Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 7
 Vonandi ganga íslendingar hægt um gleðinnar dyr á miðvikudaginn þegar nýju bjórlögin ganga í gildi sem og í næstu framtíð og kunni sér hóf í neyslu bjórs. Mynd: Jim Smart. mundi hafa vakandi auga með allri umferð þegar bjórinn kemur en að öðru leyti yrði ekki um neina stökkbreytingu að ræða í forvarnarstarfi hennar frá því sem nú er. Hinsvegar verða breytingar í töku blóðsýna af þeim öku- mönnum sem teknar yrðu vegna gruns um ölvun við akstur. Þær eru í því fólgnar að læknir mun verða til taks á lögreglustöðinni við Hverfisgötu til að taka blóð- sýni í stað þess sem verið hefur að fara með hinn grunaða á Slysa- varðstofuna Við þessa breytingu verða öll vinnubrögð við töku blóðsýna mun skilvirkari en áður. Að öðru leyti sagði Ómar Smári að erfitt væri að spá nokkru um þær afleiðingar sem bjórinn mun hafa á framferði al- mennings og akstur ökumanna. Til þess væru óvissuþættirnir í þessum efnum of margir. En í þessu mál sem og í öðrum yrði lögreglan vakandi fyrir öllum breytingum og mundi bregðast við þeim eftir aðstæðum hverju sinni. Áhrif bjórdrykkju á fóstur Ólafur Ólafsson landlæknir hefur óskað eftir því við heilbrigðisráðherra að varúðar- miðar verði settir á bjórinn þar sem varað væri við skaðsemi hans. Landlæknir segir það sann- að mál að áfengisdrykkja í litlum mæli eins og bjórneysla hafi skaðleg áhrif á miðtaugakerfi fósturs. Afleiðingin væri að við- komandi barn yrði minna, óró- legra og ætti erfitt uppdráttar í skóla og einnig yrði einbeiting þess minni en annarra. Landlæknir sagði það vissu sína að rikjandi áfengistíska væri undirrót vímuefnavandans og með tilkomu bjórsins mundi það ekki minnka nema síður væri. Þá sagðist Ólafur ekki vita annað en að rotvarnarefni væru í bjórnum og eitthvað af næringarefnum væri einnig að finna í honum. Mun draga úr bjórsmygli? Margir velta því fyrir sér hvort tilkoma bjórsins muni leiða til þess að bjórsmygl muni leggjast af þegar almenningur getur keypt sér bjór á heiðarlegan hátt í versl- unum ÁTVR. Kristinn Ólafsson tollgæslustjóri sagði að embættið hefði enga opinbera skoðun á því en persónulega héldi hann að það mundi minnka í ljósi þess hve hagnaðarvonin yrði minni fyrir vikið hjá þeim sem það stunda. Á síðasta ári gerði Tollgæslan upp- tæka 39.642 bjóra, 19.091 árið 1987 en hvorki fleiri né færri en 54.971 árið 1986. Stærsti einstaki farmurinn sem Tollurinn hefur komist höndum yfir af bjór í einu var þegar heill gámur sem átti að vera tómur reyndist vera fullur af bjór. í honum voru 24.440 bjórar sem er mun meira en allt það sem Tollgæslan gerði upptækt 1987. Bjór er ekki gosdrykkur Nýlega samþykkti bæjarstjórn Siglufjarðar með öllum greiddum atkvæðum tillögu sem ísak Ólafs- son bæjarstjóri flutti þar sem bjórneysla er bönnuð á vinnu- stöðum bæjarins. Þá var enn- fremur samþykktur sérstakur viðauki við tillöguna þess efnis að skora á önnur fyrirtæki í bænum að gera hið sama. Að sögn bæjarstjórans var til- lagan flutt til að taka af öll tví- mæli um að bjórinn væri áfengi en ekki gosdrykkur. Þessi sam- þykkt bæjarstjórnar Siglufjarðar er hin fyrsta svo vitað sé sem er gerð til þess að sporna við bjór- drykkju í vinnutímum. Þegar síð- ast fréttist var búið að hengja samþykkt bæjarstjórnarinnar á áberandi staði á vinnustöðum bæjarins sem og hjá öðrum fyrir- tækjum á Siglufirði. Sitt sýnist hverjum En hvað sem öllu líður er bjór- inn á næsta leiti og ekki að ófyrir- synju að svolítill spenningur sé kominn í þorra almennings sem ekki hefur haft aðgang að honum nema í ferðum sínum erlendis og við brottför og heimkomu í Frí- höfninni á Keflavíkurflugvelli. Eins og gefur að skilja hrýs mörgum hugur við þessari viðbót sem bjórinn óneitanlega er við það áfengi sem er fyrir á boðstól- um hjá ATVR. Þeir svartsýnustu sjá skrattann í hverju horni og búast við hinu versta, en aðrir taka komu bjórsins með stóískri ró og vilja bíða með alla dóma fyrr en einhver reynsla er komin á neyslu hans. -grh Föstudagur 24. febrúar 1989 N T HELGARBLAÐ - SÍÐA 7 Bjór til annars en drykkjar Getum við gert eitthvað annað við bjórinn en að drekka hann? Svokallaðar gúmmíplöntur, sem hafðar eru til skrauts á nær hverju heimili öðlast sældarlíf og fagran gljáa séu þær baðaðar upp úr bjór svona einu sinni til tvisvar á ári. Bjórinn er einnig þarfaþing í nautgriparækt, sé hann nýttur sem fóðurblanda, en síkt tíðkast í Japan við holdanautaeldi. Vöðvar nautgripanna verða þá sætir og stinnir og með tilheyrandi svæðanuddi verður kjötið kröftugt, meirt og safaríkt. Danir nota til að mynda bjór í brauðsúpuna í stað maltölsins hér hjá okkur, enda kalla þeir hana Öllebröd. Bjór hefur einnig verið nýttur talsvert til baksturs og hefur hann góð áhrif á gerjun brauðsins. í tilefni af komu mjaðarins, birtir Helgarblaðið tvær uppskriftir þar sem bjórinn gegnir nokkru hlutverki, annars vegar að bjórbrauði og hins vegar kartöflurétti. Bjórbrauð f brauðið þarf eftirfarandi: 50 gr pressuger 3.5 dl bjór 1.5 dl mjólk 0,5 dl matarolíu 0,5 dl síróp 1 tsk salt 1 tsk blandað brauðkrydd 6 dl rúgmjúl 6 dl heilhveiti 2-3 dl hveiti Byrjið á því að velgja bjórinn og mjólkina þannig að þau nái 37 gráðum eða þannig að óhætt sé að stinga fingri oní án þess að brenna sig. Brytjið síðan gerið niður í skál og hrærið helming- num af vökvanum útí, þess ber að gæta að hræra ekki of kröftug- lega. Hellið síðan hveitiblönd- unni, þ.e.a.s. hveitinu og krydd- inu útí, og hrærið varlega með afgangi vökvans þangað til mas- sinn losnar frá skálinni og klessist hvergi við. Að þessu loknu þarf brauðið að gerjast, ber því að breiða yfir það hreint viskus- tykki, og bíða átekta í 40 mín. Að því loknu á að hnoða deigið vel og koma því í tilheyrandi form á plötu og láta það síðan gerjast aftur í 30 mín. Brauðin bakast best í neðri hluta ofnsins við 175 gráðu hita í u.þ.b. 45 mínútur. Penslið síðan brauðin er þau koma úr ofninum og látið þau kólna undir stykki. Kartöflugratín meö bjór Uppskriftin er ætluð 2-3 fullorðn- um. Þetta þarf: 500 gr hráskrældar kartöflur 125 gr beikon 1 dl rjómi 1,5 dl Ijós bjór 1 699 salt og pipar 1 -2 dl rifinn ost Steikið fyrst beikonið lítillega og skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar. Smyrjið ofnskúffu og raðið kartöflusneiðunum í hana í lögum, þannig að beikonið blandist vel milli laga. Kryddið með salti og pipar og leggið síðan beikonsneiðar efst og stráið osti yfir. Þeytið síðan saman rjómanum, egginu og bjórnum og hellið blöndunni yfir kartöflurnar. Réttinn á að baka í ofni við 225 gráðu hita í 30-40 mínútur. eb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.