Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 19
:> : Að mestu óþarfa áhyggjur Pegar ökumenn hafa áttað sig á muninum á hægri og vinstri og lært að setjast réttu megin upp í bílinn, þá er lítið annað sem þarf að hafa áhyggjur af í umferðinni á Bretlandseyjum. Vegakerfið er afar vel merkt líkt og á megin- landi Evrópu og þegar hrað- brautum sleppir og komið er inn á þjóðvegakerfið er það hring- torgakerfið „roundabounds” sem vísar rétta veginn og tryggir ör- yggi í umferðinni. Annars er hvergi eins skemmtilegt að aka um og á sveitavegunum og í sjálfu sér synd að fara inn á hraðbrautir og þjóðvegi nema brýna nauðsyn beri til. Því nefni ég þetta um aksturs- málin, að Islendingar hafa löngum verið ragir við að setjast undir stýri.á Bretlandseyjum og er undirritaður þar engin undan- tekning, oj á sama tíma og eng- inn kippir sér upp við að aka þús- undir kílómetra á hraðbrautum meginlandsins. Vinstri umferð hræðir greinilega mikið, en sú hræðsla er að mestu óþörf. Það er á vissan hátt spennandi að prófa eitthvað nýtt, heimamenn eru afar tillitssamir og hjálplegir í umferðinni og það sem mestu skiptir er að í Bretlandi sem víð- ast hvar annars staðar í Evrópu, virða ökumenn umferðarregl- urnar, nokkuð sem íslendingum ætlar seint að lærast. Þetta var nokkurskonar útúr- dúr, en samt ekki, því ef menn ætla að njóta þess að ferðast um friðsæl og falleg sveitahéruð Bretlandseyja, þá eru fáir aðrir góðir möguleikar í þeim efnum, en að aka um í fólksbíl. Rétt er áður en lagt er af stað að búa til dagskrá í grófum dráttum fyrir ferðalagið, reyna að ákveða nátt- staði, en vissara er að hringja ekki síðar en að morgni sama dags og gisting er fyrirhuguð á ákveðnum stað, hvort sem er sveitahótel, gisting í heimahúsi eða á bóndabæ, til að vera örugg- ur um að fá húsaskjól. Að öðru leyti borgar sig að vera ekki um of skipulagður á ferðalögunum, sækja að vísu heim áhugaverða staði sem eru á leiðinni, en láta að öðru leyti land og líf stjórna ferð- inni. Af söfnum er þar nóg... Það verður þó að segjast að nauðsynlegt er að fara í gegnum vönduð og ítarleg kynningarrit sem breska ferðamálaráðið BTA, gefur út um merkisstaði, söfn og uppákomur í hverju hér- aði, en BTA er með mjög víð- tæka starfsemi á Bretlandseyjum og upplýsingaskrifstofur og mið- stöðvar í nánast hverjum bæ og þorpi, þar sem ferðamenn geta fengið allar þær upplýsingar og aðstoð sem þeir æskja. Það er um að gera að nýta sér þessa þjón- ustu. Ekki síst vegna þess að ef ekki er vel að gáð, er trúlegt að þú keyrir framhjá einhverjum athyglisverðum söfnum sem Bretar eiga út um allar sveitir. Trúlega er engin þjóð í heimi eins mikil safnaþjóð, nema ef vera skyldu fslendingar með öll sín minja- og byggðasöfn í flestur:. sveitum. Að vísu eru mörg söfnin sem urðu á vegi okkar ekki býsna merkileg, en önnur þeim mun at- hyglisverðari. Rétt er að minnast á eitt þeirra sem ferðamenn á þessum slóðum ættu ekki að láta fara fram hjá sér, en það er víð- áttumikið minjasögusafn í kalk- námubænum Amberley við Ar- undel. Á 36 hektara landssvæði hefur á síðustu áratugum verið komið upp margþættu lifandi safni um atvinnuhætti og atvinnu- sögu Breta á síðustu öld og fram á þessa. Stærsti hlutinn er helgaður starfinu í kalknámunum sem voru þær langstærstu á Bretlands- eyjum og stafræktar frá miðri síð- ustu öld fram til 1960. Safnið sjálft á námusvæðinu var form- lega opnað fyrir 10 árum en það er í sífelldum vexti. Þar er sýnt handverk og iðnaðarstörf fyrri tíma í bland við margvíslega list- sköpun og handiðn á okkar dögum. Lifandi starfsemi í bland við merkar minjar og raunveru- leika, þar sem þorpið sjálft og kalknámurnar eru umgjörð þessa mikla safns, skapar skemmtilega heildarmynd og gerir þetta safn á margan hátt frábrugðið flestum öðrum sambærilegum söfnum. Fyrir safnasjúka og náttúru- dýrkendur er nóg að sjá og dást að, á þessum slóðum, en sólar- þyrstir landar geta auðveldlega brugðið sér í sjóinn við suður- ströndina, þar sem breskir sól- dýrkendur hafa flatmagað í allt sumar, og muna ekki eftir öðru eins sældarsumri. í það minnsta var ekki að sjá mikinn mun á sólarströndum Spánar og þeirri strönd við Ermarsund, sem íbúar og gestir strandbæjarins Bognor Regis fjölmenntu á þá helgi sem við litum þar við. Þar teygðist úr dvöl, því án þess að vita af því fyrirfram vorum við mætt í af- mæli bæjarins, sem haldið var upp á með miklu karnivali, skrautsýningum og uppákomum, svo minnti á stundum helst á ameríska kosningaskemmtun eða kjötkveðjuhátíð í Rio, en gamansemin var á þann hátt að þar gátu engir aðrir en Bretar verið á ferð. Berjavín fyrir drottninguna Á leiðinni norður til stórborg- arinnar var víða komið við í smá- þorpum, gist eina nótt á sveita- bæ, þar sem bóndinn býsnaðist sveittur í sólinni og óttaðist um uppskeru sína, farið í siglingu á einni bæjaránni og farið í heim- sókn til vínræktarmanns langt inni í skógi, þar sem hann brugg- ar m.a. einiberjavín og blómavín sem hann sendir drottningunni á hver j um j ólum og fær þakkarkort fyrir sem hann var afar stoltur af. Vínframleiðandinn sem var bandarískur að uppruna var upp- gjafa háskólakennari, sem sagð- ist hafa séð lítinn tilgang í því að kenna áhugalausum nemendum og í stað þess að veslast upp í leiðindum inni í kennslustofunni, dreif hann sig upp í sveit og byrj- aði að framleiða vín. , í fyrstu voru þau hjónin tvö með einn aðstoðarmann í víniðj- unni en nú er framleiðslan sífellt að aukast, útflutningur hafinn til Japans og Bandaríkjanna og fyrirhugaðar stórframkvæmdir á sveitasetrinu, þar sem rétt þarf að bregða sér út á næsta engi til að sækja blóm og aðrar jurtir í „sveitavínin”. Tíminn úti í sveit- inni, þar sem vingjarnlegt fólk og ró og friður einkenndu fremur öðru dvölina, var allt of fljótur að líða og fyrr en varði var öku- maður kominn út á M 4 og á hraðferð til stórborgarinnar við Thames. Ökuferðin gekk eins og í sögu, enda bflstjórinn orðinn heimavanur í vinstri vitund og átti f litlum vandræðum með að sigla yfir fljótið inn í mannhafið í miðborginni og skila fararskjót- anum af sér í bflageymslu við Viktoríustöðina. -•g- ÁGÆTI NÁMSMAÐUR! Náma Landsbankans er þjónusta sem léttir undir me& námsmönnum, LEGGÐU^FRÁ;€ll*ÉR jafnvel þótt þeir hafi úr litlu ad spila. í Námuna getur þú sótt þjónustu I BÓKINA^ANDARTAK, á borð við útreikninga á greiðslubyrði, sveigjanlegri afborganir lána, -HUGSAÐU UM NÁMU. yfirdráttarheimild, VISA-kort og afhendingu skjala vegna LÍN. Fyrstu VEISTUAÐ ífÍLANDS- þrjú tékkheftin færðu endurgjaldslaust og með tímanum eignastu svo BANKANUM ER NÁMA Einkanámu! Með þátttöku í Námunni öðlast þú einnig rétt til að sækja fyrirEjíL-námsfólk. um 100.000 króna námsstyrk og námslokalán, allt að 500.000 krónum. ■ Náman er ný fjármálaþjónusta í ■ Landsbankanum, sérstaklega ætl- uð námsfólki frá 18 ára aldri. Því ekki að hefjast handa nú þegar og sækja í námu Landsbankans. Með því að skapa þér gott orð í Landsbankanum - þó í litlu sé, leggurðu grunninn að fjárhagslega öruggri framtíð. Allar nánari upplýsing- ar, fúslega veittar í næsta Landsbanka. Við bjóðum námsfólk velkomið. Nýttu þér námuna. , LANPSBANKI í S L A N D S ---L ---- N-Á-M-A-N

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.