Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR Að yf irgefa Flokkinn og sigra Heiminn Ég, Skaöi, hefi orðið var við það í mínum flokki, Sjálfstæðisflokknum, að menn eru eitthvað að hneykslast á því þótt Borgara- flokkurinn fari í stjórn með Steingrímsa og kommunum. Ég get ómögulega verið að því, svei mér þá alla mína daga. Ég segi bara: farið hefur fé betra. Og líka þéfía: eigi skal haltur ganga meöan bífurnar á Þorsteini mín- um Pálssyni og Davíð borgarstjóra eru jafn- langar. Mér þótti það til dæmis alveg út í hött þegar sá sem fór og kom, Albert Guðmundsson, var eitthvað að líkja Borgaraflokknum og Júlla Sólnes við Júdas og sagði að þeir heföu gert einhvern öfugan bisness og fengið ekki þrjátíu silfurpeninga heldur í mesta lagi fimmtán fyrir sína ótryggð og svikin flá. Albert áttar sig alls ekkert á markaðsprísunum í slík- um málum: það er nú fjandakornið einhver pinkulítill munur á því að svíkja Jesúm, son guðs eða Inga Björn, son sendiherrans í Par- ís, maður verður nú að viðurkenna það. Annars hitti ég Víkverja Moggans, sem er gamall vinur minn, á förnum vegi í umhleyp- ingum haustsins og hann var eitthvað svo andskoti fúll. Af hverju ertu svona fúll? spurði ég. Mér stendur ógn af lauslætinu í heiminum, sagöi hann. Hvað ber til þess? spurði ég. Ég er svo hneykslaður að ég veit ekki hvar nef mitt er, sagði Víkverji. Sjáðu alla þessa flokksbræður okkar, Skaði, sem hafa krækt sér í ráðherrastól bara með því að hlaupas'. frá sínum flokki í lengri eða skemmri tíma. Sjáðu Friðjón Þórðarson, sem aldrei hefði orðið dómsmálaráðherra nema með því að dandalast með Gunnari Thór í einhverja kommastjómina. Aldrei hefði Gunnar sjálfur orðið forsætisráðherra nema með sínu brotthlaupi. Og svo eru þessir karlar eins og Óli Guðbjarts og Júlli Sólnes-alltaf voru þeir að bítast og berjast um að verða þingmenn fyrir okkur. En það gekk ekki nema með því að hlaupast á brott. Kæri vin, sagði ég, þetta er bara lögmál lífsins. Menn verða að kveðja föðurog móður og leita sér þroska í hinum pólitísku út- löndum. Iss, sagði Víkverji. Það er ekki eins og þetta séu einhverjir andskotans unglingar. Þetta er allstaðar svona, sagði ég. Líttu bara í kringum þig með opnum huga og láttu lífsreynsluna flæða um þig í friði. Hvað gerði ekki sjálfur Hannibal? Hann lét hrekja sig úr sínum krataflokki og var náttúrlega orðinn ráðherra hjá kommum eins og skot. Og ef þú horfir á þessa ríkisstjórn, þá er hún mestan part samsett af þessum pólitísku flótta- mönnum. Þar eru ekki bara Júlli Sólnes og Óli Þorn. Þar eru þeir Jón Baldvin og Ólafur Ragnar sem báðir eru tvöfaldir flóttamenn. Jón flúði frá kommum og frjálslyndum og Ólafur frá Framsókn og frjálslyndum. Jón Sigurðsson flúði úr Þjóöhagsstofnun og ég er viss um að hinir hafa einhvern flótta í sálinni líka. Lífið er bara svona, kæri vin - maður verður stundum að hlaupa kringum hnöttinn til að komast loksins aftan að sjálfum sér. Aldrei fór Ólafur Thors neitt, sagöi Víkverji og þrjóskusvipurinn vildi ekki yfirgefa hann. Vitanlega ekki, sagði ég. Hann þurfti ekki að fara neitt. Það er bara svona. Sumir menn eru fæddir í ráðherrarúmi ef svo mætti segja. Eða ritstjórastóli, sagði Víkverji angurvær og í fjarrænu bliki augna hans skaut upp endurskini af duldum harmi. Eigi má sköpum renna, sagði ég. Og hafðu í guðanna bænum ekki áhyggjur af þessu fólki sem þú heldur að séu liðhlaupar. Líttu á þaðjákvæða ítilverunni. Það er staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er svo mikill hæfileika- banki að ekki rúmast öll ráðherraefni innan hans. Því er um að gera að þeir sem ekki komast að leggi land undir fót og hasli sér völl hér og þar. Þá verða miklu fleiri menn ham- ingjusamir yfir því að hafa orðið ráðherrar. Og þetta endar með því að Sjálfstæðisflokk- urinn verður út um allt og elskan mín, hvað viltu meir? EKKI ÞÓ MANNVITI Það er svona með fsland, það er fullt af öllu... Morgunblaðið EKKERT MÁ MAÐUR í skjóli guðfræði ætti mönnum ekki að leyfast að taka sér alræð- isvald og segja að í öllum konum búi norn. Morgunblaðið HÁMARK FIRRING- AR í SAMFÉLAGINU Virðist nú svo komið að sauðkindin er að verða bænda- laus þegar mest á reynir. Tíminn FUNDIN HEILÖG ÞRENNING Næstkomandi. sunnudag mun Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra mynda sína þriðju ríkisstjórn. Þar með hefur hann skipað sér á bekk með þremur mönnum sem myndað hafa þrjár ríkisstjórnir eða fleiri á íslandi. Tíminn SVELTUR SITJANDI KRÁKA... Júlíus Sólnes leitaði hvað eftir annað eftir þingframboði á veg- um Sj álfstæðisflokksins áður en hann yfirgaf flokkinn. Nú er hann orðinn ráðherra. Það mætti ætla að leiðin fyrir metnaðarfulla Sjálfstæðismenn uppí ráðherra- stól sé sú að yfirgefa flokkinn. Morgunblaðið LOKS VAR DABBI EKKI SPURÐUR ! Eiríkur Jónsson höfundur sagði í samtali við Tímann að hér væri á ferðinni bók sem markaði tíma- mót. Bókin er skrifuð án sam- þykkis Davíðs Oddssonar borg- arstjóra. Tíminn ALLTAF SLEPPA HEIMSK- INGJARNIR Fjöldi greindra einstaklinga með alnæmi. Fyrírsögn opinberrar skýrslu ÁÐ LOKUM SIGRAR SANNLEIKURINN! Nú er almennt viðurkennt að allir þurfi hæfilega hreyfingu. r fh 'Á Sjá þetta! ----- Ég veit að það er nauðsynlegt að klæða sig eftir tilefnum en er þetta ekki full langt gengið hjá Sverri... Pressan AUÐLEGÐ Á VÖXT- UMÍGUÐANNA RÍKI Jafnframt vitum við að hinn óveiddi þorskur er ekki glataður heldur inneign á háum vöxtum. Morgunblaðið MARKAÐS- LÖGMÁLIN ÚR SAMBANDI? Rétt verð fyrir banka - endalaust álitamál. Sverrir Hermannsson 2 SIÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 15. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.