Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 10
FÉLAGSMÁLAStOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR W FJOLSKYLDUDEILD Fósturforeldrar óskast Okkur vantar „allavega" fósturforeldra fyrir „allavega" börn á öllum aldri. Annars vegar er um aö ræöa börn sem þurfa að fara í fóstur til frambúðar og alast upp hjá fóst- urforeldrum. Hins vegar er um aö ræöa börn sem þurfa á fósturheimili aö halda tímabundið en alast að öðru leyti upp hjá kynforeldrum sín- um. Þeir sem hafa áhuga á aö taka barn/börn í fóstur til frambúðar hafi samband viö Helgu Þórólfs- dóttur eöa Hjördísi Hjartardóttur í síma 25500. Þeir sem hafa áhuga á að taka barn/börn tíma- bundiö hafi samband viö Regínu Ástvaldsdóttur í síma 685911. Þessir aðilar munu veita upplýs- ingar meðal annars um hvað felst í því að taka barn í fóstur og hvað þarf til að gerast fósturfor- eldrar. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Heimilishjálp Starfsfólk vantartil starfa í heimilishjálp. Vinnu- tími eftir samkomulagi, allt niður í 4 tíma á viku. Upplýsingar í síma 18800. Auglýsing Staða fulltrúa hjá Veðurstofu íslands er laus til umsóknar. Góð kunnátta í íslensku, ensku og vélritun nauðsynleg. Kunnátta í einu Norður- landamáli æskileg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkis- ins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist samgönguráðu- neytinu fyrir 29. sept. 1989. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Veð- urstofu íslands. Veðurstofa íslands KÍ KENNARASAMBAND ÍSLANDS Kennarasamband íslands auglýsir starf skrifstofustjóra KÍ laust til um- sóknar frá 1. janúar 1990. Um er að ræða fullt starf. Skriflegar umsóknir, þar sem getið er um menntun og fyrri störf skulu berast stjórn KÍ, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík fyrir 1. október 1989. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu KÍ í símum 91-24070 og 91-12259. Fundur á Isafirði Landbúnaður - menning - sam- göngur - menntun Steingrímur Svavar Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðar- og samgönguráðherra og Svavar Gestsson menntamálaráðherra halda opinn fund á Hótel ísafirði mánudagskvöldið 18. september n.k. kl. 20.30 Menntamálaráðuneytið, landbúnaðarráðu- neytið og samgönguráðuneytið Fóstrur Forstöðumaður, fóstrur og annað uppeldis- menntað starfsfólk óskast á foreldrarekið dag- vistarheimili sem tekur til starfa í haust á hjóna- görðum Háskóla ísiands. Umsækjendur yrðu að taka þátt í skipulagningu og uppbyggingu heimilisins. Við leitum að aðilum sem hafa áhuga á sam- starfi við foreldra og geta hafið störf fljótlega. Upplýsinar sem greini frá menntun og fyrri störf- um sendist til foreldrafélagsins Grímu, Suður- götu 73, íbúð 122, fyrir 22. september. Nánari upplýsingar í síma 17618, Þórdís og 21427, Oddný. Beggja hagur Ert þú eigandi að snyrtilegri íbúð og vantar traustan leigjanda til a.m.k. 1-2 ára? Ég ertraustur leigjandi og vantarsnyrtilega íbúð (helst í Vesturbænum) fyrir mig og 12 ára dóttur mína. Hafðu samband við mig í síma 681333 eða 21341 á kvöldin, og við hljótum að geta komist að samkomulagi um góða umgengni og sann- gjarna leigu. Guðrún Gísladóttir afgreiðslustjóri Þjóðviljans VÁTKYGGINGAF’ÉLAG ÍSLANDS HI' Orðsending til viðskiptamanna Vátryggingafélags íslands h.f. Frá og með mánudeginum 18. september n.k. verðaskrifstofurokkaropnarfrá kl. 9.00-17.00 alla daga. VERZLUNARMANNA- FÉLAG REYKJAVÍKUR Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar at- kvæðagreiðslu í Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur um kjör fulltrúa á 17. þing Landssam- bands íslenskra verslunarmanna. Kjörnir verða 70 fulltrúar og jafn margir til vara. Listar þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Húsi versl- unarinnar, fyrir kl. 12.00 mánudaginn 18. sept- ember næstkomandi. Kjörstjórnin w Félag járniðnaðarmanna Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 18. september 1989 kl. 20.00 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. DAGSKRÁ: 1. Félagsmál, m.a. boð til félagsmanna um kaup á hlutabréfum í Alþýðubanka. Endurmenntun, ýmis námskeið framundan. Leiga á iandi undir sumarhús o.fl. 2. Kjaramál. Staðan í kjara-, verðlags- og at- vinnumálum. 3. Önnur mál Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna AUGLYSING Lausar stöður heilsugæslulækna Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður heilsugæslulækna með veitingu sem hér segir: 1. Stykkishólmur H2, önnur staða læknis frá og með 1. febrúar 1990. 2. Flateyri H1, staða læknis frá og með 1. nóvember 1989. 3. Húsavík H2, ein staða læknis frá 1. nóvem- ber 1989. 4. Þórshöfn H1, staða læknis frá og með 1. nóvember 1989. 5. Höfn Hornafirði H2, önnur staða læknis frá og með 1. janúar 1990. 6. Vesímannaeyjar H2, ein staða læknis frá og með 1. janúar 1990. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf, sendist ráðu- neytinu fyrir 11. október n.k. á sérstökum eyðu- blöðum; sem fást hjá ráðuneytinu og hjá land- lækni. I umsóknum skal koma fram hvenær umsækjandi getur hafið störf. Æskilegt er að umsækjendur hafi sérfræðileyfi í heimilislækn- ingum. Nánari upplýsingar um stöðurnar veita ráðu- neytið og landlæknir. Heilbrigðis- og tryggingamátaráðuneytið, 12. september 1989 10 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 15. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.