði, hefstföd. 17.00, opin dagl. nema þd 14-19. Málverk e. Jónas Viðar í Gamla Lundi Ak. Hefst Id. 16.00, opin virka 16-22, helgar 14-22. Lýkur 5.3. Grafíksýning I Fjölbrautarskóla Vesturlands Akranesi, 56 verk sem skólinn hefur keypt, þar á meðal 10 verk e. Vigni Jóhannsson. Oþin föd. 16-20.30, ld.,sd. 14-20.30. Ásgerður Búadóttir sýnir í Gallerí Borg níu ofin verk, opið virka 10- 18, helgar 14-18., Iýkur28.2. Þormóður Karlsson, olíaog akríl í Djúpinu Hafnarstræti 15. Opin dagl. 11 -23.30, síðasta sýningarhelgi, Iýkur2.3. Björg Örvar sýnir 14 málverk í Ný- höfn, Hafnarstræti, hefstld., opið virka 10-18, helgar 14-18, lýkur 15.3. „Steinn og stál.“ Grímur M. Steindórsson sýnir í Bókasafni Kópavogs Fannborg 3-5, opið virka 10-21. Id. 11-14. Lýkur 28.2. Dúkristur Guðbjargar Ringsted í Alþýðubankanum Akureyri, lýkur 10.3. Sigurður Örlygsson sýnir í FÍM- salnum, Garðastræti 6, hefst Id. 17.00, opið 13-18 virka, 14-18 helgar, Iýkur14.3. Elsa Rook frá Svíþjóð sýnir í Gallerí List24 akrýlverk.Opiðdagl. 10.30- 18, sd. 14-18. Listasafn Einars Jónssonar, opið Id. sd. 13.30-16. Höggmyndagarð- urinndagl. 11-17. Listasafn íslands. Salur 1: Jón Stefánsson, Jóhannes Kjarval, Gunnlaugur Scheving. Salur2: Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson. Aðrir salir: Ný aðföng. Leiðsögn sd. 15.00. Opið nema mánud. 11-17. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi, 50 verk Sigurjóns, 14- 17um helgar. Mokkav/Skólavörðustíg, Ríkey Ingimundardóttir sýnir um óákv. tíma. Gallerí Gangskör, opið þd.-föd. 12-18, verk gangskörunga til sýnis og sölu. Safn Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti 74, þjóðsagna- og ævintýramyndir Asgríms til febrúar- loka.dagl. 13.10-16nema mánu- og miðvd. SPRON, Álfabakka 14, Breiðholti, verk eftir Sigurð Þóri Sigurðsson, opið virka 9.15-16 nema föstud. 9.15-18. Lýkur31.3. TÓNLIST Tónlistarskólinn í Rvík og Sinfóníu- hljómsveitin: Lokaprófstónleikar í Langholtskirkju Id. 14.30,stj.Tu- omas Pirilá, einleikur, einsöngur: íris Erlingsdóttir(sópran), Katarína Óladóttir (fiðla), Rosemary Kajioka (flauta). Verk e. tónfræðinemana EiríkÁrnaSigtryggsson, Eyþór Arnalds, Hildigunni Rúnarsdóttur, Þorvald B. Þorvaldsson, og e. We- ber, Puccini, Donizetti, Bernstein, Stravinsky. Píanótónl. í Víðistaðakirkju Hfirði sd. 15.00, GuðmundurMagnús- son, Halldór Haraldsson, Jónas Ingimundarson, Þorsteinn Gauti Sigurðsson leika á nýjan flygil (Bö- sendorfer). Gítardúett í Kristskirkju Id. 15.30, Torvald Nilsson og Símon ívarsson leika verke. Vivaldi, Dowland, Sor, Torroba.Albenizo.fi. Einar Kristján Einarsson gítar- leikari í Seyoisfjarðarkirkju föd. 20.30, í Egilsstaðakirkju Id. 17.00, Safnaðarheimili Neskaupstaðar sd. 17.00, verk e. Dowland, Sor, Ponce, Heze o.fl. LEIKLIST Ferðin á heimsenda, nýtt barna- leikrit e. Olgu Guðrúnu Árnadótt- ur, leikstj. Ásdís Skúladóttir, í Iðnó Id. 14..00 (frumsýning)sd. 14.00. Brestir, nýtt leikrit e. Valgeir Skag- fjörð, leikstj. Pétur Einarsson, leikarar Egill Ólafsson, Pálmi Gestsson, á litla sviði Þjlh. sd. 20.30 (frumsýning). Mjallhvít í Leikbrúðulandi Fríkirkju- vegi 11 sd. 15.00. Aðeins sýnt þrjá næstu sd. Hver er hræddur við Virginíu Wolf, LAföd. 20.30, Id. 20.30. Háskaleg kynni, Þjlh. föd., Id. 20.00. Emil í Kattholti hjá LA, sd. 15.00. Óvitar í Þjlh. Id., sd. 14.00. „og mærin fór í dansinn...“ Nem- endaleikhúsinu Lindarbæ, föd. 20.00, síðastasýning. Sjang-Eng í Iðnó ld., föd., sd. 20.00. Sveitasinfónían í Iðnó Id. 20.30. Ævintýri Hoffmanns, Þjlh. föd., sd. 20.00, síðustu sýningar. Koss kóngulóarkonunnar í Al- þýðuleikhúsinu, kjallara Hlaðvarp- ans föd. 20.30, sd. 17.00. Síðustu aukasýningar. Fróði hjá Leikfélagi Kópavogsföd. 17.00, Id. 14.00. HITT OG ÞETTA Pólitíká laugardegi, hádegisfund- ir Þjóðviljans og ABR Id. 11 -14 Hverfisgötu 104 efstu hæð. Gestur spjallfundarins: Svavar Gestsson menntamálaráðherra. MÍR-bíó Vatnsstíg 10 sd. 16.00. „Sveitakennarinn“ frá '47, leikstj. Mark Donskoj, Kennslukona fer frá Pétursborg til Síberíu. Enskurtexti. Ókeypisinn. Félag eldri borgara, opið hús í Tónabæ laugard. frá 13.30, dans- kennsla 14.30-17.30. Opið hús sd. í Goðheimum, Sigtúni 3, spjall, spil og tafl frá 14, dansað 20-23.30. Opið hús í Tónabæ mánud. frá 13.30, félagsvistfrá 14.00. Ath. Gó- ugleði ÍTónabæ 11.3, miðarfástá skrifstofu(s.28812). Laugardagsganga Hana nú, lagt af stað 10.00 frá Digranesvegi 12. Samvera, súrefni, hreyfing. Ferðafélagið. sd. 13.00: Skíðag- anga á Hellisheiði, 600 kr. (frítt undir 15), brottför austanvið Umfmst. Útivist, sd. 13.001) Fimmta land- námsganga, Álfsnes-Saltvík. 2) Skíðaganga á Mosfellsheiði frá Leirvogsvatni. Hvorferð um sig 600 kr. Brottförvestanvið Umfmst, fríttf. börnm.full. Víkingarí Jórvíkog Austurvegi, í Norræna húsinu og Þjóðminja- safni, opin dagl. nema mánud. 11 - 18. Kvikmyndaklúbburinn: Býflugn- abóndinn, grísk-frönsk e. Theo Angelopoulos, Regnboganum Id. 15.00. Aldamótakonur í íslenskri mynd- list, fyrirlestur Hrafnhildar Schram í Hafnarborg Hfirði mánud. 20.30. Opið hús hjá Kvennalistanum á Nýju Vík Laugavegi 20 Id. frá 11, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir tal- ar um hugmyndafræði. Aðalfundur Italsk-íslenska félags- ins í Djúpinu, kjallara Hornsins, sd. 16.30. Magnavaka í Hafnarborg, Hfirði Id. frá 14.00, ýmsir listamenn með fjöl- breytta dagskrá á vegum Málfund- afélagsins Magna til styrktar flygils- kaupum. Sænsk bókakynning í Norræna húsinu Id. 15.00, gestur Ernst Brunner sem les úr verkum sínum og spjallar um sænskar bók- menntir. Spekingahátíð Samfélagsins, fé- lags þjóðfélagsfræðinema í HÍ föd. 20.00 í Garðsbúð Gamla garðs, helguð Jóni Sigurðssyní. Fram- sögumenn Einar Laxness, Matthí- as Johannessen, Ólafur Ragnar Grimssono.fi. Umbi frumsýnir Kristnihald undlr jökli Id. Stjörnubíó, leikstj. Guðný Halldórsdóttir, aðall. Sigurjón Sig- hvatsson, Baldvin Halldórsson. ÍÞRÓTTIR Handbolti. 1 .d.kv. Id. 14.00 Haukar-ÍBV, sd. 13.30 Valur-ÍBV, 2.d.ka. föd. 20.00 UMFN-ÍR, 1 .d. Karfa. Árlegurstjörnuleikur í Kefla- vík. Suðurnes-Landið. Badminton. Unglingameistaramót í TBR-húsum frá 15.30 Id. en 10.00 sd. FJOLMIÐLAR ÞROSTUR HARALDSSON Mjúku málin sækja á Ekki alls fyrir löngu vitnaði ég til samtals þeirra Sigrúnar Stef- ánsdóttur og Indriða G. Þor- steinssonar í Dægurmálaútvarpi Rásar 2. Þar var helsta umræðu- efnið kennsla í fjölmiðlun sem Indriði hefur alltaf verið á móti. Hins vegar lét Sigrún sér þar um munn fara orð sem ég hef verið að velta fyrir mér síðan. Hún sagði eitthvað á þá leið við Indriða að fréttamatið hefði breyst frá því hann var ungur maður að hefja störf við Tímann. Það sem nú teldist frétt væri tölu- vert frábrugðið því sem menn töldu fréttnæmt um og upp úr síðari heimsstyrjöld. Það sem Sigrún var helst að höfða til voru breytt viðhorf til hlutverka kynj- anna. Vissulega er það rétt að fram- sókn kvenna í samfélaginu hefur breytt hugmyndum fólks um það hvað telst til frétta og hvað ekki. Aðalástæðan er sennilega sú að konum hefur farið fjölgandi með- al blaðamanna og þær hafa borið með sér breytt gildismat. Hlutfall kvenna í stéttinni var ekki ýkja hátt lengi framan af. Þegar Blað- amannafélag íslands var endur- reist árið 1934 var aðeins ein kona í félaginu, Þórunn Hafstein á Morgunblaðinu, og hún var eina konan í félaginu fram í stríð og jafnvel lengur. Konur fóru svo að tínast inn í félagið eftir stríð og um miðjan síðasta áratug voru þær um 15% félagsmanna. Enn hefur þeim fjölgað og nú skilst mér að þær séu um það bil þriðj- ungur félagsmanna. Hins vegar hafa konur ekki komist til mikilla metorða innan fjölmiðlaheimsins. Um síðustu áramót tók Silja Aðalsteinsdóttir við starfi ritstjóra Þjóðviljans og reyndist vera fyrsta konan sem gegnir starfi ritstjóra á dagblaði hérlendis. Ástandið hefur verið öllu betra á Ríkisútvarpinu því á fréttastofu útvarps var Margrét Indriðadóttir fréttastjóri um nær tveggja áratuga skeið. Ekki virð- ast nýju ljósvakastöðvarnar ýta mjög undir aukinn hlut kvenna, þó ber að nefna að Sigurveig Jónsdóttir mun vera titluð að- stoðarfréttastjóri Stöðvar 2. Undantekning frá þessu karl- aríki eru tímaritin. Þar eru konur víða í aðalhlutverkum og sums staðar í öllum hlutverkum. Það þótti saga til næsta bæjar á sfnum tíma þegar allir þrír starfsmenn sjómannablaðsins Víkings voru af kvenkyni. Það var nú kannski skemmtileg tilviljun en hitt er víst að kannanir hafa sýnt að konur eru miklu fjölmennari en karlar sem kaupendur tímarita. En hvaða áhrif hefur þessi fjölgun kvenna í stéttinni haft á efni fjölmiðla og það sem lagt var upp með: fréttamatið? Hafa hlut- irnir breyst verulega? Já, því er óhætt að samsinna. Það sem fyrst kemur upp í hug- ann er merkilegt nokk að efni sem áður fyrr var sérstaklega beint til kvenna er nú ekki lengur í afmörkuðum básum. Fyrir 20- 30 árum voru flest blöð með sér- stakar „kvennasíður" þar sem mataruppskriftir, umhirða barna og ráð við blettahreinsunum voru Sigrún Stefánsdóttir hefur vakið athygli á hlut kvenna í íslenskri fjöl- miðlun. uppistaðan. Nú er þetta efni dreift út um allt og það sem meira er: margt af því sem áður þótti hvergi eiga heima nema á þessum kvennasíðum þykir nú eiga fullt erindi inn á helstu fréttasíður. Ég nefni sem dæmi að ýmsir þættir félagslegrar þjónustu komust aldrei á fréttasíður nema ef hægt var að nota þá til að berja á pólit- ískum andstæðingum. Mjúk mál sem svo eru nefnd hafa verið dregin upp úr öskustónni og fá nú að vera með á ballinu eins og hörðu málin karlanna, pólitíkin og peningamálin. Áð sjálfsögðu helst þetta í hendur við þjóðfélagsþróunina. Bara sú staðreynd að karlkyns blaðamenn nútímans taka meiri þátt í umönnun barna sinna en kynbræður okkar gerðu áður hef- ur breytt viðhorfi okkar, víkkað sjóndeildarhringinn. Sumir streitast þó á móti eins og við- mælandi Sigrúnar í þættinum margnefnda sýndi og sannaði. Ég held að þessi þróun eigi eftir að halda áfram rétt eins og þjóð- félagsþróunin heldur áfram að brjóta niður þá múra sem hafa aðskilið starfssvið karla og kvenna. Og auðvitað á það að vera þannig að fjölmiðlarnir sinni öllum okkar áhuga- og hagsmunamálum. Mjúku málin snerta okkur öll þótt sumir vilji ekki kannast við það eða telji þau ekki eiga erindi í fjölmiðla. 30 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.