Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 5
"Andstaða í Framsóknarflokki og innan ASÍ. Andstaðan innan verkalýðshreyfingarinnar fer þó rénandi. Nú reynir á úrtöluhæfileika og rökfimi höfunda húsbréfakerfisins Húsnæðiskerfið er enn einu- sinni í brennideplinum og einsog fyrri daginn eru m'enn ó- sammála um það hvað gera beri. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hefur boðað að hún muni á næstunni leggja fram nýtt frumvarp um Húsnæðis- stofnun þar sem helsta bt'eytingin verður sú að upp verður tekið húsbréfakerfi svokallað til hliðar við hin almennu húsnæðislán. Ljóst er að andstaða er við þetta frumvarp m.a. í Framsóknar- flokki og einnig innan ASI enda eru þetta þeir aðilar sem komu á því umdeilda kerfi sem nú ríkir í húsnæðismálunum. Það var í maí í fyrra að Jóhanna skipaði nefnd til þess að ganga frá tillögum um nýja tilhögun í hús- næðislánakerfinu. í nefndina voru skipaðir þeir Kjartan Jó- hannsson alþingismaður, sem er formaður nefndarinnar. Aðrir í nefndinni voru þeir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Gunnar J. Friðriksson, en Ólafur Davíðs- son hefur leyst hann af í nefnd- inni sem fulltrúi VSÍ, Júlíus Sólnes, Kristín Ástgeirsdóttir, María E. Ingvadóttir, Steingrím- ur J. Sigfússon og Þráinn Valdi - marsson, en Guðmundur G. Guö- mundsson hefur setið í nefndinni fyrir Þráin sem fulltrúi Fram- sóknarflokksins. f desember skiiaði nefndin svo af sér frumvarpinu til félagsmála- ráðherra. Þeir Ásmundur Stef- ánsson og Guðmundur G. Guð- mundsson skiluðu séráliti þar sem þeir finna hinu nýja kerfi ým- islegt til foráttu en aðrir nefndar- menn skrifuðu undir tillögu nefndarinnar með bókunum utan þeir Kjartan Jóhannsson og Ólafur Davíðsson sem sáu ekki ástæðu til þess að láta bóka neitt sérstaklega. Húsbréf Húsbréfakerfið gengur í stuttu máli út á það að í stað þess að kaupendur á notuðum íbúðum fái lán úr byggingarsjóði ríkisins þá munu seljendur skrifa upp á húsbréf, allt að 65% af matsverði íbúðarinnar sem seld verður. Ríkið gengur svo í ábyrgð fyrir þessi bréf með milligöngu Hús- næðisstofnunar og seljandi getur notað þau áfram í fasteignavið- skiptum eða leyst þau út með því að selja þau á frjálsum markaði, þá líklega með einhverjum afföll- um. Húsbréfin munu fylgja mark- aðsvöxtum og vera til 25 ára. Gagnrýnendur húsbréfakerfisins segja að þessi stytting afborgun- artímans þýði 26% aukningu greiðslubyrði þar sem lán úr byggingarsjóði ríkisins eru greidd upp á 38 árum. Hinir benda á að engin ástæða sé til þess að lána fólki sem er að stækka við sig, og vantar eitthvert viðbótarfjírmagn til að brúa bil- ið, til lengri tíma en 25 ára. Tímaskekkja? Einsog fyrr sagði þá virðast það fyrst og fremst vera þeir sem komu á núverandi húsnæðiskerfi sem gagnrýna húsbréfakerfið. Þeir smundur Stefánsson, forseti ASÍ og Alexander Stefánsson, forveri Jóhönnu í félagsmálaráð- herrastólnum telja að núverandi kerfi hafi alls ekki fengið að sanna sig og benda á að þegar lögin voru samþykkt var gengið út frá því að kerfið fengi fimm ára aðlögunartíma. Nú eru rúm tvö ár Iiðin frá því að kerfið tók gildi og benti Alexander á í samtali við Nýja Helgarblaðið að umsóknum hefði fækkað mikið, þær væru nú um 200 á mánuði í stað 4-500 að meðaltali í fyrra. „Við skrifum alls ekki upp á það að kerfið sé siglt í strand. Það má lagfæra það og draga úr lán- um til þeirra sem hafa enga þörf fyrir lán. Nú vil ég ekki loka neinum dyrum á húsbréfakerfið. Á flokksþingi Framsóknar- flokksins var samþykkt að við- halda því kerfi sem nú er við lýði og við teljum okkur bundna af því samkomulagi sem gert var við aðila vinnumarkaðarins og við lífeyrissjóðina. Persónulega tel ég það tíma- skekkju, miðað við ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar í dag, og tel stórhættulegt að setja svona lítt grundað kerfi inn á markaðinn. Ég vil samt taka fram að Framsóknarflokkurinn hefur ekki lokað neinum dyrum í þessu máli og við erum tilbúnir að kanna það hvort ástæða sé til þess að fara í eina kollsteypuna enn í húsnæðismálunum." Alexander gagnrýndi það að Húsnæðisstofnun var ekki höfð með í ráðum við að móta þetta frumvarp og að enginn fulltrúi hennar var í nefndinni. „Það kom okkur mjög í opna skjöldu að þetta mál hefur ekkert verið lagt fyrir Húsnæðissstofnun, einsog henni komi ekkert við hvernig kerfinu verður breytt. Ég tel að ráðherra beri skylda til að hafa samband við Húsnæðisstofnun í svona stórum breytingum.“ Þá fannst Alexander það mjög ódýr pólitík hjá Jóhönnu að setja ráðherrastól sinn að veði fyrir þetta kerfi. „Hvaða gagn er í ráð- herrum sem ekki geta samið sig í gegnum mál?“ Vaxtamálin Nú er það svo að frumvarpið í þeirri gerð sem það er í dag er einskonar málamiðlun en ekki jafn róttæk breyting og upphaf- lega var ætlunin að koma á. Sam- kvæmt fyrstu tillögum þá áttu húsbréfin alfarið að leysa af nú- verandi kerfi á almenna markað- inum. Slíkt hefði Alþýðubanda- lagið aldrei getað skrifað upp á en Steingrímur J. Sigfússon skrifar upp á nefndarálitið með vissum fyrirvörum. í bókuninni segir hann að hann hafi ákveðnar efa- semdir um að aðstæður á íslensk- um peningamarkaði nú um stundir geri kleift að umtalsverð húsbréfamiðlun gangi fyrir sig með eðlilegum hætti. Þá segir hann að í stuðningi við að í stað húsnæðisbóta og vaxtaafsláttar komi kerfi tekju- og eigna- tengdra vaxtabóta felist ekki stuðningur við að vextir af lánum úr Byggingarsjóði ríkisins skuli fylgja markaðsvöxtum, en í frum- varpinu er það skilyrt, enda telja menn hæpið að hægt sé að vera með tvennslags vexti á húsnæðis- lánum, annarsvegar niður- greidda vexti á lánum úr Bygg- ingarsjóðinum og hinsvegar markaðsvexti á húsbréfunum, það yrði til þess að húsbréfin myndu ekki seljast. Þá segir Steingrímur að í til- lögum nefndarinnar sé ekki á neinn hátt tekið á vanda lands- byggðarinnar í húsnæðismálum. Afturhvarf? Þeir Ásmundur Stefánsson og Guðmundur G. Guðmundsson skiluðu sameiginlegu séráliti þar sem þeir m.a. telja að húsbréfa- kerfið muni hækka íbúðaverð. Þeir telja húsbréfaviðskiptin vera afturhvarf og frumstæðari við- skiptamáta á fasteignamarkaði en lán á ákveðnum vöxtum og benda á að verðbréfamarkaður- inn hér sé vanþróaður og því „nær víst að verulegt framboð húsbréfa muni lækka verð þeirra vegna mikiila affalla og á þann hátt hækka fjármagnskostnað af húsnæði. Þ.e. þetta leiddi til stór- hækkaðra raunvaxta.“ í sérálitinu er vísað til ályktun- ar þings ASÍ þar sem varað er við hugmyndum um húsbréf. Hús- bréfahugmyndin mun hafa kom- ið til umræðu á síðasta mið- stjórnarfundi VMSÍ og þar voru menn tilbúnir að skoða þá hug- mynd áfram. Fastlega er búist við því að miðstjórn muni fjalla aftur um málið á næsta fundi sínum og samkvæmt heimildum Nýja Helgarblaðsins er allt eins búist við því að stuðningi verði lýst við frumvarpið. Vaxtabætur Auk húsbréfanna er megin- breytingin samkvæmt frumvarp- inu sú að í stað niðurgreiðslna á vöxtum og húsnæðisbóta fyrir þá sem eru að kaupa í fyrsta sinn verður komið á vaxtabótum í gegnum skattakerfið sem taka til- lit til tekna og eigna. Þannig séð á sú kerfisbreyting að vera í jafnað- arátt. Þótt þeir Ásmundur og Guð- mundur G. séu sammála um að húsbréfakerfið eigi ekki rétt á sér skila þeir sínhvoru álitinu um vaxtabæturnar. Guðmundur er sammála þeim en Ásmundur andvígur. Hann telur að jafnvel þótt vaxtabætur geti verið réttlát- ari að formi til en húsnæðisaf- sláttur þá sé þó ekki víst að svo verði um framkvæmdina og ótt- ast hann að þær rýrni með tíman- um því ómögulegt sé fyrir al- menning að hafa heildaryfirsýn með þeim einsog nú. Miðstjórn ASÍ hlustaði í gær á höfunda húsbréfakerfisins þá Yngva Örn Kristinsson, Kjartan Jóhannsson og Inga Val Jó- hannsson tíunda ágæti húsbréf- anna. Myndir Jim Smart Hriktir í stjórnar- samstarfinu? Jóhanna vinnur nú af fullu kappi við að sannfæra efasemda- menn um ágæti húsbréfakerfisins og var Kjartan Jóhannsson t.d. á fundi með miðstjórn ASÍ í gær til þess að rökstyðja mál sitt. Þá telur Jóhanna ekki útiiokað að hægt verði að tala framsóknar- menn til fylgis við frumvarpið en ef svo færi að Framsóknarflokk- urinn standi fast við sitt gæti kom- ið upp alvarleg krísa í ríkisstjórn- inni. Fulltrúar allra þingflokkanna utan Framsóknarflokksins hafa skrifað undir nefndarálitið þann- ig að reikna má með að frum- varpið, með einhverjum breyt- ingum, hafi meirihluta í báðum deildum. Hvort Jóhönnu tekst að fá málið í gegnum ríkisstjórnina er hinsvegar óljóst enn. Og hvort hún mun leggja frumvarpið fram þrátt fyrir það, þá sem þing- mannafrumvarp, á eftir að koma í ljós. Hvaða áhrif það hefði á ríkisstjórnarsamstarfið er einnig óskrifað blað. Þá er ljóst að af- staða verkalýðshreyfíngarinnar hefur mikið að segja og því reynir nú á fortöluhæfileika og rökfimi höfunda frumvarpsins, þeirra Inga Vals Jóhannssonar, Yngva Arnar Kristinssonar, Kjartans Jóhannssonar og Jóhönnu Sig- urðardóttur. Föstudagur 24. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5 -Sáf Stend og fell með húsbréfúm Jóhanna Sigurðardóttir vill ekki axla ábyrgð á úreltu húsnæðiskerfi Það fer enginn í grafgötur um það hve mikla yfirburði hús- bréfakerfi hefur yflr núverandi húsnæðiskerfl í huga Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráð- herra. Og eitthvað hefur hún til síns máls því andóf gegn hug- myndum hennar er hverfandi, þingmenn 5 stjórnmálaflokka af 6 á alþingi aðhyllast hugmyndirnar og verkalýðsforingjar eru á báð- um áttum. En er ekki hægt að lappa uppá gamla kerflð, td. með því að þrengja lánsrétt? „Nei. Eftir því sem við stúder- uðum kerfið betur varð ljósara að ekki er hægt að þrengja lánsréttinn og taka upp skömmtunarkerfi. Og þótt það væri kleift myndi enn skorta gífurlegar fjárupphæðir til þess að staðið yrði við skuldbindingar, fjárupphæðir sem ég tel að yrði óæskilegt að verja í kerfið. Hvernig sem málið snýr þá er nú- verandi húsnæðiskerfi ófullnægj- andi. Sjálfvirkni er of mikil.“ Nú kváðu menn ekki vera á eitt sáttir um húsbréfakerfl í einum stjórnarflokkanna, Framsóknar- flokknum. Hyggstu leggja frum- varpið fram sem þingmanns- frumvarp hljóti það ekki náð fyrir augum ríkisstjórnarinnar? „Ég er enn vongóð um að full samstaða verði um frumvarpið í ríkisstjórn og að það verði lagt fram sem stjórnarfrumvarp á næstunni. Ég get ekki ímyndað mér annað en að það yrði að lögum þótt ég flytti það sjálf því þingmenn 5 stjórnmálaflokka eru á einu máli um að húsbréfakerfi yrði snöggtum betra en kerfið sem við búum við nú.“ Hvers vegna leggurðu ráðherradóm að veði í þessu máli? „Ég vil ekki bera ábyrgð á húsnæðiskerfi sem vonlaust er að þjóni tilgangi sínum, get hvorki réttlætt það fyrir sjálfri mér né öðrum. Því síður þegar ég hef út- færða hugmynd um valkost, fyrir- komulag sem tekur núverandi kerfi fram á öllum sviðum." ks

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.