Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 18
strandbænum Bognor Regis var mikið um að vera, því íbúar héldu upp á 60 ára kaupstaðarafmæli með karnivali og miklum hátiðarhöldum. Af ökuferð í sumarblíðu um suðurhér- uð Englands með viðkomu ásöfnum, sjávarströnd og innanum „sveitavínu Að aka með vinstri vitund Á sama tíma og lands- menn, í það minnsta þeir sem búa á Suður- og Vesturlandi, hafa lifað eitt vætusamasta og sólarminnsta sumar um langtárabil, eigafrændurokk- ar Irar og nágrannar þeirra á Bretlandseyjum ekki orð til að lýsa veðurblíðunni í sumar sem er eitt það besta sem þar hefur komið í mannaminnum. Sumar á Bretlandi byrjaði snemma í vor með mikilli hita- bylgju og það hefur ekkert lát verið á sól og hita þar um slóðir í allt sumar og nú þegar haustrigningarnar ættu að vera byrjaðar að hella sér yfir eyjarnar, sést ekki skýhnoðri á himni, og ekkert lát virðist ætla að verða á sumarblíð- unni. Aö vísu eru ekki allir jafn- ánægðir með þetta eindæma veðurfar á Bretlandi. Bændur vilja gjarnan fá rigningu og það strax, því hætta er á uppskeru- bresti vegna mikilla þurrka og íbúar stórborganna, sem búnir eru að eyða sumarfríinu sínu úti í sveitakyrrðinni, eru einnig orðnir óþreyjufullir eftir ögn svalara veðri og góðri regndembu svo svækjan sem legið hefur yfir London og öðrum stórborgum í sumar nái að skolast burt. Það er ekki úr vegi að minnast á blíðviðrið á Bretlandseyjum, því á þessum árstíma er algengt að landsmenn skjótist í helgar- ferðir til London, og þá fyrst og fremst til innkaupa og skemmt- unar. En England og Bretlands- eyjar eru ekki aðeins London ein, og enginn sem leggur leið sína þangað í haust, ætti að láta hjá líða að bregða sér út í sveit, upp til Wales og Skotlands eða niður í hin rómuðu sveitahéruð við suðurströndina. Undirritaður átti þess kost fyn í sumar að ferðast í bfl í nokkra Kominn ,,h>' m” til London, heilu og höldnu eftir ævintýraferð um hraðbrautir og sveitavegi, nær alltaf á réttum vegarhelmingi. Það kom hins vegar fyrir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að „hægri hættan” tók völdin, þegar lagt var af stað eftir eitthvert stoppið og ökumaður ók um tíma hinn rólegasti á öfug- um vegarhelmingi, eða þar til einhver heimamanna vakti hann til „vinstri vitundar”. Þessi hætta er vissulega fyrir hendi fyrsta daginn eða dagana en það lagast. Etættuminni er sá spaugilegi ruglingur sem einnig gerði nokkr- um sinnum vart við sig að öku- maður settist upp í farþegasætið og skildi ekkert í því hvað var búið að gera við stýrið og mæla- borðið. Ef áhorfendur voru að atvikinu þá var um að gera að vera snöggur að hugsa, teygja sig niður á gólfið og þykjast tína eitthvað upp, stíga aftur sigri hrósandi út úr bflnum og segja upphátt: „I found it.” Ganga síð- an hálfan hring í kringum bflinn, setjast við stýrið og aka glað- hlakkalegur á braut. daga um sveitir SA-Englands, Surrey og Sussex. Eftir að hafa kynnst stórborginni London í nokkur skipti, umferðinni, manngrúanum, verslanahöllun- um, hitasvækjunni, menguninni og öðru því af hinu ágæta sem heimsborgin hefur upp á að bjóða, þá er engu líkara en mað- ur sé staddur í öðru landi, þegar komið er út í sveitirnar í suður- héruðunum. Og það eftir aðeins hálftíma til klukkutíma akstur frá London. Já, vel á minnst, að aka bfl á þessum slóðum í vinstri umferð- inni, er vissulega nokkuð frá- brugðið því sem við höfum vanist á síðustu tveimur áratugum í hægri umferðinni hér heima. En þrátt fyrir að allir hlutir snúi öfugt við manni í fyrstu, þá er ótrúlegt hversu fljótt gengur að venjast breyttum aðstæðum. Það er óneitanlega dálítið sérkennilegt að setjast upp í ökumannssætið hægra megin, og fela vinstri hendinni það verkefni að sjá um gíraskiptingar. Á stundum var ökumaður ekki alveg klár á því hvað hann átti að gera með við höndina, hún var eiginlega hálf- verkefnalaus, en fyrr en varði hafði skrokkurinn aðlagast þeim öfugsnúningi sem við blasti inni í bifreiðinni. Minjasafnið í gömlu kalknámunum er vel þess virði að vera sótt heim. 18 SÍÐA - f-:ÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 15. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.