Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 21
HELGARMENNINGIN
Feröalangarnir halda yfir brúna
inn í ævintýralandið: Edda Björg-
vinsdóttir (með Geislaglóð), Stef-
án Sturla Sigurjónsson og Ása
Hlín Svavarsdóttir
Síðasta verkefni Leikfélags
Reykjavíkur í Iðnó er barna-
leikritið Ferðin á heimsenda
eftir Olgu Guðrúnu Árnadótt-
ur, viðburðaríkt ævintýri um
álfa, menn, galdramenn, tröll
og aðrar vættir af ýmsu tagi.
Leikstjóri er Ásdís Skúladóttir,
en síðasta verkefni hennar á
sviði var Farðu ekki hjá Ás-
leikhúsinuífyrra.
Sagan segir frá því þegar prins-
essan í Ljósalandi fer í ferðalag til
Fjalls fjallanna á heimsenda til að
hlaða verndargripinn Geislaglóð.
Þetta þarf að gera reglulega á
hundrað ára fresti, annars missir
hann mátt sinn og álfarnir verða
varnarlausir fyrir stærri vættum
og óvinveittum. Prinsessan held-
ur ótrauð í hina löngu för, en þeg-
ar hún er alveg að komast á
leiðarenda verður hún fyrir árás
galdrakarlsins Hrapps og Skottu,
aðstoðarmanns hans, og þau
ræna frá henni verndargripnum.
Nú yrði sagan ekki lengri og
grátur og gnístran tanna tækju
við, ef ekki vildi svo heppilega tii
að þarna í grenndinni eru þrír
krakkar í útilegu, tvær stelpur og
einn strákur. Þau komast yfir
verndargripinn alveg óvart og þá
hefst kapphlaupið á heimsenda
þar sem prinsessan bíður. Tíminn
er alveg að renna út, krakkamir
flýta sér eins og þau geta, en
Hrappur og Skotta eru ekki af
baki dottin...
Þokkaparið Hrappur (Kjartan Bjargmundsson) og Skotta (Margrét
| Ámadóttir sem líka er aðstoðarleikstjóri).
Fjórar af konunum fimm í „smáhópnum", frá vinstri Hlín Gunnarsdóttir,
Ásdís Skúladóttir, Soffía Vagnsdóttir og Olga Guðrún Árnadóttir. Þá
fimmtu má sjá á annarri mynd í hlutverki Skottu. Myndir: Jim
Erfið vinna
en gagnleg
Það var svo í sumarbyrjun sem
Olga Guðrún Ámadóttir var
beðin að koma til liðs við Ásdísi,
Margréti og Soffíu. „Leikhúsið
fór þess á leit við mig að ég kæmi
inn sem höfundur, og rétt á eftir
fundum við Hlín Gunnarsdóttur
sem gerir leikmynd og búninga.
Hún lærði sína listgrein á Ítalíu og
hafði starfað með bamaleikhúsi
þar. Meðan hún var ennþá búsett
erlendis gerði hún leikmyndina
sín bömum úr Melaskólanum,
heilum bekk í hvert skipti, og
unnið með þeim í þrjár klukku-
stundir samfleytt.
„Við tókum á móti þeim og
ieiddum þau eftir flóknum
leiðum inn í álfheima," segir
Margrét. „Þau þurftu að skríða
og fálma sig áfram og muna töfra-
orð til að komast þangað inn, og
þegar þau komu alla leið var þar
falleg tónlist og birta frá kerta-
ljósum. Svo spurðum við þau
hvað þau sæju, hvernig álfheimar
væru, og þau teiknuðu og sögðu
okkur sögur, spunnu upp alls
konar ævintýri. Næsta stig var að
vinna með þeim dramatísk atriði
upp úr sögunum og myndunum.
Ekki með neinum látum eða æs-
ingi heldur var þetta raunveruleg
leikhúsvinna og mjög skemmti-
leg.
Við skrifuðum hjá okkur allt
sem bömin sögðu. Það hefurekki
verið notað beint í vinnunni við
Ferðina á heimsenda, en það
kveikti margar hugmyndir. Fyrst
og fremst komumst við að því að
börn eru sólgin í ævintýri. Það er
allt í lagi með ímyndunaraflið hjá
þeim.
Þessari tilraun verður vonandi
haldið áfram því það er nauðsyn-
legt að nálgast börn oftar í
leikhúsi en með beinum Ieiksýn-
ingum.“
ímyndunarafl barna
í góðu lagi
Leikrit þetta á sér óvenjulega
forsögu sem hófst í vor þegar
„smáhópur" LR tók til starfa og
fékk það hlutverk að endurvekja
leikstarfsemi fýrir börn og ung-
linga hjá Leikfélaginu. í honum
voru Ásdís Skúladóttir, Margrét
Árnadóttir og Soffía Vagnsdótt-
ir.
Margrét er aðstoðarleikstjóri
Ferðarinnar á heimsenda og
leikur líka eitt aðalhlutverkið.
Hún vann í mörg ár með
leikhópnum fræga Els Comedi-
ants frá Spáni sem hefur leikið út
Ferðin á heimsenda
Rætt við aðstandendur nýs íslensks barnaleikrits í Iðnó
um allan heim, bæði fyrir böm og
fullorðna. Hópurinn kom hingað
á Listahátíð 1980.
Margrét sagði að „smáhópur-
inn“ hefði byrjað á að bjóða til
Nýtt tónskáld
Soffía Vagnsdóttir var líka
með frá byrjun. Hún er tón-
menntakennari við Æfingadeild
Kennaraháskólans og semur alla
tónlistina við Ferðina á
heimsenda nema söng Frostrósu
sem er eftir Olgu Guðrúnu.
„Ég kenni börnuin söng,“
sagði Soffía, „og hef pnnið mikið
með þeim með blöndu af tónlist
og leikrænni tjáningu. Þá hef ég
líka stundum búið til lög, en þetta
er í fyrsta skipti sem ég bý til tón-
list sem á að flytja opinberlega.
Þessi vinna hefur verið mjög
skemmtileg og það er gaman að
fá að spreyta sig á svona stóru
verki, þó að Olga sé auðvitað
harður dómari!“
Olga sagði að Soffía hefði til-
finningu fyrir leikhúsmúsík og
tónlist hennar væri samofin verk-
inu en ekki aukanúmer. Það
kæmi of oft fyrir að barnaleikrit
væru skreytt með erindislausri
músík sem bryti þau upp, en tón-
list Soffíu styddi verkið.
Föstudagur 24. febrúar 1989 NYTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21