Þjóðviljinn - 17.03.1989, Síða 30
MYNDLIST
SUM á Kjarvalsstöðum, 100 verk e.
15listamenn, opiðdagl. 11-18, lýkur
9.4.
Harpa Karlsdóttir sýnirtíu olíumál-
verk í andyri Landspítalans (vinstri
álmu).
Teikningar Rosu Liksom frá Finn-
landi í anddyri Norræna hússins, opið
11- 18nemamánud., Iýkur27.3.
Snorri Sveinn Friðriksson sýnir
vatnslitamyndir í Gallerí Borg opið
virka 10-18, helgar 14-18.
Nýiistasafnið: Sólveig Aðal-
steinsdóttir sýnir skúlptúra úr gifsi,
timbri o.fl. og teikningar. Svala Sig-
urleifsdóttir sýnir Ijósmyndir í efri
sal.Opið virka 16-20, helgar 14-20.
Nýhöfn: Gretar Reynisson opnar
sýningu á oliumálverkum og teikning-
um á laugardag. Opið virka 10-18,
helgar14-18.
Ragnar Stefánsson opnarsýningu í
F.I.M.-salnum í dag kl. 17-20. Á sýn-
ingunni eru myndverk úrýmsum efn-
um. Opið virka daga 13-18, helgar
14-18. Lýkur 4.4.
Elsa Rook frá Svíþjóð sýnir í Gallerí
List 24 akrýlverk. Opið dagl. 10.30-
18, sd. 14-18.
Listasaf n Einars Jonssonar, opið
Id. sd. 13.30-16. Höggmyndagarður-
inndagl. 11-17.
Listasafn Islands. Salur 1: Jón Stef-
ánsson, Jóhannes Kjarval, Gunn-
laugur Scheving. Salur2: Þórarinn B.
Þorláksson, Ásgrímur Jónsson. Aðrir
salir: Nýaðföng. Leiðsögnsd. 15.00.
Opið nema mánud. 11-17.
Listasaf n Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnesi, 50 verk Sigurjóns, 14-
17um helgar.
Sigurþór Halibjörnsson (Spessi)
sýnir á Mokka v/ Skólavörðustíg Ijós-
myndir úr ferðum sínum.
Gallerí Gangskör, opið þd.-föd. 12-
18, verk gangskörunga til sýnis og
sölu.
Gallerí Grjót, Sigurður Þórir Sigurðs-
son og Kristbergur Pétursson hafa
bæst í hóp þeirra sem sýna þar. Opið
12- 18virkadaga.
Safn Ásgrims Jónssonar, Berg-
staðastræti 74, vatnslitamyndirAs-
gríms til maíloka, dagl. 13.30-16
nema mánu- og miðvd.
SPRON, Alfabakka 14, Breiðholti,
verk eftir Sigurð Þóri Sigurðsson,
opið virka 9.15-16 nema föstud.
9.15-18. Lýkur 31.3.
Ragnar Lár sýnir 20 „karikatúra" af
þekktu fólki í Innrömmun Sigurjóns,
Ármúla 22, frá mánud. til föd.
Slúnkaríki, Aðalstræti 22 Isafirði:
Hreinn Friðfinnsson sýnir nokkur
verk unnin á síðustu árum. Opið
fimmtud. til sunnud. 16-18. Lýkur2.4.
Lars Emil Árnason opnar málverka-
sýningu ÍÁsmundarsal, Freyjugötu í
dag. Opið virka daga 16-20 um helg-
ar14-20. lýkur 27.3.
Sigríður Elfa Sigurðardóttir og
Cheo Cruz opna málverkasýningu í
Bókhlöðunni Akranesi á laugard.
Opið 14-20 alla daga. lýkur 27.3.
Inga Elín sýnirglerlist í Epal 17.3. til
1.4.
Edwin Kaaber sýnir málverk í Bóka-
safni Kópavogs. Opið virka daga 10-
21, laugard. 11-14.
Katrín H. Ágústsdóttir sýnir vatns-
litamyndir í Jónshúsi í Kaupmanna-
höfn. Sýningin opnar 22. mars og lýk-
ur14. apríl.
TÓNLIST
Kór Kennaraháskólans í Hafnar-
borg, Hafnarfirði, fd. kl. 20.30. Lög
eftir íslenska höf. og íslensk þjóðlög
auk Ástarvalsa eftir Brahms. Stjórn-
andi Jón Karl Einarsson. Undirleikur
nem. ítónlistarvali.
Gítartónleikar á mánud. kl. 20.30 i
íslensku Óperunni í tilefni sextugs-
afmælis Gunnars H. Jónssonar
kennara. Flytjendur Arnaldur Arnar-
son, Einar Kr. Koh og Símon H. Ivars-
son.
Burtf arartón leikar T ónlistarskólans
í Reykjavík sunnud. kl 17 í sal skólans
Skipholti 33. Flytjandi Petrea Óskars-
dóttir, flautuleikari. Píanóundirleikur
Krystyna Cortes og Hrafnhildur Guð-
mundsdóttir.
Big-band tónleikar á Akureyri og
Húsavík. LéttsveitTónmenntaskóla
Reykjavíkur undir stjórn Sæbjörns
Jónssonar. Akureyri laugard. kl. 17
með Stórsveit Tónlistarskóla Akur-
eyrar í Möðruvallakjallara MA. Stjórn-
andi Stórsveitar Robert C. Thomas.
Sunnud. Húsavík með Léttsveit
Húsavíkur kl. 15. Stjórnandi Léttsv.
Hús. Keith R. Mile.þ
Requlem Mozarts í Kristskirkju föst-
ud. kl. 20.30 og laugard. kl. 17.
Stjórnandi Úlrik Ólason. Einsöngvar-
ar Signý Sæmundsdóttir, Þuríður
Baldursdóttir, Jón Þorsteinsson og
Guðjón Óskarsson. Konsertmeistari
Szymon Kuran, 25 manna kammer-
sveit og 70 manna söngsveit.
Hvað á að gera um helgina?
Laufey Sigurðardóttir
fiðluleikari
Ég er á æfingu á laugardagsmorgni og kenni svo seinnipartinn, en ég
ætla samt að gefa mér tíma til þess að fara á ljósmyndasýningu í
Nýlistasafninu. Um helgina ætla ég bara svona almennt að borða og
drekka eitthvað gott og horfa svo á Matador á sunnudagskvöld, en það
er hápunktur helgarinnar.
eb
Frétta- og heimildarmyndir frá So-
vét í Mír sd. kl. 16 í tilefni 30 ára af-
mælis Félagsins Sovétríkin-Ísland.
M.a. mynd frá 1955 af hópi Sovét-
manna sem ferðaðist um ísland. Aðg.
ókeypis.
Hrafnhildur Schram heldurfyrirlest-
ur um Júlíönu Sveinsdóttur listmálara
sem hún nefnir i leit að einfaldleika í
Listasafni (slands Id. kl. 15.
Árshátíð Alliance Francaise í Ris-
inu Hverf isgötu 105 Id. T ríó Marc
Perrone skemmtir.
Félagsvist Húnvetningafélagsins
Id. kl 15 í Húnabúð Skeifunni 17.
ÍÞRÓTTIR
Karfa. Úrslitaleikirí Flugleiðadeild.
ÍBK-KR. Id. 17.00 í Keflavík og md.
20.00 í Hagaskóla. 1 .d.kv. Id. 14.00
UMFN-lR, sd. 14.00 KR-ÍBK Haga-
skóla. 1 .d.ka. föd. 20.00 UBK-UMFL
Digranesi, Id. 14.00 UMFS-Reynir,
ÚÍA-Víkverji.
Badminton. Unglingameistaramót
íslandsáAkranesi.
Haustbrúður, höf. og leikstj. Þórunn
Sigurðardóttir, í Þjlh. laugd. 20.00
Ferðin á heimsenda í lönó Id. sd.
14.00.
Brestir á litla sviði Þjlh. Id. 20.30.
Háskaleg kynni, Þjlh. föd., sd.
20.00. Síðusta sýningar.
Óvitar í Þjlh. Id., sd. 14.00.
Sveitasinfónían í Iðnó ld„ sd. 20.30.
Herranótt, Tóm ást eftir Sjón föd. og
Id kl. 20.30 ÍTjarnarbíói. Síðustu sýn-
ingar.
Mjallhvít hjá Leikbrúðulandi Fríkir-
kjuvegi 11 sd. kl. 15. Síðastasýning.
Egg-leikhúsið. Sál mín er hirðfífl í
kvöld. Tveir einþáttunaar eftir Micha-
el de Ghelderode og Árna Ibsen.
Frumsýning Id. Sýningin fer fram í
Hlaðvarpanum og í Listasalnum Ný-
höfn. Leikstjóri Sveinn Einarsson.
Miðasala í Hlaðvarpanum.
Emil í Kattholti hjá Leikfélagi Akur-
eyrar kl 15 og 18 sd. Allra síðustu
sýningar.
Hver er hræddur við Virginíu Wo-
olf hjá Leikfél. Akureyrar föd. og Id. kl
20.30.
HITT OG ÞETTA
Félag eldri borgara, opið hús í
Tónabæ fellur niður á Id. Dans-
kennslan í Nýja dansskólanum Ár-
múla 17 Id. frá 14.30-17.30. Opið
hús sd. í Goðheimum, Sigtúni 3,
spjall, spil og tafl frá 14, dansað 20-
23.30. Opið hús í Tónabæ mánud. frá
13.30, félagsvist frá 14.00.
Laugardagsganga Hana nú, lagt af
stað 10.00 frá Digranesvegi 12. Sam-
vera, súrefni, hreyfing.
Ferðafélagið, sd. 1) 10.30 Gullfoss
Geysir, 1.400 kr. 2) Bláfjöll-
Kleifarvatn, skíðaferð, 800 kr. 3) kl.
13 Skíðagönguferð umhverfis Helga-
fell, 600 kr.
Útivist, sd. 10.00 Gönguskíðaferð
yfir Leggjabrjót, 100 kr. Kl. 13 Land-
námsganga, Kléberg-Músarnes.
BrottförBSl.
Víkingar í Jórvík og Austurvegi, í
Norræna húsinu og Þjóðminjasafni,
opin dagl. nema mánud. 11-18.
Anders Huldén, sendiherra Finna á
islandi segirfrá bók sinni Finnska
konungsævintýrið 1918 í Norræna
húsinu sd. kl. 16.00. Fyrirlesturinn er
ásænsku.
Rósa Luxemburg eftir Margarethe
von T rotta í Kvikmyndaklúbbnum,
Regnboganum Id. 15.00
LEIKLIST
FJÖLMIÐLAR
ÞRÖSTUR
HARALDSSON
Kreppa hér og þar
Ef marka má fréttir ríkir víðar
kreppa í fjölmiðlun og blaðaút-
gáfu en hér á íslandi. Tvö dönsk
dagblöð sem bæði teljast til
vinstri kantsins hafa átt í erfið-
leikum - af ólíkum toga - og
brugðist við þeim með afar ólík-
um hætti.
Annað þessara blaða er In-
formatíon. Um nokkurt skeið
hafði blaðið af og til birt fréttir af
versnandi afkomu sinni en um
áramótin rak það upp rama-
kvein, kvaðst vera að fara á haus-
inn og spurði lesendur sína hvort
þeir og Danmörk gætu komist af
án Informatíon.
Blaðið er í eigu starfsmanna og
eftir að hafa rekið upp veinið
hófu þeir herferð til að safna nýju
hlutafé. Lesendur og velunnarar
blaðsins voru beðnir að skrá sig
fyrir hlutum hið snarasta til að
koma í veg fyrir lokun blaðsins.
Viðbrögðin voru betri en björt-
ustu vonir stóðu til og markinu
sem sett var náð mun fyrr en
reiknað var með. Kreppu blaðs-
ins var afstýrt og Informatíon
kemur áfrain út, lesendum sínum
og dönsku lýðræði til gagns.
Hitt blaðið sem á í erfiðleikum
er Land & Folk en það hefur ver-
ið málgagn danska kommúnista-
flokksins (DKP) um langan
aldur. DKP hefur frá stofnun
fylgt Sovétríkjunum að málum í
gegnum þykkt og þunnt. Flokk-
urinn átti duglega forystumenn
sem tryggðu honum þingsæti allt
fram til 1978. Þá datt DKP út af
þingi og síðan hefur leiðin legið
niður á við. Fylgið hrundi af
flokknum, efnilegir forystumenn
leituðu á önnur mið og blaðinu
hnignaði, bæði efni og út-
breiðslu. Eftir sat í forystu flokks
og blaðs hópur staðnaðra pólitík-
usa sem danskt tímarit nefndi
Stalínsklúbbinn.
En svo kom glasnost í Sovét og
fyrir tveimur árum bar flokkur-
inn gæfu til þess að kjósa ungan
mann úr verkalýðshreyfingunni
til formennsku. Hann boðaði
nýja tíma og á árlegri útihátíð
Land & Folk í Kaupmannahöfn í
fyrrasumar voru boðaðar miklar
breytingar á útgáfunni. Því var
lýst yfir að hér eftir myndi blaðið
leitast við að höfða til alls danska
vinstrivængsins. Þetta gekk eftir.
Útliti blaðsins var gerbreytt, það
lifnaði verulega við og var ófeim-,
ið við að skýra frá átökum í DKP
og Sovétríkjunum sem og annars
staðar. Ráðist var í söfnun nýrra
áskrifenda og bar hún þann ár-
angur að þeim fjölgaði úr 5.800 í
7.200 eða um fjórðung á hálfu
ári.
En þá fór að slá í bakseglin.
Stjórn blaðsins var skipuð fimm
mönnum og töldust tveir til Stal-
ínsklúbbsins en þrír til „endur-
nýjunarsinna“. I þessari stjórn
hafði verið deilt um margt, td.
hvort eingöngu ætti að ráða
flokksfélaga til starfa á ritstjórn
og hversu langt ætti að ganga í
frásögnum af umræðum í stjórn-
arstofnunum DKP. Þann 1. fe-
brúar gafst einn nýju mannanna
upp og þá voru jafnmargir úr
hvorum armi eftir í stjórninni. í
næstliðinni viku sögðu hinir
endurnýjunarsinnarnir sig úr
stjórninni svo þar sitja nú bara
tveir menn, báðir fulltrúar gömlu
flokkshefðarinnar.
Tvímenningarnir sem sögðu
sig úr stjórninni á dögunum hafa
borið annan þeirra sem eftir sitja
Infoi
Torsdag 9. marts 1989
UAFHÆNGIG AF PARTIPOLITIK UA
45. árgangnr. 58. Pris6,75kr. ooo
Befri Land & Folk
DE SKÆNDES I Dronningens Tværgade i Ko-
benhavn, hvor Danmarks Kommunistiske Par-
ti har sit hovedkvarter. Og de gor det med en bramfri
ábenhed, der indtil for ganske fá ár siden ville have
været utænkelig blandt kommunister - nár bortses
þungum sökum um gerræðislega
stjórnun, ritskoðun og fleira
vont. Hann hefur af vaxandi
þunga beitt sér gegn fréttum af
innra starfi DKP og notið til þess
þeirrar stöðu sinnar að vera bæði
í stjórn flokksins og ritstjóri
blaðsins.
Enn er ekki bitið úr nálinni
með það hvernig flokkurinn
bregst við því ástandi sem upp er
komið á blaðinu, það ræðst vænt-
anlega um næstu mánaðamót. Þá
munu þeir takast á í miðstjórn-
inni sem vilja annars vegar gefa
út safnaðarblað með litla út-
breiðslu og enn minni áhrif og á
hinn bóginn þeir sem vilja gefa út
opið og fordómalaust blað sem
þorir að gagnrýna það sem rit-
stjórnin telur gagnrýnisvert.
í leiðara um atburðina á Land
& Folk segir Informatíon að blað
þar sem „græningjar úr grasrót-
inni og kreddulausir sósíalistar
nenna að segja skoðun sína og
kynna sér skoðanir annarra muni
auðga danska dagblaðaútgáfu og
lýðræðið í landinu. Frelsisbarátt-
an á Land & Folk er of mikilvæg
til þess að láta miðstjórn DKP
eina um að útkljá hana.“
30 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. mars 1989