Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 8
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Ritstjóri: Árni Bergmann Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: SigurðurÁ. Friðþjófsson Fréttastjóri: LúðvíkGeirsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Afgreiðsla:®68 13 33 Auglýsingadeild:@68 13 10-68 13 31 Verð: 140krónur . Það er enginn hagvöxtur Eins og lög gera ráö fyrir setja Morgunblaöiö og oddvit- ar Sjálfstæöisflokksins í viku hverri saman syndaskrá ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Þar kennir ým- issa grasa eins og vænta má. Eina ásökun er oft aö finna í syndaregistrinu, sem er flestum öörum heimskulegri og ósanngjarnari. Hún er á þá leið aö nú sé enginn hagvöxt- ur á íslandi og þaö sé dugleysi og vesaldómi ríkisstjórnar- innar aö kenna. Þessi ásökun er út í hött af þeirri augljósu ástæðu, aö markaösaðstæöurfyrirfiskafurðirog svo þaö, hve mikinn fisk viö leyfum okkur aö draga úr sjó á hverjum tíma ráöa svo margfalt meiru um þaö en nokkur ríkisstjórn hvort hér er hagvöxtur eða ekki. Það er í sjálfu sér hægur vandi fyrir hvaöa ríkisstjórn sem er að stórauka hagvöxt: ekki þarf annaö en aö hundsa Hafrannsóknastofnun, Ijúga því aö sjálfum sér og öðrum aö nógur sé fiskurinn í sjónum og moka honum svo upp í snarhasti. Viö mundum færast upp fyrir alla aðra sem OECD heldur skýrslur um og lífskjör mundu batna og það yröi gullöld og gleðitíö í öllum greinum. Alveg þangaö til kæmi aö þeim timburmönnum aö fiskstofnarnir heföu hruniö. Hér í blaðinu var í gær birt grein um hugmyndir banda- rískra og evrópskra þingmanna um endurskoöun á því hvernig vöxtur þjóöarframleiðslu er út reiknaður. Þar er bent á það, hve slæmur mælikvarði „þjóðarframleiðslan" er reyndar á það, hvort tiltekið þjóöfélag er á framfara- braut eða ekki. Ekki aðeins vegna þess að allskonar starfsemi mælist sem aukning þjóðarframleiðslunnar, sem kemur raunverulegum vexti lítið við. Heldur vegna þess fyrst og fremst, aö útreikningar á þjóðarframleiðslu hafa til þessa ekki tekið neitt tillit til þess, hvernig þjóðfé- lögin fara með náttúrulegar auðlindir sínar- hvort heldur vatn og loft eða skóg og fiskstofna. Útreikningarnir eru fyrst og síðast mjög skammsýnir: þeir sýna hagvöxt frá einu ári til annars, en alls ekki hvað gerist þegar auðlind eins og t.d. skóglendi er upp urin. Og því er það lagt til núna, að þegar menn leggja í sína hagvaxtarreikninga, þá dragi þeir frá það tjón sem orðið hefur á því náttúrlega umhverfi og þeim auðlindum sem nauðsynleg eru til að þjóðfélag fái áfram lifað. Hætt er við, að ef slíkar aðferðir hefðu verið notaðar til úttektará íslensku þjóðarbúi á næstliðnum árum, þá hefði heldur betur komið strik í þann hagvaxtarreikning sem menn hafa verið að státa af. Blátt áfram vegna þess að með því að ofveiða ýmsa fiskstofna árum saman höfum við verið að koma í veg fyrir hagvöxt í framtíðinni: gefnir eru út víxlar sem ekki er innistæða fyrir. Því er ekki aö ástæðulausu að á fundi forsætisráðherra og menntamálaráðherra hjá ABR í fyrrakvöld lagði Svav- ar Gestsson á það áherslu, að menn þyrftu að vera við því búnir að stjórna landinu, leita betra mannlífs með ýmsum hætti - án þess að geta treyst því að hagvöxtur auðveld- aði þá viðleitni. Slík afstaða er raunsæ og ábyrg. Hún þarf ekki að bera vott um þungbæra svartsýni. Við getum að sönnu ekki aukið þann afla sem í sjó er sóttur, en við getum sótt hann með minni tilkostnaði, við getum um- gengist þennan afla með þeirri vandvirkni og útsjónar- semi sem gæti bætt átta miljörðum króna í þjóðarbú á ári hverju, ef marka má álit ýmissa séfróðra manna. Og ýmsa kosti eigum við fleiri í atvinnumálum - aðra en að trúa á vangaveltur iðnaðarráðherra um nýjar álverksmiðj- ur hér og þar um landið. Vangaveltur, sem meira að segja Morgunblaðið stóriðjufúst treystir sér ekki að telja raun- hæft mat í leiðara sínum um málið í gær. ÁB. 8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 15. september 1989 Dæmigerð smekkleysa í kvöld geta unnendur lifandi rokktónlistar glatt hjarta sitt í Tunglinu. Þá munu þrjár Smekkleysu- hljómsveitir koma saman, einmitt í þeim tilgangi að gleðja rokkhjörtu á öllum aldri og að allri Iögun. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og standa til klukk- an 24. Smekkleysa sm/hf hefur sent frá sér tilkynningu af þessu tilefni. Þar segir að hljómsveitin Bless hafi vakið mikla athygli sem ein kraftmesta tónleikasveit landsins. Risaeðalan hafi nýverið gefið út plötu hjá Smekkleysu sm/hf og hafi sú skífa hlotið frábæra dóma og ma. verið valin besta smáskífa vikunnar í NME, stærsta tónlistartímariti Bretlands. Þá er skýrt frá því að hljómsveitin Ham muni gefa út sína fyrstu breiðskífu, „Buffalo Virgin“, á merki One Little Indian í Bretlandi á næstunni og í kjölfar- ið muni hljómsveitin halda í tónleikaferð með Syk- urmolunum um Bretlandseyjar. Jón Gnarr kemur til með að lesa upp á tónleikunum í Tunglinu en Smekkleysa gefur hans fyrstu skáldsögu út með haustinu. Þessi sami hópur listamanna og kemur fram í Tunglinu í kvöld, er nýkominn frá New York, þar sem haldin voru fjögur Smekkleysukvöld sem vöktu mikla athygli og fengu lofsamlega dóma í bresku og bandarísku tónlistarpressunni. -hmp Dóra Wonder, saxófónleikari Risaeðlunnar. Helgarveðrið Lægð yfir landinu á leið aust-norð-austur. Horfur á sunnudag. Hæg norðlæg- eða breytileg átt. Skúrir eða slydduél á annnesjum p.orðan- lands en annars þurrt. Áfram svalt í veðri. Horfur á laugardag. Norðaustanátt og rigning eða slydda á Vestfjörðum en vestan- eða suðvestanátt og skúrir í öðrum landshlutum, síst á Austurlandi. Svalt í veðri einkum norðvestan til.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.