Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 30
Enn einu sinni hafa landsmenn tekið höndum saman og brugðist við kalli Sjálfsbjargar. Síðast lið- in vika og helgin sýndu okkur Sjálfsbjargarfólki að þjóðin öll styður við bakið á okkur þegar þörf krefur. Þó að miklir og ákaf- lega nauðsynlegir fjármunir hafi. safnast í landssöfnuninni kunn- um við Sjálfsbjargarfélagar ekki síður að meta þann almenna vel- vilja og stuðning sem við urðum svo áþreifanlega vör við í allri framkvæmd afmælisátaks okkar. Hvar sem Við komum og hvar sem við leituðum liðsinnis voru menn boðnir og búnir að vinna með okkur að framkvæmd átaks- ins. Að ætla að telja upp alla þá fjölmörgu sem þar lögðu hönd á plóg yrði til þess að gefa yrði út sérstakt aukablað sem eingöngu Vortivöt vill greindar konur Kvenfélagið Vorhvöt hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatil- kynningu: í tilefni af frétt í Tímanum föstudaginn 8. sept. sl. um lit- og vaxtargreiningarnámskeið fyrir kennara vill Kvenfélagið Vor- hvöt greina frá eftirfarandi: Kvenfélagið Vorhvöt hefur á undanförnum vikum staðið fyrir lit- og vaxtargreiningarnám- skeiðum fyrir félagskonur sínar með einstökum árangri. Fenginn var sérlærður greiningarsérfræðingur sem greindi konurnar og fræddi þær um mikilvægi þess að geta litað og klætt af sér ýmsa áskapaða og/ eða áunna útlitsgalla. Ekki svo að skilja að konur í Vorhvöt hafi verið einhverjar 72ja kflóa neð- anmittis konur, hvað þá legg- stuttar, læramiklar búklengjur eða skreflangar, brjóstalausar bolstubbur með valbrá eða skegghýjung. Síður en svo og öðru nær. Tilgangurinn með þessum námskeiðum var einvörðungu sá, að sýna fram á að lengi getur gott útlit batnað og umfram allt að veita meðfæddri fegurðarþrá ein- staklingsins holla útrás. Kvenfélagið Vorhvöt hefur sótt um viðurkenningu á þessu námi til menntamálaráðuneytis- ins þannig að hver kona útskrifuð úr slíku námskeiði fái a.m.k. þann punktafjölda að dugi til launaflokkshækkunar í hverju því starfi sem hún kann að hafa með höndum. Bindur félagið miklar vonir við velvilja og skiling ráðherra, því varla getur honum fremur en öðrum blandist hugur um gildi háþróaðrar tísku- vitundar í nútíma samfélagi, þar sem stöðugt eru gerðar meiri kröfur um aukna menntun, hærri laun og andlega líkamsvelsæld al- menningi til handa. Einkum þó til handa konum. Nú hafa allar konurnar í Kvenfélaginu Vorhvöt farið á umrætt námskeið og má þar með fullyrða að hvar sem greind kona fer, þar sé sönn Vorhvatarkona á ferð. Sú vellíðan sem nú fyllir hug og hjörtu Vorhvatarkvenna er slík að ekki verður við það unað að öðrum gefist ekki kostur á hinu sama. Samstaða er nefnilega sú vog á lóðarskálina sem öllu skiptir í baráttu kvenna fyrir betra lífi. Pví krefst Kvenfélagið Vorhvöt þess að allar íslenskar konur verði greindar hið fyrsta. Kvenfélagið Vorhvöt Átak þjóðarinnar Sjálfsbjörg þakkar veittan stuðning fjallaði um þá. Sérstakar þakkir vilum við þó flytja Rás 2 og Ríkis- sjónvarpinu sem voru með söfnunardagskrána fyrir okkur, Bifhjólasamtökum íslenska lýð- veldisins hvers meðlimir létu sér það lynda að „sniglast” áfram á undan hjólastólaökumönnum frá Akureyri til Reykjavíkur, Sérleyfisbifreiðum ÍCeflavíkur sem lánuðu okkur strætisvagn og ökumann í hjólastólaaksturinn. Þýsk-íslenska lánaði okkur bíl, bílstjóra og ógrynni af Varta raf- geymum fyrir hjólastólana, Bfla- leigunni Höldi á Akureyri sem lánaði okkur bíl undir aðstoðar- fólk, aðstoðarfólkinu okkar í hjólastólaakstrinum sem stóð sig með stakri prýði, gistiheimilinu Lónsá, Húnavallaskóla, Krútt kökuhúsi, Staðarskála, Sæbergi, veitingaskálanum Víðigerði, Hreðavatnsskála, Bændaskól- anum Hvanneyri og Western fri- ed sem allir veittu okkur húsa- skjól eða veitingar. Þá viljum við einnig flytja sérstakar þakkir til allra skemmtikraftanna sem komu fram í útvarpi og sjónvarpi okkur að kostnaðarlausu sem og stjórnmálamannanna okkar sem tóku á móti okkur á Lækjartorgi og svöruðu í símana í sjónvarps- sal, að ógleymdu fyritækinu Miðlun sem lánaði okkur Gulu línuna sjálft söfnunarkvöldið og tók á móti framlögum. Vissulega gæti ég haldið svona áfram lengi enn því þetta var í sannleika sagt átak þjóðarinnar, en að endingu vil ég þó þakka sérstaklega Sjálfsbjargardeildun- um um allt land og þeim fjöl- mörgu sem aðstoðuðu okkur við að dreifa söfnunarbaukum og sáu um aðra vinnu við framkvæmd átaksins. Við hjá Sjálfsbjörg kunnum landsmönnum öllum hinar bestu þakkir fyrir þær sérstaklega góðu móttökur sem við fengum við framkvæmd afmælisátaksins og fyrir þá gjafmildi sem þið sýnduð í verki. Við eigum okkur þann draum að sú vakning sem við fundum fyrir meðal þjóðarinnar við framkvæmd átaksins megi verða upphafið að markvissum breytingum í samfélagi okkar, breytingum sem geri öllum þegn- um þjóðfélagsins mögulegt að njóta sín, breytingum sem tryggi jafnrétti allra þegna þjóðfé- lagsins. Þá getum við með sanni sagt að „betri framtíð hafi byrjað í dag”. Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra Eigendum Renault 19 fjölgar stöðugt. Árgerð 1989 er uppseld, en árgerð 1990 er til afgreiðslu strax á sérstöku kynningarverði. I Árgerö 1990 er komin. Viðtökurnar hafa verið framúrskar- andi góðar og því full ástæða fyrir þig að skoða bíiinn nánar. Fyrsta sendingin af bílnum er þegar upp- seld en við afgreiðum nú bíla af ár- gerð 1990 á sérlega hagstæðu verði. Leggðu dæmið fyrir þig, það er full ástæða til þess. Öryggið umfram allt. Það er ekki nóg með að Renault 19 sé tæknilega fullkominn á margan hátt, sé sportlegur í útliti, hafi spar- neytna en kraftmikla vél, hafi smekklega og þægilega innréttingu, hafi meira rými fyrir farþega og far- angur en aðrir bílar í þessum stærðarflokki, sé framleiddur sam- kvæmt ströngustu kröfum um mengunarvarnir í Evrópu og Bandaríkjunum, hafi lágmarks loft- mótstöðu, og sé með sérstaklega styrkt fjöðrunarkerfi, þá er Renault 19 einn sá öruggasti á markaðnum fyrir farþega. Að framan og aftan eru grindarhlutar sem ætlað er að draga úr höggi við árekstur. Hliðar, hurðir og toppur eru sérstaklega styrkt til að þola árekstur og veltur. Ótrúleg sparneytni í stórum bíl. Vélin í Renault 19 GTS er tæplega 1400 cc, 4ra strokka og 80 hestöfl, Sigurður Hreiðar, DV 15. júlí 1989; „Hann er stökk fram á við.“ „Hurð- irnar lokast með þéttum dynk, en ekki dósarhljóði eins og svo víða vill bera við.“ Stefán Ásgrímsson, TTminn 29. júlí 1989; „Miklar og ferlegar holur tek- ur hann sérstaklega vel og nánast svífur yfir.“ „5 gíra skiptingin er það þægileg að ég léti sjálfskiptinguna alveg eiga sig.“ Einfalt mál aö semja. Þú semur um þau kjör sem henta þér best. Við tökum góða notaða bíla sem greiðslu upp í nýjan Renault 19. Greiðslukjörin eru til allt að 24 mánaða. Til afgreiðslu strax. Takmarkaður fjöldi bfla af árgerð 1990 er til afgreiðslu strax á mjög hagstæðu kynningarverði. Renault 19 GTS kostar frá kr. 8A9.300- Leggöu dæmiö fyrir þig, þaö er full ástæöa til þess. Bílaumboðið hf Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 686633 sem er yfirdrifið fyrir ekki þyngri bíl en 940 kg. Bensíneyðslan er ekki nema um 6,5 lítrar á hundrað kíló- metra T blönduðum akstri. Reynsluakstur er fyrsta skrefið. Það hefur margt fallegt verið sagt og skrifað um Renault 19, bæði hér á íslandi og í Evrópu. Bíllinn hefur margt að bjóða í samkeppni við aðra bíla s.s. VW Golf, Toyota Corolla, Opel Kadett, Fiat Tipo, Ford Escort, Mazda 323 og Peugeot 309, sem eru allt bílar í sama stærðarflokki. Til að þú getir gert raunhæfan sam- anburð, skaltu hiklaust reynsluaka bílnum og fá allar nánari upplýsing- ar áður en þú tekur ákvörðun. Umsagnir þeirra skipta máli. Leó M. Jónsson véltæknifræðingur, Bíllinn 2. tbl. 1988; „Fjöðrunin skil- ar sér f frábærum aksturseiginleik- um og gírskiptingin er frábær." „Það er þykkara stál í honum og hann er skemmtilegri í akstri en flestir japanskir bílar." Jóhannes Tómasson, Morgunblaðið 1. júlí 1989; „Álitlegur kostur í harðri samkeppni." „Hann er og skemmtilegur í borgar- RENAULT19 30 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.