Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 9
Tvo daga að klára Steingrím Hallbjörn hefur gefið út sína fimmtu plötu til styrktar dóttursyni sínum og nafna svo hann komist til Ástralíu í aðgerð, en hann missti heyrn á báðum eyrum eftir slys. Hallbjörn J. Hjartarson: Erfiðast að þurfa að éta ofaní mig allar fyrri yfirlýsingar um að ég væri hætt- ur. Kemur í fyrsta skipti fram opinberlega síðan 1985 á Hótel KEA á laugardagskvöld Kúreki norðursins Hallbjörn J. Hjartarson frá Skagaströnd hefur kvatt sér hljóðs á nýjan leik eftir fjarveru frá sviðsljósunum í fjögur ár. Árið 1985 lenti hann í alvarlegu umferðarslysi í Reykja- vík sem varð þess valdandi að hann ákvað að hætta öllum af- skiptum af tónlist. En nýlega sendi Hallbjörn frá sér sína fímmtu hljómplötu og eru lög af henni þegar farin að hljóma á öldum Ijósvakans, aðdáendum hans til mikillar ánægju. Á plöt- unni eru 10 frumsamin lög eftir Hallbjörn en undirleik annaðist Magnús Kjartansson og félagar. Utsetningar önnuðust Hallbjörn, Magnús og Vilhjálmur Guðjóns- son gítarlcikari. Á morgun, laug- ardag mun Hallbjörn troða upp í fyrsta skipti síðan 1985 á Hótel KEA á Akureyri og ekki er útilok- að að hann sjái sér fært að heimsækja aðdáendur sína í öðr- um landshlutum seinna. En hver er ástæðan fyrir því að Kúreki norðursins kveður sér hljóðs á nýjan leik eftir að hafa gefið út þá yfirlýsingu að hann væri með öllu hættur afskiptum af tónlist um aldur og ævi? Að sögn Hallbjörns er ástæðan fyrir endurkomu hans sú að dóttur- sonur hans og nafni slasaðist illa fyrir nokkru, hann höfuðkúpu- brotnaði ásamt því að fá heila- himnubólgu sem sýking komst í og við það missti hann heyrn á báðum eyrum. Hallbjörn segist ekki vita gjörla hvað hafi gerst innra með honum þegar hann á - kvað að byrja að semja á nýjan leik en í sjálfu sér skiptir það engu máli heldur hitt að hann er farinn af stað með nýja plötu ef það kynni að auðvelda dóttursynin- um að fá einhvern bata. En eins og kunnugt er kostar það dágóð- an skilding að fara erlendis í læknisaðgerðir þótt hið opinbera komi til með að styrkja ferðina Hallbjörn J. Hjartarsson, sveitasöngvarinn frá Skagaströnd, hefur kvatt sér hljóðs á nýjan leik með útgáfu sinnar fimmtu plötu. eitthvað, og munu þeir peningar sem platan kann að hala inn renna óskiptir í þann kostnað sem utanlandsferðinni kann að fylgja. Til stóð að senda drenginn vestur um haf til Bandaríkjanna í aðgerð en eftir að Hallbjörn sá frétt þess efnis á Stöð 2 ekki alls fyrir löngu að í Ástralíu hefði læknum tekist að græða rafeinda- eyra í áttræðan öldung með góð- um árangri, var stefnan sett á Ástralíu. Að vísu er sá hængur á að ekki fylgdi fréttinni hvar í Ást- ralíu aðgerðin var framkvæmd. Að sögn Hallbjörns hafði öldun- gurinn verið án heyrnar í 30 ár en núna er hann búinn að kaupa sér hljómflutningstæki og fílar sig í botn eins og unglingur. Lagiö um Steingrím erfiðast En var ekki erfitt að byrja á nýjan leik? - Jú, svo sannar- lega,“ segir Hallbjörn. - Per- sónulega fannst mér erfiðast að þurfa að éta ofan í mig allar fyrri yfirlýsingar mínar um að ég væri með öllu hættur afskiptum af tón- list. En eftir að ég var búinn að harka það af mér og sestur niður við píanóið varð ekki aftur snúið og lögin komu eins og áður. Að vísu reyndist mér einna erfiðast að semja lagið um hann Steingrím Hermannsson: Hann er vinsæll og veit af því. í>að tók mig tvo daga að klára það lag og hef ég aldrei verið eins lengi með nokkurt annað lag fyrr eða síðar, sagði Hallbjörn J. Hjartarson. Eins og kunnugt er rak Hall- björn á velmegtadögum sínum á Skagaströnd „Kántrýbæinn" en sá rekstur gekk ekki sem skyldi og fór fyrirtækið á hausinn og bærinn seldur á nauðungarupp- boði. Sá sem keypti hefur látið staðinn drabbast niður og er það draumur Hallbjörns að geta eignast hann á nýjan leik. -grh Föstudagur 15. september 1989jNÝTT HELGARBLAÐ — SfÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.