Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 5
• • i^nwiTi Tn a r wtofitto Jf vJS L UU/VvxöJj JKrL X A JLxv Landbúnaðarvörur Samið um minni hækkun Steingrímur Hermannsson: Ríkisstjórnin hefurstaðið við loforð um niðurgreiðslur. Asmundur Stefánsson: Búvörur áttu ekki að hœkka umfram lágmarkslaun. Steingrímur J. Sigfússon: Samið við bœndur um minni hœkkun kaupliðar ■ Alþýðusambandi íslands svar við bréfi sem ASÍ sendi ráðherr- anum um síðustu mánaðamót, þar sem spurt var um efndir ríkis- stjórnarinnar á þeim fyrirheitum sem stjórnin gaf við gerð kjara- samninga í vor. í svari forsætis- ráðherra kemur fram að ríkis- stjórnin telji sig hafa staðið við fyrirheit um niðurgreiðslur á lambakjöti og gott betur og haldið hafi verið aftur af almennum verðlagshækkunum opinberra stofnana. í þessum mánuði hefði lamba- kjöt og mjólk átt að hækka um 12-14%. Asmundur Stcfánsson, forseti ASÍ sagði Þjóðviljanum, að stóra loforð ríkisstjórnarinnar í samningunum við BSRB í vor hefði verið að búvörur hækkuðu ekki í verði umfram launahækk- anir láglaunafólks. Þegar tölur hefðu verið settar inn í samninga ASÍ hefði það verið gert með það fyrir augum að þrengja þessa skil- greiningu enn frekar. Ef ætti að ’ standa við þetta yrði ríkisstjórnin að taka þær hækkanir sem þegar hefðu komið fram að mestu til Sprengingarnar Lögreglan er ráðþrota Rannsóknarlögreglan leitar aðstoðarhjá al- menningi við lausn máls- ins. Engin meiðsl á fólki en töluverðar skemmdir Ekki hefur enn verið upplýst hverjir stóðu fyrir sprengingun- um við Bergþórugötu og Öldu- götu í Reykjavík rétt fyrir mið- nætti í fyrrakvöld. Rannsókn málsins er í höndum Rannsóknar- lögrcglu ríkisins sem hefur leitað eftir aðstoð hjá almenningi við lausn málsins. Það var rétt fyrir miðnætti í fyrrakvöld að öflug sprenging varð á Bergþórugötu og við það eyðilögðust þrjátíu og níu rúður í nærliggjandi húsum og skemmdir urðu á tveimur bifreiðum. Svo öf- lug var sprengingin að lítill gígur myndaðist í götuna þar sem hún sprakk og glumdi sprengjugnýr- inn um alla miðborgina og nálæg hverfi. Skömmu síðar varð spren- ging á Öldugötu og brotnuðu þar níu rúður í einu húsi. Sem betur fer urðu ekki meiðsl á fólki við sprengingarnar en töluverðar skemmdir. Að sögn lögreglunnar er talið næsta víst að sprengiefnið hafi verið dínamít og að sprengiþráð- ur hafi verið notaður til að tendra sprengjurnar. í gær höfðu lög- reglunni þó ekki borist neinar til- kynningar um að dínamits sé saknað en vitað er að varsla þess er ærið misjöfn og oft á tíðum aðeins einn hengilás fyrir dyrum þeirra staða sem geyma viðkom- andi sprengiefni. -grh baka ásamt fyrirhuguðum hækk- unum. í svari forsætisráðherra segir að verðhækkanir á opinberri þjónustu hafi verið í samræmi við forsendur fjárlaga og hvað varð- aði önnur opinber fyrirtæki, væru hækkanir í samræmi við fjárhags- áætlanir þeirra. Ásmundur sagði að ríkisstjórnin yrði að gera sér grein fyrir því að engar fjárhagsá- ætlanir hefðu brostið eins og fjár- hagsáætlanir heimilanna. Fólk sækti í auknum mæli á náðir fé- lagsmálastofnana, gjaldþrot væru vaxandi og fólk flýði ástand- ið hér á landi til útlanda. Lífskjör réðu því hvort byggð héldist í landinu eða ekki. Steingrímur J. Sigfússon, land- búnaðarráðherra, hefur átt í við- ræðurn við samtök bænda. Hann sagði að bændur hefðu sýnt skiln- ing á því að samþykkt launa- hækkun til þeirra dreifðist á lengra tímabil, þannig að hækkun á kjöti og mjólk yrði ekki eins mikil í einu stökki og orðið hefði ef bændur hefðu fengið alla hækkunina í einu. Með þessu væri verið að biðja bændur að gefa eftir hluta af sinni launaleið- réttingu. Ráðherrann sagðist vonast til þess að viðræður við bændur leiddu til þess að hækkun þessara búvara verði á bilinu 6- 8% í stað 11-14%. Forsætisráð- hcrra og viðskiptaráðherra væru síðan að vinna í því að fá kaup- menn til að leggja sitt af mörkum með því að lækka smásöluálagn- ingu. Ásmundur sagði að auðvitað væri munur á 6-8% og 11-14% hækkun búvara. En þær hækkan- ir sem orðið hefðu og væru í burð- arliðnum væru ekki bara vegna almenns framreiknings. Hækkun á smásöluálagningu hefði verið samþykkt og búvörugrundvöll- urinn ætti að hækka 15% umfram það sem almennt gerðist með laun launafólks um síðustu mán- aðamót. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefur ákveðið að boða til formannafundar 5. október, verði staðan í málinu óbreytt. Ögmundur Jónasson, formaður bandalagsins, segir að með þessu sé ríkisstjórninni gefin frestur fram að þeim tíma. -hmp Landhelgismálin Það sem gerðist á Landhelgismalin Í40 ár eftir Lúðvík Jósepsson I haust er væntanleg frá Máli & menningu bókin Landhelgism- álin í 40 ár sem Lúðvík Jósepsson fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra skrifar. Undirtitill bókar- innar er: Það sem gerðist á bak við tjöldin. Að sögn Halldórs Guðmunds- sonar útgáfustjóra Máls & menn- ingar er efni bókarinnar skrifað út frá persónulegri reynslu höf- undar og séð frá hans sjónar- horni. En Lúðvík gegndi embætti sjávarútvegsráðherra á árunum 1956 - 1958 þegar landhelgin var færð út í 12 sjómílur og aftur á árunum 1971 - 1974 þegar land- helgin var færð út í 50 sjómílur. -grh Vestnorden Ferðakaupstefna í Laugardal Heildarvelta ferðaþjónustu á íslandi um 10 miljarðar Ferðakaupstefna á vegum Vestnordcn, sem er sameigin- legt ferðamálaráð íslands, Græn- lands og Færeyja, vcrður haldin hér á landi í dag og á rnorgun. Kaupstefnan ncfnist Travel Mart og á henni munu allt að 2/3 af allri ferðaþjónustu fyrir árið 1990 seljast. Á þessum tveimur dögum koma kaupendur frá 16 löndum Evrópu og Bandaríkjunum og 3; frá Asíu. Kaupstefnur sem þessi eru ^ mikil lyftistöng fyrir bæði selj- endur og kaupendur ferðaþjón- ustu, sérstaklega smærri eining- arnar. Þetta er í fjórða sinn sem svona kaupstefna er haldin, og hefur fjöldi seljenda og kaupenda aukist mjög mikið. Nú er áætlað að seljendur verði 112 og kaupendur 150. Alls munu 400-500 manns verða á , kaupstefnunni. Heildarvelta ferðaþjónustu á íslandi er um 10 miljarðar króna og stór hluti þeirrar upphæðar koma af viðskiptum kaupstefna sem þessarar. Kaupstefnan er ekki opin almenningi, heldurein- ungis fagfólki innan ferðaþjón- ustu. Travel Mart-kaupstefnan er fjármögnuð af ýmsum aðilum, s.s. ríkissjóðum þátttökuríkj- anna, Vestnorden-nefndinni, ferðamálaráðum ríkjanna þriggja, auk þess sem seljendur og kaupendur greiða þátttöku- gjald. Ráðherrafundur Átak til jafnaðar efst á blaði Andar köldu til Seðlabanka og álversdrauma Félagshyggjuflokkar eiga ekki að flýja af hólmi á erfiðleika- tímum heldur gera á sem flestum sviðum átak til jafnaðar, þá er til nokurs unnið, sagði Svavar Gcstsson menntamálaráðherra á fjölmcnnum fundi hjá Alþýðu- bandalaginu þar sem þeir Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra höfðu framsögu um efnið „Geta félagshyggjuöflin stjórnað á erfiðleikatimum?“ Frá Steingrími andaði köldu til stjórnar Seðlabankans sem hann taldi auðheyrilega þvælast fyrir viðleitni til að lækka vexti, og Svavar sagði að Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra væri að lofa upp í ermina á sér með stóriðjufyrir- heitum sem enginn vissi hver fót- ur væri fyrir og ekki hcfðu komið til umræðu í ríkisstjórninni. Ráðherrarnir skýrðu hvor með sínum hætti aðdraganda þess á- stands sem ríkti við upphaf stjórnarsamstarfs og Svavar lagði þá megináherslu á það hvernig góðærið 1986-87 hefði gufað upp í frjálshyggjusukki sem birtist m.a. í vaxtaokri, offjárfestingum í verslun og fleiru, átta miljarða halla á ríkissjóði og miklum við- skiptahlla. Þeir Steingrímur voru sammála um að skattleggja þyrfti fjármagnstekjur og „þora að beita handafli“ til að lækka vexti, hvað sem Seðlabankinn segði. Einnig um að afnema sjálfvirkni í hagkerfinu, m.a. með því að af- nema lánskjaravísitölu eins og hún er og „sjálfvirka lauhavið- miðun bænda “ ( Steingrímur). Þeir gerðu báðir ráð fyrir skerðingu kaupmáttar en vildu rétta hlut þeirra sem minnst bera úr býtum m.a. með lægri sköttum af matvælum og þá hærri beinum sköttum. Svavar Gestsson lagði í þessu sambandi áherslu á að allar lífeyrisbætur og barnabætur yrðu tekjutengdar og þar að auki greiddar tekjutengdar húsnæðis- bætur. Svavar kvað baráttu gegn atvinnuleysi hafa algjöran for- gang í kjaramálum en Steingrím- ur reifaði hugsanlegar breytingar á vinnulöggjöfinni til að „koma í veg fyrir að hagsmunir fárra ráði yfir hagsmunum fjöldans“. Fjölmenni var á fundinum og fyrirspurnir margar. Spurt var um stóriðjudrauma iðnaðarráð- herra. Steingrímur svaraði var- færnislega á þá leið að menn yrðu að vanda sig í slíkum málum ef þeir vildu ekki missa stjóm á stór- iðju úr landi. Svavar ítrekaði þá stefnu Alþýðubandalagsins að vandlega væri gengið frá því hverjir réðu yfir stóriðjufyrir- tækjum, íslenskir aðilar eða út- lendir, og sagði að álverin nýju („sá jólapakki“) hefðu ekki verið rædd alvarlega í ríkistjórninni, iðnaðarráðherra væri „að lofa upp í ermina á sér hlutum sem engin vissa væri fyrir að fram mundu koma“. Átak til jöfnuðar á öllum svið- um er hlutverk félagshyggjust- jórnar, sagði Svavar ennfremur. Það væri hættulegt að hleypa íhaldinu að - bæði fyrir lífskjörin og sjálfstæði þjóðarinnar. áb Föstudagur 15. september 1989 |NÝTT HELGARBLAÐ - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.