Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 23
Dauði og djöfull SIGURÐUR A. MAGNÚSSON Kratisminn og kalda stríðið Frú Emelía sýnir í Skeifunni 3c DJÖFLAR - CLASS ENEMY eftir Nigel Williams. Þýðandi: Anton Helgi Jónsson. Leikstjóri: Guðjón Pedersen. Leikmynd og búningar: Guðjón Ketilsson. Lýsing: Agúst Pétursson. Dramaturgía: Hafliði Arngrímsson. Leikendur: Stefán Sturla, Sigurjóns- son, Sigþór Albert Heimisson, Árni Pétur Guðjónsson, Kristján Franklín Magnús, Emil Gunnar Guðmunds- son, Þröstur Guðbjartsson. Fyrir ellefu árum þegar Class Enemy var frumsýnt í Royal Co- urt leikhúsinu í London small það inn í andrúmsloft pönksins, pass- aði pent inní pólitískt ástand sem hafði varað misserum saman og leiddi loks inn nýja stjórn sem hefur síðan maskað samfélags- gerð Breta og gert þær aðstæður sem leikurinn vissulega sprettur úr snöggtum verri, sárari og grimmari. Þegar leikurinn fór svo sigurför um vesturlönd, hentaði hann okkar borgaralega leikhúsi prýði- lega sem smyrsl á sár andlegrar uppgjafar, ein sönnun þess sem blasti reyndar við á götum allra borga, að velferðarsamfélag stríðsáranna væri brostið, unga fólkið hímdi aðgerðalaust í gettó- um, skólum og á skemmtistöðum sínum, en vakti spurninguna: var þessi litli leikþáttur í allri sinni uppljómun skýrasta dæmi nútím- ans um leikhús sem tók á samfé- lagsvanda okkar eða var hér á ferðinni sjálfsfróun þeirra sem þóttust best vita? Aftur má spyrja hverjum gagn- ast þessi leiksýning? Millistéttar- fólki sem vill skoða metnaðar- fullar leiksýningar Guðjóns Pe- dersens og félaga eða krökku- num í Austurstrætinu rétt uppúr miðnætti á föstudagkvöldi, her- singum sem fara um Breiðholtið, Þingholtin, Kópavoginn, Hafnarfjörðinn, þegar flö- skurnar fljúga í hálfbjartri nótt- inni og allir gala og góla og skemmta sér konunglega á þriðja til fimmta bjór? Vilja þeir krakk- ar hlusta á stuttar samræður um tilgang lífsins í smáu og stóru, vanhæfni, uppgjöf, læstar dyr og félagslega eymd? Tíu árum síðar Fyrir tíu árum var þetta leikrit brilljant. Núna skín það enn á köflum, krafturinn í atburðarás- inni er taumlaus, persónu- byggingin vandlega undirskipuð, en fléttan gisnar er líður á verkið og það missir flugið. En megin- galli þess er hversu margir þræðir þess eru oðrnir kunnuglegir. Tíminn sá fyrir því. Sex delikventar bíða í rústaðri kennslustofu eftir nýjum kenn- ara. Þeir hafa liðnar vikur og mánuði skipulega brotið hvern einasta kennara niður sem þeim hefur verið sendur. Og þegar enginn kemur þá er komið að því að drepa tímann með öðrum hætti. Hver þeirrra á að kenna hinum stutta stund; hugðarefnin koma í ljós, kynlíf, blómarækt, vanmáttarkennd, rúðubrot, matseld og slagsmálatækni. Þeg- ar upp er staðið hafa þeir opin- berað sjálfa sig, einkahagi sína, valdakerfið í hópnum, sérkennin og veikleikana. Foringinn fallinn og hópurinn vill nýjan herra, nýj- an leiðbeinanda, nýja leiki. Töffarar En hvernig er þá sýningin? Hún er góð, risjótt, reynir mikið á leikendurna alla og er jöfn í leik, allir eiga piltarnir fína spretti, nánast elegant, en þá skortir alla úthaldið. Þeir eru bestir langt fram eftir leiknum en allt frá því Zaxxon lýsir sinni helstu iðju, rúðubrotum, þá er eins og það fjari undan sýning- unni, enda er að koma að megin- átökum hennar, sýnikennslu Há- lofta um matargerð og raunveru- lega kennsluinntaki Hjörra: of- beldinu. Þetta er í raun býsna erfið sýn- ing fyrir piltana. Á ysta yfirborði eru persónurnar tilbrigði um töff- ara og unglinga. Málfar leiksins er hrátt og skilar sér á sannverð- ugan hátt í þýðingu Antons Helga. Tveir piltanna hafa komið nálægt álíka týpum áður, Kristán Franklín orðið illa fyrir barðinu á leikstjórum sem skipa í hlutverk samkvæmt hefðum, samkvæmt PÁLL BALDVIN BALDVINSSON því verður Kristján að leika töff- ara langt fram undir fertugt og er kominn tími til að leikhússtjórar sem hafa hann í fastri vinnu fari að sporna við því; Steinar virðist eiga svipað vandamál í vændum. En þótt báðir séu á kunnugum slóðum takast þeir á við vandann, færa töffarann út, bæta við smá- atriðum, halda vel um skapgerð- ina og bresti hennar, valda hlutverkunum ágæta vel. Steinar kemur sér upp góðum kæk, en lætur hann alveg falla niður þegar nokkuð er komið inn í verkið í stað þess að fullnýta hann allt til enda. Mínus á leikstjóra fyrir þá yfirsjón. Þessir strákar eru báðir fýsiskir leikarar, raddsterkir en yfirkeyra, stilla ekki nóg saman líkamann allan og röddina þegar keyrt er á fullum styrk. Og það getur reynst varasamt ef leika á nokkur kvöld í röð. Linkindur Hinir í hópnum eru steyptir í annað mót. Mér þótti frammi- staða Stefáns Sturlu og Sigþórs mestrar athygli verð. Ytri búnað- ur persóna þeirra er meira á reiki, innviðir þeirra ekki flóknir, fullir spennu og heiftar, heldur miklu frekar leitandi. í fasi voru þeir stilltir, tempraðir og mið þeirra í túlkun persónanna skynsamleg og snoturlega útfærð. Þeir skópu persónum sínum samúð, fylgnir sér í framgangi leiksins og sökum þess að þeir báðir eru að stíga sín fyrstu stóru skref má óska þeim til lukku með frammistöðuna. Árni Pétur og Emil áttu einnig ágæta spretti. Emil missti dam- pinn niður í einræðu sinni um rúðurnar, var nokkuð fullorðins- legur í tali, en allt til þess hafði piltunum tekist prýðilega að leika niður fyrir sig í aldri. Reyndar gerir Guðjón leikstjóri þann feil að staðsetja Hálofta oftast fremst á sviðinu í jöðrum beggja vegna og þannig stilla honum svo í for- grunn að einungis hluti áhorf- enda getur fylgst vel með honum. Það veikir styrk persónunnar í , sýningunni og jafnframt tök hennar í valdajafnvægi skólastof- unnar. Þannig sést hreinlega ekki hvernig Árni Pétur undirbyggir annan megnpólinn í átökum leiksins. Enda þegar dregur nær leikslokum og síðasti slagurinn gengur yfir þá ná þeir Kristján ekki toppnum sem býr í verkinu. A: persónurnar hafa ekki verið nægilegar andstæður m.a. vegna búninga. B: Persóna Hálofta er ekki nógu styrkt í leikstjórn. C: Ofbeldisatriði eru ekki nógu ljót. Árni Pétur sýnir ágæt tök á hlut- verki sínu, mattan leik sem hæfir persónunni. Ég hefði að visu kos- ið að sýnikennsla hans um bakað franskbrauð í eggi og mjólk væri ögn meira leikin á léttari nótum, fyrst og fremst til að gefa áhorf- endum léttari andblæ sem and- hverfu þess sem á eftir kemur. Að lokum má geta Þrastar í prýðilega nosturslegri smámynd af kennara. Niðurstaða Einu sinni enn tekst Frú Emilíu að bjóða okkur vel frambærilega sýningu. Leikmynd Guðjóns Ketils sannar eina ferðina enn að hann er mikill vonarpeningur í leikmyndagerðinni. Lýsing Ág- ústs rétt en full tilgerðarleg í blá- endann. Sýningin hrærir upp í manni, er kröftug og heildstæð. En þar sem áróðurherferð leik- húsa borgar og ríkis er enn í full- um gangi þess efnis að þau séu sífellt mæld annarri stiku en leik- hópar á borð við Emilíu, er rétt að taka það fram að sýningin er ekki gallalaus, verkið er barn síns tíina, þótt af því megi leiða ýmsar ályktanir um skólakerfi yfirleitt. En hér má hinsvegar sjá ögrandi og alvarlegt leikhúss, þar sem metnaður og áræðni sitja í fyrir- rúmi. í tvo áratugi eftir seinni heimsstyrjöld og kannski eitthvað lengur var kalda stríðið í al- gleymingi og veröldinni £ grófum dráttum skipt í áhrifasvæði Banda- rikjanna, Sovétríkjanna og „hlut- lausra ríkja“ með Indland í fylking- arbrjósti. Víðast í Evrópu stóð val- ið milli Bandaríkjanna og Sovétr- íkjanna. Upptök kalda stríðsins eru útaf fyrir sig einkar hnýsileg og verða væntanlega brotin til mergjar af sagnfræðingum seinnameir, en þegar hefur verið sýnt framá, að kalda stríðið var knúið fram og magnað af fjárgróðaöflum í Banda- ríkjunum, sem sáu framá öfluga sókn verkalýðsfélaga og verulegar kauphækkanir í kjölfar styrjaldar- innar. Stríðsæsingar Bandaríkja- manna vöktu að sjálfsögðu skelf- ingarviðbrögð í Sovétríkjunum með þeim afleiðingum að vígbún- aðarkapphlaupið færðist í aukana ár frá ári, uns það jaðraði við vit- firringu, ef það var ekki hrein vit- firring. Um aðdragandann vestan- hafs hefur verið gerð einkar fróðleg heimildakvikmynd, „Are We Still Winning, Mummy?“, sem ég sá á kvikmyndahátíðinni í Berlín fyrir tæpum fjórum árum. Myndina gerði ung bandarísk kona af grískum ættum og vann að henni í söfnum báðumegin Atlantshafs um sex ára skeið. Myndin vakti mikla athygli í Berlín, en hvorug íslenska sjónvarpsstöðin hefur séð ástæðu til að panta hana, þó fengið hafi nauðsynlegar upplýsingar um hana. Hún fellur að líkindum ekki í kramið hjá þeim öflum seni ein- dregnast vinna að innlimun íslands í hið vesturheimska menningar- svæði. Kalda stríðið heyrir góðu heilli sögunni til og er mörgu ungu fólki nánast óskiljanlegt. Vígbúnaðar- kapphlaupið ásamt margvíslegri annarri óáran, mestmegnis af manna völdum, lagði Sovétríkin og leppríki þeirra í rúst efnahagslega og félagslega. Hinn sósíalíski ríkis- kapítalismi hefur víðasthvar verið tekinn til gjaldþrotaskipta og verð- ur væntarilega ein af mörgum dap- urlegutp menjum tuttugustu aldar, þegar næsta öld gengur í garð. Á sama tíma er bandaríska allsnægta- þjóðfélagið að hrörna og veslast upp af innri mótsögnum. Hartnær fimmtungur þjóðarinnar lifir undir hungurmörkum, en eiturlyf og al- næmi fara um samfélagið einsog logi um akur. I samhengi við kalda stríðið og allt sem gekk á útaf því er fróðlegt að velta fyrir sér, hversu keimlík forusturíki hinna andstæðu fylk- inga voru, enda voru Bandaríicja- menn með Sovétríkin á heilanum og sovéskir borgarar vildu helst ekki annað ræða en risann í vestri. Sannleikurinn er sá að ríkiskapítal- ismi Sovétríkjanna og fyrirtækja- kapítalismi Bandaríkjanna eru báðir jafnfjandsamlegir jöfnuði og velferð almennra borgara, báðir jafnöndverðir mannúð og menns- kum verðmætum. f Bandaríkjun- um skapar auðurinn völd, f Sovétr- íkjunum skapar valdið auð. Báðar þessar ríkjasamsteypur, USA og USSR, voru því marki brenndar, að þær þoldu illa fjölbreytni í hugs- un eða hegðun. Orðið „frjálslyndi" var (og er) nánast skammaryrði í Bandaríkjunum og sósíalistar jafnvandfundnir og saumnálar í heystakk. í Sovétríkjunum voru einkaframtak og samkeppni for- boðin og kapítalistar jafnfágætir og góð þjónusta eða ætur matur. Þó vissulega væri fjarstæða að leggja Bandaríkin og Sovétríkin að jöfnu í pólitísku, félagslegu og andlegu til- liti, þá hafa þau hvortveggja borið í sér skaðvæna veiru pólitískrar ein- sýni, hugmyndalegrar einhæfni og menningarlegrar fábreytni. Vestur-Evrópa og ýmis önnur svæði heims hafa fyrir löngu áttað sig á örlagaríkri öfugþróun tröllveldanna og valið sér aðra leið til framtíðarinnar, leið fjölhæfni og marglætis. í Vestur-Evrópu dafna allar þær stjórnmálastefnur sem mönnum dettur í huga að boða, all- ar þær heimspekikenningar, menningar- og listastefnur og al- mennu lífsviðhorf, sem mannlegt hyggjuvit hefur fundið upp. Sú gamla, þreytta Evrópa er í rauninni ein allsherjargróðrarstöð ferskra í hugmynda og nýrra hugsjóna. Þar fá þúsund blóm að gróa sem hvergi annarsstaðar. Gervallri náttúrunni og öllu manniegu lífi er margbreyti- leikinn ekki einasta eiginlegur, heldur er hann beinlínis skilyrði vaxtar og þróunar. Sé reynt að hefta hann með óeðlilegum hömlum eða þvingunum, leiðir það undantekningarlaust til stöðnunar, hrörnunar og dauða. í kalda stríðinu og allt framá síð- ustu ár hafa andhverfur tröllveldanna dregið menn í pólit- íska dilka á íslandi. Annaðhvort voru menn vinir Bandaríkjanna eða Sovétríkjanna, enda gerðu sér fæstir ljóst hve nauðalík samfélags- kerfin eru. Þróunin í Evrópu virðist meira <)g minna hafa farið framhjá þeim íslendingum sem stefnunni réðu, enda var flokkur jafnaðar- manna, sem helst hefði átt að teng- ja okkur Evrópu, löngum minnsti stjórnmálaflokkur landsins og að auki ákaflega hjáróma í evrópsku samhengi sakir öfgafullrar hægrist- efnu. Nú má heita að áhangendum hins austur-evrópska ríkiskapítalisma, sem sumum þótti fínt að kalla kommúnisma eða jafnvel sósíal- isma, hafi fækkað til þeirra muna, að leita verði þeirra með logandi ljósi. Að sama skapi hefur áhang- endum hins ómanneskjulega kapít- alisma í vestri vaxið ásmegin fyrir ötula forgöngu tveggja sjónvarps- stöðva, nokkurra útvarpsrása og flestra dagblaða og tímarita lands- ins. Það er gersamlega áttavilltur maður sem ekki áttar sig á því, að við siglum þessi árin hraðbyri í vest- urátt, burt frá öllu sem tengir okkur eigin fortíð og þróun evrópskrar menningar - og þá jafnframt burt frá þeirri framtíð fjölbreytileika og grósku sem Evrópa á í vændum, en Bandaríkin hafa kastað á glæ. Þessi framvinda er miklu ískyggi- legri en menn almennt virðast gera sér ljóst. Kannski þykir þeim, sem hvorki nenna né vilja hugsa, ekkert athugavert við, að þorri ungs fólks í landinu lifir meir í vesturheimskum hugarheimi en íslenskum veruleik, en það á eftir að hafa hrikalegar afleiðingar fyrir sjálfsvitund þjóð- arinnar og almenna menningarþró- un í landinu. Ég fjasa um þessi almæltu tíðindi hér afþví mér bæði blöskrar og hundleiðist sá söngur gamalla bylt- ingarmanna, sem eru löngu orðnir viðskila við veruleik samtímans, að svonefndur „kratismi“ sé einskis- virði eða fyrirlitlegur, en „rót- tækni“ afturámóti mál mála. Nú vefst það einlægt fyrir mér, í hverju nefna róttækni eigi að vera fólgin, þegar meirihluti verkalýðsins er kominn í tölu værukærra smáborg- ara og hálaunaðra uppmælinga- fursta. Heimurinn hefur allur ger- breyst síðan á kreppuárunum og hann hefur líka tekið stakka- skiptum síðan í kalda stríðinu. Ég fæ ekki betur séð, þegar svipast er um í Evrópu og víðar, en að þeir margskömmuðu sósíaldemókratar séu sá hópur manna sem mestu og bestu hefur til leiðar komið með sínum þungfæru og hæggengu þing- ræðisaðferðum. Norðurlönd, Vest- ur-Þýskaland, Austurríki, Frakk- land, Spánn og jafnvel Bretland eiga jafnaðarmönnum meira að þakka en nokkurri annarri stjórnmálastefnu. Jafnaðarmenn voru farnir að láta að sér kveða löngu fyrir rússnesku byltinguna og hafa haldið þvf áfram með markverðum árangri. Vera má að rússneska byltingin hafi á sínum tíma hrætt borgaraleg öfl til sneggri undansláttar fyrir jafnaðar- mönnum en ella hefði orðið. Sé það rétt, er það eini jákvæði árangur þeirrar byltingar, en réttlætir eng- anveginn „gúlagið" eða slátrun tug- miljóna sovéskra borgara, sem þeir Lenín og Stalín bera sameiginlega ábyrgð á. Föstudagur 15. september 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SlÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.