Þjóðviljinn - 24.02.1989, Side 15
Frá vinstri: Max Gordon, Roland Hanna og Arthur Blythe. Sá fyrst-
nefndi hefur rekið Village Vanguard í 54 ár og er þar á rölti flest kvöld,
82 ára gamall.
öryggi og fínleik. Önnur persóna,
ekki síður sögufræg, var stödd
þarna þetta kvöld; það var
eigandi staðarins í 54 ár, Max
Gordon. Pínulítill og grannvax-
inn gyðingur með gleraugu og
gekk við staf. Ég var svo heppinn
að þurfa að fara á klósettið og
pissa þremur bjórum (á flestum
djassstöðum þurfa gestir að
drekka fyrir 7 dali á klukkutím-
ann, auk aðgangseyris) og fékk
að njóta leiðsagnar þessarar
þjóðsagnapersónu um rangala
kjallarans uns komið var að þeygi
þrifalegu salerni þar sem allur
djassblómi heimsins hefur staðið
og mígið.
9/2
Næst á dagskrá þetta fimmtu-
dagskvöld var nýlegur staður í
Greenwich Village, Visiones. Þar
spilaði altósaxófónistinn Tim
Tim Berne
Berne, ekki heimskunnur en hef-
ur vakið athygli fyrir persónu-
legan stfl. Okkur Sigurði Flosa-
syni brá við að sjá mann sitja við
knéfiðlu til hliðar við trommu-
leikarann - er þetta nú eitthvert
bévað strengjaruglið hugsuðum
við í okkar einstrengingslega
trompet/sax/bassi/píanó/tromm-
ur-anda. Það kom líka á daginn
að ekki voru þar allir á sveifluról-
inu, bassaleikarinn strauk með
boganum óendanlegt sóló, þriðja
klassa sinfóníuvæll hugsuðum við
og horfðum frekar á trompetleik-
arann rugga sér í fflíngnum yfir
þessu tíðindalitla væli að aftan.
Eftir að hafa heyrt miklum mun
betri spilamennsku á trompet og
altósaxófón komumst við í betra
skap og eftir tvo Heineken töld-
um við þetta forvitnilegt.
9/2
Þegar við komum inn á Blue
Note upp úr eitt var enn þá eftir
klukkutími af spilamennsku
ásláttarmeistarans Tito Puente
sem fór langt með að umbreyta
þessum bandaríska djassstað í
karabíska danshöll. Eins og
hæfði suður-amerísku salsabandi
voru ásláttarhljóðfærin fremst á
sviðinu, blásararnir fyrir aftan.
Tito Puente hefur um langa hríð
verið helstur salsameistari í New
York þótt að hippakynslóðin
þekki hann kannski helst sem
höfund lagsins Oye como va sem
Santana spilaði fyrir mörgum
árum. Nokkrir meðspilara Títós
voru greinilega af suður-
amerískum uppruna, reyndar leit
bassaleikarinn út eins og sá
illræmdi Alfredo Stroessner,
sennilega hefur hann ekkert flúð
til Chile heldur farið beint til
Guðseiginlands eftir að hann
missti völdin í Paraguay - bassa-
leikurinn afsannaði ekki þennan
möguleika.
Það var djammsessjón á Blue
Note þetta kvöld eins og flest
önnur, réttara sagt þessa nótt, því
henni lauk á fimmta tímanum.
Umsjónarmenn hennar eru um
þessar mundir s.k. Harper-
bræður, Philip á trompet og Win-
ard á trommur. Sá síðarnefndi
hefur spilað með Stan Getz og
Betty Carter og Philip er nýverið
hættur með Art Blakey. Ungir
menn á uppleið og gætu máske
orðið arftakar annarra frægra
bræðra, Wyntons og Branford
Marsalis, sem áberandi hafa ver-
ið í djassumræðunni síðustu árin.
Marsalisbræður hafa fengið á sig
orð fyrir íhaldssemi, þeir leggja
áherslu á að menn komist ekki í
hæðifhar nema þeir þekki arfinn
og þá meira en yfirborðslega. f
samræmi við það hafa þeir unnið
mikið í stfl Miles Davis á sjöunda
áratugnum. Þeir Harper-bræður
fara hins vegar einum áratug
aftar, til tónlistar Miles Davis ca.
1954-58. Þannig gæti þetta í raun
haldið áfram þar til komið er aft-
ur til 1917, en frá því ári eru elstu
djassupptökurnar. íhald eða
afturhald, þessir strákar spila
andskotanum betur og svínga
sterkt. Það liggur að hluta til í þvf
að þeir einbeita sér að grunnþátt-
unum og dreifa ekki athygli sinni.
Að heildin svíngi skiptir meira
máli en að sýna einhverja smarta
hluti sem svæla má klapp út á.
Ekki verður skilist við sveit
þeirra bræðra án þess að nefna
píanóleikarann Stephen Scott
sem spilaði alveg sérdeilis skýrar
línur og fallegar og verður örugg-
lega í fremstu röð eftir 10 ár.
Smám saman tíndust að menn
sem vildu reyna sig, þar á meðal
eina konan sem ég sá spila á þessu
ferðalagi, hvítur flautuleikari.
Sosum prýðileg en engin Júdit
Polgar. Það var eftirtektarvert
þarna sem og á öðrum djass-
klúbbum hversu fjölmennir Jap-
anir eru í hópi áheyrenda.
Tito Puente
Samkvæmt Sigurði Flosasyni
sem hefur rannsakað þetta vís-
indalega í vetur þá samanstendur
venjulegur áheyrendahópur af
Japönum (50%), evrópskum
ferðalöngum (25%), sérvitring-
um frá New York (12XA%) og
músíköntum sem eru að skoða
hina músíkantana (121/2%).
Knitting Factory
10/2
Það var ekki fyrr en á fjórða
kvöldi í New York sem við
heyrðum tónlist sem ekki var
gagnkunnugleg við fyrstu heyrn.
Hún var spiluð í gömlu
verksmiðju- eða vöruhúsnæði,
the Knitting Factory, af Steve
Coleman alatósaxófónleikara,
trommaranum Marvin Smitty
Smith og minna þekktum fé-
lögum á gítar og rafbassa. Þetta
var djassrokk án niðurnegldra
hljóma. Áhrif úr frjálsdjassi og
rappi (fönktónlist með tali!) og
hefðbundna djassballöðu feng-
um við líka. Það var ekkert tilvilj-
anakennt í þessari frjálslegu mús-
ík, allar innkomur, öll stuð pott-
þétt. Þótt hinn snjalli, töffaralegi
Steve Coleman með sín dökku
sólgleraugu sé leiðandi maður
bandsins var það þó undrabarnið
á trommurnar sem átti sjóið.
Marvin Smitty Smith er um árabil
búinn að spila með flestum þeim
þekktustu í órafmögnuðum
djassi og maður hélt eiginlega að
hann væri bestur með burstana.
Svo slær hann mann kaldan með
svakalegasta rokktrommuleik
sem maður hefur lengi heyrt og
virðulegir miðaldra hippar í saln-
um gleymdu að vera gáfulegir og
ffluðu sig eins og þeir væru komn-
ir til Woodstock. Ekki var þó
drykkjuskap um að kenna því
þarna þurfti ekki að þamba fyrir 7
dali per klukkutíma.
Augie’s
11/2
Þó að flestir djassklúbbanna
séu staðsettir í Greenwich Vil-
lage er víðar sleginn fjórskiptur
taktur í svíngi og ofarlega á Man-
hattaneyju, í kringum 100. stræti
fer slíkum stöðum fjölgandi.
Frægasti klúbbur bíboppsins um
1950 var Birdland, nefndur eftir
Charlie Parker. Nú er komið nýtt
Birdland, heldur í smartari kant-
inum og staðsett á 105. stræti.
Þetta laugardagskvöld bar þar þó
fremur fátt til tíðinda, svo ferð-
inni var áfram haldið að MikelPs
þar sem barítónsaxófónleikarinn
Ronnie Cuber blés í sitt ráma rör.
Það hélt okkur hins vegar ekki
lengi föngnum svo við enduðum á
litlum bar, Augie’s, þar skammt
frá. Sigurður Flosason hafði frétt
þar af efnispilti á altósax og
reyndist rétt vera; þéttvaxinn
svartur piltur stóð þar með
gylltan altóinn og spilaði jafnt
hægar blúsaðar línur sem hröð-
ustu bíbopplög, allt framborið af
inngrónu músíkalíteti. Tónninn
og drjúgur hluti tónhugsunarinn-
ar var að sönnu kominn frá Cann-
onball Adderley (og þaðan til
Parkers), en þvflíkur botn til að
byggja á! Hann verður kominn í
Jazz Messengers eftir örfá ár,
sagði Sigurður, en þá hljómsveit
Arts Blakey sá ég í Los Angeles
skömmu síðar, og verður fjallað
um þá tónleika og margt fleira í
síðari hluta þessarar dagbókar.
/ kjöllar orkukreppu síöari ára hafa Iramleiðendur 4
heimilisraftækja keppst um aö þróa nýog
sparneytnari tæki.
f
Isamvinnu viö danska tækniháskólgnn
tókst GRAM að framleiðá kæliskáp, sem
notar aöeins 0,24 kWst á sólarhring, og er
þarmeð heimsins sparneytnasti kæliskápur.
GRAM LER (low energi refrigerator),
er í útliti ekki ólíkur heföbundnum kæliskápum,
en þar meö er samlíkingunni líka lokiö:
1. Orkunotkun: 0,24 kWst á sólarhring (50-80% orkusparnaöur).
2. Gangtími vélar: Aðeins 3 klst. á sólarhring (eykur endinguna).
3. Hávaði: LER ernánast algjörlega hljóöur.
býður úrval kæliskápa, þar
sem saman fer styrkur,
sparneytni, haganleg
innrétting og stílhreint útlit.
Einnig frystiskápar
(5 stærðir)
og frystikistur
(4 stæröir)
GRAM LER-200
H: 126,5 cm B: 59,5 cm 0:60,1 cm
Nýlanlegl lými: 195 Itr. kælir
kr. 42.390,-(slgr. 40.270.-)
káldarstaöreyndir: VAREFAKTA, vottorö dönsku neytenda-
stofnunarinnar, fylgir öllum GRAM tækjum. Líttu inn og
fáðu upplýsingarum kælisvið, frystigetu, gangtíma
vélar, orkunotkun o. fl. Og til aö ganga úr skugga um
styrkhurðarinnar, bjóöum við þéraö koma og ganga á %
henni (þú mátt brjóta hana ef þú getur). '
Kp/jfílatan og þétfigrindin (sem venjulega safnar í sig ryki og óhreinindum)
eru innbyggðar. Þetta auðveldarmjög þrif, og eykurnýtánlegtrými.
/FCinix
HATUNI 6A SIMI (91)24420
K180 K 285
173 Itr. kslir 277 llr. kælir
KF355 KF344
277 Itr. kallr , 10810. kalir
70 llr. frystlr 14« Jtr. frystlr