Þjóðviljinn - 17.03.1989, Qupperneq 29
MEÐ GESTS AUGIJM
GESTUR
GUÐMUNDSSON
Fjölmiðill - ekki flokksmálgagn
í ljós hefur komið á síðustu vik-
um að rekstrarvandi Þjóðviljans
er stærri en um langt skeið og að
gera þarf viðamiklar björgunar-
ráðstafanir á stuttum tíma ef
blaðið á ekki að líða undir lok.
Við þessar aðstæður skiptir
meginmáli að sem flestir velunn-
arar Þjóðviljans fái tækifæri til að
sjá sig um vandann og framtíð
blaðsins og taka þátt í þeim
ákvörðunum sem þarf að taka.
Slíkar umræður þurfa að fara
fram í Alþýðubandalaginu, enda
verður vandi blaðsins ekki
leystur nema með þátttöku
flokksins. og í útgáfufélagi Þjóð-
viljans. Eg vil nota tækifærið til
að skora á velunnara blaðsins að
ganga í útgáfufélagið, axla þar
með hluta af ábyrgðinni á blaðinu
og öðlast möguleika til að hafa
áhrif á framtíðarstefnu blaðsins.
Að mínu viti liggur það á borð-
inu hvaða rekstrarlegu ákvarðan-
ir þarf að taka. Nú þegar þarf að
draga svo úr útgjöldum blaðsins
að það sé ekki lengur rekið með
halla og á örfáum mánuðum þarf
að rétta rekstur blaðsins svo við
að það standi undir eðlilegum
fjármagnskostnaði. Vegna
óheyrilegrar skuldasúpu er nú-
verandi fjármagnskostnaður hins
vegar miklu meiri en eðlilegt gæti
talist, og í samráði við flokk verð-
ur að leita leiða til að létta óeðli-
legum fjármagnskostnaði af
blaðinu.
Æ fleiri hallast að því að rekst-
ur Þjóðviljans sé í raun vonlaust
dæmi og sameina beri blaðið
Tímanum og Alþýðublaðinu, eða
réttara sagt leggja öll þessi þrjú
blöð niður og stofna nýtt óháð
með félagshyggjuöflin að bak-
hjarli. Ég held reyndar að vinstri
hreyfingu á íslandi væri best
borgið með einu slíku stóru blaði
en því miður virðist ekki pólitísk-
ur vilji fyrir því meðal aðstand-
enda Tímans og Alþýðublaðsins.
Um leið og unnið er að slíku blaði
verður því að tryggja sjálfstæða
tilveru Þjóðviljans. Hver sem
framtíðin verður, ríður á að ná
jafnvægi í rekstri Þjóðviljans en
síðan verður að koma í ljós hvort
stefnt verður að sameiningu eða
gert nýtt átak til að stækka Þjóð-
viljann og auka útbreiðslu hans.
Þegar fram í sækir er ekki hægt
að aðskilja rekstarlegar ákvarð-
anir frá mótun ritstjórnarstefnu.
Stuðningur almennra velunnara
Þjóðviljans við blaðið hlýtur að
haldast í hendur við þátttöku
þeirra í umræðum um ritstjórnar-
stefnuna. Á undanförnum árum
hefur oft orðið ágreiningur um
þessa stefnu meðal aðstandenda
blaðsins, en því miður hefur sá
ágreiningur aldrei þróast í lýðr-
æðislegri umræðu. Nú er slík um-
ræða forsenda þess að blaðið
hljóti nægilegan bakhjarl til að
rétta við.
Ágreiningur um ritstjórnar-
stefnu Þjóðviljans á liðnum árum
hefur einkum snúist um það,
hvort blaðinu beri að túlka stefnu
flokksforustu og verkalýðsfor-
ystu á hverjum tíma. Eftir tölu-
verð átök hefur blaðið nú öðlast
sjálfstæði gagnvart verkalýðsfor-
ystu en ekki hefur verið tekið af
skarið urn tengsl þess við flokks-
forystuna. Aðstæður hafa breyst
frá þeim átökum sem t.d. urðu í
ritstjórnartíð Össurar Skarphéð-
inssonar, því að þeir sem þá
kröfðust hlýðni blaðsins við
flokksforystuna eru nú að meira
eða minna leyti í minnihluta í
flokknum, en sá núverandi rit-
stjóra sem þá var helstur talsmað-
ur sjálfstæðis hefur verið fremur
hallur undir núverandi flokksfor-
mann.
Bæði útgáfufélagi og flokki ber
að viðurkenna að Þjóðviljinn get-
ur aldrei aftur orðið þröngt
flokksmálgagn. Blaðinu ber að
standa vörð um sömu grund-
vallarhugsjónir og Alþýðubanda-
lagið aðhyllist, en fjölmiðill
hlýtur að gera það með öðrum
hætti en flokkur. Fjölmiðill getur
ekki látið sér nægja þá skil-
greiningu sem stjórnmálaflokkur
gefur á hverjum tíma á markmið-
um og leiðum sósíalískrar bar-
áttu, heldur hlýtur hann stöðugt
að efast og spyrja og leiða um-
ræðuna þannig áfram. Á hinn
bóginn verður fjölmiðill að veita
stjórnmálamönnum stöðugt að-
hald, bera gerðir þeirra saman
við fyrirheit og hugsjónir og
spyrja um innra samræmi í gerð-
um þeirra. Þessu hlutverki verð-
ur Þjóðviljinn að gegna gagnvart
Alþýðubandalagi ekki síður en
öðrum flokkum.
Um leið og Alþýðubandalagið
kemur til stuðnings Þjóðviljanum
verður það að staðfesta að það
ætlar blaðinu sjálfstæði. Rit-
stjórn blaðsins verður að hafa
frjálsar hendur um mótun rit-
stjórnarstefnunnar, og jafnframt
er nauðsynlegt að efla umræðu
um þá stefnu. Útgáfufélagið þarf
að halda fundi og ráðstefnur um
ritstjórnarstefnuna og einstaka
þætti hennar auk þess sem ein-
staklingar koma með ábending-
ar.
Það er ekki nóg að ritstjórnar-
stefna Þjóðviljans sé sjálfstæð,
heldurþarf hún líka að vera opin.
Blaðið á ekki að flytja heilagan
sannleika heldur birta frásagnir
og umræðu sem auðvelda lesend-
um að komast að eigin niður-
stöðu. Það er engin ástæða til
þess að síður blaðsins séu notaðar
til að klífa á því sem ritstjórn
(hvað þá flokkur) telur vera
sannindi, en þeim mun meiri þörf
á að skoða viðtekin „sannindi"
íslenskrar þjóðmálaumræðu
gagnrýnum augum.
Mér hefur lengi þótt Þjóðvilj-
inn verja óþarflega miklum
kröftum í að rekja atburðarás ís-
lenskra þjóðmála, hvort sem um
er að ræða stjórnmál, samning-
amál á vinnumarkaði eða stórtíð-
indi úr viðskiptaheiminum. í stað
þess að eltast við þessa atburði
frá degi til dags á Þjóðviljinn að
draga saman og veita yfirsýn yfir
atburðarásina og leggja þó meg-
ináherslu á að kryfja baksvið at-
burðanna og tengsl þeirra við
meginstrauma í íslenskri þjóðfél-
agsþróun. Blaðið á að gera meira
af því að láta einn eða fleiri blaða-
menn einbeita sér að ákveðnum
sviðum þjóðlífsins í ákveðinn
tíma. Þá á Þjóðviljinn að flytja
fleiri frásagnir úr daglegu lífi
fólks, frá vinnustöðum, úr fbúða-
hverfum, úr frístundalífi o.s.frv.
Menningarumfjöllun Þjóðvilj-
ans hefur skipst óþarflega mikið
upp í ókeypis auglýsingar annars
vegar og gagnrýni á einstök verk
hins vegar. Það vantar samfelld-
ara mat á menningarpólitík
stjórnvalda og annarra sem þar
eiga hlut að máli. Við þurfum
meira af beittri gagnrýni á (ó)m-
enningarlegt andrúmsloft í
samfélaginu og menningarum-
fjöllun Þjóðviljans er allt of ein-
skorðuð við svokallaða „há-
menningu“. Dægurtónlist,
myndbönd, tíska og fjölmiðlar
eru svo ríkur þáttur í nánasta
menningarlega umhverfi íslensks
almennings, að fjölmiðill sem
kennir sig við alþýðu hlýtur að
gera þessari „lágmenningu“ góð
skil. Þetta hef ég oft sagt áður og
útfært frekar, en mér til mikillar
furðu eru enn menn (og sumir
yngri en dr. Hallgrímur Helga-
son) sem telja sumar greinar lista
til hámenningar, sem sé verð um-
fjöllunar, en fjöldamenningu alla
til lágmenningar og um hana eigi
einungis að fara niðrandi orðum.
Ég gæti haldið áfram að hugsa
upphátt um Þjóðviljann en Iæt
hér staðar numið. Meginatriðið
er að sem flestir velunnarar
blaðsins skipti sér af blaðinu, segi
skoðun sína á því hvernig það á
að vera og taki þátt í að rétta það
við.
KVIKMYNDIR ________________
Aóskildir síamstvíburar
Dead Ringers (Tvíburarnir) í Regn-
boganum. Kanadísk, 1988. Leik-
stjórn: David Cronenberg. Handrit:
Cronenberg og Norman Snider, byggt
á sögunni „Twins“ eftir Bari Wood og
Jack Geasland. Aðalhlutverk: Jer-
emy Irons og Genevieve Bujold.
Það er alltaf gaman að fylgjast
með hvernig verk ákveðinna
kvikmyndagerðarmanna þróast,
sérstaklega ef þróunin er í rétta
átt. Kvikmyndasmiðir úr Vestur-
heimi hafa mátt sæta þeirri
gagnrýni að myndir þeirra fjalli
ekki um neitt en eru engu að
síður tæknilega fullkomnar. Þe.
þeir hafi ekkert að segja heimin-
um sem listamenn.
Enda þótt Kanadamaðurinn
David Cronenberg hafi farið
eigin leiðir við gerð sinna kvik-
mynda, svo ekki sé meira sagt,
hefur hann mátt þola þessa
gagnrýni að nokkru leyti. Hingað
til hefur hryllingurinn verið hon-
um hugleikinn og standa fáir hon-
um á sporði í hryllingsmynda-
gerð.
Persónulega hefur mér raunar
aldrei þótt mikið til mynda Cron-
enbergs koma. Kvikmyndir eins
og „The Fly“, „Videodrome", og
„Scanners" þóttu allar frambæri-
legar hryllingsmyndir, en ein-
hvern veginn hreifst ég aldrei
með óskapnaðinum og þótt „The
Dead Zone“ hafi verið eitthvað
skárri var það ekki nóg. Tækni-
brellur ýmiskonar hafa fylgt
Cronenberg frá upphafi og hefur
hann nýtt sér tæknina til hins ýtr-
asta. Af þeim sökum hefur Cron-
enberg verið of upptekinn af
möguleikum tækninnar sem
spennuvalds og fyrir vikið var
hann hættur að koma manni á
óvart.
Það gerir þó nýjasta mynd
kappans, „Dead Ringers“, og
leikur enginn vafi á að hér er lang
besta verk hans til þessa. Það er í
raun ótrúlegt hvað Cronenberg
skiptir hér um stfl. Hann er hætt-
ur að eltast við tæknilegar hryll-
ingsmyndir (sem fjalla ekki um
neitt) og snýr sér með góðum ár-
angri að hinu flókna fyrirbrigði
sem mannssálin er.
Myndin er gerð eftir sögunni
Tvíburunum, eftir Bari Wood og
Jack Geasland. Þar sem ég hef
ekki lesið bókina er samanburður
við söguna eðlilega látinn liggja
milli hluta. „Dead Ringers" er
oc ■j|s*l
O 1 % % w
£
i
ÞORFINNUR ÓMARSSON
hins vegar magnað kvikmynda-
verk frá upphafi til enda þar sem
hin innri spenna sálarinnar magn-
ast stig af stigi. Sumir vilja kalla
þetta sálfræðilegan trylli og er
það hreint ekki svo galið.
Sagan segir í stuttu máli frá tví-
burum nokkrum, Elliot og Be-
verly Mantle, sem frægir eru fyrir
afskipti sín af læknavísindum.
Þeir hafa búið saman allt sitt líf og
hefur hvorugur þeirra gert nokk-
uð á eigin spýtur, heldur deila
þeir öllu hvor með öðrum. Þeir
minna því mjög á Sjang og Eng,
síamstvíburana frægu. Segja má
að Mantle-tvíburarnir hafi aðeins
eina sál í tveimur líkömum en
Sjang og Ehg tvær sálir í einum
líkama. Þegar tvíburarnir síðan
kynnast leikkonu (of vel?)
breytist óhjákvæmilega lífshlaup
þeirra. Hún velur annan fram yfir
hinn en þegar á reynir er ómögu-
legt fyrir þá að slíta sig hvor frá
öðrum. Vandamál þeirra er af
svipuðum toga og þeirra Sjangs
og Engs, þe. fari annar, fer hinn
líka.
Með hlutverk tvíburanna fer
hinn stórgóði breski leikari Jer-
emy Irons. Hann hefur oft sýnt
mikil tilþrif í kvikmyndaleik en
aldrei neitt í líkingu við sálar-
kreppu Mantle-tvíburanna. Væri
orðið leiksigur ekki ofnotað ætti
það við um túlkun hans á tvíbur-
unum. Myndin stendur og fellur
með leik Irons en vegna frammi-
stöðu hans er engin hætta á falli.
Genevieve Bujold leikur
leikkonuna á sannfærandi hátt en
hlutverk hennar hefði þó getað
verið betur skrifað. Sérstaklega
er samskiptaleysi hennar við Be-
verly undarlegt þegar hún hverf-
ur frá í nokkrar vikur og hin
eiginlega sálartortíming bræðr-
anna hefst.
„Dead Ringers" er kannski
ekki gallalaus kvikmynd en
greinilegt er að David Cronen-
berg kann að hafa áhrif á áhorf-
andann. Hún er ekki þessi dæm-
igerða afþreying en þeim mun
áhrifameiri. Lokaatriði myndar-
innar er snilldarlega úr garði gert
og þegar sýningu hennar er ’okið
situr áhorfandinn stjarfur c0 get-
ur sig hvergi hreyft.
Föstudagur 17. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 29