Þjóðviljinn - 15.09.1989, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 15.09.1989, Qupperneq 14
Ég Viðtalið er við Eddu Bergmann, fatlaða afrekskonu í íþróttum Edda Bergmann fékk löm- unarveiki þegar hún var 7 ára gömul og var vart hugað líf. Hún lamaðist upp að hálsi og lá lengi á spítala. En þraut- seigja, dugnaður og lífslöng- unin kom Eddu á fæturna aft- ur, en hún þarf samt hækj- anna eða hjólastólsins við á lengri leiðum. En það er ekki nóg með það að Edda hafi komist á fætur aftur, heldur hefur hún starfað af fullum krafti með íþróttafé- lagi fatlaðra, bæði keppt og þjálfað. Öfugt við annað íþróttafólk, sem venjulega byrjar að æfa og keppa snemma á' lífsleiðinni, hóf Edda ekki að keppa fyrr en hún var komin yfir fertugt. Og ekki nóg með að keppa, held- ur eru veggirnir á heimili hennar þaktir af verðlauna- peningum og viðurkenningar- skjölum, því Edda komst nær alltaf á verðlaunapall þegar hún keppti. Sund var hennar aðalkeppnis- íþrótt, en hún hefur líka keppt í skokki og maraþonhlaupum, að vísu í hjólastól en keppt samt. Það eru ekki margir sem hafa starfað jafn ötullega að íþrótta- málum fatlaðra og Edda, því eftir að hún hætti keppni, stofnaði hún sinn eigin trimmklúbb, Trimm- klúbb Eddu. Það sem maður tekur fyrst eftir í fari Eddu er að hún geislar af lífsorku og já- kvæðni og er greinilega mikil hæfileikamanneskja. Hún syng- ur, málar, teiknar, saumar og spilar á gítar. Úr Skerjafiröinum En hver er Edda, hvar er hún fœdd og hvenœr? - Ég fæddist í Reykjavík árið 1936. Á Leifsgötu 28, en fluttist snemma í Skerjafjörðinn. Ég tel mig því vera Skerfirðing. í Skerjafirðinum átti ég mína bernsku og kunningja, _en þegar ég var 7 ára var ég send í sveit. Þá voru foreldrar mínir, Guðmund- ur Bergmann og Gróa Skúladótt- ir að skilja og móðir mín ólétt að yngsta bróður mínum. Þetta var árið 1944 og það voru erfiðir tímar því við vorum sex systkinin. Ég og elsta systir mín, Ragna Bergmann, vorum þess vegna sendar í sveit undir Eyjafjöllum. • Ragna þoldi nú ekki við í sveitinni og strauk, en ég var eftir. Þá fékk ég lömunarveikina. En þegar ég byrjaði í skólanum veiktist ég aftur. Þá þekktist lömunarveikin ekki mikið og þetta voru mjög erfiðir tímar. Ég Íamaðist alveg upp að hálsi og lá á spítala í þrjú og hálft ár. Auðvit- að var þetta agalegt fyrir 7 ára gamalt barn, en það var svo mikið fjör í manni í þá daga og mamma hafði alltaf verið dálítið hörð við okkur. Hún sagði alltaf að annaðhvort lifir maður lífinu og lifir þá fyrir sjálfan sig, en er ekkert að stóla á aðra. Svo ég hugsaði að annaðhvort kæmi ég mér áfram eða ekki. Þessi orð mömmu sitja alltaf í mér og ég hef alltaf farið eftir þeim. í Gaggó vest Skólaganga var að 'sjálf sögðu nær engin eftir þetta. Ég lá bara á spítalanum og mátti og gat ekkert hreyft mig, þannig að það var ekkert hægt að kenna mér. En þegar ég var ellefu ára gömul var ég send í heimavist Laugarnesskólans. Þá var það heimili fyrir fatlaða sem Vigdís Blöndal var með. Annan vetur- inn voru strákar en hinn stelpur. Ég var þá aðeins farin að geta hreyft mig og þótti heldur óstýri- lát á spítalanum því mér þótti hann vera eins og fangelsi. Ég mun aldrei gleyma þessari spítal- avist og þess vegna nánast hata ég spítala í dag. Vil alls ekki fara á spítala nema nauðsyn beri til. Nema hvað, ég var þarna hjá Vigdísi í hálfan vetur og það var nánast eina barnaskólagangan mín. Kennarinn minn þennan tíma var Pálmi Pétursson, alveg yndislegur kennari og hann hjálpaði mér geysilega mikið. Tólf ára bekkinn lærði ég svo ut- anskóla í Melaskólanum, en síð- an fór ég í gagnfræðaskólann við Hringbraut. Þennan eina sanna Gaggó vest. Þar kláraði ég skyldunámið og langaði auðvitað að halda áfram námi, en það var ekki um slíkt að tala. Maður þurfti að vinna og hafa fyrir líf- inu. - Hvað tók við eftir skóla- gönguna? - Ég var mjög heppin, því ég fékk vinnu hjá Andrési Andrés- syni sem rak saumastofu og þar lærði ég að sauma. Vann þar myrkranna á milli og þurfti alltaf að fara í læknismeðferð líka. Það var að degi til, svo ég vann bara á kvöldin. Það var ekkert að tala um frí, ég varð að skila mínum tímum til að halda mínum launum og jafnvel vinnunni. Þetta var auðvitað sérstaklega erfitt fyrir fatlaða og við þurftum að berjast alveg gífurlega. Maöur veröur aö berjast - Hvernig var líkamlegt ástand þitt á þessum tíma? - Þá var ég búin að fá mátt í hendurnar, en fæturnir ekki góð- ir. Ég gekk við tvær hækjur, en þetta kom smátt og smátt. Þetta var náttúrlega undir manni sjálf- um komið, hvað maður vildi komast langt og hvað maður vildi geta gert. Það er nefnilega með lömunarsjúklinga, að það versta sem þeir gera er að gefast upp. Maður verður að berjast og æfa sig endalaust, Ég var stundum að því komin að gefast upp, en hugs- aði þá að ef ég gerði það gæti ég alveg eins farið í kirkjugarðinn. Nú, ég hélt áfram að vinna hjá Andrési, vann þar í ein fimm ár, en var alltaf að reyna að gera eitthvað annað með. Ég frétti af leirböðum í Hveragerði, fór þangað á sumrin og vann þá sem verkstjóri hjá Magna, sem var saumastofa þar. Ég hef verið átj- án ára þá. Á sama tíma réð mamma sig sem ráðskonu á Geldingalæk á Rangárvöllum og hún skrifaði mér og spurði hvort ég vildi ekki læra að verða hús- móðir. Mér fannst það alveg frá- leitt, því ég hélt ég myndi aldrei verða annað en piparjúnka og af hverju ætti ég þá að læra húsmóð- urstörf? En það var lítið að gera á saumastofunni á þessum tíma, svo ég sló til og fór austur. Þetta var árið ‘55.“ 14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 15. september 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.