Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 10
: Síðumúla 6-108 Reykjavík - Síml 681333 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Arnason, Silja Aðalsteinsdóttir Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Verð: 100 krónur 0g svo kemur bjórinn Við höfum setið um hríð í nokkru fréttaflóði af sterka bjórnum. Við vitum allt um tegundirnar sem koma og hvernig þær voru valdar og um átökin um verðlag og nú síðast vitum við nákvæmlega hvað dósin á að kosta. Bjórkoman felur í sér visst brot á þjóðarsiðum og af því hafa menn nokkurt samviskubit. Því er að verki vel- meinandi Nefnd um átak í áfengisvörnum og hún er farin að auglýsa þá staðreynd að „bjór er líka áfengi“ og mun ekki af veita - hvort sem þeir nú heyra slíkan áróður sem mest þurfa á honum að halda. Við munum öll að bjórinn hefur verið eitthvert hatramm- asta deiluefni sem landsmenn hafa krækt sér í. Má vera það sé allt í anda þeirrar áráttu í okkar umræðumenningu, að menn þegi einatt um það sem mestu máli skiptir en gapi mikið um allskonar tittlingaskít. Hugum þá að því, að í deilunnar rás hefur mönnum tekist að, mikla bjórinn svo mjög fyrir sér, að vinir hans jafnt sem fjendur munu móðg- ast stórlega ef hann er kenndur við tittlingaskít. Vinir bjórsins ganga margir með þá sérkennilegu grillu að sterkur bjór muni skapa eitthvað nýtt og merkilegt fyrirbæri í þjóðlífinu sem heitir bjórmenning. Henni á það að fylgja, að menn drekki áfengi af meiri hófsemi og skynsemi - auk þess sem kráin á að leysa ótal félagsleg vandamál, rjúfa einangrun nútímamannsins, brjóta niður firrringuna og guð má vita hvað. Líkast til verða menn fyrir vonbrigðum: drykkjumynstur íslendinga mun ekki breytast til batnaðar, kráin er ekki sú hjartahlýja vináttumiðstöð sem menn halda. Á hinn bóg- inn er það ekki heldur líklegt, að verstu grunsemdir and- stæðinga bjórsins rætist - m.a. með því móti að drykkju- skapur keyri um þverbak, bjórinn leggi undir sig vinnu- staði og þar fram eftir götum. Hitt er svo rétt: heldur mun bjórinn sterki auka okkar áfengisvanda og var ærinn fyrir. Hann verður erfið sí- freisting mörgum þeim sem hingað til hafa látið sér nægja helgarfyllirí. Hann mun - eins þótt frekar hófsamlega væri með hann farið- gera leiðinlegt strik í fjárhag fjölskyldna, hann mun heimta til sín töluvert af því fé og tíma sem menn ætla sér til dægrastyttingar, gera menn síður hreyfanlega á mannamót ýmiskonar. Bjór plús sjónvarp er svosem ekki lífshættuleg blanda, en hún gerir menn til lengdar óvirkari til allra annarra hluta, sem krefjast nokk- urs frumkvæðis og metnaðar. Og þá er ótalinn sá bjórvandi sem erfiðast mun við að eiga, sá sem snýr að börnum og unglingum. Foreldrakyn- slóðirnar hafa til þessa haft drjúga möguleika á því að tefja fyrir því að börn þeirra byrji að nota áfengi. En þeir möguleikar skreppa verulega saman þegar bjórkassinn verður eins og enn ein mubblan á heimilum. Þeim mun frekar sem það er reyndar útbreitt viðhorf að bjór sé eiginlega ekki alvöruáfengi heldur „bara bjór“. Fullorðnir átta sig ekki á því, að þótt þeim í þeirra bráðlátu vímluleit finnist bjór helst til þunnar trakteringar, þá hrærir sá mjöður töluvert upp í börnum og unglingum. Og það vita allir, að það munar mikið um hvert drykkjuárið sem bætist framan við áfengisævina - það skilar sér vissulega, þeg- ar á heildina er litið, í enn meiri áfengisvanda en fyrr. Því skal nú ekki nema gott eitt um þá viðleitni sagt að brýna það sem hæst fyrir fólki að bjór er líka áfengi, það fer varla hjá því að einhverjir taki eftir þeim sannindum. ÁB 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ j Föstudagur 24. febrúar 1989 Draumfarir blaðamanns Blaðamenn eiga það til að þreytast sem aðrir vinnandi menn og sofna þá stundum á verðinum. Hér sést blaðamaður Alþýðublaðsins, Kristján Krist- jánsson, við skyldustörf sín í dómsal borgarfógeta, þar sem hann fór eigin leiðir við frétta- öflun. Kannski hefurhanndreymt að hann væri Magnús Kjartans- son að skrifa hinn sögufræga Þjóðviljapistil „Frá degi til dags“. ÚR MYNDASAFNINU Tískan um 1970 Það var í þá tíð þegar sannleikurinn lá falinn í blóm- knappi og austræn lífsspeki gegnsýrði hugmyndaheim ungs fólks. Stríðið var í algleymingi í Víetnam og unga kynslóðin sneri baki við lífsgæðakapphlaupinu, í orði að minnsta kosti. „Make love not war“ hljómaði jafnt í Austur- stræti sem á Woodstock og berg- mál hippamenningarinnar barst upp að Islands ströndum. Hassið nam land og í kjölfar þess ný hundategund, hasshundarnir svokölluðu. Fregnir bárust af því að í Amsterdam væru hvít hjól almenningseign. Tískukóngarnir sáu sína sæng útbreidda ef þeir fylgdu ekki sveiflum unglinga- menningarinnar og auðvitað gerðu þeir það. Allt í einu voru ódýru mussurrar og rifnu gallabuxurn- ar orðnar að dýrri munaðarvöru. Mynd þessi ertekin í Austurstræti um 1970 og í myndasafninu var hún flokkuð undir tísku. Aust- rænu áhrifin leyna sér ekki, mun- strin fjölbreytt og fótabúnaður öllu þægilegri en tíðkast í dag á tískuljósmyndum. Myndina tók Sigurgeir Sigurjónsson. Knattspyrnuskóli í Ungó? Enn birtum við myndina af strákahópnum í samkomuhús- inu, því að nú hefur verið andæft þeirri skýringu sem síðast var greind, að hér væri KFUM-fundur á Amtmannsstíg um 1950. Ný kenning er sú að í stað þess að hlusta á guðsorð í Reykjavík séu strákarnir að fræðast um fótbolta í Keflavík. Birgir Einarsson, Keflvíking- ur sem nú býr á Akranesi, segir að þessi mynd sé tekin í Keflavík, líkast til rétt fyrir 1960, og hann þekkir á henni marga kunna Keflvíkinga. Drengirnir tveir í köflóttu jökk- unum í fremstu röð eru að sögn Birgis Hörður Ragnarsson lög- fræðingur (nær) og Sigurður Ól- afsson bakari. I annarri röð lengst til hægri, Ijóshærður með hár greitt upp og aftur er Magnús Kjartansson tónlistarmaður og bróðir hans Finnbogi við hliðina. Strákurinn annar frá hægri í þriðju röð - sá sem áður var tal- inn vera Garðar Svavarsson kjöt- kaupmaður - segir Birgir, að sé Þórarinn Eyjólfsson rafvirkja- meistari, og við hlið hans Sævar Þórðarson, sem nú er látinn, bróðir Gunnars tónlistarmanns, og má greina ættarsvipinn. Birgir segist líka grilla í sjálfan sig á myndinni inní miðjum hóp. Strákarnir séu flestir fæddir 1947 og ‘48, þó heldur eldri aftar, og því sennilegast að myndin sé tekin einhverntíma rétt fyrir 1960. Ekki kemur Birgir fyrir sig hvar myndin er tekin, en telur líklegast að salurinn sé „Ungó" - eini sal- urinn á þessum slóðum sem rúmaði svona marga fyrir utan kirkjuna, og Birgir telur ekki ólík- legt að hér sé verið að tala um knattspyrnu. Fótboltaskóli hjá ÍBK? /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.