Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 27
Um orðaforða
fyrir neðan mitti
Ég hef lesið nokkra af pistlum
þínum í Þjóðviljanum um kynlíf.
Þar kemur ýmislegt skrýtið fram.
Ég tek dœmi: þú talar um að kyn-
fœri séu ekki nefnd viðunandi
nöfnum í daglegu tali og bendir á
að best sé að tala um pung og tippi
hjá karlmönnum. Eg hef vanist
því að talað sé um tippi aðeins hjá
ungum drengjum. Frá hinu kyn-
inu talar þú um sníp og píku (þar
átt þú víst við sjálfa rifuna). Nú
hlýtur þú að vita að orðið píka er
norskt og merkir einfaldlega
stúlka og í dönsku einnig (pige).
Ég kann ekki við ef stúlka hefir
ekki aðra og meiri merkingu hjá
þér en þetta kynfœri. Þú vildir
kannski skýra þetta nánar eða
gefa upp önnur nöfn. Kœr
kveðja, X.
Takk fyrir bréfið X. Ég hefði
gjarnan viljað heyra meira frá þér
um álit þitt á pistlaskrifum mín-
um - hvað þér finnst skrýtið.
Vonandi hefur þú lesið eitthvað
nýtt og getað fræðst. Kannski
finnst sumum það eitt vera skrýt-
ið að það sé skrifað um kynlíf.
Fólk, sérstaklega þeir af eldri
kynslóðinni, eru alls ekki vanir
því að talað sé um kynlíf hispurs-
laust.
í dag er ekki venjan að það sé
bara talað um tippi hjá strákum.
Ef eitthvað er, þá er tippi í dag
meira notað yfir fullþroska menn
en tilli (eða eitthvert annað
„barnalegt“ orð) frekar notað um
kynfæri drengja.
Það er ekki rétt að ég hafi mælt
með einhverjum ákveðnum orð-
um sem betra er að nota en önnur
yfir kynfæri, í pistli sem ég skrif-
aði sl. haust undir yfirskriftinni
„Rósa frænka er komin í heim-
sókn“ þá segi ég orðrétt „Ekkert
tungumál er réttast eða betra en
annað. Aðalatriðið er að fólk sé
sátt við þau orð sem það kýs að
nota ogfinnist þau þægileg í notk-
un. “ Það tók sjálfa mig nokkurn
tíma að finna orð sem mér gat
fundist þægilegt að nota. Píka er
eitt þeirra. Fyrir mig merkir það
„bara“ ytri kynfæri kvenna. En
hvers vegna er niðurlæging fólgin
í því að kenna kynfæri kvenna við
konuheiti? Að sjálfsögðu hefur
kvenfólk meiri og víðari merk-
ingu hjá mér og þá notast ég Iíka
við íslensku orðin stúlka, stelpa
eða kona. Málið er bara þannig
að við íslendingar meinum fæst
okkar stúlka þegar við not-um
orðið píka þó svo að nokkrir geri
það líkt og þú.
Sælublettur
Tugir ef ekki hundruð orða
fyrirfinnast í íslensku um kynfæri
karla og kvenna. Til dæmis hef ég
ekki enn hitt hóp af konum sem
allar nota sama orðið yfir kynfæri
kvenna. Margar segja að sum orð
sem hægt er að nota fylli þær ein-
hverri óþægilegri tilfinningu eins
og orðin kunta, klobbi eða píka.
En svo eru aðrar sem finnst það
of bamalegt að nota einhver
önnur orð eins og pjása, budda
eða pjalla. En flestar eru sam-
mála um það að það vanta fleiri
orð sem eru ögn jákvæðari og
eðlilegri. Tökum sem dæmi orðið
snípur - nær allar þær konur sem
ég hef talað við finnst þetta alveg
ágætis orð. En þó voru margar
þeirra enn hrifnari þegar þær
heyrðu orðið sælublettur. Það
orð segir ögn meira um það hvert
eina hlutverk snípsins er þ.e.a.s.
byggja upp og losa kynferðislega
vellíðan. Þarað auki bendirorðið
til þess að það sé til staður á lík-
ama kvenna sem veitir sælu -
semsagt afar jákvætt fyrirbæri!
„Mig hefur stundum langað til að orða- og íslenskuspekúlantar hristu
nú skruddur sínar og færu í alvöru að gefa gaum orðum sem fyrirfinn-
ast um kynferðismál.“
Þýðingar
og tíðarandi
Mig hefur stundum langað til
að orða- og íslenskuspekúlantar
hristu nú skruddur sínar og færu í
alvöru að gefa gaum orðum sem
fyrirfinnast um kynferðismál. í
hinni veglegu ensk-íslensku orða-
bók Arnar og Örlygs er til dæmis
þýðingu engilsaxneska orðsins
„Sexuality“ ábótavant. Það er
þýtt sem kynferði eða kynhneigð.
En kynferði er í raun þýðing á
orðinu „Gender“ og kynhneigð
„Sexual Orientation". „Sexua-
lity“ þýðir, að mínu mati, kynlíf í
víðustu merkingu sinni - ailt líf
sem tengist kyni okkar. Það að
danska og norska orðið yfir
stúlku hafi komist inní íslenskt
tungumál endurspeglar ef til vill
þær hugmyndir hér áður fyrr sem
aðrir gerðu sér um hlutverk
kvenna. Orð endurspegla mikið
tíðarandann hverju sinni. Einu
sinni var notað orðið sjálfs-
saurgun eða sjálfsflekun yfir
sjálfsfróun. Kynvilla er orð sem
er hlaðið fordómum og vanvirðu
við samkynhneigt fólk og svona
mætti lengi telja.
En hafðu að lokum þökk fyrir
að vekja athygli á þessari orðavit-
leysu sem er í gangi í kynferðis-
málum. Bless X!
Júrí Balasjof
falda leið sem vinnur létt).
19. Bxd8!-Rxh3
20. Be7-BxeS
(Engu skárra var 20. ... Hfe8
21. Bxdó (eða 21. exdó) Rg5 22.
Bxb8 Hxb8 23. h4 og riddarinn
fellur).
21. Bxf8-Kxf8
22. Bxh3
(Staða svarts er algerlega von-
laus)
22. ... Bxb2
23. Habl-Be5
24. Hf3-b5
25. g5-Ke8
26. Bfl-b4
27. Hh3-Kf8
28. Hxh7-a5
29. Bc4-Kg8
30. Hh3-Bf4
31. Hfl-Bxg5
32. Hhf3-Hd8
33. Hxf7-d5
34. exd5-exd5
35. Bxd5!
- Vegna35. ... Hxd5 36. Hf8+
Kg7 37. Hlf7 Kh6 38. Hh8 mát
gafst Margeir upp.
KYNLÍF
JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓniR
Balasjof með
örugga forystu
Fjarkamótið rúmlega hálfnað
Sovéski stórmeistarinn Júrí
Balasjof stendur með pálmann í
höndum þegar fimm umferðir
eru eftir af Fjarkamótinu svokall-
aða. Hann hefur hlotið 6 vinn-
inga og skilur heill vinningur
hann og næstu menn sem eru
undirritaður, Eingorn og Mar-
geir Pétursson. í 5.-6. sæti eru
þeir Hodgson og Karl Þorsteins
með 4'/2 vinning. Balasjof hefur
teflt af öryggi í mótinu en árangur
hans verður þó að skoðast í Ijósi
þess að Sævar Bjarnason klúðr-
aði upplagðri stöðu gegn honum í
fimmtu umferð.
Fjarkamótið er hugsað sem
tækifæri til að gefa ungum skák-
mönnum kost á titiláföngum en
fátt bendir til þess að nokkur slík-
ur áfangi náist í þessu móti.
Mótið er í fremur óheppilegri
katagoríu og þarf 9V2 vinning úr
13 skákum til að hljóta stór-
meistaraáfanga. Og áfangi al-
þjóðlegs meistara er einnig frem-
ur strembinn. Þetta er þó kjörið
tækifærið fyrir ungu skákmenn-
ina okkar til að spjara sig, enda
hafa þeir margir hverjir teflt af
hörku og áræði. Mest á óvart hef-
SKÁK
(Margeir hefur e.t.v. aðeins
HELGI reiknað með 19. Hxf4 g5 með
ÓLAFSSON góðri stöðu. En Þröstur á ein-'
ur komið Sigurður Daði Sigfús-
son en hann er nú með 3Vz vinn-
ing úr átta skákum og hefur lagt
að velli Watson, Björgvin Jóns-
son og Hannes Hlífar Stefánsson.
Með sama vinningafjölda er
Þröstur Þórhallsson en hann hef-
ur lent í ótrúlega löngum skákum
og ekki uppskorið árangur erfið-
isins. Þó vakti sigur hans yfir
Margeiri Péturssyni í 5. umferð
nokkra athygli. Óvænt byrjun
Þrastar virtist setja Margeir út af
laginu og eftir stutta viðureign
hrundi staða Margeirs svo lengi
mátti hann berjast hrók undir í
vonlausri stöðu.
Þröstur Þórhallsson
- Margeir Pétursson
Sikileyjarvörn
1. e4-c5
2. Rc3-Rc6
3. g3-g6
4. Bg2-Bg7
5. d3-d6
6. f4-e6
7. Rf3-Rge7
8. 0-0-0-0
9. Be3-Rd5
10. e5!
(Skarpur leikur sem gafst Bala-
sjof vel í fyrstu umferð gegn Jóni
L. Leikurinn virtist koma Mar-
geiri á óvart því hann var lengi að
ákveða svarleiki sína).
10. ...-Ref5
11. Bf2-Rxf3+
12. DxO-Hb8
13. Re4-b6
14. g4-Bb7
15. Dh3!
(Þarna stendur drottning vel.
15. Ddl eða hefði mátt svara með
15. ... dxe5).
15. ...-Bxe4
(15. ... d5 var hæpið vegna 16.
Rg5 eða 16. Rf6+ Bxf6 17. gxf5).
16. dxe4-Rd4
17. Bh4!-Re2+??
(Þetta er auðvitað algert glap-
ræði. Skárra var 17. ... Dc7 þó
hvítur eigi betri stöðu).
18. Khl-Rxf4
Föstudagur 24. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27