Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 18
Síðasti keisarinn Á kúpunni í New York, Mexíkó, Panama... í Um þetta leyti eru tíu ársíðan Múhameð Reza Pahlavi hélt í útlegð ásamt konu sinni, fá- einum þjónum og tveim stór- um hundum. Örfáir hirðmenn og hermenn voru á flugvellin- um til að kveðja hann. Tveim vikum seinna kom eftirmaður hans, skeggjaðurguðfræð- ingur á níræðisaldri, og allt varð vitlaust. Tvær miljónir manna þyrptust út á flugvöll til að taka á móti honum og veg- akerfið lamaðist. Svo segir í ritdómi Times Liter- ary Supplement um bók sem ný- lega kom út í Bretlandi og heitir Síðasta ferð keisarans (The Shah's Last Ride) eftir William Shawcross. Keisarinn í íran hafði í þrjá áratugi verið helsta von Vesturlanda, varnarveggur gegn útþenslu Sovétríkjanna, öryggis- vörður sem átti að sjá um að olían flyti glatt frá þessu pólitískt við- kvæma svæði. Leyniþjónusta Bandaríkjanna kom honum til valda 1953 og hann fékk ómældar birgðir vopna og annarra tækja þaðan, meðal annars til að koma sér upp njósnadeiid og öryggis- sveitum sem vægðarlaust undir- okuðu eða þurrkuðu út pólitíska andstæðinga keisarans. Þegar veldi hans brast undan þunga eigin vanhæfni og spillingar voru klerkarnir þeir einu sem höfðu haldið lágmarkssjálfstæði, og þeir voru snöggir að hirða völdin. Fall keisarans var pólitískur jarðskjálfti sem enginn hafði spáð fyrir um, síst af öllu hann sjálfur. Á yngri árum var hann vanmáttugur og reikull stjórn- andi en kom sér á seinni árum upp hentugum draumaheimi og settist þar að. Það er kannski ekki merkilegt að íranir skyldu yfir- leitt vera tilbúnir til að byggja draumaheiminn með honum, að minnsta kosti þangað til veru- leikinn tróð sér þangað inn 1977- 8 með matarskorti, orkukreppu, himinhárri Ieigu og verkföllum, heldur hve margir stjórnmála- menn, ráðunautar í utanríkismál- um og blaðamenn trúðu á hann líka. Hluti af skýringunni er hvað keisarinn trúði staðfastlega á hlutverk sitt á leiksviði heimsins og lék það vel. Framkoman var hátíðleg, maðurinn hélt sig alltaf í vissri fjarlægð og lokaði að sér með ströngum reglum og hirðsið- um sem færðu ólíkustu mönnum heim sanninn um að hann væri snjall stjórnmálamaður. Richard Nixon fannst hann hafa til að bera „innri styrk“, Dean Rusk sagði að hann væri betur að sér en nokkur annar maður í heimi fyrir utan forseta Bandarikjanna. Frá Heródesi til Pílatusar Þegar hann féll varð fall hans mikið. í bókinni segir William Shawcross frá mánuðunum átján sem hann lifði í útlegð, öllum til ama og vandræða. Honum var ýtt úr einu landi til annars eins og yfirstéttarflækingi. Vinur hans Hussein konungur neitaði hon- um um skjól, það gerðu Sviss og Bretland líka þó að hann ætti þar eignir og borgaði (að öllum lík- indum) skatta. Hassan konungur veitti honum hæli í tæpar tíu vik- ur, þá var þrýstingurinn orðinn of mikill og gesturinn varð að hypja sig. Rockefellerbræðurnir í Ám- eríku vildu fá hann þangað en Carter neitaði þangað til keisar- inn var orðinn dauðveikur, þá lagðist hann inn á sjúkrahús í New York, og sú dvöl kostaði Carter óbeint seinna kjörtímabil- ið á forsetastóli. Honum var komið frá Bandaríkjunum í hvelli til Panama þar sem Torrijos, ein- ræðisherra Panama tók við hon- um í greiðaskyni við Carter og fór vel með keisarann, sem var orð- inn helsjúkur þegar hér var kom- ið sögu. Frægustu læknar í heimi keppt- ust nú um að fá að sanna kenning- ar sínar og færni á þessum merki- lega sjúklingi og hnituðu hringa yfir honum eins og sloppaklæddir hrægammar. Þegar þeir voru komnir í hár saman ákvað Farah drottning að taka boði Sadats, sem reyndist eini vinur keisarans í raun, og láta skera keisarann upp í Egyptalandi. Þar gusu einn- ig upp deilur milli franskra og eg- ypskra lækna, en loks var fótbolt- astórt milta numið brott. Mein- semdin hafði hins vegar dreift sér og keisarinn dó fjórum mánuðum síðar. Gagnrýnandi bókarinnar lýkur lofsorði á nákvæmni höfundar og vinnubrögð en segir að það séu þó ekki miskunnarleysi stjórn- Múhameð Reza Pahlavi ásamt fjölskyldu meðan allt lék í lyndi. málamanna eða sjálfselska lækna sem verði lesanda minnisstæðust að lestri loknum heldur keisarinn sjálfur. Þessi hrokafulli og grim- mi einvaldur sem vissi varla hvað var veruleiki og hvað ímyndun meðan hann var við völd sýndi virðingarvert hugrekki mánuðina áður en dauðinn frelsaði hann frá þjáningu veikinda og útlegðar. Hann umbar fyrirlitningu heimsins með reisn sem hæfði þjóðhöfðingjanum sem hann vildi vera en varð ekki alveg fyrr en um seinan. Þýtt og endursagt. SA Eros á kreiki Ótalmargtmálesaúr kirkjugörðum, margs verður sá vísari sem um þá leggur leið sína. Þessi er meðal ann- ars sá lærdómur sem menn geta dregið af lestri ágætrar bókar um kirkjugarðinn við Suðurgötu, sem Björn Th. Björnsson gaf út fyrir síðustu jól. Þarfáumvið aðvitaum smekk manna og smekk- leysur, um hinarundarlegu leiðir listastraumanna. Um það hvað fínt þótti á hverjum tíma: stéttaskiptingin birtist okkur með margvíslegasta hætti. Þartekst nýklassíkávið rómantík eða þjóðlegheit, steinhögg við steinsteypu, auðmjúk sorg við löngun til að reisa mikilmenni valds- mannslegan minnisvarða. Og svo mætti lengi áframtelja. En við lærum fleira af bók sem þeirri er nú var nefnd. Til dæmis það, að enda þótt margra grasa (og steinblóma) kenni í kirkju- garði Reykvíkinga, þá hafa íbúar þessa smábæjar norður undir heimskauti ekki verið líklegir til að brydda upp á einhverri óráðsíu í hvílureit burtsofnaðra. Fáir legsteinar þar munu koma okkur beinlínis á óvart. Enn færri munu reynast hæpnir eða tví- ræðir í þeim skilningi, að þar sé þeim brögðótta og bogfima strák, ástarguðnum Erosi, hleypt lausum - var ekki mál til þess komið að hann léti dauða og syrgjendur í friði? En á þeim myndum sem hér fylgja sjáum við nokkra „skrýtna legsteina" þar sem Eros karlinn kivkjugörðunum fær að lyfta sér á kreik, þar sem ástin reynir að Iifa af hið kalda faðmlag dauðans. Isolde Ohlbaum heitir ljósmyndari frá Munchen sem hefur víða farið um Evrópu og skoðað kirkju- garða og leitað uppi grafsteina sem eiginlega trufla grafarró, þar sem nektin er ekki barnslega sak- laus (englakroppar) heldur fær að vera freistandi, gott ef ekki ögrandi. Þessum myndum hefur ljósmyndarinn safnað í bók sem ber heitið „Allur unaður vill ei- lífur verða“ og er nafn bókarinn- ar ívitnun í hið fræga rit heimspekingsins Friedrichs Ni- etzsches, „Svo mælti Zaraþú- stra“. Bókinni fylgja margar ívitnanir í bókmenntir sem fjalla um ástina ljúfu og dauðan beiska. Þar er og lærð greinargerð um þá þætti í félagssálfræði, listasögu og um þær bókmenntalegar tilvísanir sem liggja að baki legsteinasmíð af þessu tagi hér. Þar segir á þá leið, að hér sé um að ræða eins- konar „helgimyndir sjúklegrar ásthneigðar“. Eða nánar tiltekið: „Að vísu sýna höggmyndir þessar sorgina öðrum þræði, en að hinu leytinu sýna þær mállausa girnd, eru þær tákn um bælda rnunúð." ÁB tók saman. 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.