Þjóðviljinn - 17.03.1989, Page 10
Síðumúla 6-108 Reykjavík — Sími 681333
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Sjlja Aðalsteinsdóttir
Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson
Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson
Útlit: Þröstur Haraldsson
Auglýsingastjóri: Olga Clausen
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson
Verð: 110 krónur
Sveiflur á
fylgi flokka
Eítt einkenni upplýsingaþjóðfélags þess, sem svo oft er
gumað af, eru tíðar skoðanakannanir. Þær beinast eink-
um að neyslu manna og þá ekki síst hinni pólitísku neyslu:
hvaða flokk mundir þú kjósa ef kosið yrði á morgun?
Menn hafa oft deilt um skoðanakannanir, framkvæmd
þeirra, frávik sem þær geta sýnt frá réttri mynd af pólitísku
hugarfari og þarfram eftirgötum. Hittefast enginnum, að
þær gefa allsterkar vísbendingar um hið pólitíska sálarfar
þjóðarinnar. Auk þess sem þær koma fjölmiðlum vel - þá
daga sem beðið er eftir stórtíðindum getur verið þægilegt
að velta upp spurningum um skoðanakannanir.
Nú um daginn var verið að birta fréttir af síðustu skoð-
anakönnun Skáís. Þar kemur á daginn að fylgi stjórnar-
flokkanna er um 40% nú og hefur minnkað um 2% síðan í
nóvember: Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið
hafa tapað síðan þá, Alþýðuflokkurinn stendur ögn betur.
Breytingarnar á fylgi stjórnarflokkanna eru reyndar ekki
það miklar, að hægt sé um vik að draga af þeim ályktanir.
Það má heita nokkuð fyrirsjáanlegt að fylgi stjórnarflokka
skreppi saman um það leyti sem verðlag hækkar og
ekkert það er framundan sem auðvelt er fólki og vinsælt.
Það truflar og myndina, að hlutfall þeirra sem neita að
gefa upp sína pólitísku samúð eða skila auðu er mjög hátt
eða meira en 42 prósent þeirra sem spurðir eru. Gömul
og ný reynsla bendir til þess, að það sé ails ekki út í hött
fyrir stjórnarflokka að gera ráð fyrir því að úr þessum stóra
hópi komi þegar á reynir fylgi sem bætir stöðu þeirra um
nokkur prósent. Blátt áfram vegna þess, að hálfvolgir
fylgjendur stjórnarflokkanna eru líklegri til þess að skila
auðu í könnun en hálfvolgir fylgjendur stjórnarandstöðu-
flokka.
En það sem fréttnæmt er í könnuninni er fyrst og fremst
þetta tvennt: að Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að
síga á og er kominn með yfir 41 % fylgi - og að Kvennalist-
inn, sem fyrir tæpu ári síðan mældist stærsti flokkur
landsins með yfir 30% atkvæða, er nú kominn niðurfyrir
14% fylgi. Þetta er þeim mun merkilegra sem erfitt væri
að benda á þau stórtíðindi í starfi þessara stjórnarand-
stöðuflokka sem ættu að lyfta undir Sjálfstæðisflokkinn
en skaða Kvennalistann verulega. Það hefur að vísu oft
verið um það talað, að allmargir hafi orðið fyrir vonbrigð-
um með að Kvennalistinn vísaði frá sér stjórnarsamstarfi
á síðastliðnu hausti. En það ætti ekki að skera svo mjög
utan af möguleikum kvennanna til að fá drjúgan skammt
af því lausbeislaða óánægjufylgi, sem er einatt hrifnast af
nýjum eða nýlegum flokkum, en virðist nú hafa ratað á
Sjálfstæðisflokkinn í óvenju ríkum mæli.
Skoðanakannanir á Islandi eru oftar en ekki óná-
kvæmar, prósentubreytingar einar segja ekki allt um það,
hvaða fylgi er á sundi milli flokka. En hinar miklu sveiflur á
fylgi milli Kvennalista og Sjálfstæðisflokks sem skoðana-
kannanir benda til eru reyndar dapurlegar. Ekki vegna
þess að þær minni á það að flokkshollusta sé nú miklu
losaralegri en á árum áður. Heldur vegna þess fyrst og
fremst, að það er engu líkara en mjög mikið af óánægðum
kjósendum leggi það aldrei á sig að velta fyrir sér pólitísk-
um valkostum. Það verður næsta tilviljunarkennt hvar
þeir lenda. Við höfum fyrir okkur enn nokkur dæmi um
hnignun pólitísks áhuga, pólitísks vilja, og slík hnignun
boðar ekkert gott fyrir lýðræði í landinu. Þegar til lengdar
lætur er hún fyrst og fremst lýðskrumurum og hægriöflum
í hag.
Who Will Stop Iraq From Torturing Children?
Say No to John Tower
íi cra 1 en b un c
?<cralb^iL“gríbunc
OPINION
A Rebufl m Beijing
For China
A Le»ser
Siundard
Tússið óspart notað
Öll umræða um Salman Rush-
die og bók hans Kölskakviður er
afar viðkvæm í hinum múslímska
heimi. í Bangladesh eru allar
greinar um Rushdie og
Köslkakviður ritskoðaðar. Rit-
skoðunin gengur svo langt að öll
erlend blöð eru skoðuð af rit-
skoðunarhersveitinni og vand-
lega tússað yfir allt sem snertir
Rushdie-málið áður en áskrif-
endur fá blaðið eða það er sett í
almenna sölu. Hér á myndinni
sést hvernig ritskoðunardeildin
hefur leikið International Herald
Tribune áður en blaðalesendur í
Bangladesh fengu blaðið í hend-
ur og á myndinni til hliðar sést
hinn óguðlegi brandari sem krot-
að var yfir með tússi þar sem
kvikmyndaframleiðandi í Holly-
wood fær þá stórkostlegu hug-
mynd að kvikmynda Kölskakvið-
ur.
SMART-SKOT
10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. mars 1989