Þjóðviljinn - 17.03.1989, Síða 27

Þjóðviljinn - 17.03.1989, Síða 27
FJOLSKYLDAN SIGTRYGGUR JÓNSSON Sjálfsmynd - Sjálfstraust - Sjálfsvirðing I Ágœtu lesendur Ég hef fallist á að skrifa reglu- lega pistla í Nýtt Helgarblað um málefni fjölskyldunnar og það sem upp getur komið ísambúð og hjónalífi og valdið erfiðleikum. Eg er sálfrœðingur í Reykjayík og hef starfað þar sl. 10 ár. t 3 ár vann ég við Sálfrœðideildir skóla, síðan vann ég við göngudeild Unglingaheimilis ríkisins í5 ár, en sl. 2 ár hefég eingöngu unnið við eigin stofu. Ég hef því unnið mikið með uppeldi barna og ung- linga, en vinn nú að mestu með fullorðið fólk og .erfiðleika þess. Bœði einstaklingsbundna sem sambúðarerfiðleika. Prátt fyrir nokkuð víðtœka reynslu, getur verið erfitt að halda úti föstum þœtti um svo viðamikið mál, sem sambúð og barnauppeldi er, og hitta œtíð í tnark varðandi áhuga og þarfir lesenda. Ég vil því gjarnan fá ábendingar og bréffrá lesendum um efni eða efnisflokka eða jafnvel beinar spurningar til að svara. Öll ölumst við upp í einhvers konar fjölskyldum, stórum eða smáum, hjá foreldrum eða vandalausum og þar lærum við að vera það sem við erum. Með þennan lærdóm förum við síðan inn í sambúð og byggjum upp okkar eigin fjölskyldu, misjafn- lega sátt við það sem við þekkjum úr upprunafjölskyldunni og hvað við viljum halda í, hverju breyta og hverju bæta við. Við þetta bætast síðan áhrif frá umhverfi, breytingar í þjóðfélaginu og þeir möguleikar sem síaukin tækni- væðing býður okkur upp á. Þess- ar síðast töldu breytingar hafa á síðustu árum eða áratugum orðið meir og meir hraðfara og gert auknar kröfur til okkar um að- lögun og átt sinn þátt í því að hver ný kynslóð getur minna og minna notað frá hinum fyrri hvað varðar viðbrögð við þörfum og löngun- um. . Það er ekki ýkja langt síðan hver kynslóðin á fætur annarri gekk til sömu starfa, hver tók við af annarri og lærði strax í bernsku að lifa því lífi, sem koma skyldi. Sjálfsmyndin, sjálfsöryggið og sjálfsvirðingin voru þannig tengd þeirri staðreynd að einstaklingur- inn vissi frá barnsaldri að hverju hann gekk í lífinu og ólst upp við að búa sig undir það. Enginn tími fór í rauninni til spillis. Allt frá því að einstaklingurinn fór að geta tekið til hendinni vann hann að því að læra að leysa erfiðleika og vandamál tengd því sem koma skyldi er hann yrði fullorðinn og því ekki margt, sem komið gat sjálfsmyndinni úr skorðum. A þessum tíma voru störf hefð- bundin og langflestir unnu við frumframleiðsluna, landbúnað og fiskveiðar, en aðeins örfáir við þjónustu, svo sem verslun, kennslu, hjúkrun, prestsstörf eða stjórnun. Tæknivæðingin hefur fyrst og fremst gert það að verk- um að störfum í þjónustu hefur fjölgað og fækkað hefur í störfum við frumframleiðsluna, þótt fra- mleiðslan hafi aukist. Gert er ráð fyrir að nú vinni aðeins um 30% vinnandi manna við frumfram- leiðsluna, en aðrir vinni við alls konar milliliði og þjónustu. Störf ganga ekki lengur í erfðir og undirbúningur fyrir ævistarfið getur ekki hafist fyrr en á ung- lingsárunum, löngu síðar en áður var. Þá fer þessi undirbúningur ekki lengur fram á heimilunum undir leiðsögn foreldra, heldur gerist í skólum og á vinnustöðum eða jafnvel alfarið ótengt vinnu- stöðum. Áður lærðu börn nánast eingöngu kynhlutverk sitt af for- eldrum sínum. Bóndasonur varð bóndi, bóndadóttir varð bónda- kona, menntamannabörn urðu menntamenn o.s.frv. Kynhlut- verk og staðan í lífinu voru miklu fasttengdari en nú er og tengslin við kynhlutverk foreldranna Áður lærðu börn nær eingöngu kynhlutverk sitt af foreldrum sínum. (Mynd Kravauskas) augljósari. Börn læra ekki lengur nema lítinn hluta kynhlutverks síns af foreldrum og aðeins þann hluta sem persónulegur er, ó- tengt starfi og stöðu einstaklings- ins. Uppbygging sjálfsmyndar, sjálfstrausts og sjálfsvirðingar hefur því breyst nrjög mikið og er nú meira tengd ópersónulegum tengslum við fullorðna en áður var. Hins vegar eru þarfir ein- staklinganna fyrir þetta þær sömu og áður og svo er einnig um kröf- ur þjóðfélagsins. Að vita hver þú ert, hvað þú vilt fá út úr lífinu, við hvað þú vilt starfa, að hverju þú stefnir, að þú getir séð um sjálfan þig, látir ekki troða á þér og getir gert kröfur fyrir sjálfan þig í líf- inu. Hlutverk í dag rekst ég sífellt á fleiri og fleiri einstaklinga, sem reyna að Það leið ekki langur tími frá því að skákmót Fjarkans og Skáksambandi íslands lauk að Margeir Pétursson var sestur aftur að tafli nú í Lugano í. Sviss. Þar hefur um margra ára skeið verið haldið eitt helsta opna mót í heimi og dregur það jafnan til sín marga af fremstu stórmeisturum heims. Það er frábrugðið t.d. New York-mótinu í því, að teflt er í einum flokki og getur nánast hvaða skák- maður sem er skráð sig til leiks án tillits til stiga. Keppendur skipta því hundruðum. Að þeim sökum er eins gott fyrir metnaðarfulla skákmenn að ná háu vinningshlutfalli vilji þeir bera sigur úr býtum. Margeir náði glæsi- legu vinningshlutfalli, 8 vinningum úr 9 skákum og varð í efsta sæti ásamt Viktor Kortsnoj. Þeir voru lVi vinn- ingi fyrir ofan næstu menn. Sovéski stórmeistarinn Lerner tók að sér hlutverk hérans í þessu móti, vann fimm fyrstu skákirnar en þá sprakk hann og er úr sögunni. Mar- geir og Kortsnoj voru komnir á fleygi- ferð, unnu hverja skákina af annarri. Fyrir síðustu umferð voru þeir báðir með 7 vinninga, og fékk Margeir ít- alskan andstæðing heldur auðveldari viðfangs en mótstöðumann Korts- nojs, a-þýska stórmeistarinn Knaak. Báðir unnu þeir þó örugglega. Röð efstu manna varð þessi: 1.-2. Margeir Pétursson og Korts- noj (Sviss) 8 v. 3.-15. Lautier (Frakk- land), DeFirmian (Bandaríkin), Ghe- orghiu (Rúmenía), Miles (Bandarík- in), Chernin (Sovétríkin), King (Eng- land), Knaak (A-Þýskaland), Douven (Holland), Rogers (Ástralíu), Lars Bo •Hansen (Danmörk), Piket (Holland), Marinelli (Italíu) og Mascarinas (Fil- ippseyjum) allir með 6V2 vinning. Slakt gengi ýmissa heimsþekktra stórmeistara vakti mikla athygli. Bent Larsen fékk aðeins 4 vinninga úr 9 skákum. Robert Hubner sem tefldi í sínu fyrsta opna móti í langan tíma náði sér aldrei á strik. Og Yasser Seirawan tapaði eins og barn fyrir al- gerlega óþckktum andstæðingi í fyrstu umferð. Það reið baggamuninn hjá Mar- geiri að í 4. umferð lagði hann að velli hinn illræmda stórmeistara Florin Gheorghiu. Hafði hann á orði að það Sigurinn yfir Gheorghiu kom Margeiri á bragöið Margeir Pétursson efstur ásamt Kortsnoj í Lugano væri einhver sætasti sigurinn á skák- ferlinum, ekki aðeins vegna þess að hann hafði áður tapað tvisvar fyrir Gheorghiu, heldur vegna þeirra slæmu kynna sem íslendingar hafa haft af þessum stórmeistara sem hvað eftir annað hefur orðið uppvís að „verslun" með vinninga á skák- mótum. Þessi mikilvæga skák fylgir hér. Gheorghiu velur svokallaðan tékkn- eskan Benony og kom þar ekki að tómum kofanum hjá Margeiri sem gerþekkir þessa byrjun. Hvítur nær betri stöðu vegna meira rýmis og heldur uppi miklum þrýstingi á báð- um vængjum. Það verður Gheorghiu til falls að hann þolir ekki að bíða í óvirkri vörn og leggur út í vafasöm uppíkipti, 30. ,.bxa5. Margeir lætur sig þá ekki muna um að fórna manni, 31. Rxc5! og peðafleygur hans er í þann mund að brjótast fram er Ghe- orghiu reynir að blíðka goðin með því að gefa manninn til baka, en hróks- endataflið sem upp kemur heldur hvorki vatni né vindum. Sannfærandi sigur. 26. Bxd7-Dxd7 27. b4-b6 28. Hbl-Ra6 29. b5-Rc7 30. Hfl-bxa5 SKÁK 4. umferð: Margeir Pétursson - Florin Gheorghiu Benony-vörn 1. d4-Rf6 11. Bg5-Dd7 2. c4-c5 12. Rh2-Rh5 3. d5-g6 13. Df3-Rc8 4. Rc3-d6 14. Rc2-Bf6 5. é4-Bg7 15. Bxf6-Rhxf6 6. RI3-0-0 16. De3-Dc7 7. h3-e6 17. a5-Kg7 8. Bd3-Ra6 18. Bc2-Rc7 9. 0-0-Rc7 19. f4-exf4 10. a4-e5 í V 20. Rxf4-Rd7 21. Rf3-f6 22. Ba4-Re5 23. Rxe5-fxe5 24. Rd3-Hxfl + 25. Hxfl-Bd7 HELGI ÓLAFSSON 31. Rxc5!-dxc5 45. Ha6+-Kc5 32. Dxc5-Hd8 46. Hc6+-Kb5 33. Dxa7-Rxb5 47. He6-Hb3+ 34. Dxd7+-Hxd7 48. Kc2-Hh3 35. cxb5-Hb7 49. Hxe5-Hxh4 36. Hbl-a4 50. Kd3-Hg4 37. Kf2-a3 51. Kd4-h4 38. Hal-Hxb5 52. He8-Hxg5 39. Hxa3-Kf6 53. Hb8+-Ka6 40. h4-Hb6 54. Hh8-Hh5 41. g4-h5 55. Hxh5-gxh5 42. g5+-Ke7 56. Ke3-h3 43. Ke3-Kd6 57. Kf2 44. Kd3-Hbl - og Gheorghiu gafst upp. Ég er ekki viss um að Gheorghiu sé genetískur skíthæll. Til þess að skilja þessa persónu þurfa menn að tengja hana við rúmenskan veruleika. Þar í landi þrífst einhver stórkostlegasta spilling sem um getur í víðri veröld. Mútuþægni er ekkert tiltökumál. Rúmensku þjóðfélagi hefur hægt og bítandi miðað í átt til afsiðunar. Mannréttindi erum fótum troðin og þorri fólks býr við ótrúlegan skort. Mótmæli við fyrirætlunum leiðtogans Ceauseschu, að jafna heilu þorpin við jörðu og reisa sér höll, sem ásamt unthverfi sínu og öðrum stjórnar- byggingum tekur fjórðung höfu- ðborgarsvæðisins, hafa kostað fjölda manns lífið. 1 byrjun síðasta árs varð uppþot vegna matarskorts í nokkrum bæjum í Rúmeníu. Fangelsaðir skiptu þúsundum. Til mikils hluta þessa fólks hefur ekkert spurst og er talið fullvíst að það hafi verið líflátið. Auk þess að hafa gist höfuðborgina Búkarest fyrir tveim árum átti ég þess kost nýlega að ræða þessi mál við einn af þegnum landsins og hann var ansi vondaufur um framtíðina. Mér eru sérstaklega minnisstæð þau orð sem hann hafði um andóf fólks við harð- stjórninni. Á slíkum málum væri tekið af fullri hörku, með aftökum og hörðum refsingum. Þetta ásamt harðvítugum persónunjósnum, sem óhjákvæmilega leiðir til mikillar tor- tryggni gerði Rúmeníu ekki fýsilegan dvalarstað á jörðu eins og nú væri ástatt. í þessu þjóðfélagi hefur Florin Gheorghiu dafnað ágætlega og verið hampað. Hann kann leikreglurnar þó þær dugi honum ekki í lýðfrjálsari löndum. Með í förinni til Lugano var einnig Karl Þorsteins og hafnaði hann í miðjum hópi keppenda, en tefldi þó við marga sterka skákmenn, m.a. en- ska stórmeistarann John Nunn. Eng- lendingurinn er sérstaklega hættu- legur þegar Sikileyjarvörn er annars vegar og Karl fékk að kynnast því í skák sem á áreiðanlega eftir að fara víða: 6. umfcrð: John Nunn - Karl Þorsteins Sikileyjarvörn I .e4-c5 5. Rc3-d6 2. Rf3-e6 6, (,4 3. d4-cxd4 4. Rxd4-Rf6 Keres-árásin svokallaða, eitt skarpasta vopn hvíts gegn þessu af- brigði Sikileyjarvarnarinnar. 6- ••Bt7 9. Be3-Rc6 7. g5-Rfd7 10. Bc4 8. h4-0-0 Staðan fær nú svipmót hinnar nafntoguðu Velimirovic-árásar. blekkja sjálfa sig, aðra eða hvoru tveggja, hvað varðar þessa þætti, í þeim tilgangi að teljast gjald- gengir í þjóðfélaginu. Þessir ein- staklingar eiga í erfiðleikum með að tengjast öðrum tilfinninga- legum og persónulegum böndum af ótta við að upp komist um blekkingarnar og þeir verði því ekki lengur gjaldgengir. Þeir reyna því stöðugt að ímynda sér hvernig þeir eigi að haga sér, hvað falli inn í hópinn, hvað aðrir vilji fá frá þeim o.s.frv. Þeir falla sem sé um sjálfa sig, því í hinni stöðugu leit að því hvernig þeir eigi að haga sér, hugsa eða finna, fjarlægjast þeir stöðugt eigin til- finningar, langanir og skoðanir og geta að lokum ekki gert neinn greinarmun á því, hverjar þeirra eigin tilfinningar eru eða hvað það er, sem þeir halda aðeins að passi inn í. Þeir eru sem sé alltaf að leika hlutverk. Það hlutverk, sem þeir halda að umhverfið, þjóðfélagið, nánustu vinir eða maki ætlist til af þeim. Þeir eru stöðugt að reyna að „standa" sig. Ekki fyrir sjálfa sig, heldur fyrir aðra. Áð lokum verður svo erfitt að halda í við hlutverkið að löngun til uppreisnar brýst fram. Þá eru eigin tilfinningar oft orðn- ar svo fjarlægar að erfitt er að átta sig á þeim. Einstaklingurinn upp- götvar að hann hefur ekki verið að lifa sínu eigin lífi, heldur því lífi, sem hann hélt að hann „ætti“ að lifa. Sjálfsmyndin er légleg, sjálfstraustið oft sýndarmennska og sjálfsvirðingin lítil. Meira um þetta næst. 10. ..Rxd4 11. Dxd4-a6? Þótt ótrúlegt kunni að virðast þá er þetta sennilega ónákvæmur leikur sem gefur sóknartilburðum hvíts á kóngsvæng byr undir báða vængi. Best var 11. ,.Re5 12. Be2-Rc6 13. Dd2-a6 og síðan b7-b5. Svartur hefur þá allgóða gagnsóknarmöguleika. 12. 0-0-0-b5 is. h5_b4 13. Bb3-Rc5 16. h6! 14. f4-Da5 Þessi leikur felur í sér drottningar- fórn hvíts. Það er ekki hægt að kom- ast hjá henni eftir þennan leik. 16. ..e5 17. Rd5!! t Stórglæsilegur leikur. Drottningin er of stór biti að kyngja:‘l7...exd419. Rxe7+-Kh8 19. Bxd4!-Hg8 20. hxg7+-Hxg7 21. Hxh7+!-Kxh7 22. Hhl+-Bh3 23. Hxh3 mát!eðal9. ,.f6 20. hxg7+-Kxg7 21. gxf6+-Hxf6 22. Hdgl+-Kf8 23. Hg8+-Kxe7 24. Hxh7+-Hf7 25. Hxf7 mát. 17. ..Rxb3+ 18. axb3-Bxg5 Örvæntingarfull tilraun. Þiggi Karl drottninguna núna vcrða afbrigðin þau sömu og getið var um í síðustu aths. 18. ..Dal+ 19. Kd2kemurheld- ur engu áleiðis. 19. fxe5-Bxe3+ 22. Rc7+-KI7 20. Dxe3-g6 23. e6+! 21. Dg5-f6 Laglegur lokahnykkur. Drottning- in á a5 fellur svo svartur gafst upp. Kasparov Heimsmeistarinn í skák, Garrí Kasparov, batt snarlega endi á bollaleggingar manna, er hann gekk að eiga hin 24 ára gömlu Mösju Arapovu í marsbyrjun. Athöfnin fór fram í Moskvu en hveitibrauðsdögunum ætla þau að eyða í Baku heimaborg Kasp- arovs. Masja hefur lagt stund á enska tungu og bókmenntir. Föstudagur 17. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.