Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 17
Ég er einfaldur og alvörugefinn maður. Mérfannst tilkomumikið þegar Þjóðviljinn kallaði mig skáldjöfur. Égvil gjarnavera kallaður það aftur, segir Dag Solstad í viðtali við Dagnýju Kristjánsdóttur, enDag veitir bókmennta- verðlaunum Norðurlandaráðs viðtöku nú um helgina. gáta hvers vegna fólk skrifar skáldsögur. Kannski er það leitin að merkingu og hún felur alltaf í sér einhvers konar afstöðu til tím- ans. Um fótbolta Þið Jon Michelet skrifuðuð bók um Heimsmeistaramótið í fót- bolta í Mexíkó 1986 og nú spyr ég: Ætlarðu að skrifa bók um leikana á Ítalíu 1990? - Já. Með Jon Michelet? - Já. Hver vinnur? Kannski Ítalía, kannski Hol- land sem á eitthvert besta fótbolt- alið í heiminum í dag. Hvað með Brasilíu? - Ég efast um að þeir komist í úrslitin, ég get svarið það. Það er hæpið að þeim takist að byggja liðið upp á svo stuttum tíma. Jon biður og vonar. Af hverju hefurðu svona mik- inn áhuga á fótbolta? - Af því að það er ekkert sem jafnast á við góðan fótboltaleik, Um AKP og sjöunda áratuginn Mig langar til að spyrja um pól- itíkina og AKP-ml (Arbeidernes kommunistiske parti, marx- leninisterne). Þú skrifar um þetta í bókunum Skáldsögu 1987 (1988) og bókinni með langa nafninu: Frásögn Petersen menntaskóla- kennara af hinni miklu vakningu sem kom til lands vors... (1984). - Já, ég er voða leiður á að þessar bækur séu skoðaðar sem uppgjör við síðasta áratug og ma- óismann svo ekki sé talað um þegar þær eru skoðaðar sem ein- hvers konar iðrunarbókmenntir. Þetta var einfaldlega stórmerki- legt tímabil og söguefnin ærin. Ég skrifaði um það tvær skáldsögur, Skáldsögu 1987 skrifaði ég af því að mér fannst að þá bók vantaði alveg, ég vildi lesa svona bók og úr því að enginn annar skrifaði hana, gerði ég það. I Skáldsögu 1987 er tíminn hvort tveggja það sem býr til og eyðileggur Fjord. Hann er hald- inn af því nú-i sem honum tekst aldrei að finna fyrir öðruvísi en sem einhvers konar tragískum misskilningi. Svona skildi ég sög- una. - Á hverju tímaskeiði verða til eins konar segulmögnuð svið í tímanum, eitthvað sem við höld- um að sé alveg nýtt, sé Nútíminn, með stóru n-i. Við drögumst að því nútímalega, við leitum þess, finnum það af því að það er þarna. Svona var það með AKP- ml. Það getur enginn trúað því sem ekki var í Noregi á þeim tíma hvílíkt afl sá flokkur var. Á sjö- unda áratugnum var hann Nútím- inn. Allir voru uppteknir af hon- um, sumir gengu í hann, aðrir notuðu meirihluta krafta sinna í að rífast við hann, hata hann og fyrirlíta. Sumir af þeim sem gengu í flokkinn fórnuðu lífi sínu á einn eða annan hátt, allir voru merktir af þeirri reynslu sem þeir fengu þessi ár. Flokkurinn bjó til sögu, þó það yrði þegar upp var staðið önnur saga en sú sem átti að skrifa. í dag er það allra nútímaleg- asta draumurinn um að spila í poppgrúppu sem „meikar það“ í útlöndum eins og A-ha. Það er að verða ríkur áreynslulaust, fræg- ur, að glansa í glanstímaritunum. í þeirri öfgakenndu einstaklings- hyggju sem við upplifum í dag þá er um að gera að „slá í gegn“, ef þér tekst það ekki ertu ekkert, einskis virði, vegna þess í kring- um þig eru bara aðrir einstak- lingar sem ýmist „meika það“ eða ekki - samstaða, sam-félag er ekki lengur til. Jú, hjá þér. Þú sagðir í fyrir- lestrunum á samkomunni áðan að þú værir ennþá maóisti. Það fannst mér furðulegt í Ijósi þess að nú ku ekki nokkur Kínverji vera það lengur. - Ég hef aldrei sagt mig úr AKP-ml. Mér finnst það hræði- legt til að hugsa að Kínverjar, þjóð sem hefur átt slíka hugsuði, eyði nú allri sinni orku í að byggja upp einhvers konar eftirlíkingu af því eymdarlegasta drasli sem kapítalisminn hefur getið af sér. Ég trúi því eiginlega ekki. Ég held fast við þann maóisma sem ég aðhylltist forðum tíð. En hann er náttúrlega ekki til lengur ann- ars staðar en hjá mér. Um póstmódernisma Hvað fínnst þér um póst- módernísma? Ég er á móti honum. Ég er á móti því áð skoða veruleikann sem splundraðan, hringsólandi í kringum einhvem kjarna sem ekkert er. Þessi tíska í menning- arumræðunni segist vera mjög róttæk í því að hún tekur öll grundvallarhugtök vestrænnar hugsunar og eyðir þeim eða hafn- ar þeim og hvað kemur í staðinn? Einhvers konar tal sem enginn skilur eða hefur nokkurt gagn eða gaman af. Nei, póst-módernisminn skilur eða skilgreinir ekki nokkurn skapaðan hlut nema sjálfan sig. En hann er líka ansi duglegur við það. Það má hann eiga. Nú eru það einmitt bókmennta- fræðingar sem hallir eru undir þessa stefnu sem hvað mest hafa hampað bókunum þínum og fjall- að um þær uppá síðkastið? - Já. Og það verður að segjast að allar mínar bækur hafa verið lesnar sem pólitísk flugrit í Nor- egi. Menn hafa kastað sér út í langar, opinberar deilur út af sögunum mínum eins og þær væru greinar í Stéttabaráttunni en ekki skáldskapur um tilbúnar persónur. Það er ekki fyrr en tvö síðustu árin sem menn eru raun- verulega farnir að fjalla um bæk- urnar mínar sem bókmenntir en ekki sem innlegg í pólitíska þræt- ubók. Það síðastnefnda var farið að fara svo í taugarnar á mér að mér hefur fundist ég þurfa að sverja fyrir alla pólitík. Ég er kannski farinn að ganga of langt í hina áttina? Um konur Þú hefur verið gagnrýndur fyrir karlrembu og kvenfyrirlitn- ingu í bókum þínum. Það hefur t.d. verið sagt að rannsóknir á bókunum þínum sem ekki taka fyrir óhemjulega spennta afstöðu til kvenna og samspils kynjanna missi hreinlega af einu aðalefni bóka þinna. Tökum til dæmis kommúnist- ann Nínu í Petersen menntaskóla- kennara. Um hana segir sögu- maður að hún sé fullkomlega sneydd allri kímnigáfu EINS OG KONUR ALMENNT. Þú skrifar eitthvað á þá leið að þar sem kon- ur hafí þessi stórkostlegu form og séu svo þokkafullar sé þess ekki að vænta að þær hafi kímnigáfu ofan á allt annað. Húmor finni karlmenn bara í félagsskap jafn- ingja þ.e.a.s. annarra karl- manna. Maður verður að fara aftur fyrir kvennahreyfínguna, til karlrembu sjötta áratugarins held ég, til að finna svona herfi- legar alhæfíngar um konur sem kyn! - Heldurðu það? Ég er alveg ósammála því að það sé eitthvað illa farið með Nínu. Ég veit ekki betur en aðalsöguhetjan í nefndri bók sé svo upptekin af hinni húm- orslausu Nínu að hann gerir ekki annað en dást að henni og lofa hana og prísa. Ég læt hann meira að segja verða ástfanginn af henni! Og það er nú ekki að gera henni lágt undir höfði. Nema síður sé. Ég er mjög örlátur við konur í bókum mínum, finnst mér. Upp- tekinn af þeim, já. Örlátur við þær, já. Ég skil ekki hvað þessi gagnrýni snýst um. Ég sagði Dag Solstad það. Sú umræða stóð all-lengi og varð nokkuð snörp. Ekki minnst vegna fjörulegra innskota Edvard Hoem sem sat hjá okkur Dag og hafði sitthvað til málanna að leggja allan tímann. Þegar ég sagði að allar konur í bókum Sol- stad væru jákvæðar á meðan þær væru viðföng karla en yrðu ógn- andi, háskalegar um leið og þær tækju sér eitthvert sjálfstæði, sagði Dag að nú finndist honum „að íslenskar konur þyrftu að fara að hugsa sinn gang“. Og ég sagði að þær gerðu það. Áður en ég vissi af breyttist svo umræðan um konur í bókum Dags í um- ræðu um íslenskar konur og Dag Solstad sagði að Kvennalistinn ís- lenski væri að sínu mati það rót- tækasta sem gerst hefði í íslenskri pólitík frá stríðinu. Hann sagðist styðja þessa tilraun heils hugar. Þá spurði ég hvort hann myndi kjósa listann og ég skildi ekki svarið enda var umræðan farin að snúast um eitthvað annað. Ég var bæði sár og móð eftir þessa kvennaumræðu og spurði - Um húmor Ert þú húmoristi? í fyrirlestri sínum á samkomunni áðan undir- strikaði Ottó Hageberg að undir húmornum hjá þér lægi alltaf lífs- háskinn, bækur þínar væru jafnvægisganga á línu yfír hin til- vistarlegu djúp og þess vegna værirðu fyndinn en segðir aldrei brandara... - Nei. Ég er ekki húmoristi og mér er enginn hlátur í hug yfir skriftunum. Ég er mjög alvöru- gefinn og einfaldur maður. Ég er naívisti, norskur naívisti, skrif- aðu það. Og að lokum...? - Það hefur einu sinni áður komið viðtal við mig í Þjóðviljan- um og þá var ég kallaður „skáld- jöfur“ (dikthövding). Mér fannst það tilkomumikið. Ég vil gjama vera kallaður það aftur, takk. Dagný Kristjánsdóttir, Osló. Föstudagur 24. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17 Á'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.