Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 7
Líklegt er aö FH taki við íslandsmeistaratitlinum at Fram sem vann hann í fyrra, en myndin var tekin í síðari
leik liðanna í sumar. Mynd - þóm.
Laugardagur til lukku
Allar líkur eru á að FH eða KA verði íslandsmeistarar í knattspyrnu
en hvorugt liðið hefur áður náð þeim árangri.
Um helgina lýkur einhverju
jafnasta og mest spennandi Is- ■
landsmóti í knattspyrnu. Síðasta
umferð 1. og 2. dcildar verður
leikin á laugardag og fara allir
leikirnir fram á sama tíma, eða
kl. 14. Það verður því ekki fyrr en
á laugardagseftirmiðdag sem
Ijóst verður hvaða lið verður ís-
landsmeistari, hvaða lið falla í 2.
deild og einnig hvaða lið fylgir
Stjörnunni uppí 1. deild.
Tímamót í knatt-
spyrnusögunni
í 1. deild er ástandið þannig að
fjögur lið eiga enn möguleika á
að vinna deildina og önnur fjögur
eru enn í fallhættu. Það eru að-
eins Valur og f A sem standa fyrir
utan þessa baráttu og er það
óvenjulegt þarsem liðin hafa ver-
ið í fremstu röð undanfarin ár.
Það hefur einmitt einkennt
deildina í sumar - ásamt því hve
keppnin hefur verið jöfn - að tvö
ný lið berjast á toppnum. Lið sem
aldrei hafa orðið Islandsmeistar-
ar og fæstir þorðu að spá slíkri
velgengni í ár.
Þetta eru sem kunnugt er FH
og KA og eru yfirgnæfandi líkur á
að annað hvort þeirra vinni ís-
landsmeistaratitilinn því mögu-
leikar Fram og KR byggjast á því
að bæði liðin tapi sínum leikjum á
laugardag. Það skemmtilega í
þessari stöðu er að FH og KA
hafa bæði verið rokkandi á milli
deilda í gegnum tíðina og aldrei
svo mikið sem átt möguleika á
einhverjum afrekum á toppnum.
Árangur FH-inga er sérlega
glæsilegur þarsem liðið lék í 2.
deild í fyrra. Þá hefur hvorugt lið-
anna tekið þátt í Evrópukeppni
en allar líkur eru á að þau geri það
bæði á næsta ári ásamt Frömur-
um sem urðu bikarmeistarar.
Akureyringar hafa að vísu leikið
áður í Evrópukeppni því ÍB A lék
í keppni bikarhafa árið 1970. En
altént er útlit fyrir viss tímamót í
íslenskri knattspyrnusögu um
helgina.
Keppnin er reyndar mjög svip-
uð því sem gerðist árið 1979 en þá
varð ÍBV íslandsmeistari í fyrsta
og eina skipti. Flestir höfðu
reiknað með annað hvort Val eða
ÍÞRÓTTIR
f A á toppnum en Vestmannaey-
ingar komu á óvart og sigruðu.
Árið áður hafði Valur einmitt
unnið deildina með miklum yfir-
burðum, unnið alla leikina nema
einn, og minnir það á að yfirburð-
astaða Framara í fyrra hefur ekki
orðið þeim til framdráttar í ár.
Stöðuna á toppi deildarinnar
þekkja flestir. FH er í mjög álit-
legri stöðu þarsem liðið hefur
eins stigs forskot á KA sem hefur
31 stig. Næst koma KR og Fram
með 29 stig og markatala þeirra
síðarnefndu er mjög slæm þannig
að það má nánast afskrifa þá í
þessari baráttu. Á botninum hafa
Víkingar 17 stig, ÍBK og Þór 15
og Fylkir 14 stig.
Á laugardag beinast augu
manna væntanlega helst að leik
FH og Fylkis. FH verður helst að
vinna því varla getur liðið treyst á
að KA tapi sínum leik og Fylki
dugar ekkert annað en sigur til að
halda sér í deildinni. Bæði lið
munu því leggja allt í sölurnar til
að vinna leikinn og jafntefli er
sama og tap fyrir báða aðila.
Leikur IBK og KA hefur álíka
þýðingu, KA verður að vinna og
vonast eftir að FH nái ekki að
sigra en Keflvíkingum gæti hugs-
anlega nægt jafntefli.
Leikur Fram og Víkings gæti
líka ráðið úrslitum bæði á toppi
og botni. Framarar verða
reyndar að vinna leikinn með
ÞORFINNUR
ÓMARSSON
miklum mun og vonast eftir að
toppliðin tapi, en Víkingar hljóta
að reyna allt til að hljóta amk. eitt
stig til að bj arga sér frá falli. Liðið
virtist hafa sloppið úr fallbarátt-
unni fyrir nokkru en það er nú
öðru nær.
Leikur Vals og KR á Hlíðar-
enda gæti orðið skemmtilegur.
Valur hefur verið að reyna að
sanna sig undir stjórn nýs þjálfara
en KR verður að vinna til að eiga
möguleika á toppnum. Liðið
heldur enn í vonina um Evrópu-
sæti og er sá möguleiki vel fyrir
hendi tapi annað hvort FH eða
KA. Þá leika Þór og ÍA á Akur-
eyri og hefur sá leikur enga þýð-
ingu fyrir Skagamenn. Þórsarar
verða hinsvegar helst að vinna
sigur, en jafntefli bjargar þeim ef
ÍBK og Fylkir tapa sínum
leikjum.
Af þessu má sjá að fimm úr-
slitaleikir verða leiknir á sama
tíma á laugardag. Áhugi manna á
leikjunum hlýtur að vera mikill
og má búast við metaðsókn á
þessa umferð. Þá eru þessir leikir
sem himnasending fyrir ljósvaka-
miðlana og má búast við að menn
hafi viðtækið með sér á völlinn.
Ekki má gleyma 2. deildinni
sem leikin er á sama tíma. Þar er
staðan að vísu nokkuð ljós nema
hvað ÍBV og Víðir berjast um
annað sætið sem gefur þátttöku-
rétt í 1. deild að ári. Stjarnan hef-
ur þegar unnið deildina sem verð-
ur að teljast frábær árangur hjá
liði sem var í 3. deild í fyrra.
Vestmannaeyingar hafa eins stigs
forskot á Víði en bæði lið leika
gegn liðum sem eiga lítilla
hagsmuna að gæta í síðustu um-
ferðinni. ÍBV leikur gegn
Breiðabliki í Kópavogi en Víðir
heldur til Selfoss og leikur þar við
'heimamenn.
Fastir
leikdagar
Á laugardag verður í fyrsta
skipti í sumar flautað til leiks á
fimm stöðum í einu í deildinni.
Allar umferðirnar hafa hingað til
verið leiknar á allt að fjórum mis-
munandi dögum sem hlýtur að
draga úr áhuga almennings á
mótinu. Þá hefur það augljós
áhrif á leiki liðanna, nú þegar
mótið er svo jafnt, að skipta þeim
niður á fleiri en einn dag.
Vaknar því enn einu sinni sú
spurning hvort ekki eigi að á-
kveða fasta leikdaga í deildinni
líkt og í öðrum löndum og reyna
að gera 1. deildarkeppnina enn
áhugaverðari. Forráðamenn fé-
lagannna verða einfaldlega að
sætta sig við að geta ekki farið á
alla leikina einsog þeir vilja, en
líklegt er að sá hópur sem vill sjá
fleiri en einn leik í hverri umferð
sé ansi fámennur og hafi jafnvel
undir höndum frímiða á leikina
sem skilar sér ekki í kassann.
í þessu sambandi vil ég benda á
athyglisverða grein í nýjasta tölu-
blaði íþróttablaðsins þarsem
hugmyndin um fasta leikdaga er
reifuð. Þar er stungið uppá
fimmtudögum sem föstum
leikdögum og hvort sem það er
rétta lausnin eða ekki er löngu
kominn tími til að leika hverja
umferð í 1. deildinni á einum og
sama deginum. Ég er sannfærður
um að þegar til lengri tíma er litið
yrði það Islandsmótinu til fram-
dráttar.
Pústkerfi úr
ryðfríu gæðastáli
í flest ökutæki
Framleiðsla er nú hafin á pústkerfum úr
ryðfriu gæðastáli í flestar gerðir ökutækja
og bifreiða. Komið eða hringið og kynmð
ykkur pústkerfin sem endast og endast.
5 ára ábyrgö
á efrti og vinnu.
HljDölqfikcrti kf
STAPAHRAUNI 3 HAFNARFIRÐI
SÍMI 652 777
NÝR DAGUR SlA