Þjóðviljinn - 17.03.1989, Síða 16

Þjóðviljinn - 17.03.1989, Síða 16
Már Jónsson i skrifar 1 •. Már jónsspafif þrjtugur sagn- *'fræðingur. H^n,va'r við nám í Reykjavík óg.-París, um hríð j fréttamaðuráútvarpinu,ogernú stundakennari í háskólanum. Hana hefur við rannsóknir ein- beitt %ér að félagssögu, einkum ýmsum samskiptpm kynjanna, á tímum,. Stóradómís, frá j6. öld frammá þá 19. v Már hefur skrifað.vflokk frá- sagnargreinaMm tengjást megin- viðfángsefnijhans í frköunum, og hefur orðið að ráði að velja þeim - með örlitlu brosi' útí annað - I samheitið „Sannar sögur“. Á17. og 18. öld báru tugir íslenskra kvenna út börn sín, köstuöu í sjó eöa læki og grófu í jörð. Sjaldan tóku barnsfeðurnir beinlínis þátt í ódæðinu, þó má nefna Ólaf Kolbeinsson í Kjólsvík í Norður-Múlasýslu árið 1705. Hann tók barn sem Hallfríður Magnúsdóttir ól honum og gróf það í holu út með sjó. Fyrirþað missti hann lífið. Karlar höfðu aðrar aðferðir við að losa sig við óvelkomin börn. Árið áður en útburður- inn átti sér stað í Kjólsvík tók maður á Vestfjörðum tveggja ára barn sitt hjá móðurinni, þóttist ætla að koma því fyrir á öðrum bæ, en pjakkaði vöká vatn nokkurt og hleypti því þar niður. Enn óhugnanlegri að- ferð beitti Sigurður Árnason vorið 1731. Við gefum Mæli- fellsannál orðið: „Þáfannst kona skorin á háls á vatni einu skammt frá bæ sínum í Snæ- fellsnessýslu, þóttistenginn vita hver því valda mundi. Lét sýslumaður Gottorp þing stefna og bauð fólki öllu þar nálægt eldra en 12 ára að taka á líkamanum. Kom þar fram ásamt öðrum ungur maður 18 vetra, Sigurður Árnason. Er það mælt að blóð rynni af nánum er hann hafði á þreifað. Hafði hann áðurátt barn við konu þeirri og var hún þá enn þunguð af hans völd- um, að sögn.“ Sigurður játaði og var hálshöggvinn á alþingi umsumarið. Sami annáll segir um árið 1704: „Þetta haust fannst kona frá Úlfá við Eyjafjarðará, er menn héldu myrta; var hún þung- uð.“ Við skulum athuga það mál nánar. Morðið Guðrún Jónsdóttir hét vinnu- kona hjónanna Þuríðar Einars- dóttur og Þorsteins Jónssonar að Úlfá, fremsta bæ í Eyjafjarðar- dal. Að kvöldi föstudags 12. sept- ember 1704 gekk hún til hvílu sem annað heimilisfólk og hátt- aði að vanda í rúmi sínu við bæjardyr. Þar hafði hún sofið ein- sömul allt sumarið. Þegar Þor- steinn bóndi og Þórarinn Jónsson vinnumaður hans fóru á fætur um sólarupprás morguninn eftir var Guðrún ekki í rúmi sínu og hafði ekki skilið við það eins og hún var vön. Venjulega braut hún hví- ÞUNGUÐ KONA MYRT1704 luföt sín saman, en það hafði hún ekki gert' að þessu sinni og virtist hafa gengið úr rúmi sínu í flýti. Þorsteinn fór þá að svipast um eftir henni en sá hana hvergi. Um dagmálabil hitti Þorsteinn menn sem voru að leita lamba og höfðu þeir ekki orðið varir við hana. Fyrir miðjan dag á sunnudegi fundu þeir Þorsteinn og Jón Páls- son bóndi á Leyningi Guðrúnu liggjandi niður við Eyjafjarðará. Ekki gengu þeir að líkinu fyrr en fleira fólk var komið, þar á meðal Þuríður húsfreyja. Við réttar- höldin sagðist Þorsteini svo frá: „gengu so öll til samans að líkam- anum, lá hún þá framliðin og var so á sig komin að andlitið og ann- ar handleggurinn með brjóstinu var í vatni hulið, en hinir líka- mans limir á þurru landi verandi með hægri hönd undir brjó- stinu“. Föt hennar voru blaut, en ekki úr lagi færð. Áverkar sáust engir. Þó var andlitið bólgið og hálsinn þrútinn, því skyrtan var mjög þröng. Vatn rann ekki úr vitum Guðrúnar þegar hún var tekin og borin út að Hólakirkju. Þar var hún afklædd og jörðuð samdægurs. Lárus Hansson Scheving sýslu- maður var látinn vita. Hann kvaddi menn til þings að Saurbæ 7, október og þar voru bændur á einu máli um að Guðrún hefði ekki fargað sér sjálf, heldur „fyrir hastarlegan dauða andast" eins og það var orðað, það er að segja myrt. Rannsókn íbúar sveitarinnar voru þeirrar skoðunar að Guðrún hefði verið myrt og bentu meðal annars á að skór hennar hefðu verið beyglað- ir, en þó fastir á tánum. Grunur féll á Þorlák Sigurðsson bónda á Litluhólum, vegna þess að síð- hempa sem hann átti fannst skammt frá morðstað. Þorlákur svaraði því til að föstudagskvöld- ið hefði Jón Hálfdanarson vinnu- maður á Hólum tekið hempuna í leyfisleysi úr bæjardyrum og hann ekki fengið hana aftur fyrr en eftir að Guðrún var fundin. Vegna veikinda kom Jón ekki til yfirheyrslu í nóvember, en fékk húsbónda sinn Magnús Bene- diktsson til að skrifa bréf þess efnis að hann hefði tekið hemp- una að láni án leyndar og verið í henni yst fata til skjóls. Að Úlfá sagðist Jón ekki hafa komið í hempunni og ekki skildi hann hvernig hún barst á Úlfártún. Sýslumaður bjó að Möðruvall- aklaustri. Næsti þingstaður var að Skriðu í Hörgárdal og þangað stefndi hann vitnum 16. janúar 1705. Jón Hálfdanarson mætti og fullyrti til að byrja með „að hvorki sjálfur né með öðrum í verki verið hafi til að deyða eða fyrir koma Guðrúnu sálugu Jóns- dóttur“. Sýslumaður þorði þó ekki annað en að handtaka hann. Jón óskaði þá eftir því að kunn- ugir menn vitnuðu um breytni hans og sögðu sjö karlar að hann „hefði sér frómlega og vel hagað þann tíma sem þeir til hans vitað hefðu.“ Að þvi loknu sagði Jón afdráttarlaust frá notkun sinni á síðhempunni. Daginn sem Guð- rún sást síðast á lífi var hann að slá fyrir ofan Hólabæ. Magnús Benediktsson sendi síðan eftir honum og bað hann koma með sér að finna Guðmund nokkurn Ólafsson kaupamann. Þegar Jón var að fara í þurra sokka spurði Magnús: „Viltu ekki biðja Þorlák að ljá þér síðhempuna sína?“ Jón játaði því oggekk að Litluhólum. Þorlákur var úti á engjum að slá en kona hans leyfði Jóni að taka hempuna. Þeir Magnús riðu fyrst að Núpufelli, en kaupamaðurinn var ekki þar. Þá var orðið hálf- rökkvað. Þeir riðu aftur til Hóla og gengu inn í skemmu. Þar átti Magnús tinflösku með brennivíni og „drakk Jóni til, hvað hann seg- ist þegið hafa og drukkið.“ Magnús vildi þá halda áfram ferðinni, en Jón taldi að fólk væri alls staðar sofnað. Magnús kvaðst þá geta vakið þá sem hann vildi finna: „Riðu so báðir fram- eftir allt þar til komu á eyrina hjá Eyjafjarðará, móts við Úlfárá, hvar hesturinn hafi rasað undir Jóni og hann fram af honum dott- ið. Hefði Magnús þá farið af sín- um hesti og spurt hvort Jón sig meitt hefði, til hvors hann nei svaraði, einnig að nógu langt væri nú riðið og ætlaði hann ei lengra.“ Magnús bað hann koma yfir ána. Jón vildi það ekki, en lánaði Magnúsi síðhempuna. Jón fór nú samt yfir ána, en neitaði aftur að fara lengra. Magnús rétti honum þá tinflöskuna og Jón fékk sér þrjá sopa, sagðist að því loknu ætla að bíða eftir Magnúsi „þar útá mýrinni á meðan sinna erinda færi.“ Skömmu síðar sá hann Magnús og Guðrúnu Jóns- dóttur ganga frá Úlfárbæ og nið- ur að árbakkanum. Þau settust niður, en stóðu fljótt upp aftur og gengu fram á eyrina. „Ogþar seg- ist Jón séð hafa einhverju hvítu fyrir bregða, so sem dulu til að mynda. Þar eftir heyrt hafa ýlfur, síðan þessi orð Magnús góður, og í þriðja framber Jón sig heyrt hafa Jesús, hvað honum virst hefði neðarlega talað verið.“ Jón steig þá á hest sinn og reið úteftir, fór af baki og beið litla stund, hélt síðan aftur suðureftir „hvar hest- ur Magnúsar komið hefði á móti sér með niðurhangandi taumi.“ Magnús stóð á eyrinni og kallaði á Jón að koma með hestinn. Jón hlýddi og sá Magnús standa yfir Guðrúnu látinni. Magnús skipaði honum að gera henni eitthvað til góða. Jón sneri við á henni höfð- inu „þar það í vatninu að andlit- inu undirhorfandi legið hefði.“ Svo lýsir hann undarlegum aðför- um með stein sem var uppi í Guð- rúnu og Magnús skipaði honum að taka: „þar næst að hann skyldi hrækja á steininn, hvað Jón með- kennir sig eftir hans skipun þó með hræðslu gjört hafa. Sömu- leiðis hefði Magnús sjálfur á steininn hrækt í höndum Jóns, hann svo af honum tekið og uppí Guðrúnar sálugu munn aftur látið, síðan höfuðið ofaní vatnið lagt sem áður var og so frá- gengið.“ Þvínæst leitaði Magnús að brennivínstunnu sem Guðrún hafði haft með sér, en fann ekki. Þeir stigu því á hestbak og Magn- ús sagði: „Nú þarf ei að gangast undir þungan hennar Gunnu, hún er dauð.“ Að því töluðu riðu þeir heim að Hólum, „á hverri leið Jón segir þá ekkert sín á millum talað hafa.“ Fólk var al- mennt gengið til hvílu, en ekki sofnað. Jón gekk til sængur og um morguninn skipaði Magnús honum að fara og rista torf fyrir bónda í sveitinni. Um kvöldið fann Jón ekki síðhempuna og mundi ekki hvað orðið hefði af henni eftir að Magnús fór í hana. Þegar hann spurði Magnús eftir henni brá honum, en svaraði að líklega hefði hún orðið eftir við Úlfárfjárhús. Um nóttina fóru þeir til Þorláks og báðu hann að sækja hana, en Þorlákur hafði þá frétt um daginn að Þorsteinn á Úlfá hefði fundið hana. Hann vissi líka að Guðrún var horfin, en sagði að Þorsteinn hefði ekki ýkja miklar áhyggjur vegna þess að hún væri vön því að bregða sér á bæi. Dómur Magnús Benediktsson var stór- bóndi að Hólum, af góðum ætt- um og efnaður. Þegar manntal var tekið 1703 var hann 46 ára, kvæntur Ingibjörgu Þorkelsdótt- ur og áttu þau átta börn á aldrin- um 3 til 13 ára. Magnúsi var nú stefnt til þings að Saurbæ 12. fe- brúar ásamt öllum sem eitthvað vissu um málið. Þar kom á daginn að almannarómur var búinn að gera upp hug sinn á þann veg að Magnús og Jón hefðu myrt Guð- rúnu. Orðrómur hafði verið um það í sveitinni um sumarið að Guðrún gengi með barnsþunga, en ekki virðast menn hafa vitað hver ætti hann. Ennfremur þótt- ist Þuríður húsmóðir Guðrúnar hafa séð það á líkinu „að þykkt á Guðrúnar sálugu líkama hafi ver- ið líkari til barnsþunga en annarr- ar meinsemdar." Jón Hálfdanarson var færður á þing í járnum og stóð við lýsingu sína. Magnús mætti og sagði að allt sem Jón segði væri lygi „og af honum uppdiktað.“ Við Jón sagði hann: „Þú ert sauðaþjófur minn og hrossa og þú hefur beðið mig að hjálpa þér úr sauðamálum út í dölum.“ Jón svaraði að það væri lygi. Sýslumaður tók síðan til máls og taldi „með þögn og vanrækt ei líðandi að þess allra hæsta Guðs dýrð yrði so forsmán- arlega undir fótum troðin, kon- unglegt lögmál að öngvu aktað og sannkristinn náungi þannig blygðunarlaust og óviðurkvæmi- lega drepinn og myrtur, so sá réttláti dómari neyðist ei að grípa til síns reiði spjóta og harðlega straffa þetta fátæka land vegna soddan himinhrópandi guðlausra vonskuverka." Málið yrði því að komast á hreint. Ekki var Magnús handtekinn að þessu sinni, þó sakaður væri um morð. Hann fékk að ganga frjáls af þingi, en lofaði „að ei umflýjast skuli og réttinum í djúpustu auðmýkt hlýðugur vera, so lengi þetta morðmál ei enda hefur.“ Enn kom sýslumað- ur að Saurbæ mánuði síðar og átti Magnús þá að mæta til yfir- heyrslu. Fullsannað þótti að Guðrún hefði verið myrt. Einnig var komið í ljós að Guðrún hafði átt von á einhverjum áður en hún hvarf, því hun hafði brennivín til- tækt um kvöldið og bað vinnu- mann á Úlfá að láta ekki hurðina aftur. Það er jafnvel eins og ugg- ur hafi verið í henni, því um kvöldið heyrði Þuríður húsmóðir hennar hana segja: „Guð gefi mér eilíft líf, Guð gefi að ég sé sátt og kvitt fyrst við Guð og so við alla menn, hvenær sem ég dey.“ Magnús kom ekki til þingsins og enginn á hans vegum. Ekki boðaði hann forföll, en þrír karl- ar höfðu orðið honum samferða að Melgerði fyrr um daginn. Einnig hafði sést til hans á hest- baki við Saurbæ áður en þingið var sett, með korða á síðunni. Það taldi sýslumaður að Magnús hefði gert réttinum til óvirðingar og þegar ljóst var að Magnús kæmi ekki ákvað hann að taka málið til dóms: „Þá að tilkallaðri Guðs aðstoð og landslaganna greinum yfirveguðum kunnum vér ei að sjá Magnúsi eiður eftir- látist, helst þar allir návistar og samankomnir þingsóknarmenn sem kunnugast um þetta mál má vera sameiginlega játa að sín hyggja sé að Magnús og Jón Guð- rúnu drepið hafi. Er því vor fullkomin meining að Magnús og Jón í þessu illverki valdir séu.“ Málinu var vísað undir endan- legan úrskurð Páls Vídalíns var- alögmanns og Magnús dæmdur rétttækur „undir kóngsins lás, hvar sem hittast kann.“ Afdrif Magnúsar Magnús náðist að heimili sínu skömmu síðar og hafði falið sig í kistu þegar sýslumaður kom. í lok apríl tók Páll Vídalín málið fyrir. Magnús þverneitaði að hann hefði myrt Guðrúnu og var dæmdur til þess að sanna það með tylftareiði. Það þýddi að tólf karlar urðu að lýsa sig sammála því að hann væri saklaus. Um vet- urinn voru Magnús og Jón í haldi að Möðruvallaklaustri, en sumarið 1705 fól amtmaður Hall- dóri Einarssyni sýslumanni Þing- eyjarsýslu að taka eið af Magn- úsi. Halldór hélt þing að Saurbæ 21. september og þar vildi enginn sverja með honum. Magnús var því fallinn á eiði. Þangað til lög- maður dæmdi um refsingu átti Lárus Scheving að halda Magnúsi í fangelsi. Lárus lét þá taka til „kóngsins járn að setja Magnús fastan," en Magnús gekk burt þó honum væri sagt að bíða: „Strax þar eftir gekk sýslumaðurinn út og sendi hreppstjórann Jón Skúlason í tjald Magnúsar að kalla uppá hann, kom Jón aftur og sagði Magnús lofaði strax að koma. Var þá sýslumaðurinn á leið til tjaldsins og þegar hann kom þar var Magnús horfinn og var þá mann að sjá ríðandi uppí fjallið fyrir ofan bæinn, og sam- stundis sendi sýslumaðurinn fimm menn eftir honum.“ Þegar þetta gerðist var orðið myrkt af nóttu og Magnús komst undan, en náðist í Öxnadal daginn eftir. í júlí 1706 hafði Lárus Sche- ving Magnús með sér til alþingis. Magnús var dæmdur í útlegð samkvæmt ákvæðum Jónsbókar og leystur úr járnum, en skyldi vera farinn af þinginu innan þriggja nátta og frá landinu fyrir 15. nóvember. Fáeinum dögum síðar var dómurinn lesinn á leiðarþingi að Skriðu í Hörgárdal og bændum bannað að veita Magnúsi lið eða hýsa hann eftir að liðnum þeim degi. Um haustið fékk Magnús far hjá kaupmanni í Spákonufellshöfða og var í Kaup- mannahöfn um veturinn. Þar fékk hann því framgengt að máli hans var vísað til Hæstaréttar og um vorið kom hann til íslands. Eiðamönnum var öllum stefnt til Kaupmannahafnar, en enginn þeirra sigldi og báru þeir við fá- tækt, aldurdómi og veikindum. 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.