Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 22
Algjört töfraland Erla Þórarinsdóttir: Ef hægt væri að mála íkóna af landinu myndi ég gera það - Ég held aö þaö skipti engu máli hvar maður vinnur ef maður þrífst og hefur eitthvað að takast á við. Hér á landi er viðfangsefnið svo stórt. Bæði er minn uppruni hér og eins er listasagan svo stutt. Svo margt sem aldrei hefur verið hreyft við, segir Erla Þórarinsdóttir, sem á morgun opnar málverkasýn- ingu í Austursal Kjarvals- staða. Erla lauk prófi frá Konstfackskolan í Stokkhólmi 1981 og hefur starfað sem myndlistarmaður síðan, fyrst í Stokkhólmi, síðan ár í New York og hér á landi frá árinu 1985. - Ég hafði búið meira og minna erlendis alveg frá því ég var tíu ára, segir hún, - og allt í einu var orðið mikilvægt að koma og vinna hér, bæði til þess að finna mínar rætur og eins landsins vegna. Landið er það sem íslend- ingar eiga sameiginlegt og þegar ég er í burtu held ég að það sé frekar landið sjálft, náttúran og töfrar ljóss og skugga sem maður saknar og kallar mann til sín en fólkið eða mannlífið. - ísland er algjört töfraland og við erum í svo náinni snertingu við það. Ég skynja það sem hluta af mínu minni og alveg eins og ég er hluti af því. Við erum öll með okkar persónulegu minningar í farteskinu en líka sameiginlegt minni, minningar um atburði í sögu lands eða þjóðar, sem við höfum ekki upplifað en eru engu að síður hluti af okkur. Um leið er landið svo ósnortið að hér sér maður hvernig jörðin hefur myndast. Öðrum þræði er þetta eins og að vera aleinn einhvers staðar úti í geimnum. - Það sem ég mála tekur lit af umhverfinu. I borgum er það borgarlífið, sem er viðfangsefnið en hér er það náttúran. Minn vinnuhraði tekur líka breytingum eftir umhverfinu, í New York varð allt að gerast svo hratt, og þessi hraði kom fram í myndun- um, alveg eins og hér er allt svo rólegt, náttúran er ekkert að flýta sér og þar af leiðandi er ég ró- legri, er lengur með viðfangsefn- in, formin og litirnir verða allt aðrir. - Á þessari sýningu verð ég bara með íslandsmyndir. Þegar ég sýndi í Gallerí Borg 1986 var ég að vinna úr myndefni frá New York og var mikið að velta fyrir mér hvort það væri rétt að vera að sýna þær myndir hér á landi. Nú er ég komin að þeirri niðurstöðu að sýni maður á íslandi eigi mað- ur að vera með íslenskar myndir. Þetta eru myndir sem eiga upp- tök sín hér á landi, í loftinu um- hverfis landið og í minni þess og þess vegna blandaði ég til dæmis vikri, sandi og hinu og öðru af því sem var til staðar í litinn. - Ég er mikið að gera tilraunir með liti núna, allskonar Iiti eða tóna, jafnvel þessa liti sem við sjáum ekki og eru eiginlega ekki til. Eins eru það formin, það er alltaf eitthvað á bak við þessi form, sem manni eru eiginleg, og þess vegna finnst mér nauðsyn- íegt að leita aftur í einfald- leikann. Hreinu formin. Á þess- um áratug hefur mikil endur- skoðun verið í gangi, ekki bara í listum heldur á öllum sviðum, það er verið að vinna úr svo mörgu sem fram var komið áður og finna nýjar leiðir því gömlu lögmálin gilda ekki lengur. - í>að er svo mikið af alls konar áhrifum og straumum svo til þess að fá einhverja heildarmynd finnst mér nauðsynlegt að leita aftur til einfaldleikans. Finna ein- hverja byrjun sem ég get syo haldið áfram út frá og til þess nota ég formin. Við eigum bæði form sem okkur eru persónuleg og eins sameiginleg með öðrum. Pað virðist meðfætt hvernig við tökum þeim, hvort okkur finnast þau mjúk eða hörð, hlægileg eða grimm. En ég er að leitast við að líta á hlutinn eins og hann er í sjálfu sér. Ekki góðan eða slæm- an, svartan eða hvítan. - Ef hægt væri að mála íkóna af landinu myndi ég gera það. Eitthvað í sama stíl og þeir eru þessirgömlu, sundurkysstu íkón- ar sem fólk fær einhvern kraft af að snerta. Einhvers konar tákn fyrir þessa miklu trúarþörf sem er í manneskjunni, ekki þörf fyrir einhvern ákveðinn guð heldur bara trúna í sjálfu sér. Einhvers konar trú er nauðsynleg, jafnvel bara eitthvað eins einfalt og trúin á málverkið áður en það er mál- að. Maður verður alltaf að treysta mynd. Treysta því að hún sé til áður en hún er sett á strig- ann. LG Erla Þórarinsdóttir: Maður verður alltaf að treysta mynd. Mynd - Kristinn. Brávallagatan -Arnarnesið Gríniðjan tekur aftur upp sýn- ingar á gamanleiknum Brávalla- gatan - Arnarnesið nú um helg- ina og verða sýningar í íslensku óperunni. Bibba og Halldór verða á fjölunum í kvöld og ann- að kvöld, en sýningafjöldi mun verða eitthvað takmarkaður. Gríniðjan býður starfshópum, félagasamtökum og stórfjöl-. skyldum afslátt á leikinn, og Öp- erukjallarinn og Við Tjörnina bjóða Brávallagötugestum sér- stakt afsláttarverð. :-:.:...,:¦,..,.., „, , . n v,__^ _ 1 Bibba (Edda Björgvinsdóttir). Davíð Þorsteinsson sýnir nú um þrjátíu Ijósmyndir á Mokkakaffi við Skólavörðustíg. Myndirnar eru úr borgarlandslagi og flestar teknar á síðastliðnum fjórum árum í gamla bænum í Reykjavík og nokkrar á ferðalögum í Skotlandi og Frakklandi. 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Erró sýnir Opnar sýningu á Kjarvalsstöðum á morgun Erró, einn þekktasti mynd- listarmaður íslenskur fyrr og nú, opnar á morgun sýningu á verk- um frá undanförnum fjórum árum í Vestursal Kjarvalsstaða. Sýningin er tvískipt, annars vegar litlar myndir unnar með lakki, hins vegar stærri myndir unnar í olíu. Erró fæddist í Ólafsvík 1932 og ólst upp á Kirkjubæjarklaustri. Myndlistarnám stundaði hann í Reykjavík, Osló og á ítalíu. Hann fluttist til Parísar árið 1958, hefur verið meira og minna bú- settur þar síðan og er, sem kunn- ugt er, fyrir löngu orðinn þekkt stærð í jafnt frönskum sem al- þjóðlegum listaheimi. LG Erró við litlu myndirnar á valsstöðum. Mynd - Kristinn. Kjar- Föstudagur 15. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.