Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 27
KVIKMYNDIR ÞORFINNUR ÓMARSSON Heimur versnandi fer Batman, sýnd í Bíóborginni/ Bíóhöllinni. Bandarísk, árgerð 1989. Leikstjóri: Tim Burton. Framleiðendur: Jon Peters, Peter Guber. Aðalhlutverk: Jack Nic- holson, Michael Keaton, Kim Ba- singer. Jibbijjei, þá er hún komin myndin sem allir hafa beðið eftir. Vinsælasta kvikmynd ársins stefnir í að verða vinsælasta kvik- mynd allra tíma enda verða allir að sjá bíóið sem allir hinir sjá, eða þannig. Það er einmitt lóðið. Fólk fer að sjá Batman af því að hún er svo vinsæl og allir aðrir sjá hana. Batman er alls ekki góð kvikmynd - og reyndar ekki vond heldur - en einhver mestu auglýs- ingatrix kvikmyndasögunnar hafa gert hana að einni af þeim allra vinsælustu. En hvernig er þá Batman? Er hún bara leiðinleg vitleysa sem allir ættu að forðast? Nei, eigin- lega er Batman alveg einsog við mátti búast, og frekar verri ef eitthvað er. Jack Nicholson er náttúrlega Jókerinn holdi klædd- ur og gott betur. í kringum hann á myndin sínar fyndnu hliðar. Þær eru eingöngu þegar Jókerinn er á tjaldinu en að öðru leyti er myndin hvorki fugl né fiskur og ekki leðurblaka heldur. Þetta hefur Tim Burton greinilega vit- að því Jókerinn er ekki minna á tjaldinu en Batman sjálfur. Hin drungalegu leiktjöld sem skapa Gotham-borg koma heldur ekki á óvart og þótt brellurnar séu ágætar gerir það Batman ekki að betri bíómynd. Það kemur kannski einna helst á óvart hvað myndin er slöpp þegar á heildina er litið. Þá voru nú þættirnir alveg jafn góðir þótt ekki væri mikið í þá lagt. Myndin fjallar vitanlega um baráttu góðs og ills. Söguþráður- inn sem slíkur er afskaplega ómerkilegur og það kemur á óvart að ekki skuli hafa verið hægt að búa til skemmtilegri sögu í kringum krossfarann sem ekk- ert illt má sjá. Ástarsamband hans við Vicki Vale er td. svo innilega klisjukennt að varla The Bear ★★★ (Björninn) Annaud kemur vissulega nokkuö á óvart meö þessum óð sínum til náttúrunnar en þaö verður ekki frá honum tekið aö myndin er listavel gerö. Falleg og rómantísk mynd og góö skemmtun fyrir alla fjölskylduna, sórstaklega þá sem unna óspilltu náttúru- lífi. Aðalleikararnir fara á kostuml Physical Evidence ★★ (Vitni verjandans) Morösaga, réttarhöld, rómantik og has- ar, allt í sömu myndinni en ekkert rís þó uppúr meðalmennskunni. Hin glæsilega Theresa Russell passar illa f hlutverk lög- fræðingsins, og Burt Reynolds er einsog venjulega. Útkoman þó alls ekki alvond. A Cry in the Dark ★★★★ (Móðir fyrir rétti) Mynd um fórnarlömb náttúrunnar og jafnvel enn frekar fórnarlömb mannlegs samfélags þegar þaö tekur á sig hina grim- mustu mynd. Schepisi splæsir saman nátt- úrunni gegn almenningi og fjölmiðlum þannig aö úr verður einhver áhrifamesta kvikmynd sinnar tegundar í langan tíma. Mynd sem allir hafa gott af aö sjá. hefði verið hægt að gera betur á þeim nótum. Michael Keaton leikur Batman og er varla hægt að sjá hvort hann gerir það nógu vel. Hann fær aldrei tækifæri til að skapa sterka persónu en maður einsog Bat- man hlýtur að hafa sterka per- sónugerð. Kim Basinger á kann- ski ekki sök á því hvað Vicki Vale er dæmalaust óaðlaðandi per- sóna. Hlutverkið er bara svo inni- lega útjaskað enda hefur það ver- ið notað í nær öllum hetjumynd- um Bandaríkjamanna undanfar- in ár. Og hún er ekki einu sinni sexí! Gæði kvikmyndanna hafa átt nógu erfitt með að hanga í réttu hlutfalli við vinsældirnar framað þessu en augljóst er að heimur versnandi fer. Eftir þetta gætum við séð fyrir okkur auglýsinga- sukk stóru kvikmyndafyrirtækj- anna vestan hafs þarsem athygl- inni er í ríkari mæli beint að alls kyns glingri og dóti sem á í raun ekkert skylt við kvikmyndina sjálfa. Þetta gerðu þeir hjá Warn- Konur á barmi taugaáfalls ★★★ Frískur, fyndinn og skemmtilegur farsi frá Spáni. Kvikmyndataka og leikur skapa skemmtilega taugaveiklað andrúmsloft og undirstrika þannig titil myndarinnar. Kon- urnar ættu bæöi aö höfða til þeirra sem leita eftir einfaldri afþreyingu og hinna sem langar að sjá vel heppnaða kvikmynda- gerð. Babette's gæstebud ★★★★ (Gestaboð Babettu) Þessi gómsæta mynd Gabriels Aksels er uppgjör bókstafstrúarmanna við fieistinguna og syndina. Stórgóð persónu- sköpun og veislan f lokin er ógleymanleg. Laugarásbíó Cohen and Tate ★ (Cohen og Tate) Roy Scheider leikur í verri kvikmyndum meö hverju hlutverkinu. Hér er hann barn- aræningi í heldur spennusnauðum þriller. Hvað kemur næst? K-9 ★ James Belushi er afskaplega þreytu- legur í þessari slöppu gamanmynd. Hund- urinn getur lítið gert aö því hvaö myndin er kjánaleg, ekkert frekar en apinn sem var meö Clint Eastwood hér um áriö. Nú bíöum við bara eftir að sjá næstu buddy-mynd þvf alltaf reyna þeir aö skipta um partner. Stól- arnir voru ágætir. Critters II 0 (Aðalrétturinn) Ekki siöan Orson Welles gerði Citizen Kane hefur.. nei, nei, bara aö grfnast. Þetta er botninn á þvf. Og ég sem hélt að fyrri myndin heföi verið þaö versta. er bræðrum og það heppnaðist fullkomlega. En einu virðast þeir hafa gleymt. Hvernig á að gera fram- haldsmynd þegar enginn Jóker er til staðar? Þeir kunna nú eflaust einhver bellibrögð við svona kjánalegum athugasemdum. Jókerinn hefur kannski nokkur líf, annað eins hefur nú sést á The ‘Burbs ★★ (Geggjaðir grannar) Ekkert sérstök mynd f neinu tilliti en leikararnir bjarga henni fyrir horn. Tom Hanks slær ekki feilpúst frekar en fyrri dag- inn f þessari athugun hans og fleiri á væg- ast sagt ófrýnilegum nágrönnum. Bíóhöllin Batman ★★ Vinsældir myndarinnar eru greinilega djörfu auglýsingasukki Warner-bræðra aö þakka fremur en kvikmyndinni sjálfri. Myndin á sínar fyndnu hliðar þegar Jóker- inn spriklar og sprellar en annars nær Bat- man ekki uppí nefið á sór fyrir útjaskaöri klisju. Basinger er ekki einu sinni sexf og þá er nú mikið sagt. Lethal Weapon II ★★ (Tveir á toppnum 2) Gibson og Glover eru gott gengi og Pesci skemmtilega óþolandi en því miöur er myndin yfirkeyrö af ófrumlegum byssu- bardögum og hvimleiðum hrottaskap. Ekk- ert er þó verra en steingeldur söguþráður- inn sem allir hafa séð áður. Licence to Kill ★★★ (Leyfið afturkallað) Ein besta Bond-myndin f langan tfma. Dalton er 007 holdi klæddur og spannar allt frá hörkutóli til sjentilmanns. Broccoli hefur hrist, en ekki hrært, upp f Bond-ímyndinni með góðum árangri. The Gods Must Be Crazy II ★ (Guðirnir hljóta að vera geggjaðir 2) Ágæti fyrri myndarinnar var einkum tjaldinu, eða skiptir það kannski ekki máli hvaða skýringu þeir byggju til ef Jóker yrði með í númer tvö? Eflaust ekki, því auglýsingasukkið myndi gera framhaldið enn meira spennandi og þannig heldur sagan áfram í henni hnignandi Hollywood- borg. Vonandi er Indiana Jones eitthvað betri. snjallri og f rumlegri hugmynd að þakka. Þvi er ekki fyrir að fara hér heldur er, einsog alltof oft, reynt aö notfæra sér vinsældir fyrri myndarinnar til að gera aöra eins. Á sér sínar góðu hliðar en þær hverfa fyrir hinum verri. Her Alibi ★★ (Með allt í lagi) Hreint ágætis skemmtun þarsem klaufinn Tom Selleck líkir eftir Cary Grant hér á árum áður. Vel er fléttað á milli hinnar raunverulegu sogu og skáldskapar rithöf- undarins en atriðin með Rúmenunum og þar með talið lokaatriðið heldur hugmynd- asnauð. Bíóborgin Batman ★★ Vinsældir myndarinnar eru greinilega djörfu auglýsingasukki Warner-bræðra að þakka fremur en kvikmyndinni sjálfri. Myndin á sínar fyndnu hliðar þegar Jóker- inn spriklar og sprellar en annars nær Bat- man ekki uppí nefið á sér fyrir útjaskaðri klisju. Basinger er ekki einu sinni sexi og þá er nú mikið sagt. Lethal Weapon II ★★ (Tveir á toppnum 2) Gibson og Glover eru gott gengi og Pesci skemmtilega óþolandi en því miður er myndin yfirkeyrð af ófrumlegum byssu- bardögum og hvimleiðum hrottaskap. Ekk- ert er þó verra en steingeldur söguþráður- inn sem allir hafa séð áður. Forever Friends ★★ (Alltaf vinir) Um margt ágæt lýsing á langvarandi vin- Myndin á sínar fyndnu hliðar, en þær eru allar í kringum Jókerinn hans Nicholsons. " ' I Klippiborðið Peter Hyams (Capricorn One, 2010, The Presido) sem jafnan er kvikmyndatökustjóri á sínum myndum, vinnur nú að nýrri mynd, Narrow Margin. Þetta er endurgerð á þrusu þriller sem Richard Fleischer gerði árið 1952. Gene Hackman leikur saksóknara sem þarf að gæta konu sem varð vitni að morði. Hana leikur Anne Archer og fær- ist hildarleikurinn frá Vancouver til kanadísku Klettafjallanna. Hackman hefur annars nýlokið við The Package en Archer lék ásamt Tom Berenger í nýjustu mynd Alans Rudolphs, Love at Large. Sean Connery er væntanlegur á tjaldið hér á landi sem faðir Indi- ana Jones en hann hefur þegar tekið til við önnur verkefni. John McTiernan, sem gerði hasar- myndina Die Hard, hefur fengið Connery og Sam Neill til að leika í The Hunt for Red October en því miður veit Klippiborðið lítið meira um myndina. Þá vill Michael Apt- ed, sem síöast gerði Gorillas in the Mist, fá Connery til að leika í mynd sem kallast Class Action. Leikari hetjunnar dr. Jones, Harrison Ford, leikur hinsvegar í nýjustu kvikmynd Alan Pakula en hann gerði ágætis myndir hér í eina tíð, einsog Klute, Parallax View og All the President's Men. Nýja myndin kallast Presumed Innocent og leikur hin ægifagra Greta Scacchi á móti Ford. Michael Caine höfum við séð í tveimur gamanmyndum að und- anförnu og er von á fleiru í þeim stíl frá kappanum. Hann hefur þegar leikið í A Shock to the Syst- em með Elizabeth McGovern, Peter Riegert og Swoosie Kurtz sem er gerð eftir skáldsögu Simon Brétt. Síðan mun Caine leika ásamt Roger Moore í Bullseye, eftir Michael Winner, og síðast en ekki síst í enn einni útfærslunni á dr. Jekyll oq mr. Hyde. áttu tveggja ólíkra kvenna. Agætlega lelkln, sérstaklega er Mldler hrlfandl I elnnl buddy-myndinni enn. Myndin reynir hins- vegar að segja alltof mlklð, einsog dæmi- gerð væmin míní-sería, og veldur hún ekki þessum miklá söguþræði. Háskólabíó Sherlock and Me ★★★ (Sherlock og ég) Hárflnn breskur húmor um hlutverka- skiþti Holmes og Watsons, en þó með fullri virðingu fyrir sögum A. C. Doyles. Caine hefur loks valið sér hlutverk af kostgæfni og Kingsley er ekki verri en sem Gandhi á sínum tima. Góð hugmynd og ágætlega útfærð. Prýðis góð skemmtun. Stjörnubíó Magnús ★★★ Lang besta kvikmynd Þráins til þessa og jafnframt í hópi betri kvikmynda sem gerð- ar hafa verið hér á landi. Þráinn hefur náð auknum þroska sem listamaður og byggir mynd sina vel upþ til að byrja með en ým- issa brotalama fer aö gæta þegar leysa á úr vandamálum höfuðpersóna. Oft yndis- legur gálgahúmor og Magnús er sannkölluð skemmtimynd fyrir alla aldurs- hópa. Baron Múnchhausen ★★★ (Ævintýri Múnchhausen) Ævintýri barónsins af Munchhausen eftir lygasögum R. E. Raspe gætu varla fengið betri meðferð en hjá fyrrum Monty Python fólkinu undir stjórn Terry Gilliam. Sannkölluð fantasía sem allir geta haft gaman af, jafnt ungviðið sem kvikmynda- fríkin. Svona eiga ævintýri að vera. Föstudagur 15. september 1989 1 NYTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.